Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ H 4 I MINNINGAR t Móðir okkar. MARÍABRIEM, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Eggert Briem, Magnús Briem, Ingibjörg Briem, Ragna Briem. t Eiginmaður minn, SIGURÐURJ. BRIEM fyrrv. deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Lönguhlíð 9, Reykjavík, lést 28. þ.m. Soffi'a Briem. t faðir, Hjartkær eiginmaður minn, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN EGILSSOIM, málarameistari, Hringbraut 17, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 31. október kl. 13.30. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Aðalsteinsson, Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, Björg Aðalsteinsdóttir, Ómar Ólaf sson, Kristín Jóhanna ASalsteinsdóttir, Björn Ágústsson, Stefanía Eygló Aðalsteinsdóttir, Bergsveinn Halldórsson, bamabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÁGÚSTA HALLDÓRSDÓTTIR, lést á Hrafnistu 24. október. Jarðsett verður frá Litlu kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15.00. HalldórS. Eggertsson, Hlíf Jónsdóttir, Sigurður Eggertsson, Elín Sigurvinsdóttir, Guðný Eggertsd. Crist, Kenneth Crist, Salóme O. Eggertsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Sveindís Eggertsd. Charais, John N. Charais, Ásgeir Valur Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, ÁSGEIR ÖRN SVEINSSON, MáshölumS, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 1. nóvember 1994 kl. 13.30 frá Fella- og Hólakirkju. Auður Vésteinsdóttir, Elfn Sveinsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, AuSur Ýr Sveinsdóttir, Birta, Rúnar, Eydís og Oddur Sveinn Viðar Jónsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Bergsveinn Sampsted, Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Barnaspítala Hringsins. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR, MjóuhlíSS, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Páll Sæmundsson, Guðlaugur Sæmundsson, Sæmundur Pálsson, Gi'sli P. Pálsson, Reynir Guðlaugsson, Ingi K. Pálsson, Gerður Guðlaugsdóttir, GuSný Óskarsdóttir, Ragnhildur GuSmundsdóttir, Ólafi'a Margrét Magnúsdóttir, Laura F.R. Pálsson, SigríSur H. GuSmundsdóttir, Páll Svavar Pálsson, Marinó Freyr Sigurjónsson. JONHALLGRIMSSON + .JÓH Hallgríms- son fæddist í Mó víð Dalvík 31. októ- ber 1924. Hann lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 14. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hallgrím- ur Friðrik Guðjóns- son skipstjóri frá Sauðanesi við Ðal- vík, f. 2. ágúst 1888, d. 7. mars 1966, og Ása Ingibjörg Jóns- dóttir frá Hólkoti í Ólafsfírði, f. 6. ág- úst 1895, d. 16. júní 1930. Jón var elstur fjögurra systkina. Næstar honum voru tvíburasysturnar Jónína og Guð- rúnj f. 1926, en Jónína lést 1979, og Asta, f. 1932. Eftirlifandi eig- inkona hans er Cecelia Stein- grímsdóttir, f. 8. september 1929, en þau giftust 6. júní 1950 og eignuðust fjögur börn. Þau eru: Ingibjörg, f. 1948, banka- starfsmaður, gift Guðmundi Gíslasyni, þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn; Jóhann, f. 1949, matreiðslumaður, kvænt- ur Htiidu Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Eggert, f. 1951, verkstjóri, kvæntur Guðbjörgu Jónasdóttur, þau eiga eitt barn, Eggert var áður kvæntur Stein- unni Rögnvaldsdóttur og á með henni tvo syni og eitt barna- barn; og Heiðrún, f. 1954. Útför Jóns fór fram frá Akureyrar- kirkju 23. september síðastlið- inn. SAGT er að mennirnir áætli en guð ráði og víst er nokkuð til í því. Okk- ur systkinunum flaug þessi setning í hug þegar okkur barst andlátsfregn frænda okkar og móðurbróður, Jóns Hallgrímssonar, en hann hefði orðið sjötugur á morgun, 31. október, og hafði þegar áætlað að minnast þess merkisdags ásamt konu sinni sem varð sextíu og fimm ára fyrr í haust. Fyrirvaralaust urðu áætlanir að engu og sólin í lífi frænda okkar er sest að eilífu hvað þessa jarðvist varðar, en við trúum því að á sama tíma hafi risið ný sól á nýjum stað, þeim stað sem okkur öllum er fyrir- búinn og þar er hann nú umvafinn þeim ástvinum sem á undan eru farnir. Það draup ekki smjör af hverju strái á þeim árum sem Nonni frændi var að alast upp og fór hann ekki varhluta af þeim erfiðleikum sem samfara voru fátækt og skorti. Hann fluttist með foreldrum sínum frá Dalvík til Ólafsfjarðar þegar hann var þriggja ára, en sex ára missti hann móður sína, sem hlýtur að hafa verið litlum dreng þung raun, en þó hefur verið þyngri sú raunin að vera slitinn úr tengslum við fjöl- skyldu sína og sendur burt og trúum við því að faðir hans sem þarna stóð einn uppi með þrjú litil börn hafi ekki átt annarra kosta völ. Hann var þá sendur að Uppsölum í Svarfaðar- dal til Helgu föðursystur sinnár og ólst hann þar upp á barnmörgu heimili. Þrátt fyrir þessa ráðstöfun urðu tengsl hans við Ólafsfjörð mik- il eftir að hann komst á fullorðinsár því faðir hans bjó þar alla tíð ásamt Guðrúnu dóttur sinni. Um tvítugt kemur hann til Akureyrar og fer að vinna hjá frystihúsi Kaupfélagsins þar í bæ en flyst síðar yfir í olíusölu- deildina og vann þar í ríflega þrjá áratugi. Hann veiktist í febrúar 1988 og bjó eftir það við skert starfsþrek. Hann lét því af störfum hjá KEA um áramót 1991-92 og síðustu árin vann hann hlutastarf hjá Höldi hf. og naut þar mikils góðvilja og fékk að haga vinnu sinni eins og heilsa og kraftar leyfðu. Nonni frændi og Lilý konan hans voru eitt í okkar augum því við minnumst þess ekki að hafa séð þau sitt í hvoru lagi. Þau reistu sér heimili á Ránargötu 19 °S bjuggu þar alla tíð. Samheldni var ríkur þáttur í fjölskyldulífinu og þau hjónin lögðu sig fram um að búa börn- um sínum gott heimili og þau uppskáru eins og sáð var til, því öll eru börnin vel gerð og hafa hlotið í arf elsku- legt viðmót foreldra sinna. Og upp- skeran átti eftir að margfaldast, um það vitna elskuleg og góð barnabörn sem voru gleðigjafar afa og ömmu og kærkomnir gestir hvenær sem þau bar að garði. En það voru ekki bara afi og amma sem hlúðu að barnabörnunum sínum, því um- hyggjan var gagnkvæm og kom fram í hjálpsemi og virðingu. Það er mikill auður fólginn í því að eiga góða afkomendur. Þann auð áttu Nonni og Lilý. Þó Nonni hafí fyrst og fremst verið fjölskyldumaður, gaf hann sér tíma til að sinna félagsstörfum. Hann var einn af stofnendum Ólafs- firðingafélagsins á Akureyri og for- maður þess um nokkurra ára skeið, en sá félagsskapur sem hann mat þó mest var Frímúrarareglan á Ak- ureyri en til liðs við hana gekk hann árið 1955. Hann vann mikið og gott starf í hennar þágu, m.a. þegar unn- ið var að viðbyggingu við hús regl- unnar og fékk hann þá viðurkenn- ingu fyrir gott og vel unnið starf. Fyrstu minningar okkar af Rán- argötunni eru frá því að við vorum börn og vorum að koma í heimsókn norður með mömmu. Á þeim árum var mikið fyrirtæki að ferðast frá Reykjavík til Akureyrar með þrjú börn, auk þess sem auraráð voru ekki mikil í þá daga en Nonni frændi átti ekki í erfiðleikum með að veita liðsinni þegar kom að árlegri norður- ferð því hann útvegaði oftar en ekki far með olíubílunum. Við minnumst einnig samverustunda foreldra okk- ar með Nonna og Lilý. Miklir kær- leikar voru með þeim og glatt á hjalla þegar þau hittust. Nonni og mamma voru mjög söngelsk og auðvitað var lagið tekið hvenær sem færi gafst og það vildi svo heppilega til að hún mamma átti tengdadóttur sem spil- aði á gítar, og ekki var það nú til að skemma stemmninguna. Þessir tímar eru löngu liðnir þar sem langt er um liðið frá láti for- eldra okkar en við systkinin höfum haldið þeim sið að skreppa norður nánast á hverju ári og alltaf var jafn vel tekið á móti okkur á Ránar- götunni og í minningunni standa þau bæði, Nonni og Lilý, á stéttinni fyr- ir framan húsið sitt og veifa í kveðju- skyni. Elsku Lilý, Inga, Jói, Eggert, Heiðrún og fjölskyldur. A morgún minnist þið þess sem hefði getað orðið og tilfinningar ykkar verða lit- aðar sorg og söknuði. Ekkert verður alveg eins og áður var. Það er svo endanlegt að standa frammi fyrir láti náins ástvinar. Við biðjum þess að allar góðu minningarnar sem þið hafið safnað saman í gegnum árin megi verða til þess að létta söknuð- inn. Hugur okkar mun dvelja hjá ykkur. Við kveðjum með fallegu sönglagi sem hljómaði alltaf þegar lagið var tekið og við sjáum Nonna fyrir okk- ur syngja það af innlifun. Fyrir handan fjöllin háu finn ég liggja sporin þín yndisfögru augun bláu aftur birtast minni sýn. Ljúft er þá að lifa og dreyma líta yfir farinn veg. Minningarnar mun ég geyma, meðan lífs ég anda dreg. (Höf. ók.) Aðalbjörg, María og Rafn Sigþórsbörn. Mig langar að minnast afa Jóns með örfáum orðum. Á morgun, 31. október, hefði afi orðið sjötugur, og þá var hann ákveðinn í að halda veislu, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að afi sé farinn og að ég sjái hann ekki meir, hann sem alltaf var svo hress og kátur. Ég á margar góðar minningar um afa Jón, og allt það sem hann og amma gerðu fyrir mig þegar ég kom til þeirra á Ránargötu 19 og vel man ég, þegar við tvíburasyst- urnar voru litlar og fengum að fara með rútunni frá Ólafsfirði til Akur- eyrar og dvelja hjá afa og ömmu í nokkra daga í senn. Fyrir um það bil þremur árum gerðist ég sjómaður á frystitogara, og mikið var afi hreykinn af dóttur- dóttur sinni og hringdi oft um borð til að vita hvernig mér liði og hvern- ig aflinn væri. Stundum kom hann líka á bryggjuna til að taka á móti mér. Ég á örugglega eftir að sakna þess að hitta hann ekki, þegar ég kem heim af sjónum. Það er tómleikatilfinning, sem ég fínn fyrir nú, er ég kveð afa minn. Ég þakka honum allar yndislegu samverustundirnar og bið Guð að veita ömmu og fjölskyldunni styrk í sorg þeirra. Heiða Jóna Guðmundsdóttir. Hinn 14. september síðastliðinn lést afi minn Jón Hallgrímsson mjög skyndilega. Þetta kom eins og reið- arslag því ég bjóst alls ekki við að afi, þessi hressi og glaðværi maður sem alltaf var brosandi og ljómandi af hamingju, myndi deyja strax. Hann sem var farinn að undirbúa sjötugsafmæli sitt þar sem hann ætlaði að sameina fjölskyldu og vini og halda góða veislu. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þar sem ég er búsett í Reykjavík og er við nám, gafst mér ekki tæki- færi til að kveðja hann við kistulagn- inguna. Því skrifa ég þessi fáu orð og sendi honum þannig mína hinstu kveðju. Elsku afi, guð blessi minningu þína. Guðrún Lilja. _. lit og málaöir. Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Shtil 91-35929 og 35735 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að íengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Ifnulengd — eða 3600-4000 slö'g. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka' svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. « 4 4 4 4 4 4 4 4 ú 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.