Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 23/10-29/10 ► FORSETI borgarstjórn- ar ritaði félagsmálaráð- herra bréf og lýsti því yfir að Reykjavíkurborg tæki ekki þátt í frekari viðræð- um við ríkið um reynslu- sveitarfélög meðan ríkið gerði kröfu um að sveit- arfélögin greiði í Atvinnu- leysistryggingasjóð. ► ÍSLENSKAR sjávaraf- urðir hf. eru um það bil að kaupa 30% hlutafjár í Vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum að nafnvirði um 84 milljónir. Við þetta mun ÍS taka við sölu á af- urðum Vinnslustöðvarinn- ar hf. af SH. Þá mun SH þurfa að greiða út hlut Vinnslustöðvarinnar í SH sem er um 150 milljóna króna virði. Frá næstu ára- mótum taka Samskip við farmflutningum fyrir Vinnslustöðina af Eimskip. ► VERÐLAG á sjávaraf- urðum hefur hækkað und- anfarið og samsvarar hækkunin því að útflutn- ingstekjur þjóðarinnar aukist um 2,5 milljarða á einu ári. Sterkar vísbend- ingar eru um að sjávaraf- urðir haldi áfram að hækka í verði. ► REGINN hf. seldi Framleiðendum hf., félagi framleiðenda innan ÍS, 19,1% eignarhlut sinn í ÍS fyrir 137 milljónir. Þar með eiga framleiðendur alls um 60% hlutafjár í ÍS. Foreldrar vilja 15-20 leikskóla TIL að mæta ósk- um foreldra barna í Reykjavík frá aldrinum eins til fimm ára þarf að bæta við um 60-66 leikskóla- deildum eða sem svarar 15-20 leik- skólum. Vantrauststillögu vísað frá TILLÖGU stjórnarandstöðunnar um vantraust á ráðherra í ríkisstjóminni var vísað frá eftir umræðu á Alþingi á mánudagskvöld. Þingfundinum var bæði útvarpað og sjónvarpað. Málefni Listahátíðar Hafnarfjarðar til lögreglu BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar sam- þykkti síðastliðinn þriðjudag að und- irbúa mál vegna iistahátíðar bæjarins í hendur Rannsóknarlögreglu ríkisins. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Afla þarf meiri gagna um málið og á þeirri vinnu að ljúka fyrir bæjarráðsfund í þessari viku. Snjóflóð á Breiðadalsheiði MIKIL mildi þótti að ekki varð stórslys þegar snjóflóð hreif tvo bíla með sex manns fram af veginum í Kinninni á Breiðadalsheiði um hádegi síðastliðinn þriðjudag. Annar bíllinn valt margar veltur en hinn bíllinn rann niður snar- bratta hlíðina. Litlu munaði að þriðji bíllinn lenti einnig í flóðinu. Fólkið slapp með skrámur en báðir bílarnir era ónýtir. Samningur ísraela og Jórdana undirritaður „VIÐ höfum brotið hlekki fortíðarinn- ar, sem hafa bundið okkur svo lengi í skugga styijalda og þjáninga,“ sagði Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, þegar hann fagnaði undirritun friðar- samnings Jórdaníu og ísraels á mið- vikudag. Með samningnum var bundinn endi á fjandskap ríkjanna í 46 ár. Yitz- hak Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Abdul Salam al-Majali, starfsbróðir hans í Jórdaníu, undirrituðu samning- inn að viðstöddum 5.000 gestum í Arava-eyðimörkinni fyrir sunnan Dauðahaf. Clinton ræddi einnig við forseta Sýrlands, Hafez al-Assad, og sagði að samningaviðræður gætu haf- ist milli ísraela og Sýrlendinga um Gólan-hæðirnar þótt mörg ljón væru í veginum. Ljóst þykir að Assad hafi ekki hvikað frá þeirri kröfu sinni að ísraelar hverfi að fullu frá Gólan gegn því að samið verði um frið. Mannskæðir bardagar í Alsír STRÍÐIÐ milli stjómarhersins í Alsír og íslamskra bókstafstrúarmanna hef-' ur harnað mjög og hundrað manna falla í viku hverri. Þetta er haft eftir heimildarmönnum í franska hernum og þeir segja að íslamskir skæruliðar hafi í raun suma hluta Iandsins á valdi sínu. Frakkar hafa sérstaklega miklar áhyggjur af gífurlegum flóttamanna- straumi komist bókstafstrúarmennimir til valda. ► RÚSSAR búa ekki við lýðræði þrátt fyrir þriggja ára lýðræðisumbætur, heldur fámennisstjóra, að sögn nóbelsverðlaunahaf- ans Alexanders Solzhenít- syns í ræðu á rússneska þinginu á föstudag. Hann sagði rússneska embættis- menn spillta og úr tengsl- um við almenning. ► MIKILL olíuleki ógnar rússneskum heimskauta- héruðum en hann hefur myndað flekk sem er um 11 km á lengd, 13 metra breiður og tæplega eins metra þykkur. Haft var eftir talsmönnum banda- ríska orkumálaráðuneytis- ins að mengunin væri allt að átta sinnum meiri en þegar olíuskipið Exxon Valdez strandaði við strönd Alaska árið 1989. ► SAMTÖK skæruliða Tamíla á Sri Lanka neit- uðu á mánudag að þau hefðu staðið á bak við sprengjutilræði á kosn- ingafundi sem varð 52 að bana á sunnudagskvöld. Á meðal hinna látnu var for- setaframbjóðandi sljórn- arandstöðunnar. Eigin- kona hans mun taka upp merkið og bjóða sig fram í hans stað. ► STJÓRNARHERINN í Bosníu hefur stökkt serb- neskum hersveitum á flótta í stórsókn í norðvest- urhluta landsins. Serb- nesku hermennirnir skildu eftir skriðdreka og stór- skotavopn á flóttanum. FRÉTTIR ENDURBÆTA verður hreyfibúnað stýrisstilla á hæðarstýrum á stéli allra Boeing 737 þotna í heimin- um. Breytingar á þotum Flugleiða verða strax og varahlutir verða fyrir hendi. Breyta verður hreyfibúnaði stýrisstilla á Boeing 737 þotum Flugleiðir breyta þotum strax o g nýr búnaður fæst „VIÐ munum framkvæma þessar endurbætur strax og unnt verður, setjum þær í sérstaka forgangsröð og bíðum ekki eftir næstu reglu- bundinni skoðun á þotunum til að setja endurbættan búnað í þær. Það gerum við strax og nýr búnaður fæst,“ sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða um fyrirhug- aðar endurbætur á hreyfibúnaði stýrisstilla á hæðarstýrum Boeing 737 þotna félagsins. Boeing-verksmiðjurnar hafa ný- verið tilkynnt flugrekendum að verksmiðjurnar muni gefa út form- leg tilmæli um að skipt verði um hreyfibúnaðinn. Um er að ræða 1.580 þotur af gerðinni Boeing 737-300/400/500. Að sögn Einars Sigurðssonar eru Flugleiðir að hefja viðræður við tæknideild framleiðenda umrædds búnaðar um hve skjóta afgreiðslu félagið geti fengið. Búnaðurinn sem breyta þarf er samstæða lítils rafmótors, öxuls og kúplingar sem jafnvægisstillir hæð- arstýriskambinn þann veg að tog- kraftar á stýrisfleti verði hveiju sinni í lágmarki. „Hreyfibúnaðinum stjórna flug- menn með rofa á stýrisstönginni. Er þeir ijúfa strauminn til rafmót- orsins rýfur kúpling sjálfkrafa tengslin milli mótorsins og öxulsins sem hreyfir stýriskambinn," sagði Einar. Vitað er um fimm tilvik í heimin- um þar sem það hefur komið fýrir að kúplingin hefur ekki rofið tengsl öxulsins um leið og flugmaður hef- ur rofið rafstraum til mótorsins. Hefur öxullinn haldið áfram að snú- ast þá stund sem mótorinn er að hægja á sér. Kyrrsetning óþörf „Komi þetta fýrir verður jafnvæg- isstillingin á stýriskambinum óná- kvæm. Flugmennirnir verða varir við þetta þar sem þungi fer ekki af stýrisstönginni. Þeir geta vegið hreyfinguna upp með því að toga í stýrisstöngina eða ýta á móti henni. Það sem Boeing hefur gert er að gefa út viðvöran án tímamarka þar sem þeir ráðleggja flugfélögum að endurbæta hreyfíbúnaðinn. Við munum byija á því að senda út samstæðu, sem við eigum sem vara- hlut, og setja hana með endur- bættri kúplingu í fyrstu flugvélina. Búnað hennar sendum við svo til framleiðanda í breytingu. Þannig verður verkið unnið og skipt um búnaðinn í þotunum koll af kolli. Það gera okkar flugvirkjar. Boeing leggur til að það verði gert þegar varahlutir og mannskapur til að vinna verkið er fyrir hendi. Það eru engin tímamörk á því hvenær ber að gera þessar endurbætur enda hafa flugmenn á 737-þotunum fengið tilmæli um hvemig þeir eigi að bregðast við komi bilun af þessu tagi fram á flugi," sagði Einar. Að sögn Einars Sigurðssonar er af hálfu Boeing-verksmiðjanna ekki talin nein þörf á að kyrrsetja eða takmarka notkun þotnanna þar til skipt hefur verið um búnaðinn. > * Efnahagsályktun 55. aðalfundar LIU Hlutfall eiginfjár rýmað um 10% á þremur árum AÐALFUNDUR LÍÚ varar við því í efnahagsályktun fundarins að staða sjávarútvegsfyrirtækja sé bág og bendir á mikla rýrnun eigin fjár. Einnig er bent á nauðsyn þess að aðstoða þau skip, sem fyrir mestri skerðingu verða til veiða á þorski. Efnahagsályktun fundarins fer hér á eftir: „Brýnasta verkefni fyrirtækja í sjávarútvegi er að styrkja eiginfjár- stöðu sína svo þau geti staðizt sveiflur í aflaverðmæti, fiskistofn- um og öðram þáttum sem hafa áhrif á afkomu greinarinnar. Varað er við þeirri uggvænlegu þróun að hlutfall eigin fyár greinarinnar hefur minnkað um 10% á þremur árum. Þrátt fyrir nær óbreytt afurða- verð á mörkuðum erlendis og stöð- ugt minnkandi þorskafla hefur sjáv- arútveginum tekizt að laga sig að erfiðum aðstæðum í því efnahags- umhverfi sem greinin býr við. Mikilvægt er að vextir á lánum greinarinnar lækki, þannig að sjáv- arútvegurinn fái stapið undir erfiðri skuldastöðu sinni. í því sambandi skiptir miklu að dregið verði úr hallarekstri ríkissjóðs og þannig dregið úr lánsfjárþörf hans á inn- lendum markaði. Þá skiptir einnig miklu að opin- berar álögur verði ekki auknar á atvinnuveginum. Því er mótmælt að lagðar skuli sérstakar álögur á greinina með lögum til að standa undir úreldingu fiskiskipa og fisk- vinnsluhúsa. í engri annarri at- vinnugrein í fijálsu markaðshag- kerfi þekkjast svipaðar kröfur. Skynsamlegra er að afrakstri af atvinnuveginum í framtíðinni sé varið í nýfjárfestingu og uppbygg- ingu. í dag er ekkert nýtt fiskiskip í smíðum fyrir útveginn, þótt fyrir liggi mikil þörf á endumýjun, til dæmis loðnuflotans. Uppbygging þorskstofnsins arðbærasta fjárfestingin Fagnað er áformum Fiskveiða- sjóðs íslands um að veita þeim út- gerðum sem verða fyrir mestri kvótaskerðingu vegna þorskbrests- ins lán á meðan þau komast yfír erfiðasta hjallann. Uppbygging þorskstofnsins er án nokkurs vafa arðbærasta fjárfesting sem þjóðin getur tekið sér fyrir hendur. Þess vegna er mikilvægt að þeim hluta flotans sem verður fyrir mestum áföllum vegna þessa verði hjálpað með því að fella niður tímabundið opinber gjöld, svo sem trygginga- gjald launa og aflagjald. Staða sjávarútvegsins væri önn- ur og verri ef ekki hefði verið stöð- ugt verðlag hér á landi undanfarin ár. Mikilvægt er að standa áfram vörð um þann árangur, sem náðst hefur í efnahagsstjórnun þjóðarbús- ins. Lægri verðbólga á íslandi en í nágrannalöndunum er forsenda þess að samkeppnisstaða íslenzkrá fyrirtækja batni og atvinnulífið eflist á ný og geti mætt þeirri skyldu sinni að útvega 20.000 ný störf til aldamóta. Til þess að svo megi verða þarf samstillt átak stjóm- valda, heimila og fyrirtækja í land- inu.“ Spurtum förgun fram- köllunarvökva PETUR Bjamason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfisráð- herra um fórgun framköllunar- vökva og hvemig eftirliti er háttað í þeim efnum. Þingmaðurinn spyr ennfremur um hversu mikið af þessum efnum falli til árlega og hversu mikið skili sér til förgunar. Þá er spurt hvort umhverfisráðherra viti dæmi þess að framköllunarvökvi fari beint í holræsi hjá einstaka fyrir- tækjum og hvort fyrirhugaðar séu úrbætur á þessu sviði á næstunni. i l \ i i i | i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.