Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breytingar á reglum um dagpeninga FRUMVARP til breytinga á lögum um vemd bama og unglinga gerir ráð fyrir að Bamavemdarstofa rík- isins og móttöku- og meðferðarstöð fyrir unglinga leysi Unglingaheimili ríkisins af hólmi. Bamaverndar- stofa heyri undir félagsmálaráðu- neyti og annist stjórnsýslu verkefna á vegum ráðuneytisins. Móttöku- og meðferðarstofnun komi í stað Unglingaheimilis ríkisins, meðferð- arheimilisins í Sólheimum 7, mót- tökudeildar í Efstasundi 86 og vímuefnadeildar á Tindum og sinni skammtímavistun, dag- og eftirm- iðverð og vímuefnameðferð._ Á blaðamannafundi Guðmundar Áma Stefánsson, félagsmálaráðherra, vegna breytinganna kom fram að 35 milljónir væra ætlaðar til bygg- ingar móttöku- og meðferðarstofn- unarinnar á fjárlögum. Afgangur- inn yrði fjármagnaður með sölu húsnæðis áðurnefndra fjögurra stofnana. Kostnaður vegna mót- töku- og meðferðarstofnunar er áætlaður á bilinu 70 til 80 milljón- ir. Hún verður staðsett á höfuðborg- arsvæðinu, líklega í grennd við Keldur í Grafarvogi. Barnaverndarstofa Félagsmálaráðherra fól stjómar- nefnd Unglingaheimilis ríkisins að vinna að tillögum um endurskipu- lagningu málflokksins. Barna- verndarstofu er ætlað að létta verk- efnum af sjáifu ráðuneytinu og SUZUKI SWIFT GLSi Sparneytinn og vel búinn bíll á mjög hagstæðu verði, kr. 945.000. 9MI SUZUKI BÍLAR HF skeifunni 17 sími 68 51 oo Spara líkiega 30 millj. „Við teljum að breytingarnar gætu sparað 30 milljónir á ári,“ segir Steingrímur Ari Arason aðstoðar- maður fjármálaráðherra og er þá miðað við fjölda ferða sem farnar hafa verið í ár að hans sögn. En Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, sagði í viðtali við Morgun- blaðið á sunnudag að ráðgert væri að breyta reglum um dagpeninga- greiðslur til ríkisstarfsmanna og gera þær líkari því sem viðgengist hjá einkafyrirtækjum, þar sem mið- að væri við ferðanætur frekar en daga. Þannig sparaðist hálfur dag- ur í hverri ferð. „Við tökum heildarkostnaðinn og síðan meðaltal dagpeninga og þar með getum við fengið ferðadaga- fjölda. Við höfum ekki upplýsingar um ferðafjölda og verðum því að áætla hann og höfum áætlað um 5.000 ferðir og sé fyrri talan marg- földuð með kostnaði fyrir hálfan dag, það er 7.000 krónum, gerir það 35 milljónir. En þar sem ekki er hægt að áætla að við spöram alveg hálfan dag, höfum við slegið á 30 milljónir," segir Steingrímur Ari. 360 milljónir á ári Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sem sæti á í ferðakostnaðarnefnd, segir að dag- peningagreiðslur árið 1992 hafi numið rúmum 360 milljónum króna og upphæðin hafí verið svipuð í fyrra. Frumvarp til breytinga á lögnm um vernd barna og unglinga eldsvoða TALSVERT tjón varð af völd- um eldsvoða í húsinu Nönnu- stíg 4 í Hafnarfirði í fýrrinótt. í húsinu bjuggu hjón með tvö böm og sakaði þau ekki. Sam- kvæmt upplýsingum slökkvil- iðsins varð tjónið aðallega af völdum hita og reyks. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Tilkynning um eldsvoðann barst slökkvistöðinni í Hafnar- firði kl. 1.07 í fyrrinótt, en hringt var frá Nönnustíg 2. Þegar slökkvilið kom á vett- vang stóðu eldtungur út um glugga á húsinu, en íbúar hússins voru þá þá komnir út á götu. Reykkafarar fundu eld sem logaði á miðhæð hússins í millilofti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en nokkum tíma tók að slökkva í spæni á milli þilja. Stöðva á vetrarveið- ar í Smugu STJÓRN Sjómannafélags Hafnaríjarðar hefur samþykkt að lýsa yfír fullum stuðningi við ályktun Sjómannasam- bands Islands varðandi veiðar skipa, mönnuðum íslenskum áhöfnum í Barentshafí að vetr- arlagi. í ályktun stjómar félagsins kemur fram að greinargerð sú sem unnin hefur verið af Einar Sveinbjömssyni veðurfræðingi um veðurfarsþætti og ísingar- hættu í Barentshafi „gefí fullt tilefni til að koma í veg fyrir að þessar veiðar verði stundað- ar yfir vetrartímann. Því beinir stjómin þeim tilmælum til ís- lenskra stjómvalda að þau beiti sér fyrir fýrir fundi eins fljótt og kostur er með þeim aðilum sem hagsmuna hafa að gæta í þessu máli, svo og þeim stofn- unum sem fara með öryggismál sjómanna," segir í ályktuninni. Kona varð fyrir bíi FULLORÐIN kona varð fyrir bíl á Háaleitisbraut um átta- leytið í gærmorgun. Konan var að ganga yfír Háaleitisbrautina þegar hún varð fyrir bíl sem var ekið frá Hvassaleiti norður Háaleitis- braut. Konan var flutt á slysa- deild. Meiðsl hennar eru talin minniháttar. Nýir skólar BORGARSTJÓRI Reykvíkinga, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, af- henti fyrsta áfanga Rimaskóla og þriðja áfanga Húsaskóla formlega til rekstrar síðastliðinn mánudag. í Rimaskóla sátu nem- endur í 1C og borðuðu nestið sitt undir upplestri sögunnar um Stígvélaða köttinn á meðan skól- inn var vígður í næstu stofu og á hinni myndinni bregða nokkur börn á leik við Húsaskóla. Fram- kvæmdir hófust við Rimaskóla fjnrir tveimur árum en Húsaskóli var byggður í nokkrum áföngum. Var sá fyrsti tekinn í notkun 1992, annar áfangi í fyrrahaust og sá síðasti 10. október, eins og fyrr er getið. Morgunblaðið/Kristinn Byggð verði móttöku- og meðferðarstöð fyrir 80 millj. hafí það fyrst og fremst reglugerð- ar- og lagasmíð með höndum. Stof- an hafi hins vegar með höndum stjómsýslu, samræmingu, fjármála- stjóm, leiðbeiningar og ráðgjöf við meðferðarheimili og bamaverndar- nefndir, þróunar og rannsóknar- starf, yfíramsjón með vistunum og fósturráðstöfunum og upplýs- ingamiðlun. Bragi Guðbrandsson, formað- ur stjórnarnefndar Unglingaheimil- is ríkisins, lagði áherslu á að heild- arsýn stofunnar stuðlaði að betri árangri. Um fósturmálin sagði hann að þau væri nú alfarið á hendi bamavemdarnefnda. Þær tækju ákvörðun um úrræði og auglýstu eftir fósturforeldram. Oft væri að- eins auglýst í fjölmiðlum og gæfí augaleið að árangurinn væri mis- jafnt. Alltof algengt væri að fóstur gengju ekki upp og bömin þyrftu síðar á öðrum úrræðum að halda. Breytingin gerir ráð fyrir að barna- verndarnefndir taki áfram ákvörð- un um úrræði. Þær njóti hins vegar aðstoðar Bamavemdarstofu við val og undirbúning fósturforeldra. Móttöku- og meðferðarstofnun Bragi sagði að á grundvelli fyrri gagnrýni hefði verið reynt að gera skýran greinarmun á hlutverki ríkis annars vegar og sveitarfélaga, hins vegar. Samkvæmt því sæi ríki alfar- ið um fyrirhugaða móttöku- og meðferðarstöð. Markmið hennar yrði að sinna sérhæfðari meðferð og mætti þar nefna vímuefnameð- ferð og vistun í bráðatilvikum. Gert er ráð fyrir að stöðin rými allt upp í 20 unglinga, verði staðsett í Graf- arvogi, líklega nálægt Keldum, og kosti á bilinu 70 til 80 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir að unglingar dveljist lengur í stöðinni en 4 mán- uði. Sveitarfélög sjá meðal annars um grunnþjónustu og ráðgjöf. Má þar nefna að Reykjavík hefur þegar samþykkt að taka þátt í að setja upp miðstöð fjölskylduráðgjafar í borginni. Önnur sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu hafa ekki gefið endanlegt svar. Ákveðið hefur verið að leggja 13 milljónir til ráðgjafa- stöðvar af þessu tagi á höfuðborg- arsvæðinu og 5 milljónir til sam- svarandi starfsemi á Norðurlandi. Meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Bragi sagði að góð reynsla hefði verið af fjórum einkareknum með- ferðarheimilum fyrir unglinga og yrði því samstarfi haldið áfram. Stefnt er að rekstri að minnsta kosti eins heimilis til viðbótar og fram kom á fundinum að fyrirhugað væri að fjölga plássum á Stóra-Gröf í Skaga- firði. Á fundinum var lögð áhersla á að ekki væri hugmyndin að leggja niður starfsemi á hinum ýmsu stöð- um aðeins að færa hana á milli staða. Má í því sambandi nefna að til stend- ur að starfsemi fyrir 16 til 18 ára unglinga á meðferðarstofnuninni á Tindum verði færð að Vífilsstöðum. Björgnð- ustúr •I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.