Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 25
uidfc.u^'oac'in MORGUNBLAÐIÐ i(. 5r:in;i) 11 suomijiiivi? uí FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 25 AÐSENDAR GREINAR Uminn- flutning hunda SÍÐASTLIÐINN laugardag birtist í Morgunblaðinu rætin grein um slæman að- búnað hunda sem koma til landsins og fluttir eru í Einangr- unarstöð fyrir gælu- dýr í Hrísey. Áður en tekið verð- ur til við að leiðrétta rangfærslur sem koma fram í greininni er rétt að lýsa hvernig eðlilegur innflutning- ur hunda til landsins á sér stað. Strax og innflytj- andi hunds hefur fengið innflutningsleyfi hefur hann samband við Einangrunar- stöðina sem ákveður hvaða dag hann getur komið með hundinn. Farið er eftir röð umsókna og hvenær þær eru staðfestar. Viku til tíu dögum fyrir innflutningsdag er haft samband við innflytjand- ann til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Innflytjandi sér sjáfur um að panta flugfar fyrir hundinn og útvegar hentugt búr sem uppfyllir dýraverndarkröfur. Mjög gott samband er á milli tollafgreiðslunnar á Keflavíkur- flugvelli og Einangrunarstöðvar- innar um geymslu og aðhlynningu hundanna í flugstöðinni á meðan beðið er eftir framhaldsflugi. Ein- angrunarstöðin hefur skaffað þangað fóður til þess að sem minnstar breytingar verði við komuna til landsins. Á Akureyrar- flugvelli tekur starfsmaður Ein- angrunarstöðvarinnar síðan við hundinum og fer með hann út í Hrísey. Flestir hundanna koma frá Evrópu og er því biðin sjaldan meiri en 2-4 klst. en lengri tími líður fyrir þá sem koma frá Amer- íku. Dýralæknisskoðun fer fram eftir komu hundsins til Hríseyjar. Hingað til hafa verið gefin út 184 innflutningsleyfi fyrir hunda frá því einangrunarstöðin var opnuð og hefur þetta fyrirkomulag reynst vel. Sl. sumar sótti eigandi hvolps- ins, sem hér um ræðir, um leyfi að flytja inn einn hund og sonur hennar einnig um leyfi fyrir einn hund frá Bandaríkjum Norður- Ameríku. Einnig var óskað eftir að flytja inn þriggja mánaða hvolp, en umsækjanda var ein- dregið ráðlagt frá því að flytja inn svo ungt dýr þar sem það hefði ekki þá mótstöðu sem þarf til að þola langan flutning og breytt umhverfi. Því miður var þessum ráðum ekki vel tekið og komið með hvolp- inn. Ákveðið var að hundarnir kæmu til landsins laugardag- inn 25. september sl. Til þess að auðvelda flutning hafði starfs- maður tollafgreiðsi- unar á Keflavíkur- flugvelli gert sérstak- ar ráðstafanir um flutning á hundunum til Reykjavíkur og fiug til Akureyrar um hádegið til að biðin yrði sem styst. Einnig var sóttvarnardýralæknir- inn, sem reyndar er í sumarfríi um þessar mundir, í Hrísey á laugardeginum til að vera viðbú- inn að taka á móti hundunum og skoða þá strax og þeir kæmu. Þegar flugvélin frá Bandaríkjun- um kom á laugardagsmorgni voru hundarnir ekki með. Engin til- kynning um hvað hafði farið úr- skeiðis né hvenær hundarnir kæmu til landsins barst frá hunda- eigendunum. Hundarnir komu síð- an með flugi á sunnudagsmorgni en þá var annað fólk á vakt og var því undirbúningur lítill. Maður spyr sig gjarnan í tilfell- um sem þessu hvernig ungbarni liði eftir að hafa ferðast þvert yfir Bandaríkin_ og kemst ekki með flugvél til íslands af því að foreldrarnir eru á „stand-by“ miða til að spara vegna þess að allt er fullt. Foreldrarnir fá ekki inni á hóteli af því þeir eru með hunda og verða að hírast í bílnum þar til þeir komast í flug sólarhring síðar. Því miður eru margir dýraeig- endur mjög tilætlunarsamir og telja að þeir og þeirra dýrafélagar eigi að fá sambærilega þjónustu og „mjög mikilvægt fólk“ (VIP’s). Það er vissulega reynt að mæta þessum kröfum, ekki vegna fólks- ins, heldur vegna dýranna. Mín reynsla er sú að allir sem koma að þessum flutningum, bæði starfsfólk flugfélaganna, tollsins og aðrir aðilar, sem koma þar að, hafa samúð með dýrunum og vilja að vel fari um þau í flutningi. Til þess að það takist verður að gera þá kröfu að eigendur dýranna sýni þá ábyrgðartilfinningu að halda áætlun eða tilkynna um breytingar svo að allt skipulagið Það er mjög sorglegt hvemig fór í þessu til- felli, segir Brynjólfur Sandholt, en litlar líkur em á lækningu hvolpa á þessu aldursskeiði. fari ekki úr skorðum eins og gerð- ist í þessu tilfelli. Þegar hundarnir komu til Hrís- eyjar var hvolpurinn dapur en hin- ir sprækir. Talið var að fóður og loftslagsbreytingar ásamt löngu og erfiðu ferðalagi væri orsökin og hann myndi jafna sig eftir einn til tvo daga. Því miður elnaði hvolpinum sóttin og dó hann nótt- ina eftir. Hundurinn var sendur til krufningar að Keldum og þar staðfest að dánarorsök var smá- veirusótt. Allar líkur eru á að mótefni gegn þessari veirusýk- ingu hafi ekki haft tíma til að myndast hjá þessu unga dýri. Talið er að allt að fjórar bólusetn- ingar með fjögurra vikna millibili frá tveggja mánaða aldri þurfi til þess að ná upp nægilegu mótefni, þegar mótstaðan minnkar vegna álags (streitu) og mikið smitálag er frá umhverfi. Það er mjög sorglegt hvernig fór í þessu tilfelli. Reynslan sem við þekkjum úr baráttunni við þennan sjúkdóm er að mjög litlar líkur eru á að lækning takist hjá hvolpum sem fá sjúkdóminn á þessu aldursskeiði. Hér verður engum einum um kennt hvernig fór. Jón Þórarinn Magnússon, hundaeftirlitsmaður í Reykjavík, hefur flutt inn hund í gegnum Éinangrunarstöðina í Hrísey og lét hann vel af þeim innflutningi í mín eyru og sótti aftur um inn- flutning. Eftir að hafa hlustað á Jón Þórarin í viðtali á Rás 2 sl. mánudag finnst mér að hann telji sig hafa farið offari í staðhæfing- um, sem eftir honum eru hafðar í grein Morgunblaðsins á laugar- daginn. í viðtalinu minnti Jón Þórarinn mig dálítið á góðan mann vestur i Dölum, þegar verið var að herma upp á hann ummæli, sem hann vildi helst gleyma. Þá svar- aði hann, þegar mikið lá við: „Ég sagði það aldrei, ég bara talaði það.“ Höfundur er yfírdýralæknir. Brynjólfur Sandholt Stjórnarand- staðan og EES EITT af þeim mikil- vægu málum sem ríkis- stjóm Sjálfstæðis- flokks og Alýðuflokks hefur farsællega siglt til hafnar er aðild Is- lands að Evrópska efnahagssvæðinu. Engum dylst að aðild- inni fylgir margvísleg- ur ávinningur fyrir landsmenn. EES tryggir traustari mark- að fyrir íslenskar af- urðir og hærra verð og má því tvímælalaust skoða sem aðgerð til að auka kaupmátt og bæta kjör landsmanna. Á sínum tíma þorði stjómarandstaðan ekki að fylgja málinu, og enginn úr hennar hópi greiddi EES atkvæði. Þungavigtar- menn úr hennar hópi jöfnuðu aðild nánast við landráð og fundu henni allt til foráttu, þrátt fyrir þá marg- háttuðu ávinninga sem EES tengj- ast. En lífið er oft skrítið. Nú er evrópska efnahgssvæðið orðið helsta skjól stjórnarandstöðunnar, þegar fulla aðild að ESB ber á góma. Viðkvæðið er þá: „Við höfum EES, - er það ekki nóg?“ í þessari afstöðu felst í rauninn viðurkenning á því að ríkisstjórnin hafði rétt fyrir _sér, en stjómarand- staðan rangt. Út af fyrir sig er já- kvætt að það liggi nú fyrir með þessum hætti. Opineberlega er af- staða stjómarandstöðunnar hins vegar ærið tvíbent, jafnvel tvíræð. Halldór Ásgrímsson hefur að vísu komist næst því fyrir hönd Fram- sóknarflokksins að lýsa fullum stuðningi við EES, en það er þó gert með því hiki, sem einkennir hinn nýja formann Framsóknar þessa dagana. Jafnframt er alls- endis óvíst hvort hann hefur taum- hald á Páli Péturssyni og öðmm, sem honum fylgja. Þjóðin veit sömu- leiðis, að formaður Al- þýðubandalagsisn er í hjarta sínu Evrópu- sinni, þó staða hans innan flokksins sé slík, að hann þorði ekki annað en greiða at- kvæði gegn aðild á sín- um tíma. Síðan hefur hann verið í einskonar gíslingu þjóðlegu sós- íalistanna, sem mæltu ákaft gegn EES. Af- staða Kvennalistans er á reiki; vaxandi hópur yngri kvenna innan hans fylgir EES ákaft að málum, en eins og menn muna, voru þingkonurnar á öðru máli. Stjórnarandstaðan þarf því að gera hreint fyrir sínum dyrum varð- Ætla stjórnarandstöðu- flokkar að standa við stóru orðin, spyr Ossur Skarphéðinsson, og segja upp aðild að evr- ópska efnahagssvæð- inu? andi afstöðuna til EES. Hún skuld- ar kjósendum svör við eftirfarandi spurningum: Ætla flokkar stjórnarandstöð- unnar að standa við stóru orðin og segja upp aðild að evrópska efna- hagssvæðinu, ef þeir komast til valda? Á þjóðin þá von á því að sá mikli ávinningur sem fylgir EES verði ónýttur af þeirra völdum? Höfundur er umhverfisráðherrn. Össur Skarphéðinsson Prófkjör Sjalfstædisflokksins í Reykjavík 28. og 29. október Ásgerður Jóna Flosadóttir Sjálfstæðisflokkurinn metur konur að verðleikum Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgð Trygg/um Ásgerði Jonu S.-tO. sœtið Brauðostur kg/stk 15% AFSLÁTTUR! 612 kr. kiiöiö. VERÐ NU kílóið. ÞÚ SPARAR: 108 kr. á hvert kíló. OSTAOG SMIÖRSAtAN SE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.