Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Dagpeningar - hvar og hverjum greiddir? Opið bréf til heilbrigðis- og fjármálaráðherra Frá Björgu Stefánsdóttur: FIMMTUDAGINN 6. október sl. kom fram í frétt í Morgunblaðinu af ársfundi Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins að þjóðin greiddi dagpeninga ráðherrum sín- um rúmar 15.000 kr. á dag og ráð- herrafrúm 7.640 kr. á dag, fyrir utan fargjöld og hótelkostnað, með- al þeirra sem fóru þessa ferð var heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra sem alltaf er að skera niður útgjöld til sjúkra og þeirra sem minna mega sín. Dagpeningar eða dagpeningar Undirritaða langar til að benda heilbrigðisráðherra á áð eflaust er dýrara að vera sjúklingur á íslandi en ráðherra á fundi í Madrid. Hvers vegna eru dagpeningar sjúkra á íslandi 500 kr. á dag þeg- ar ráðherra úthlutar sér rúmar 15.000 kr. á dag? Undirrituð vill benda á eigið dæmi: Undirrituð þurfti að sækja um sjúkradagpeninga vegna slyss, eftir að greiðslum úr sjúkrasjóði míns stéttarfélags lauk, er ég fékk sjúkradagpeninga greidda fannst mér það ekki ná 500 kr. pr. dag gerði ég fyrirspum sem ég fékk mjög greinargóð svör við. Undirritaðri var góðfúslega bent á að vegna ekkjulífeyris sem mér var greiddur frá TR fengi ég skerta dagpeninga. Ef undirrituð hefði ekki verið ekkja sem sagt haft fyr- irvinnu þá hefði ég fengið óskerta sjúkradagpeninga, ekki er gert ráð fyrir í lögum að ekkjur geti slasast eða orðið veikar (undirrituð vill taka fram að á meðan ég stundaði fulla vinnu var ekkjulífeyrir ekki skertur). Ekkja má ekki fá greiddan ekkjulífeyri og sjúkradagpeninga samtímis - ekki vera á tvennum launum frá Tryggingastofnun, þannig eru lögin, ráðherra, betur væri ef slík lög væru til vegna BRÉFRITARI telur að það sé dýrara að vera sjúklingur á íslandi en ráðherra í útlöndum. embættismanna ríkisins að þeir jafnréttið að leiðarljósi. Það er okk- tækju aðeins ein laun vegna starfa ar sameiginlegi sjóður sem um er sinna. að ræða. Vinsamlegast takið dagpeninga- BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, mál til endurskoðunar og hafið Baldursgötu 28, Reykjavík. Geislavirk efni og sjóflutningar Greenpeace um fund laganefndar IMO 10.-14. október Frá Árna Finnssyni: í NÆR hverri viku eru geislavirk efni flutt með skipum. Ekki síst á hafsvæðum undan ströndum Evr- ópu. Þessir flutningar skapa slysa- hættu og gætu valdið óbætanlegu tjóni á lífríki sjávar. Afleiðingarn- ar yrðu ekki síst þungbærar fyrir fiskveiðiþjóðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Gildandi alþjóðlegir sáttmálar á borð við Parísar- og Vínarsáttmál- ann um ábyrgð kjarnorkuríkja ef slys ber að höndum veita takmark- aða tryggingu gegn tjóni sem hlýst af kjarnorkuslysi. Greenpeace- samtökin vinna ötullega á vett- vangi Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar (IAEA) til að fá þessu breytt, en óvíst er hvort það tekst. Til að viðunandi árangur náist er brýnt að ísland og aðrar fískveiði- þjóðir leggi sitt af mörkum til að rekstraraðilar kjarnorkuvera séu að fullu ábyrgir fyrir tjóni sem hlýst af kjamorkuslysi. Ekki síður er mikilvægt að samtök í sjávarút- vegi beiti sér í sama markmiði. Nýlega samþykkti Alþjóðasigl- ingamálastofnunin (IMO) almenna reglugerð um flutninga á hættu- legum efnum sem notuð eru í kjamorkuiðnaði eða nota má til að framleiða kjarnavopn. Það þyk- ir mjög ábótavant að í reglugerð- inni er ekki kveðið skýrt á um ábyrgð þeirra er standa að flutn- ingi þessara efna ef slys ber að höndum. A næstu mánuðum munu Greenpeace-samtökin vinna að því að vekja athygli aðildarríkja Al- þjóðasiglingamálstofnunarinnar á þeim annmörkum sem era á regl- um hennar um flutning geisla- virkra efna í sjó. í þessari viku fer fram fundur laganefndar IMO. Þar munu Greenpeace, sem hafa áheyrnaraðild á fundum IMO, leggja allt kapp á að reglur um ábyrgð á flutningi á geislavirkum efnum tryggi hagsmuni tjónþol- enda. Slys gæti kostað 500 milljarða Fyrir hugsanlegt slys á Norð- ursjó við flutning á geislavirkum efnum hefur tjónið verið metið á tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Að mati Greenpeace-sam- takanna er það grundvallaratriði að tjón skilgreinist þannig að tap vegna atvinnustarfsemi, stöðvist til dæmis fiskveiðar, reiknist með þegar skaðabætur eru metnar. Vitanlega bæta peningar ekki varanlegan skaða á lífríki sjávar. Hins vegar er nauðsynlegt að þeir sem ábyrgir eru fyrir slíkum skaða séu að fullu skaðabótaskyldir. Þeir hinir sömu neyðast þar með til að hugsa sig tvisvar um áður en stór- hættuleg efni eins og plúton eru send langa vegu með feijum eða flutningaskipum. í ljósi þess að áætlað er að flytja mikið magn afar geislavirkra efna frá Frakklandi til Japans snemma á næsta ári er mikilvægt að sam- þykkt verði viðunandi reglugerð er tryggi hugsanlega tjónþola að fullu. Ef það tekst ekki skora Greenpeace á aðildarríki IMO að banna slíka flutninga þar til viðun- andi lausn fæst. ÁRNI FINNSSON, starfsmaður Greenpeace, Gautaborg. ^ Vaskhugi íslenskt bókahaldsforrit! Fjárhags-, sölu-, launa-, birgða-, viðskdptamannakerfi og margt fleira er í Vaskhuga. Einfalt og öruggt 1 notkun. Vaskliugi M. Sími 682 680 fI ilNI tMS tyiw vörur m verð m Ws Fallegur fatnabur fyrirbörn . fj 12 áraaldurs. > á þau yngstu. UUI IIU UJJ IIUIHIijjl uuiyi viuii» nsbæ, Efstalandi 26, sími 812360. Sjábu hlutina í vibara samhengi! býdur þér góöan dag Ljúffcng og holl blanda af úrvals dvöxtum, ristuðu korni, hnetum og möndlum. Njóttu þess d þinn hátt - hvenœr dagsins sem þú helst vilt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.