Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 39 Gáfu Kvennadeild sogklukku LIONSKLÚBBURINN Freyr færði sl. vor fæðingadeild kvennadeild- ar Landspítalans nýja sogklukku og fylgihluti að gjöf. Gjöf sera þessi er ómentanlegur styrkur fyrir starfsemi deildarinnar. Kvenna- deild Landspítalans kann velunnurum sínum bestu þakkir, segir í fréttatilkynningu. Myndin er tekin við afhendingu gjafarinnar á fæðingadeild kvennadeildar Landspítalans. Ráðstefna um vísindi og heimsmyndina 1700-1850 FÉLAG um átjándu aldar fræði held- ur ráðstefnu laugardaginn 15. októ- ber sem ber heitið „Náttúruvísindi og heimsmynd íslendinga 1700- 1850“. Ráðstefnan verður haldin í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla ís- lands og hefst kl. 13. Félag um átjándu aldar fræði var stofnað í aprílmánuði sl. og er þetta fyrsta samkoman sem það heldur. Markmið félagsins er að efla og kynna rannsóknir á sviði átjándu aldar fræða og skyldra efna. Eftirtaldir menn flytja erindi á ráðstefnunni: Skúli Sigurðsson, vís- indasagnfræðingur: Megindrættir í almennri vísinda- pg tæknisögu 1700-1850; Leifur Á. Símonarson, prófessor í jarðfræði: íslensk jarðvís- indi frá Þórði Þorkelssyni Vídalín til Sveins Pálssonar skoðuð í erlendu samhengi; Einar H. Guðmundsson, dósent í stjarneðlisfræði; Stefán Björnsson, reiknimeistari; Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði: Heimsmynd Jónasar Hallgrímssonar; Hlöðver Ellertsson, bókmenntafræð- ingur: Vísindamaður í Vík; Sveinn Pálsson; Lára Magnúsardóttir, sagn- fræðingur: Gagmýni íslenskra upp- lýsingarmanna á hjátrú sem tengist fyrirbærum náttúrunnar; sr. Gunnar Kristjánsson: Sköpun og lífríki í Víd- alínspostillu. Að erindunum loknum flytja Leó Kristjánsson, fræðimaður á Raunvísindastofnun Háskólans og Loftur Guttormsson, prófessor við Kennaraháskóla íslands, hugleiðing- ar um efni þeirra. Síðan fara fram almennar umræður. Ráðstefnustjóri er Kári Bjarnason, handritavörður. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. María Lovísa heldur tísku- sýningu MARÍA Lovísa Ragnarsdóttir fata- hönnuður heldur tískusýningu á Kaffi Reykjavík fimmtudagskvöldið 13. október kl. 20.30 þar sem hún sýnir vetrartískuna ’94-’95. María Lovísa hefur nýverið opn- að verslun á Skóla- vörðustíg 8 þar sem fatnaðurinn verður seldur eftir sýninguna. Á sýningunni verða einnig sýndir skartgripir frá Láru gullsmið, Skólavörðustíg 10. Sýnir hún nýja línu af nælum og eyrnalokkum sem hún kallar „leikur að formum, litum og málmum“. Einnig sýnir hún nýjustu vetrarlínuna af silfurskart- gripum. Kynnt verður ilmvatnið Givenchy frá Snyrtivöruverslun Jósefmu, Laugavegi. Salurinn verð- ur skreyttur af blómaversluninni Undir stiganum, Borgarkringlunni. Dúettinn Sigurður Dagbjartsson og Kristján Óskarsson sér um tón- list að lokinni tískusýningu. Allir eru velkomnir. H JOHN Brandström frá Gauta- borg í Svíþjóð heldur námskeið föstudagskvöldið 14. október um það hvernig við getum á enn áhrifaríkari hátt útbreitt kristi- legan boðskap. Hann mun einnig prédika og þjóna á almennum sam- komum laugardag- inn 15. og sunnu- daginn 16. október. Námskeiðið og samkomurnar verða haldnar í hús- næði Orðs Lífsins, Grensávegi 8. Samstarf fyrir- tækja í sjáv- arútvegi RÖGNVALDUR Jóhann Sæmunds- son flytur opinberan fyrirlestur um ritgerð sína til meistaraprófs í verk- fræði fimmtudaginn 13. október kl. 17.15 í stofu 158 í VR-II, Hjarðar- haga 2-6. Ritgerðin fjallar um samstarf vinnslufyrirtækja í sjávarútvegi og möguleika þess til aukinnar hagræð- ingar í íslenskum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á samstarf Isfélags Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðv- arinnar hf. Gerð er grein fyrir eðli fram- leiðslufyrirtækja og samstarfs þeirra á milli. Fjallað er ítarlega um upp- byggingu samstarfs og forsendur þess að árangur í samstarfi sé í samræmi við væntingar. Aðferða- fræði stefnumótunar og aðgerðar- greiningar er könnuð sérstaklega og hvernig hún megi nýtast við upp- byggingu samstarfs og í lokin er henni beitt til þess að koma fram með hugmyndir um samstarf á milli ísfélags Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. Fundur um veiðar í Bar- entshafi ORATOR, félag laganema við Há- skóla íslands efnir^ í dag til fræða- fundar um veiðar Islendinga í Bar- entshafi. Fundurinn hefst klukkan 12:15 í stofu 102 í Lögbergi og er öllum opinn. Framsögu á fundinum hefur dr. Gunnar G. Schram, sem verið hefur einn helsti sérfræðingur í íslendinga í hafréttarmálum um árabil. Hann fjallar um þær réttarheimildir, sem gilda á þessu sviði og um réttarstöðu Islands. • • Orðugleikar grunnskóla- barna FÉLAGS- og tilfinningalegir örðug- leikar grunnskólabarna er heiti ráð- stefnu sem Félag íslenskra sérkenn- ara stendur fyrir laugardaginn 15. október nk. Aðalfyrirlesari ráðstefn- unnar er Teije Ogden, sérkennslu- fræðingur frá Noregi. Meðal annarra fyrirlesara eru Guðrún Kristinsdóttir, félagsráð- gjafi, sem segir frá nýlegri rannsókn sinni á líðan barna í grunnskólum, Matthías Christiansen fjallar um sjónarmið foreldra og Guðrún Ebba Olafsdóttir, varaformaður KÍ, ræðir um viðbrögð skólans og réttarstöðu kennarans. Aðrir sem fjalla um skó- laúrræði og stöðu mála hér á landi eru Linda Udengaard, sérkennari, Drífa Kristjánsdóttir, forstöðumaður á meðferðarheimili unglinga á Torfa- stöðum, og Erla Kristjánsdóttir, skólastjóri. Að lokum munu allir fyr- irlesarar svara fyrirspurnum úr sal. Margir halda fram að félags- og tilfinningalegir erfiðleikar nemenda séu vaxandi vandamál í grunnskólum og hjá sífellt yngri nemendum. Stór hluti af tíma kennarans fer í að fást við slík mál og foreldrar og aðrir hafa áhyggjur af auknu ofbeldi með- al bama og ungmenna. Merki um áhuga á þessum málum er mikil að- sókn á ráðstefnuna en tæplega tvö hundruð manns hafa tilkynnt þátt- töku sína. Terje Ogden heldur fyrirlestur á föstudegi og er talið að þann fræðslu- fund sæki ríflega eitt hundrað sér- kennarar víðsvegar að af landinu. Fyrsta mynda- kvöld Ferðafé- lagsins í vetur FYRSTA myndakvöld Ferðafélags íslands í vetur verður í kvöld, fimmtudagskvöid, í Fóstbræðra- heimilinu Langholtsvegi 119-111 og hefst það kl. 20.30. Guðmundur Hjartarson kynnir og sýnir myndir úr árbókaferðinni vin- sælu á Hornstrandir „Ystu strandir noraðn Djúps“ 7.-14. júlí, Gerður Jensdóttir sýnir myndir úr sumar- leyfisferð um undraheim Esjufjalla í Vatnajökli 22.-26. júní og úr febrú- arferð í Tindfjöll, sýndar verða mynd- ir Ingólfs Guðmundssonar frá 40 ára afmælishátíð Skagfjörðsskála 1. október sl. og síðast en ekki síst sýnir Steindór Hálfdánarson frá gönguferð um fjalllendi í Mið-Evrópu í Ölpunum. Dregið verður í ferða- happdrætti Esjugönguársins. Kaffi- veitingar félagsmanna verða í hléi. Iðnnemar ein- beita sér að að- stöðu fyrir fatlaða SAMBANDSSTJÓRN Iðnnemasam- bands íslands hefur ákveðið í tilefni af 50 ára afmæli INSÍ að einbeita sér fyrir bættum náms- og starfsskil- yrðum fatlaðra iðnnema. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Handverk liggur vel við fjölda fatl- aðra og með tilhlýðilegum félagsleg- um aðgerðum er hægt að skapa fjölda fatlaðra full verkefni í samfé- laginu. Iðnnemar verða hvattir til að kynna sér stöðu og möguleika fatl- aðra í sínu umhverfi, málefni fatl- aðra verða sett á oddinn í opinberri umræðu og starfsnefndum þar sem iðnnemahreyfingin á fulltrúa. Stefnt verður að því að næsta verkefni Fé- lagsíbúða iðnnema verði Iðnnemaset- ur í nánasta umhverfi Iðnskólans með sambýli fatlaðra og ófatlaðra þar sem sérhannaðar vistaverur verða fyrir fatlaða einstaklinga. Til að ná fram þessum markmiðum mun iðnnemahreyfingin m.a. leita eftir samstarfi við Öryrkjabandalag Is- lands og önnur samtök fatlaðra sem áhuga hafa á samstarfi við lðnnema- samband íslands við að vinna að hagsmunum fatlaðra iðnnema." Frá opnun NORDJUNEX 94. NORDJUNEX 94 FRIMERKI KJARVALSSTAÐIR Skemmtileg frímerkja- sýning 16.-19. sept. sl. DAGANA 16. til 19. sept. sl. var haldin á Kjarvalsstöðum fyrsta frímerkjasýning unglinga hér á landi, NORDJUNEX 94, en það er sameiginlegt heiti slíkra unglingasýninga á Norðurlönd- um, enda eru þátttakendur frá þeim öllum, og svo var einnig að þessu sinni. Sýningin var tengd 50 ára afmæli lýðveldisins. Dóm- nefnd skipuðu Bengt Bengtsson, Svíþjóð, en hann var jafnframt foiTnaður hennar, Gunnar Los- hamn, Noregi, Harry Swanljung, Finnlandi, og Soren Juhl Hansen, Danmörku. Af hálfu íslands skip- uðu dómnefndina Jón Aðalsteinn Jónsson, Ólafur N. Elíasson og Sigurður R. Pétursson, en hann var jafnframt formaður sýningar- nefndar. Á þessari sýningu var í fyrsta skipti á norrænni frí- merkjasýningu farið eftir þeim breytingum á sérreglum, sem voru ákveðnar árið 1992 af Al- þjóðasamtökum frímerkjasafn- ara. Er þar um að ræða auknar kröfur um úrvinnslu efnis og þekkingar á því. Sýningarefni var skipt í flokka eftir aldri unglinga. I A fiokki voru unglingar að 15 ára aldri, í B flokki 16 og 17 ára, í C flokki 18 og 19 ára og í D flokki 20 og 21 árs unglingar. Því er fljótsvar- að af minni hálfu, að hér mátti sjá margvíslegt efni og ótrúlega gott, ekki sízt, þegar tekið er til- lit til aldurs sýnenda. Er ljóst, að þeir unglingar, sem taka þátt í sýningum, taka flestir hlutina al- varlega og leggja sig í líma við að vanda bæði efni og frágang. Að sjálfsögðu njóta margir þeirra góðra leiðbeininga reyndra frí- merkjasafnara, sem stjórna ungl- ingaklúbbum, en sú starfsemi virðist komin vel á veg á öðrum Norðurlöndum. Hér á landi erum við einnig farin að sjá árangur af slíku starfi í nokkrum góðum unglingasöfnum, sem eru jafnvel orðin gjaldgeng utan landstein- anna. Því miður tókst svo slysa- lega til að þessu sinni, að nokkur beztu unglingasöfn okkar lentu á j,vergangi“, ef svo má segja, milli Islands og Kóreu og komust hvorki á sýningu þar austur frá né hér heima. Virðist svo sem erfitt sé að treysta samgönguleið- um, jafnvel á þeirri miklu öld hraðans, sem við búum við. Verð- ur áreiðanlega að athuga þau mál rækilega og búa enn betur um hnútana en hingað til, þegar senda á söfn í fjarlægar álfur. Sýning unglinganna var í vest- ursal Kjarvalsstaða. Mikill meiri hluti safna þeirra voru svonefnd mótífsöfn, enda hefur sú söfnun færzt mjög í vöxt á síðustu árum og áratugum. Er það að vonum, því að tiltölulega auðvelt er að ná í efni í slík söfn, og svo þarf það ekki alltaf að kosta mikla fjár- muni. Hæstu verðlaun NORDJ- UNEX 94 hlaut Staffan Ferdén frá Svíþjóð, 87 stig og stórt gyllt silfur, fyrir safn, sem nefnist Standandi ljón og Gústaf konung- ur fimmti, andlit og vangi. Að auki fékk hann heiðursverðlaun frá LÍF, fallegan silfurbakka. Hann var í flokki 18-19 ára. Fjór- ir unglingar, tveir frá Noregi og tveir frá Svíþjóð, fengu gyllt silfur fyrir söfn sín og þrír þeirra einnig sérverðlaun. Safn eins þeirra, sem var í A fiokki, vakti sérstaka at- hygli, en það kallast Klassískt England til 1935. í þessum hópi var það mótífsafn, sem fékk hæstu verðlaun eða 80 stig og enn fremur sérverðlaun. Nefnist það Villt dýr af kattarætt og er í eigu Lindu Andresson frá Sví- þjóð. Alveg á hæla þessum söfnur- um kom svo unglingur frá okkur, Guðni Fr. Árnason, með 79 stig og stórt silfur og að auki sérverð- laun frá íslenzkum mótífsöfnur- um. Safnið nefnist Kristófer Kól- umbus og fundur Ameríku. Er þetta verulega skemmtilegt safn og ljóst, að Guðni leggur mikla alúð við söfnun sína. Áf öðrum unglingum okkar er það að segja, að Gísli Geir Harðarson og Kári Sigurðsson fengu siifrað brons, annars vegar fyrir safnið Tón- skáld tveggja tímabila í Evrópu og hins vegar safnið Merkir Is- lendingar. Vafalaust guldu þessi söfn - sem og mörg önnur - hertra dómreglna, svo sem áður getur. Enginn vafi er hins vegar á því, að unglingar okkar eiga eftir að sækja í sig veðrið, en það kostar að sjálfsögðu ákveðna ög- un um efnisval og framsetningu þess. Nú er það svo, að 10 íslenzk unglingasöfn verða á NORDIU 94 í Árósum í Danmörku dagana 21.-23. okt. Verður fróðlegt að fylgjast með árangri þeirra þar. Þá verða og þar á meðal þau þrjú ágætu söfn, sem náðu ekki hingað heim í tæka tíð fyrir NORDJ- UNEX 94. Eins og um mörg undanfarin ár fór spurningakeppni norrænna unglingaliða um frímerki fram á sýningunni. Var spurt um elg á frímerkjum. Unnu unglingar okk- ar þessa keppni með yfirburðum eða 26 stigum af 30 mögulegum og urðu þvi Norðurlandameistarar í annað skipti í röð. Næstir urðu sænskir unglingar með 22 stig og Danir í þriðja sæti með 20 stig. Finnar fengu 18 stig og Norðmenn ráku lestina með 10 stig. Þeir, sem kepptu fyrir hönd íslands, voru Björgvin Ingi Ólafsson, en hann var einnig í liðinu í fyrra, Ólafur Kjartansson og Steinar Örn Frið- þórsson. Liðstjóri var Kjartan þór Þórðarson. Er full ástæða til að senda þeim beztu hamingjuóskir með þennan glæsiiega árangur. En það var margt fleira að sjá á NORDJUNEX 94 en unglinga- söfnin. í austursal Kjarvalsstaða var komið fyrir sérsýningu, sem skiptist í ýmsar undirdeildir. Sagt verður frá ýmsu því, sem þar bar fyrir augu, í næsta þætti. NORDIA 94. Rétt er að vekja hér að lokum athygli frímerkjasafnara á því, að dagana 21.-23. okt. fer fram hin árlega samnorræna frímerkja- sýning, sem hefur fengið sameig inlegt heiti NORDIA. Verður hún í Árósum í Danmörku, og er það í fyrsta skipti, sem danskir safn- arar sjá um þessa sýningu. Héðan fara óvenjumörg söfn á sýninguna eða alls 16 og að auki verða nokk ur rit í bókmenntadeild hennar. Væntanlega gefst kostur á að segja eitthvað frá NORDIU 94 þegar hún verður um garð gengin Jón Aðalsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.