Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 52
m HEWLETT PACKARD H P Á iSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þingsályktunartillaga stjórnarandstöðunnar V antrausti lýst á alla ráðherra Ábending frá Þró- unarfélaginu Viðhaldi - Skjald- breiðar ábótavant ÞRÓUNARFÉLAG Reykjavíkur hefur sent byggingarfulltrúanum í Reykjavík athugasemdir vegna ástands Skjaldbreiðar við Kirkju- stræti 8 og húss númer 10 sem hvorttveggja eru húseignir Alþing- is. Hlutverk Þróunarfélagsins er Theðal annars að fylgjast með við- haldi og frágangi húseigna í mið- bænum, nánar tiltekið frá Hlemmi að Aðalstræti. Segir Pétur Svein- bjarnarson framkvæmdastjóri Þró- unarfélagsins að fyrrgreindar hús- eignir Alþingis séu í versta ástandi, eins og tekið var til orða. Til dæm- is sé útiklæðning ónýt, málning flögnuð og þakrennur og tröppur í slæmu ástandi. Starfsreglur mótaðar Mótaðar hafa verið þær starfs- reglur að í fyrstu er bréf með ábendingum sent húseiganda. Síð- an er ítrekunarbréf sent 3-6 mán- uðum síðar ef viðhaldi hefur ekki verið sinnt og loks, ef ábendingar eru ekki teknar til greina og ástand viðkomandi eigna er slæmt, er málið sent byggingafulltrúanum í Reykjavík, samkvæmt ákvæði í byggingarlögum nr. 54 frá 1978, að Péturs sögn. Til vansæmdar Pétur segir að kvörtunum hafi verið komið á framfæri í fyrstu og síðan hafí erindi félagsins verið •^■fent Aiþingi fyrir 2-3 mánuðum en ekkert svar hafi borist. „Á síðasta fundi Þróunarfélags Reykjavíkur var samþykkt tillaga þar sem skor- að var á Alþingi að sjá til þess að gerðar yrðu lágmarkslagfæringar á húseignunum þar sem ástandi þeirra væri ábótavant og Alþingi til vansæmdar,“ segir hann. ÞÓRÐUR Magnússon, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim- skips, segist ekki telja neinar for- sendur fyrir því að skammtíma- eða langtímavextir þurfi að breytast með neinum marktækum hætti á næstunni. Eins og fram hefur kom- ið hafa bæði Sigurður B. Stefáns- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðs íslandsbanka, og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra lýst því yfir að skammtímavextir á verð- bréfamarkaði muni hækka á næst- unni. „Ég tel ekki að vextir á ríkisvíxl- um þurfi að hækka á næstunni. Þessir vextir eru 4,95% og eru ÞRÓUNARFÉLAGIÐ segir við- hald húseigna Alþingis við Kirkjustræti því til vansæmdar. „Nú sullar á súðum og svalur er hann í dag,“ gæti hann hafa ver- ið að hugsa þessi, þar sem hann freistaði þess að bíða eftir strætó bankarnir helstu kaupendur að víxl- unum. Bankarnir fá auk þess greidda 0,1% þóknun og miðað við það að víxlamir séu til þriggja mánaða og séu ekki endurseldir svarar þetta til um 5,37% ávöxtun- ar á ári. Þetta jafngildir 4,5% raun- ávöxtun miðað við verðbólgu síð- ustu mánaða. í Bandaríkjunum eru vextir á þriggja mánaða ríkisvíxlum hins vegar nú um 5% en verðbólga þar er um 3%. Raunvextir í Banda- ríkjunum á þriggja mánaða ríkis- víxlum gætu því verið rétt um 2% en eru nú -um 4,5% hér á landi." Þá segist Þórður ekki telja líklegt að væntanlegir kjarasamningar hafi TILLAGA til þingsályktunar um vantraust á hvern og einn einstakan ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar var lögð fram á Alþingi í gærkvöldi af stjórnarandstöðu- flokkunum. Að sögn Salome Þor- kelsdóttur forseta Alþingis hefur slík tillaga ekki verið borin upp á Alþingi áður, en vegna fjarveru þriggja ráðherra telur Salome lík- legast að tillagan verði ekki rædd fyrr en í lok næstu viku. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæð- í Vesturbænum í gærdag, í stinn- ingskulda og súld. En þótt á hann hafi hugsanlega rignt með köfl- um virðist hann við öllu búinn. mikil áhrif á vaxtastigið. „Forsend- ur fjárlagafrumvarpsins gera ráð fyrir um 0,5% kaupmáttaraukningu og miðað við þær forsendur verður ekki séð að koma þurfi til sérstakra vaxtabreytinga." Hann bendir hins vegar á að út- lánsvextir banka séu nú mjög háir og hafi ekki lækkað neitt í líkingu við þá lækkun sem orðið hafi á ríkis- víxlum. „Útlánavextir bankakerfis- ins eru það háir að hætta er á að útlánastarfsemi bankanna færist í önnur útlánaform utan banka- kerfisins ef ekkert verður að gert.“ ■ Engar forsendur /C2 isflokksins kallar vantrauststillög- una bastarð, og í raun aðeins táknræana athöfn. Unnið í sameiningu Kristín Ástgeirsdóttir þingflokks- formaður Kvennalistans segir van- trauststillöguna hafa verið unna í sameiningu af stjómarandstöðunni, og ástæðan fyrir því að hún sé lögð fram sé bæði stefna og satarfshætt- ir ríkisstjórnarinnar og ástand sem ríkt hafi innan hennar. Lyfjaverslun Islands Hluta- bréfin til sölu STEFNT er að því að hefja sölu á hlutabréfum rikisins í Lyfjaverslun íslands hf. um eða upp úr næstu mánaðamót- um. Nafnverð bréfanna er alls 300 milljónir króna en ætla má að söluverðmæti þeirra geti numið nálægt 500 milljón- um króna. Endanlegt verðmat liggur þó ekki fyrir enda er verið að leggja síðustu hönd á stofnefnahagsreikning. Stefnt er að því að selja sem mest af bréfunum til al- mennings og verður hlutur hvers kaupanda að hámarki 250 þúsund krónur. Þannig er ætlunin að uppfylla það skil- yrði að salan verði ekki til þess að skerða samkeppni á lyfjamarkaðnum. ■ Hlutabréf/Cl Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins og Finnur Ing- ólfsson þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins segja þetta form til- lögunnar vera valið m.a. vegna yfir- lýsinga stjómarþingmanna um van- traust þeirra á einstaka ráðherra. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra segist telja formið á van- trauststillögunni fráleitt og segir hana gera stjómmálin að farsa. ■ Tillagan liklega tekin/26 Samningssljórnun í opinberum rekstri Ráðuneyti semja við stofnanir ríkisins UNDIRRITAÐIR verða í dag þjón- ustusamningar milli tveggja fag- ráðuneyta og tveggja ríkisstofnana. Um er að ræða samningsstjórnun í opinberum rekstri, sem byggir á því að gerður er formlegur samning- ur milli stofnunar og viðkomandi fagráðuneytis þar sem stofnunin selur ráðuneytinu tiltekna þjónustu fyrir ákveðið verð. Fyrstu samningarnir eru undirrit- aðir í dag og eru á milli iðnaðarráðu- neytis og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við Geislavarnir ríkisins. Samningarnir eru til þriggja ára og í þeim er kveð- ið á um áherslur ráðuneytanna í starfsemi stofnana, þjónustuna sem þær veita og þann árangur sem þær skuldbinda sig til að ná. Einnig er kveðið á um fjárveitingar, háðar fyrirvara um fjárveitingar Alþingis, og aukið sjálfræði stofnananna til að ná settu marki. ----♦—♦—♦---- Stórt tap í Tyrklandi ÍSLENDINGAR töpuðu 0:5 gegn Tyrkjum í 3. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í Istanbul í gærkvöldi. íslendingar sáu aldrei til sólar í leiknum og stærsta tap landsliðsins síðan 1987, er það tapaði 0:6 gegn Austur-Þjóðveijum á Laugardals- velli, varð staðreynd. Birkir Kristins- son markvörður fór meiddur af velli strax á 2. mínútu, Tyrkir gerðu fyrsta markið á 10. mín. og staðan í leikhléi var 3:0. íslendingar hafa þar með tapað tveimur fyrstu leikj- unum í Evrópukeppninni; töpuðu fyrsta leiknum 0:1 fyrir Svíum í Laugardal í síðasta mánuði. ■ Tyrkir léku sér /E1-E3 Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Eimskip Skammtímavextir þurfa ekki að hækka ^ Morgunblaðið/Þorkell Uti á stoppistöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.