Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 33 ÁGÚSTA INGVARSDÓTTIR + Ágústa Ingvars- dóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1904. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 1. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ingvar Sveinsson og Guð- rún Jónsdóttir. Ólst Ágústa upp í Reykjavík og bjó þar alla sína tið. Hún var þriðja elst af tíu systkinum, og eru fjögur þeirra á lífi. Hinn 24. júní 1927 giftist Ágústa Birni Sveinssyni frá Sveinsstöðum við Kaplaskjól í Reykjavík, f. 30. nóvember 1900, d. 23. okt. 1983. Þau hófu búskap á Sveinsstöðum en fluttu árið 1937 að Brávalla- götu 48 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Þeim varð tíu barna auðið, en þrjú misstu þau í bernsku. Eftirlifandi börn ÞEGAR við systkinin lítum til baka minnumst við þess hversu rík við vorum að eiga langömmu og lang- afa á uppvaxtarárum okkar. í hug- um okkar voru þau aldrei annað en amma og afi á Brávallagötunni og einmitt þar fæddist faðir okkar, Ásmundur Björn, og ólu þau hann þar upp sem sinn eigin son. Það var alltaf jafn gaman að fara til Reykjavíkur í heimsókn. Þá var maður klæddur í sín fínustu föt og svo var haldið af stað. Á Brávallagötunni tók amma alltaf vel á móti okkur með bros á vör. Allir komu sér fyrir við eldhúsborð- ið, en amma stóð við pönnuköku- bakstur. Hún fylgdist alltaf vel með okkur og vildi ætíð fá að vita hvað við hefðum fyrir stafni. Það var líka gaman að segja henni fréttir að sunnan því alltaf mundi hún eftir því sem henni hafði verið sagt í heimsókninni á undan. Amma hafði mjög gott minni og spurði aldrei tvisvar. Hún amma okkar var góður hlustandi. Það var alltaf sama hvað við sögðum henni, það virtist allt skipta jafn miklu máli. Ásmundur Ernir, barnabarn föð- ur okkar, átti því láni að fagna að fá að kynnast langalangömmu sinni. Langamma fylgdist einnig vel með honum og eins og hún sagði sjálf þá átti hún lítið horn í honum. Elsku amma okkar, nú ert þú í faðmi þeirra sem kvöddu á undan þeirra eru: Guðrún Inga Björnsdóttir Wyman, f. 1928, búsett í Massachu- setts í Bandaríkj- unum, Þorvaldur Bergmann, f. 1936, búsettur í Kópa- vogi, Birna Kristín, f. ’ 1937, búsett á Seltjarnarnesi, Nonní Unnur, f. 1938, búsett í Reykjavík, Guðný Ása Björnsdóttir Stone, f. 1942, bú- sett í Oklahoma í Bandaríkjunum, Sveinjón, f. 1943, búsettur í Reykjavík, og Ásta Droplaug, f. 1945, búsett í Reykjavík. Að auki ólu þau upp tvo drengi, Ásmund Björn Pálmason Cornelius, f. 1946, búsettur í Keflavík, og Sverri Bergmann Stone, f. 8. maí 1963, búsettur í Texas í Bandaríkjun- um. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. þér. Guð blessi þig, elsku lang- amma. Þín barnabarnabörn, Þórir, Inga Sveina og Hrönn. Það eru rúmlega þijátíu ár síðan við systur sátum á kollum í eldhús- inu hjá ömmu og afa á Brá og sötruðum kringlukaffí. Kaffið sem við kölluðum svo var mjólk og nokkrir dropar af kaffi sem amma bætti út í til að við gætum bleytt almennilega í kringlunum okkar eins og annað fólk. Okkur systrun- um þótti þetta mikil upphefð og sóttum það fast að skreppa sem oftast í kringlukaffi á Brávallagöt- una. Þetta var á þeim tímum sem venjulegar fjölskyldur voru að kaupa sér fyrstu ísskápana með afborgunum og nokkrum árum síð- ar voru keyptar þvottavélar með spaða og rafmagnsvindu á heimilið. Þá var Brávallagatan og nágrenni löngu gróið hverfí og við hermdum eftir leikjunum sem mamma og systkini hennar höfðu leikið mörg- um árum áður á sömu slóðum. Við fórum í leiðangra í Möggubakarí til að sníkja vínarbrauðsenda og andabrauð af Möggu sem afgreiddi brauð á íslenskum búningi og í Péursbúð til að kaupa fimmaura- kúlur sem upphaflega kostuðu fimm, svo tíu og loks fimmtiu aura. Við höfðum líka til umráða ijórða- part úr garði við húsið á Brávalla- KNUD K. LARSEN + Knud K. Larsen fæddist í Pandr- up í Vendsyssel á Jótlandi 23. janúar 1901 og átti þar sín uppvaxtarár. Hann lést í Óðinsvéum 24. september síðastlið- inn. Knud lauk véla- verkfræðiprófi frá Danmarks Tekn- iske Hojskole árið 1944, starfaði sem verkfræðingur í nokkur ár, m.a. í orkuiðnaðinum, en varð síðan lektor við Tækniskólann í Árós- um. Árið 1959 varð hann deild- arsljóri við Tækniskólann í Óðinsvéum og 1968 var hann kjörinn rektor þess skóla. Gegndi hann rektorsembættinu í 14 ár og átti ríkan þátt í að móta menntastefnu danskra tækniskóla. LÁTINN er í heimabæ sínum Knud K. Larsen, fv. rektor Tækniskólans í Óðinsvéum. K.K., eins og hann var vanalega kallaður, var einstakur íslandsvinur og átti dijúgan þátt í framhaldsmenntun margi-a íslendinga um áratuga skeið. Einnig var hann frumkvöðull um brautargengi hins íslenska tækniskóla, sem á 30 ára afmæli á þessu ári. Knud K. Larsen var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu sem hann átti fyllilega skilið og honum þótti vænt um að fá. K.K. giftist ungur fagurri meyju frá Ero, ey sem er ein af perlunum í danska eyjahafinu. Þar fékk hann sína ekta perlu, frú Rikke, stór- gáfaða konu og hæfði hún vel sínum höfðingja. Saman stofnuðu þau ein- stakt menningar- og listaheimili í Óðinsvéum, sem gaman og fróðlegt var að sækja heim. Við hjónin færum frú Rikke Lars- en og börnum samúðarkveðjur. Gamall nemandi og vinur, Karl J. Karlsson. götu 48 og stærsta og besta rólu- völlinn í bænum. Og þó að margt hafi breyst frá þessum árum er stóra rennibrautin á sínum stað á róló og Héðinn stendur þar enn — líkastur öldubrjótinum karga. Líklega hafa fáir íslendingar lif- að aðrar eins breytingar og þeir sem fæddir voru í kringum alda- mótin. Amma og afi voru bæði fædd í Reykjavík, hann aldamóta- árið og hún árið 1904. Fæðingarár ömmu Ágústu var að mörgu leyti merkilegt. Þá varð Hannes Haf- stein fyrsti ráðherra íslands, ís- landsbanki tók til starfa, fyrsta bifreiðin var keypt til landsins með styrk frá Alþingi og íslendingar eignuðust fyrsta gufutogarann. Árið sem amma varð tvítug var Landsbankahúsið fullgert og flug- vélar svifu í fyrsta sinn yfir hafið til íslands. Og árið sem hún varð fertug var lýðveldi stofnað á ís- landi. Amma ólst upp við Grettisgöt- una. Þar byggði faðir hennar hús og við þá götu voru bernskuminn- ingar hennar bundnar þrátt fyrir að fjölskyldan hafi þurft að færa sig um set eftir að faðir hennar lést þegar hún var á tólfta ári. Eins og svo mörg önnur íslensk börn fyrr og síðar fór hún ung að vinna í fiski og þegar hennar eigin börn voru uppkomin fór hún aftur í fiskinn. Afi hefur heldur varla verið hár í loftinu þegar hann fór á sjó í fyrsta sinn og hann var á sjónum meðan heilsan leyfði og eftir það á Eyrinni. Þau amma giftu sig árið 1927 og eignuðust með tímanum tíu börn en af þeim dóu þtjú ung. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau á bernskuheimili afa, Sveinsstöðum við Nesveg, en árið 1937 fluttu þau í þriggja herbergja íbúð í fyrstu verkamannabústöðun- um í Reykjavík og þar átti þessi stóra fjölskylda heima upp frá því. Þar uxu börnin úr grasi, þar var áföngum og merkisdögum í lífi fjöl- skyldunnar fagnað og þar hjúkraði amma afa eftir að hann veiktist. Þangað sóttu barnabörnin og þar heilsaði amma Ágústa mörgum kynslóðum á stigapallinum. Þess vegna skipar Brávallagatan sér- stakan sess í huga afkomenda ömmu og afa og sem nú nálgst fimmta tuginn. Og þar munum við systurnar afa á axlabandabuxun- um og nærbolnum inn í litla her- bergi lesandi í blaði eða bók og ömmu okkar Ágústu í sífelldu stússi á kjól eða í slopp. Á legsteini einum norður í landi er látlaus en eftirminnileg graf- skrift. Þar segir um konu sem uppi var á sautjándu öld að hún hafi verið „níu börnum besta móðir og átta barna börnum yfír sextigu nafnfræg amma“. Eitthvað þvílíkt viljum við systurnar nú segja þegar við kveðjum hana ömmu okkar Ágústu í síðasta sinn. Linda, Hafdís og Ásta. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Erfidrykkjur (ilæsileg kaffi- hlaðborð Megir salirogmjög góð þjónuslíL IJpplýsingar ísíma22322 0 FLUGLEIDIR HATEL LtFTLEIDIR t Hjartkær faðir okkar, HALLDÓR GUÐMUNDSON húsasmfðameistari, lést á hjúkrunardeild Landakotsspítala 11. október. Börnin. t Bróðir minn og frændi, ÓLAFUR ÞORSTEINSSON frá Nýborg, Stokkseyri, sem lést á húkrunarheimilinu Kumbaravogi 9. október, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 15. október kl. 13.00. Helga Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Ó. Eyjólfsson og fjölskylda. t Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, ARNBJÖRG INGA JÓNSDÓTTIR, Furugerði 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. október kl. 13.30. Sverrir Koibeinsson, Guðjón Steinar Sverrisson, Patricia E. Velasco De Sverrisson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVERRIS EINARSSONAR blikksmíðameistara, Hvassaleiti 45, Reykjavfk, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Katrfn Jónsdóttir, Bjarni Ragnarsson, Kristbjörg Gisladóttir, Alma Eydfs Ragnarsdóttir, Anna Marfa Sverrisdóttir, Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Melíssa Katrfn, Brynja Björk, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, RUDOLFTHORARENSEN, Hamragarði 4, Keflavík, sem lést þann 5. október síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. október kl. 14.00. Edda Emilsdóttir, Stella María Thorarensen, Skúli Ágústsson, Ragnar Már Skúlason, Edda Rós Skúladóttir, Ástrós Skúladóttir. t Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Naustahlein 17, Garðabæ, verður jarðsungin á morgun, föstudag- inn 14. október, frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 13.30. Stefán Jóhann Þorbjörnsson, Pálmi Stefánsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Kristján Stefánsson, Sofffa Arinbjarnar, ' Ingibjörg Stefánsdóttir, Massimo Scagliotti, Þorbjörn Stefánsson, Inga E. Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.