Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Bi
srups
Gunnlaugur Stefánsson
fer með staðlausa stafi
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra sýnir
fram á það með bréfi sínu til ríkislögmanns og
K/K/c^ ' ''HIIII
KOMÍÐ TiL
OKKflR RáR
5EM ERU
5YNOUM.
HLRÐOiR
IIH'_
TGrKluAÍJ-
24 sælga um
starf um-
boðsmanns
barna
TUTTUGU og fjórir sóttu
um starf umboðsmanns
barna.
Um starfið sóttu: Ásiaug
Þórarinsdóttir, Benedikt Sig-
urðarson, Björn Baldursson,
Borghildur Maack, Brynhild-
ur G. Flóvenz, Elín Norðdahl,
Guðrún Hjartardóttir, Guð-
rún Agnes Þorsteinsdóttir,
Helga Þórðardóttir, Herdís
L. Storgaard, Hugo Lárus
Þórisson, Ingibjörg Georgs-
dóttir, Jón Björnsson, Lára
Pálsdóttir, Magnús Gunnars-
son, Margrét Vala Kristjáns-
dóttir, Páll Tryggvason, Pét-
ur Ólafsson, Sigríður Á. Ás-
grímsdóttir, Sigurður Ragn-
arsson, Sturla Kristjánsson,
Unnur Guðrún Óttarsdóttir,
V. Soffía Grímsdóttir og Þór-
hildur Líndal.
Þjóðarbókhlaðan
íslenskar innrétting-
ar og húsbúnaður
í SUMAR og haust hafa Ríkiskaup
boðið út innréttingar og húsbúnað
fyrir Þjóðarbókhlöðu, en útboð
þessi eru framkvæmd fyrir hönd
byggingamefndar Þjóðarbókhlöðu
og menntamálaráðuneytis. Heildar
kostnaður vegna þessara verkefna
var 177.235.735 kr. en endanleg
samningsfjárhæð varð
137.547.770 kr.
Áður en þessi útboð fóru fram
var efnt til forvals. Alls óskuðu
23 aðilar eftir að taka þátt í þess-
um útboðum og eftir athugun var
14 þeirra gefinn kostur á að bjóða
í þessi verkefni í 5 aðskildum út-
boðum. Þau voru útboð á bókahill-
um, á skrifstofuhúsgögnum, á les-
borðum og fataskápum, á af-
greiðsluborðum og útboð á stólum.
Samið var við Ofnasmíðjuna hf.
vegna smíði á bókahillum og
undirverktaki er trésmiðja Ár-
mannsfells hf. Um smíði á skrif-
stofuhúsgögnum var samið við
GKS Bíró og um smíði á lesborðum
og fataskápum var samið við trém-
iðjuna Borg á Sauðárkróki. Samið
var við trésmiðjuna Grein vegna
smíði á afgreiðsluborðum og
vegna kaupa á stólum verður
gengið til samninga við GKS Bíró
og Epal.
í frétt frá Ríkiskaupum segir:
„Nokkur umræða hefur átt sér
stað í fjölmiðlum um hlut íslenskra
framleiðenda í húsbúnaðar- og
innréttingarsmíði fyrir Þjóðarbók-
hlöðu. Sé tekinn saman hlutur
þeirra í ofangreindum samningum
kemur í ljós að af heildarverð-
mæti þessara samninga sem var
137,5 millj. kr. þá hafa íslenskir
framleiðendur smíðað innréttingar
og húsbúnað fyrir 99,4 millj. kr.
eða 72,2% af verðmætinu.
RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFl
SIGNODE BMMVÉLAR
'FARAR■
BRODDI
Signode eru frumkvöölar og
leiðandi í framleiðslu á bindivélum
fyrir stál- og plastgirði og tilheyrandi bindiefni.
Allt frá einföldum handverkfærum
til fullkomins sjálfvirknibúnaðar.
Hentar jafnt til sjós og lands.
Veitum tæknilega ráðgjöf og þjónustu.
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
Þekking Reynsla Þjónusta"
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK
90ÁRK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS
Model VFD
Model VFC
RAFVÉLAVERK-
STÆÐI FÁLKANS
Mótorvindingar,
dæluviögeröir
og allar almennar
rafvélaviðgerðir.
Umhverfissiðfræði
Samskipti við náttúr-
una þarf að byggja
á traustum grunni
Umhverfissiðfræði
snýst um að
skoða samskipti
manns og náttúru;
hvemig við högum okkur
gagnvart náttúrunni og
hvernig við ættum að
haga okkur,“ segir Þor-
varður Ámason. „Megin-
viðfangsefni hennar er
að athuga forsendur
þessara samskipta,
gagnrýna þær og koma
með tillögur til úrbóta."
— Væntanlegn er
gengið út frá því að
umgengni manna við
náttúruna sé ábðtavant.
„Að minnsta kosti má
segja að við okkur blasi
alls konar vandamál, sem
tengjast samskiptum
manns og náttúra. Sem
dæmi má nefna landeyðingu,
ofnýtingu ýmissa nytjastofna,
vaxandi ferðamannastraum og
hugmyndir um stórvirkjanir á
hálendinu. Á heildina litið virð-
ast vandamálin oft einkennast
af því að menn vita ekki al-
mennilega í hvom fótinn þeir
eiga að stíga. Annars vegar
þurfum við að nýta náttúruna
okkur til lífsviðurværis. Hins
vegar viljum við vernda a.m.k.
sum náttúruleg fyrirbæri og ferli
í upprunalegu ástandi.“
— Oft er sagt að þjóðir, sem
við köllum stundum frumstæðar,
standi nær náttúrunni en
Vesturlandabúar og lifi í sátt við
hana. Reynir umhverfissiðfræð-
in að takast á við þau vanda-
mál, sem fylgja vestrænni sið-
menningu og iðnvæðingu og
hafa gert manninn ijarlægari
náttúrunni?
„Það er að vissu leyti rétt að
við sjáum í hugmyndafræði, trú-
arbrögðum og lífsháttum ýmissa
„frumstæðra“ þjóða sterkan
skilning á hinu lífsnauðsynlega
sambandi manns og náttúru; að
ef við göngum um of á gæði
náttúrunnar komi það okkur í
koll. Sömuleiðis má þar finna
sterka samkennd með náttúr-
unni. Hitt er svo annað mál að
á því tímabili, sem náttúran var
ofjarl mannsins, var erfiðara að
draga fram lífið og -----
oft hættulegt. Líf
mannsins einkennd-
ist af baráttu við
náttúruna. Það er
útbreidd skoðun að
þegar manninum fór að aukast
máttur og megin, hafi blundað
í honum ákveðin reiði í garð
náttúrunnar. Þess vegna hafí
hann tekið upp á að sýna styrk
sinn, hvers hann væri megnug-
ur. Af þessu leiði ákveðin drottn-
unargirni yfir náttúrunni, sem
við sítjum uppi með. Hins vegar
hefur iðn- og tæknibyltingin
veitt okkur ákveðið frelsi. Við
stöndum ekki lengur jafnhöllum
fæti gagnvart náttúrunni og
ættum því að geta aflagt bar-
áttu okkar við hana og ótta.“
— Er ekki sá hugsunarháttur
að lifa í sátt og samræmi við
náttúnma, mikilvægur fyrir ís-
lendinga, sem eru háðir frum-
vinnslu náttúruauðlinda á borð
við fiskimið og orkulindir?
„Það skiptir allar þjóðir máli
að byggja samskipti sín við nátt-
úruna á traustum granni. Að
íslendingum snúa annars vegar
hinar hagrænu auðlindir, sem
við byggjum efnalega afkomu
Þorvardur Arnason
►ÞORVARÐUR Árnason er
fæddur 15. maí árið 1960 í
Reykjavík. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1979 og hlaut BS-
gráðu í líffræði frá Háskóla
Islands 1985. Þá lauk hann
prófi í kvikmyndagerð frá
Concordia-háskólanum i Mon-
treal í Kanada árið 1992. Þor-
varður hefur verið starfsmað-
ur Siðfræðistofnunar frá því
í september í fyrra og unnið
að rannsóknum, fræðslu og
útgáfumálum á sviði um-
hverfissiðfræði. Hann stend-
ur, ásamt Páli Skúlasyni heim-
spekiprófessor, fyrir kvöldn-
ámskeiði um umhverfissið-
fræði, sem hefst 19. október
næstkomandi.
ingsefni
okkar á, og hins vegar andleg
og siðferðileg verðmæti, sem
ekki skipta okkur síður máli,
bæði sem einstaklinga og sem
þjóð.“
— Svo við snúum okkur að
námskeiði ykkar Páls Skúlason-
ar — hvað er kennt og hvert er
markmiðið með því?
„Umhverfissiðfræðin er nýtt
fag. Það eru tveir til þrír áratug-
ir síðan heimspekingar og sið-
fræðingar fóra að snúa sér að
----------------- umhverfisvandamál-
Umhverfismál um- Sú áherzla sigldi
eru oft ágrein- 1 kp{ar Þeirrar vit-
undarbyltmgar, sem
_____ varð upp úr 1960.
Síðan hefur þessi
fræðigrein verið í mótun og upp
hafa komið nokkrar ólíkar stefn-
ur. Ein þeirra snýst einkum um
hagsmuni dýra og dýravemd og
önnur um varðveizlu vistkerfa.
Segja má að þetta séu tvær
meginstefnurnar.
Markmiðið með námskeiðinu
er að fólk öðlíst góða grunnþekk-
ingu á því starfi, sem fram hef-
ur farið í fræðigreininni, og ólík-
um hugmyndastraumum innan
hennar. Umhverfíssiðfræði hef-
ur lítið verið til umfjöllunar hér
á landi en umræður um hana
hafa mikið færzt í vöxt erlendis.
Umhverfissiðfræðin er mikil-
vægur þáttur í umhverfismennt-
un og -fræðslu á öllum skólastig-
um, en slík fræðsla er lítið mót-
uð hér á landi. Umhverfismál
eru oft flókin og um þau getur
staðið mikill ágreiningur. Til
þess að geta tekizt á við þau
þarf fólk ákveðna þekkingu og
færni í samræðum og samskipt-
um.“