Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. 0KTÓBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sendiráðs- maðurinn og söngkonan KVIKMYNPIR D « n s k kvikmyndahálíö liáskólabíó Rússneska söngkonan „Den russiske sang-erinde“ Leikstjóri: Morten Amfred. Handrit: William Aldridge, Leif Davidsen og Morten Amfred uppúr samnefndri skáldsögu Davidsen frá 1986. Aðal- hlutverk: Ole Lemmeke, Elena Butt- enko, Vsevolod Larionov, Igor Volkov, Igor Yasulocich.Jesper Christensen, Erik Mörk. Nordisk film production AS. Enskt tal, danskur texti 1993. DANSKA spennumyndin Rússn- eska söngkonan hefst á því að lík tveggja kvenna finnast í íbúð í Moskvu. Önnur er rússnesk gleði- kona en hin ritari við danska sendi- ráðið í borginni. Bráðlega kemur í Ijós að ekki er um sjálfsmorð að ræða eins og menn halda í fyrstu og þegar danskur sendiráðsmaður tekur að flækjast æ meira í rann- sóknina kemst hann að því ásamt systur rússnesku konunnar að æðstu yfirvöldum í Moskvu er mjög umhugað um að svæfa málið. Ekki svo slæmur grunnur að róm- antískri spennumynd í Moskvu nú- tímans þar sem allt er á hverfanda hveli en hér fer flest úrskeiðis sem hægt er að hugsa sér og tryllirinn reynist óttalega viðvaningslegur. Fyrir það fyrsta leika allir mestan- part á ensku, bæði danskir og rúss- neskir leikarar, og enskan hljómar alltaf kauðalega í myndinni sérstak- lega þegar kannski mest á reynir bæði í tilfinningasömum ástaratrið- um, sem verða ótrúlega væmin og hallærisleg, og dramatískum spennuatriðum, sem reyndar eru næsta fá. Þá er framvindan einkar hæg og myndin fullir tveir klukku- tímar, sem kannski væri í lagi ef eitthvað gerðist í sögunni en það er ekki svo margt. Teknir eru krók- ar m.a. til að kynnast listalífi hinna fijálsu Moskvubúa í sveitasælu og þar tekur titilpersónan lagið á mærðarfullan hátt sem lýsandi er fyrir yfírbragð myndarinnar og klár- ar heilan ástaróð í ró og spekt. Einn- ig er gerð tilraun til að skyggnast inn í borgarlífið eftir kommúnis- mann en heldur er það máttlaust þótt aðal myndarinnar sé tvímæla- laust það umhverfí sem hún gerist í. Þá batnar myndin strax og rússn- esku og dönsku leikaramir grípa til síns móðurmáls. Rússneska söngkonan er byggð á sögu sem skrifúð var árið 1986 þegar eðlilegt var að finna samsæri á æðstu stöðum í hemum en það hefði líklega verið tekið öðmvísi á málum ef hún yrði gerð í dag því nú er það rússneska mafían sem virðist öllu ráða með ofbeldi og glæpum. Þannig virkar sagan næsta úrelt og nokkuð bamaleg sem óður til hins nýfengna frelsis austur þar. Þegar við bætist langdregin frá- sögn, slappur leikur á ensku og mæðulegur og væminn tónn rennur spennan og rómantíkin út í sandinn löngu áður en myndin klárast. Arnaldur Indriðason Visual Basic námskeið 94023 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Krístjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 crorn Heimsborgari í n'imhelg’i sveitar BOKMENNTIR Æ visaga SKÁLDIÐ SEM SÓLIN KYSSTI. ÆVISAGA GUÐMUNDAR BÖÐVARSSONAR. eftir Silju Aðalsteinsdóttur. Hörpuút- gáfan 1994.452 síður. 3.980 kr. JÖFNUM höndum er það skáldið og bóndinn Guðmundur Böðvarsson sem við kynnumst í Skáldið sem sólin kyssti, ætt hans og uppmni og bókmenntaferill. Guðmundur hafði nokkra sérstöðu í bókmennta- lífínu að því leyti að hann bjó og starfaði í sveit. Það setti vissulega svip á skáldskap hans eins og um- hverfí gerir alltaf, en í ljóðum sínum var hann jafn mikill heimsborgari og skáld sem borgin fóstraði og fann ekki síður en önnur skáld til í stormum tíðarinnar. Viðamikil ævisaga Guðmundar Böðvarssonar eftir Silju Aðalsteins- dóttur breikkar og dýpkar myndina af skáldinu. Úr rúmhelgi íslenskrar sveitar stígur skáldið og verður les- andanum nákomið, í senn í hvers- dagsamstri og andlegu lífí. Daglegt líf og sköpun haldast í hendur. Þeir sem kynntust Guðmundi hittu fyrir hjartahlýjan mann og drenglyndan, en sagt er að hann hafí átt til að gerast hvassorður, einkum og kannski fyrst og fremst þegar pólitík bar á góma. Hann var af þeirri kynslóð skálda sem vildi móta samtíðina og gerði það oftlega. Bók Silju Aðalsteinsdóttur, ríku- lega myndskreytt, hefst í anda þjóð- legs fróðleiks og má segja að í upp- hafí verði það Ijóst að Silju lætur vel að skrifa í þeim stíl. Ættmóðir skálda, Margrét Þorláksdóttir úr Dölum, er fyrst kölluð til vitnis um uppruna og skáldgáfu. Síðan eru aðrir leiddir skipulega til sögu, nán- ir aðstandendur Guðmundar og sveitungar. Borgfírsk héraðssaga og íslensk bókmenntasaga renna þannig saman í eitt. Tvær konur Búast má við að ýmislegt í bók Silju eigi eftir að koma lesendum á óvart. Til dæmis hafa ekki margir gert sér grein fyrir stórum hlut Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Gils- bakka í þroskasögu Guðmundar. Birt eru bréf sem hann skrifaði henni frá sextán ára aldri. Ragn- heiður orti sjálf og það mjög laglega og var vel að sér í bókmenntum. Hún kom Guðmundi á sporið, hvatti hann og átti þátt í að hann birti fyrstu ljóð sín. Silja skrifar og leiðir reyndar að því rök að „sannur kær- leikur" hafi vaxið á milli þeirra. Sólin sem kyssti skáldið og stóð við hlið þess alla tíð var aftur á móti eiginkonan, Ingibjörg Sigurðardótt- ir, frænka hans. Hún var eins og Ragnheiður hneigð fyrir ljóð og átti póesíubók sem Guð- mundur orti í. Rauður penni Kristinn E. Andrés- son hafði áhrif á Guð- mund Böðvarsson og átti þátt í að gera hann að rauðum penna. Sam- band þeirra var þó ekki átakalaust. Kristinn fagnaði Guðmundi bókmenntasögu sinni, íslenskum nútímabók- menntum 1918-1948, kallaði hann „eitt af æfíntýrunum í íslensk- um bókmenntum" og hafði þá í huga að hann var sjálfmenntaður bóndi og ekki víðförull. Margrædd bók- menntasaga Kristins er í anda þeirrar bók- menntastefnu sem hann hafði boðað í Rauðum pennum eins og Silja bendir á. Að nokkru leyti má taka undir með henni að Krist- inn hafí verið „of mikill fagurkeri og of góður lesandi til að láta stjórn- málaviðhorf sín hafa áhrif á endan- legt mat sitt á skáldum og rithöf- undum". Auðvelt er að samsinna henni þegar hún skrifar: „í heild er bók hans merkari sem mennin- garpólitískt innlegg, en bókmennta- saga, hana skortir fjarlægð á við- fangsefni sitt.“ Enginn eftirbátur Það að Guðmundur Böðvarsson ólst upp og bjó í sveit kom ekki í veg fyrir stórhug og metnað. Hann var enginn eftirbátur annarra helstu skálda þegar honum tókst best upp og vissulega varð hann fyrir áhrifum eins og fleiri skáld. Hann var meðal þeirra mörgu skálda sem Magnús Ásgeirsson færði út sjónhringinn fyrir með. þýðingum sínum. Það vakti athygli þegar Guð- mundur Böðvarsson tók sig til og þýddi sjálfan Dante Alighieri sem lengi hafði legið að mestu óbættur hjá garði. Tólf kviður úr Gleðileikn- um guðdómlega í þýðingu Guð- mundar komu út 1968. Þeim var yfírleitt fagnað og menn gerðu sér far um að meta verkið sem skáld- skap á íslensku. Það var því áfall fyrir Guðmund þegar afar neikvæður dómur eftir erlendan mann birtist í Skírni. Sá dómur var prýðilega rökstuddur, en kröfu- harður. Um þýðinguna gildir að nákvæmnin vék fyrir braglistinni eins og tíðkast hjá mörgum íslenskum þýð- endum. Guðmundur tók mark á því sem skrifað var um hann, en þurfti yfírleitt ekki að kvarta. Hefðbundinn en líka nútímalegur Mér þykir Silju takast með ágætum að sýna fram á að Guðmundur orti ekki bara hefðbund- ið heldur gat verið nútí- malegur í skáldskap sín- um og gerði vissar formtilraunir. Vera má að þjóðemislegar ástæður og pólitísk nytjaviðhorf hafí haldið aftur af honum, gert hann íhalds- saman um of. Eftir á að hyggja munu menn nokkuð sáttir við Guð- mund eins og hann var. Sem félags- legt skáld stendur hann nærri Jó- hannesi úr Kötlum, fagurfræðilega er hann skyldur Tómasi og Steini. Síðustu ljóðabækur Guðmundar, einkum Saltkorn í mold og Innan hringsins ásamt eftirlátnum ljóðum, Blaði úr vetrarskógi í lokabindi Ljóðasafns, sýndu umbrot hjá skáld- inu og endurskoðun gamalla efna og minna. Um nálægð og fjarlægð frá við- fangsefninu mætti auðvitað margt segja. Silja Aðalsteinsdóttir er sam- herji Guðmundar Böðvarssonar í þjóðmálum og það setur svip á umfjöllun hennar. En ekki til skaða. Silja gætir þess að láta sem flest sjónarmið njóta sín. Þessi mikla bók um Guðmund Böðvarsson vitnar bæði um sanngirni og yfirsýn og næmi á mörg blæbrigði lífs og listar. Jóhann Hjálmarsson Silja Aðalsteinsdóttir Leikritið Býr íslendingur hér? Sýnt einu sinni í Borgarleikhúsinu EIN sýning verður í Borgarleik- húsinu á leikritinu um Leif Mull- er, Býr íslendingur hér? Sýningin verður sunnudagskvöldið 16. október klukkan 20. Islenska leik- húsið vann sýninguna upp úr sam- nefndri bók Garðars Sverrissonar og sýndi i Tjarnarbíói síðasta vet- ur við góðar undirtektir. Með styrk menntamálaráðuneytis var farið í leikferð um landið í sept- ember sl. I frétt íslenska leikhúss- ins segir að saga Leifs sé saga milljóna sem lentu í útrýmingar- búðum þýskra nasista í stríðinu. Sú saga megi ekki gleymast. Leikritið fjallar um Leif Mull- er, 18 ára kaupmannsson úr Reykjavík, sem héitfullur bjart- sýni til náms í Noregi árið 1938. Hann varð innlyksa þegar Þjóð- veijar hernámu landið. Síðar var hann svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingarbúðirnar Sachsenhausen eftir ilia meðferð í Noregi. í stríðslok komst hann PÉTUR Einarsson leikur Leif Muller í sýningunni. aftur til íslands, 24 ára gamall. Mörgum árum seinna sagði hann sögu sína. Leikarar í sýningunni eru tveir, Pétur Einarsson leikur Leif Mull- er og Halldór Björnsson Iækni hans. Þórarinn Eyfjörð hafði með höndum leikgerð og ieiksljórn. Gunnar Borgarsson annaðist Ieik- mynd, Elfar Bjarnason lýsingu og Hilmar Örn Hilmarsson hljóð. Hann notaði mcðal annars upp- tökur af ræðum Hitlers og járn- brautarlestum sem fluttu fanga nasista í útrýmingarbúðir. Hilmar kenndi illum kröftum um erfið- leika og skakkaföll í vinnslu hljóðsins og raunar aðdraganda sýninga. Þær urðu þó að veruleika og verða enn, í Borgarlcikhúsinu á sunnudaginn. I I > > f l f i t I I í I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.