Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 13 LANDIÐ Nýtt Sæljón til Eski- fjarðar Eskifirði - Nýtt skip Friðþjófs hf., Sæljón SU 104, kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Eskifirði um helgina. Kemur það í stað gamla Sæljónsins sem selt hefur verið til írlands eftir tuttugu ára farsæla þjónustu við Friðþjófs- menn. Sæljón er keypt frá Grindavík, það hét síðast Sigurður Þorleifsson en áður Hrafn Sveinbjarnarson. Það var keypt kvótalaust og tii- gangurinn var að fá öflugra skip til síldveiða. Eftir að skipið var afhent nýjum eigendum voru gerð- ar á því töluverðar breytingar hjá Stál hf. á Seyðisfirði, meðal ann- ars sett á það hliðarskrúfa að aft- an. Skipið fer á síldveiðar þegar búið er að ljúka endurbótum og taka nótina um borð. Mikið fjölmenni var á bryggj- unni á Eskifirði þegar nýja Sæljón- ið kom í fyrsta skipti til heimahafn- ar. Eigendur Friðþjófs hf. eru Unnar Björgólfsson, Árni Hall- dórsson, Kristinn Karlsson og Bjarni Stefánsson og konur þeirra. Skipstjóri er Ómar Sigurðsson. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson SÆLJÓN kemur til heima- hafnar á Eskifirði. iviorgunoiaoio/reiur rvnsijansson HANNES Sigmarsson læknir undirbýr þrekpróf Gunnars Sverr- issonar sjálfboðaliða. Berjaspretta með eindæmum gúð Stykkishólmi - Beijaspretta hér í sumar var með eindæmum góð bæði blábeija og eins krækibeija. Fréttaritari man tæpast betri upp- skeru. Rétt hér við túnfótinn upp í hrauninu og í lautum var hægt að sópa upp þroskuðum og góðum beijum. Ög það voru fleiri en Hólmarar sem nýttu sér þetta því af höfuð- borgarsvæðinu komu margir og þá ekki síst þeir sem brottfluttir eru og um leið og að ná þarna úrvals matvælum notuðu þeir sér að kanna á ný gömlu heimahagana. Það er ekki lengi verið að fylla ílátin og svo að gera sér mat úr á eftir, bæði að sulta og safta og leggja í forðabúr vetrarins þessa hollu og ágætu fæðu. Yfirleitt hefur verið hvert ár tals- vert af beijum og fólk notað sér tii vetrarins þótt ekki hafi verið eins mikið og í ár. Og það eru ekki lítil hlunnindi að hafa þetta svo að segja við bæjarvegginn. Starfsemi Heilsugæsl- unnar kynnt Seyðisfirði - Opið hús var hjá Heilsugæslu Seyðisfjarðar fyrir skömmu þar sem stárfsemi stofn- unarinnar var kynnt. Sett hefur verið upp veggspjaldasýning þar sem ýmsum þáttum heilsugæsl- unnar eru gerð skil. Gestum og gangandi var boðið upp á veitingar á meðan þeir skoð- uðu forvitnileg tæki og tól, sem að öllu jöfnu teljast ekki til sýning- argripa. Leikskóla- og grunn- skólabörn voru tvímælalaust fjöl- mennasti hópur gesta. Þau fengu auk annars að sjá myndband um öryggi barna utandyra. Á föstudeginum fengu gestir einnig að sjá hvernig þrekpróf fer fram. Sjálfboðaliðar voru tengdir við ýmis mælitæki og hjóluðu í hálftima í senn undir eftirliti lækna og hjúkrunarliðs. Þar gátu gestir séð hvernig fylgst er með hjartslætti, súrefnismettun í blóði, blóðþrýstingi og fleira undir álagi. Þrekpróf er m.a. mikilvæg aðferð til þess að greina Iíkamlegt ástand manna og uppgötva hjartasjúk- dóma. Á laugardaginn var síðan hald- inn gestafyrirlestur fyrir almenn- ing um þróun áfengissýki. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson KENNARAR af Suðausturlandi sem tóku þátt í stofnun kennarafélagsins. Stofnfundur Kennarafélags Suðausturlands haldinn nýverið Þróun skólastarfs samræmd Hnappavöllum Nýverið var hald- inn í Hofgarði í Öræfum stofnfund- ur nýs félags er hlaut nafnið Kenn- arafélag Suð-Austurlands en það spannar yfir landssvæðið frá Skeiðarársandi að Streitishvarfi á Berutjarðarströnd. Markmið félagsins er að sam- ræma uppbyggingu og þróun skólastarfs á svæðinu. Rétt til veru í félaginu eiga kennarar af öllum skólastigum, svo sem leikskóla-, tónskóla- og framhaldsskólastig- um. Á stofnfundinum voru um 30 manns. í stjórn voru kosin: Magn- ús J. Magnússon, formaður, Gunn- laugur Sigurðsson, Arnbjörg Stef- ánsdóttir, Bjarndís Þorbergsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson. Opið hús hjá Heilsu- gæslunni á Hellu Hellu - Margir lögðu leið sína á heilsugæslustöðina á Hellu þegar stöðin hafði nýlega opið hús í til- efni af ári fjölskyldunnar. Starf- semi og húsnæði stöðvarinnar var til sýnis en í ársbyijun var hús- næðið endurskipulagt og gerðar á því gagngerrar endurbætur, en íjárveiting hefur reyndar ekki fengist til að ljúka því verki að fulhi. Á veggspjöldum var kynnt þjónT usta, s.s. ungbarna- og mæðra- vernd, heimahjúkrun og skóla- heilsugæsla. Ymis fræðslugögn lágu frammi og gestum var boðið upp á heilsusamlegar veitingar. Stöðin hefur notið velvildar líknarfélaga í læknishéraðinu en í tilefni dagsins afhenti fulltrúi sex kvenfélaga í héraðinu tæki til að fylgjast með fósturhjartslætti. Jafnframt voru kynntar gjafir sem stöðinni bárust nýlega, hartalínu- ritstæki frá Lionsklúbbnum Skyggni á Hellu og neyðartöskur með hjálparbúnaði frá Rauða- krossdeild Rangárvallasýslu. Við Heilsugæslustöðina á Hellu starfa tveir læknar, tveir hjúkr- unarfræðingar, einn sjúkraliði og tveir ritarar. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir HEILSUGÆSLUSTÖÐINNI voru aflientar gjafir í tilefni dagsins. F.v. Maijolyn Tiepen og Þórdís Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingar, Fríður Norðkvist, fulltrúi kvenfélaganna, Þorsteinn Ragnarsson frá Lionsklúbbnum Skyggni og Þórir B. Kolbeinsson, læknir. ♦índest Eigum nokkur AEG og Indesit heimilistæki, útlitsgöllud eða notuð sem sýningartæki. Seljum þau næstu daga með 15 til 30% afslætti. Um er að ræða kæliskápa, eldavélar og þvottavélar. Einnig nokkrir Indesit kæliskápar með 15% stað- greiðsluafslætti meðan birgðir endast. BRÆÐURNIR (WORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 AEG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.