Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 9 FRÉTTIR Viðbrögð lögregluyfirvalda við óhlýðni ekki talin óeðlileg Amimiing lögreglumanns var þó felld niður DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur fellt úr gildi áminningu sem lög- reglustjórinn í Reykjavík veitti lög- reglumanni fyrir að vinna að rann- sókn bruggmáls í Mosfellsbæ í frí- tíma sínum í andstöðu við fyrir- mæli yfirmanna sinna. í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur fram að það telji að viðbrögð yfir- stjórnar lögreglunnar við óhlýðni lögreglumannsins hafi ekki verið óeðlileg. Hins vegar er áminningin felld úr gildi þar sem lögreglumann- inum hafi ekki verið veittur hæfileg- ur tími til þess að kynna sér gögn málsins og koma að andmælum áður en áminningin var veitt. Lögreglumaðurinn hafði ásamt þremur öðrum farið að sumarbústað í Mosfellssveit laugardag í febrúar til að stöðva starfsemi bruggara. Daginn áður höfðu tveir lögreglu- mannanna, sem störfuðu á þessum tíma í Breiðholtsstöð Reykjavíkur- lögreglunnar og höfðu unnið að rannsókn fjölmargra bruggmála, rætt við varðstjóra sinn og óskað eftir að fá að vinna að málinu en varðstjórinn hafði hafnað því og sagt lögreglumönnunum að hafa samband við ákveðinn rannsóknar- lögreglumann sem þá hafði verið falið að hafa umsjón með aðgerðum í bruggmálum, og láta hann vita af grunsemdum sínum um bruggun á staðnum. Þrátt fyrir þetta fóru lögreglu- mennirnir á staðinn daginn eftir. Þaðan höfðu þeir samband við rann- sóknarlögreglumanninn og handt- óku bruggarana í samráði við hann. Eftir þetta veitti yfirlögreglu- þjónn tveimur lögreglumannanna fjögurra formlega áminningu sam- ■ kvæmt lögum um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna en slík áminning getur verið undanfari brottrekstrar. Hinum lögreglu- mönnunum tveimur, sem starfað höfðu í um tvær vikur í Breiðholts- stöðinni, var veitt alvarleg aðvörun um að starfa samkvæmt reglum. Annar þeirra tveggja sem áminn- inguna hlaut sætti sig ekki við af- greiðslu málsins og skaut iienni til dómsmalaráðuneytis, sem í gær felldi hana úr gildi. Brutu gegn fyrirmælum í úrskurði ráðuneytisins segir að með því einu að sammælast um að fara á staðinn hafi lögreglumenn- irnir brotið gegn fyrirmælum og þótt lög leggi lögreglu þá skyldu á herðar að hefja rannsókn út af vitn- eskju eða grun um refsivert athæfi felist ekki í því almenn heimild til einstaka lögreglumanna til að hefja sjálfstætt rannsókn án tillits til skipulags viðkomandi lögregluliðs. Lögreglumönnunum hafi því ekki verið skylt að rannsaka málið sjálf- ir heldur hafi þeir haft skyldu til að gera réttum aðila innan lögregl- unnar grein fyrir vitneskju sinn. Þá er rakið að áminningin hafi verið veitt lögreglumanninum á skrifstofu yfirlögregluþjóns og þar hafi honum verið neitað um frest til að kynna sér gögn málsins og tjá sig um það síðar. Ráðuneytið segir að með þessu hafi verið brot- ið gegn ákvæðum stjómsýslulaga sem tryggi aðila máls rétt til að tjá sig um efni máls áður en ákvörðun sé tekin. Þar sem áminningin hafi verið íþyngjandi stjórnvajdsákvörðun sem geti verið undanfari brottrekst- urs hafi verið skylt að verða við beiðni mannsins um aðgang að skjölum og andmælafrest. Af þeim ástæðum sé áminningin felld úr gildi þótt ráðuneytið telji viðbrögð yfirstjórnar lögreglu í málinu ekki hafa verið óeðlileg. 7 <LÆ verslunum BYKO og ÞURRKARI S54K TeKur 4,5 kg af þvotti. Tvö hitastig: 40°C fyrir viðkvæman þvott. 60°C fyrir venjulegan þvott. Tromla úr ryöfríu stáli. Tromla snýst í báöar átt KR.34.365,- Byggt og búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. KÆLISKÁPUR DF 230 S Kælir-. 185 lítrar Frystir: 45 lítrar Hæð: 139 cm Breidd: 55 cm Dýpt: 59 cm KR. 46.600,- CEÉÉZDHÉl UPPÞVOTTAVÉL LS 601 ÞVOTTAVÉL AV 637 TX Tekur 5 kg. 16 þvottakerfi Stiglaus hitastillir Tromla og belgur úr ryöfríu stáli. KR. 47.300,- tSSEBSSb Skiptiborö 41000, 641919 Tekur 12 manna stell- 6 þvottakerfi Hraöþvottakerfi - 22 mín. Hólf og gólf, afgreiösla 641919 a BBmngsii ARISTON KR. 49.900,- CSSB Almenn afgreiösla 54411, 52870 nan Almenn afgreiðsla 629400 tffiM Grænt símanúmer BYK0 Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Falleg, sterk og vönduö ftðlsk heimilistæki Grænt númer 996410 KRINGLUNNI Skrifstofa stuðningsmanna Guðmundar Hallvarðssonar er að Suðurlandsbraut 12. Opið virka daga kl. 14-22 og um helgar kl. 13-19. Símar 882360 og 882361. Veljum Guðmund í 5. sætið - VTagtirfrá SíðbtiTQirfrá cccu6lU& Tískuverslunin Rauðarárstíg 1, sími 615077 weekend MaxMara sportmax Ný sending! _____Mari____________ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Sími 91-62 28 62 VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP •VIPforVIP»VIPforVIP»VIP, ÓDÝR ALVÖRU HÁÞRÝSTIDÆLA TIL HEIMILISN0TA Til hreingerninga á húsinu, girðingunni, stéttinni, garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl. HUN B0RGAR SIG STRAX UPP! Skeifan 3h-Sími 812670 "dlA • dlAUOd dlA • dlAU0J dlA • dlAuod dlA • dlA^ dlA* dlA^ dlA'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.