Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 231 I3J ')!>() .61 f:TI )#<I JTIII.Ií U FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 5 JAZZGÍTARLEIKARINN Stanley Jordan íslendingar óska eftir viðræðum við Grænlendinga um samskipti þjóðanna Veiðar á Reykja- neshrygg ræddar ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segist hafa óskað eftir við- ræðum við grænlensk stjórnvöld um samskipti þjóðanna og hugmyndir um stjómun fiskveiða á Reykjanes- hrygg. Hann segir hugmynd Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsókn- arflokksins, um sameiginlega stofn- un þjóðanna til að stýra fiskveiðum á Reykjaneshryggi samræmast sín- um eigin sjónarmiðum. Henrik Leth, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neyti Grænlendinga, sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvar eða hvenær umræðumar gætu farið fram. Ekki væri víst að ráðherrann hefði tíma fyrir kosningar næsta vor. Þorsteinn sagði að sér þætti Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefndin illa fær að takast á við verkefnið. Eðlilegra væri að strandríkin mynd- uðu stjórnunarstofnun um flökku- stofna inn og út úr lögsögu þeirra. „Ég hef óskað eftir viðræðum við grænlensk stjómvöld,“ sagði Þor- steinn ,„ og meðal annars sent boð til grænlenska sjávarútvegsráðherr- ans um umræður um samskiptamál Íslands og Grænlands, þ.á.m. þessa hugmynd. Óskað var eftir viðræður seinnihluta sumars og ekki hefur enn borist svar frá grænlenskum stjórn- völdum hvort þeir em tilbúnir til slíkra viðræðna. Á því geta verið margar skýringar, t.d. er stjómkerfið lítið.“ Viðræður dragast Henrik Leth sagði að borist hefði óformleg ósk um viðræður. Erindinu hefði ekki verið svarað enda hefðu staðið yfir sumarfrí og kosningaund- irbúningur hæfst brátt. Ekki væri víst að ráðherra hefði tíma til við- ræðna fyrr en eftir kosningar næsta vor. Hins vegar kæmi til greina að embættismenn ræddust við fyrst. Hann sagði að vissulega væri margt að ræða en þjóðirnar hefðu búið við núverandi ástand í langan tíma og ekki skipti öllu þó viðræður dræg- just eitthvað. Stanley Jordan leikur á íslandi JASSGÍTARLEIKARINN Stan- ley Jordan mun koma hingað til lands og halda tónleika í Há- skólabíói 1. nóvember nk. TKO- ísland og Jassvakning standa fyrir tónleikunum. Stanley Jord- an er heimsþekktur tónlistar- maður á sínu sviði og segir Vernharður Linnet, formaður Jassvakningar, að Jordan hafi bylt flestum viðteknum hug- myndum um gítarleik frá því að hann öðlaðist frægð fyrir um áratug síðan. „Það er gífurlega gaman að fá hingað til lands mann eins og Stanley Jordan, sem er tæk- niundur með tilliti til gítar- leiks,“ segir Vernharður. Erum í skýjunum „Sérstaklega er það einstakt fyrir alla þá sem spila á gítar eða hafa áhuga á því hljóðfæri, hvaða tónlistarstefnu sem þeir aðhyllast, að fá að berja hann augum. Gítartækni Jordans er ólík öllu öðru fyrr og síðar og hefur hann bæði gefið út plötur með klassískum jasslögum og nýjum jass, rokkuðum verkum o.fl. Ég var að hlusta að nýjustu geislaplötu hans, Bolero, þar sem er m.a. um 20 mínútna út- gáfa af samnefndu verki eftir Ravel með ýmsum rafhljóðfær- um. Það gerist ekki orðið nema á Listahátíð eða Rúrek að svona stórir listamenn komi til lands- ins og alveg sérstakt að fá hann hingað. Við jassistar erum í skýj- unum en ekki síður gítaráhuga- menn, hvort sem þeir hafa dá- læti á Django Reinhardt eða Jim Hendrix.“ ----» ♦ ♦---- Innbrotsþjóf- ur í gæslu- varðhald MAÐUR, sem staðinn var að því að brjótast inn í fyrirtæki við Bíldshöfða 14 á þriðjudagsmorg- un, var í gær úrskurðaður í 45 daga gæsluvarðhald. Maður, sem kom snemma til vinnu, varð tveggja manna var, sem höfðu brotist inn á Bíldshöfða 14. Maðurinn lét lögreglu vita og náðist annar þeirra. Sá hefur iðu- lega áður komið við sögu vegna innbrota. Hann var í gæsluvarð- haldi fyrir skömmu og á óafplán- aðan dóm vegna innbrota. I gær var hann leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í 45 daga gæsluvarð- hald. Eins og öllum er kunnugt varð þötttakan í Mjólkurbikarleiknum síðastliðið sumar svo gífurleg að við urðum uppiskroppa með verðlaunabikara. Og nú er aukasendingin komin með það sem upp á vantaði! Hér fást bikararnir a Frá og meö mánudeginum 17. okt. venöa mjóikunbikarar afhentin í Mjólkunsamsölunni, Bitnuhálsi, á milli kl. 13 og 18 vinka daga til 15. nóvember. REYKJAVÍK: Mjólkursamsalan Bitruhálsi: Laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16. Mjólkurbíll v/Laugardalsvöll: Laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16 verður mjólkurbíll við miðasölu aðalleikvangs. HAfNARFJÖRÐUR: Mjólkurbíll á bílastæðunum við Fjarðarkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16. YTRI-NJARÐVÍK: Við Hagkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16. NJARÐVÍK: Við Samkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16. VESTMANNAEYJAR: Geisli, Flötum 29, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 13 til 16. Um leiö og viö þökkum ungum sem öldnum fnábæna fnammistöðu og ómælda þolinmæði, hvetjum við þá til að láta sjá sig á laugandag eða sunnudag! nmr MJÓLKURSAMSALAN BikarafhendinqMjólkursamsölunnar, lauqardag oq sunnudaq 15.-16. okt. m jr A luutjuiuut) u\j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.