Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 15 útgjöld úr 100 milljónum króna í 250 milljónir króna, eða sem svarar rekstri eins menntaskóla. Þannig hverfa í einu vetfangi áhrif minnk- andi útgjalda vegna aðgerða til að draga úr óhóflegri notkun magalyfja og sýklalyfja. Auðvitað þurfum við að sporna við þessum kostnaðarauka, eftir megni. Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði, þegar ég tók við 1991 var komin niður í 18%. Nú er hún komin í 32%, sem er Evrópumeðaltalið og hærra ætla ég ekki að fara í þeim efnum. Það þýðir það, að svigrúmið til þess að ná árangri í lyfjakostnaði er orðið Með hnífinn á lofti! Niðurskurðarhnífurinn bitlausi, gjöf frá starfsmönnum Borgarspítalans, skipar vissan heiðurssess á skrifstofu Sighvatar Björgvins- sonar heilbrigðisráðherra. miklu minna, en það var. Það sem hægt er að gerá, er að reyna að knýja fram lækkun álagningar á lyf, auka samkeppni í lyfjaverslun og stuðla að sem hagkvæmustum inn- kaupum. Sama máli gegnir með sjúkrahúsin í landinu. Þau hafa náð verulegum árangri í niðurskurði útgjalda, en eftir því sem þau teygja sig lengra, þeim mun minna svigrúm hafa þau til þess að skera meira niður. Menn verða því að búa sig undir það, að ekki er endalaust hægt að skera nið- ur heilbrigðisútgjöld, án þess að draga úr þjónustu." Ódýrari aðgerðir - Ertu kannski þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að skera frekar nið- ur útgjöld til heilbrigðismála? „Það þarf ekki að vera. Mikið af nýjungum sem eru að koma fram, fela í sér umtalsverðan sparnað, bæði í lyfjum og lækningum. Hér áður fyrr, ef nema þurfti á brott innvortis mein, þá þurfti sjúklingur- inn ávallt að gangast undir stóran og dýran holskurð og liggja lengi á sjúkrahúsi, sem einnig kostar mikið. Sömu aðgerðir eru nú framkvæmdar með mjög fíngerðum tækjum, þar sem lítið gat er gert á kviðinn, inn er sett slanga og,aðgerðin svo fram- kvæmd í gegnum hana. Þetta dregur stórkostlega úr kostnaði við heil- brigðisþjónustu og flýtir einnig bata sjúklingisins, því hann þarf mun styttri tíma til þess að jafna sig eft- ir aðgerðina. Þá er einnig hægt að framkvæma ýmsar aðgerðir á stofum sérfræðinga úti í bæ, og þarf ekki að koma til sjúkrahússlega. Þetta er að mörgu leyti betra fyrir sjúklingana, sem með þessum hætti fá mun persónu- legri þjónustu og í flestum tilvikum er þetta líka miklu ódýrari kostur. Fyrir nokkrum árum síðan voru mjög margir þeirra sem áttu við alvar- lega geðsjúkdóma að stríða, meira og minna lokaðir inni á geðdeildum sjúkrahúsanna. Með hinum nýju geð- lyfjum sem komin eru á markaðinn, hefur tekist að útskrifa fjölmarga þessara sjúklinga. Lyfin hafa með öðrum orðum, leyst af hólmi mjög dýra sjúkrahúsaþjónustu." Ekki reiðarslag - Eftir árs fjarveru, var eitthvað sem kom þér í opna skjöldu, eða var þér reiðarslag, þegar þú snerir aftur? „Ég er búinn að vera lengi í póli- tík og ég verð aldrei fyrir reiðar- slagi! Það var meira segja ekki reið- arslag, þegar ég féll út af þingi, árið 1983, þótt það væri vissulega erfitt. Auðvitað er það alltaf svo, þegar maður kemur til starfa í ráðuneyti, sem maður hefur áður stýrt, að eitt- hvað er þar öðruvísi heldur en maður sjálfur hefði kosið. En það er bara eins og gengur og gerist." - Er eitthvað hæft í því að fjár- mál ráðuneytisins hafi meira og minna verið í ólestri þegar þú snerir aftur og eytt hafi verið um efni fram á svo til öllum sviðum, þannig að sjóðir þessa árs hafi verið þurrausnir? „Eitt það fyrsta sem ég gerði í sumar þegar ég kom hingað inn, var að eiga fund með fjármálaráðuneyt- inu og mínu fólki hér um fjárhags- stöðu ráðuneytisins. Það er rétt, að hér stefndi í mikinn kostnaðarvöxt, umfram það sem áformað hafði ver- ið. En skýringarnar voru að hluta til þær sem ég sagði þér áðan, m.a. ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórnar- innar." Barnaspítali? - Forveri þinn, Guðmundur Árni, tók ákvörðun um að hafin yrði bygg- ing barnaspítala, og til stóð að hefja framkvæmdir næsta vor. Nú þegar fjárlagafrumvarp lítur dagsins ljós, er ekki króna ætluð til þessa verkefn- is. Hvernig stendur á því? „Það er vegna þess að ekki er búið að skipta framkvæmdafénu sem er í fjárlagafrumvarpinu. Það er ljóst að menn geta ekki f arið í svona fram- kvæmd, nema að taka fé til hennar, einhvers staðar frá. Þannig að ákvörðun Guðmundar Árna um að byggja barnaspít- ala hefur ekki verið breytt. Það er að segja, það verða lagð- ir fram fjármunir til að hefja slíkar fram- kvæmdir, ef þeir fjármunir reynast vera til og ég mun reyna að sjá til þess að svo verði. Eg vil á þessu stigi, alls ekki útiloka að fram- kvæmdir við barnaspítala hefjist á næsta vori. Það sem er óþægilegt við ákvarð- anatöku sem þessa, er hversu ákvarðanir um framkvæmdir eru á margra höndum, að því er tekur til þeirrar margþættu og mikilvægu starfsemi sem Landspítalinn fer með. í fyrsta lagi er það yfirstjórn mann- virkjagerðar á Landspítalalóð, sem starfar samkvæmt sjálfstæðum fjár- veitingum; í öðru lagi er um fram- kvæmdir á vegum stjómarnefhdar Ríkisspítala að ræða; loks hefur nú verið skipuð sérstök bygginganefnd barnaspítala, þannig að nú eru það þrír aðilar sem eru farnir að fást við framkvæmdir á Landspítalalóð. Þetta tel ég vera svolítið öfugsnúið og kalla jafnvel á það, að einn vilji framkvæma í austur, þegar annar vill framkvæma í vestur. Mér fínnst vanta heildstæða stefnumótun varðandi uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsa til lengri tíma, svona 15 til 20 ára, þannig að þetta sé ekki bara spurn- ingin um hvernig haga beri málum frá einu fjárlagaári til annars. Auð- vitað gæti svo ráðherra hverju sinni haft sín pólitísku áhrif á ákvarðanir hverju sinni, innan einhvers ákveðins ramma. Með því að reka kerfi sem þetta frá einu fjárlagaári til annars, erum við oft að byggja sjúkrastofnanir, án þess að vita í raun og veru hvort slíkar framkvæmdir eru í samræmi við raunverulegar þarfir og það hvert straumur sjúklinga liggur. Það er fjármagnið sem á að elta sjúklingana en ekki öfugt. Ella getum við staðið frammi fyrir því, að hafa byggt upp sjúkrahúsaþjónustu þar sem allt er til nema sjúklingarnir og svo hins vegar verið með stofnanir, mikilvæg- ustu spítalana á landinu, þar sem segja mætti, að það eina sem ekki skorti væru sjúklingar. Sjúklingar eru nú látnir liggja á göngum á stóru sjúkrahúsunum; það eru vandræði með tækjakost og tæknibúnað og svo framvegis á sama tíma og góð að- staða stendur ónotuð annars staðar. Það er nefnilega ekki tækjabúnaður og húsakostur sem ræður því hvar stærri aðgerðir á sjúku fólki fara fram, heldur sérhæft og sérþjálfað starfslið. Það fyrirfinnst ekki nema á öflugustu fjölgreinasjúkrahúsum landsins. Enginn starfsgrundvöllur er fyrir þau annars staðar. Þetta er allt til skoðunar og sam- ræmingar á vegum ráðuneytisins nú og vonandi mun stefnumótun heil- brigðismála til lengri tíma líta dags- ins ljós, fyrr en varir." - Forsvarsmenn Borgarspítalans hafa lýst sárum áhyggjum sínum af fjárskorti spítalans og rætt um að umframfj'árþörfin til þess að geta haldið uppi óbreyttu þjónustustigi nemi 210 milljónum króna. Hvert er þitt mat á fjárhagsstöðu Borgarspít- alans og hvað er til ráða? „Það má skipta vanda Borgarspít- alans í þrennt: í fyrsta lagi er þetta að mínu mati vandi sem stafar af þvi að áhrif af kjarasamningum til kostn- aðarauka hafa ekki verið metin eða viðurkennd og þá villu þarf að leið- rétta, með fulltingi fjárveitingavalds- ins; I öðru lagi stafar þetta af því, að Borgarspítalinn hefur ekki náð þeim árangri til útgjaldalækkunar, sér- staklega í launakostnaði, sem gert var ráð fyrir. Spítalinn hefur á liðnum árum haft betri afkomu í liðnum önnur rekstrargjöld, þ.e.a.s. spítalinn hefur verið rekinn með minni til- kostnaði í öðrum rekstrargjöldum heldur en fjárlög gerðu ráð fyrir og þannig gat Borgarspítalinn notað fjármuni sem hann hafði þar til ráð- stöfunar til þess að greiða umfram- launakostnað. Nú hefur hann ekki lengur afgang af öðrum rekstrargjöldum og þá stíga fram í dagsljósið viðbótarútgjöld í launakostnaði. Stjórnvöld verða einn- ig að koma Borgarspítalanum til hjálpar á þessu sviði. Borgarspítalinn ber síðan einn ábyrgð á þriðja vandamálinu, sem ég segi að sé heimatilbúinn vandi. Borgarspítalinn hefur verið að gera samninga innanhúss, án samþykkis okkar í heilbrigðisráðuneytinu og án samþykkis fjármálayfirvalda. Borg- arspítalinn hefur í heimildarleysi stofnað forstöðulæknastöður, fjölgað stjórnunarstöðum á hjúkrunarsviði og svo framvegis. Spítalinn hefur ekki fjárveitingar fyrir þessum stöð- um og þetta er vandamál sem Borg- arspítalinn verður að leysa. Raunar er eitt enn, sem hefur reynst Borgarspítalanum erfitt, en það er sú staðreynd að spítalinn hef- ur þurft að greiða uppbætur á líf- eyri til Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Þessar greiðslur eru farnar að nálgast um 100 milljón- ir króna á fjórum árum. Aðrir spítal- ar sem fóru úr rekstri sveitarfélaga yfír til ríkisins hafa ekki þurft að greiða slíkar uppbætur, heldur hafa sveitarfélögin gert upp þessar greiðslur. Það hefur Reykjavíkurborg hins vegar ekki gert, sem mér finnst ranglátt.. Borgarspítalinn er eini spítalinn þar sem sá sem borgar reksturinn, þ.e. ríkið, hefur engan fulltrúa í stjórn. Það er stjórn Borgarspítalans sem tekur ákvarðanir um að stofna nýjar stjórnunarstöður og svo fram- vegis og þar hefur ríkið, reiknings- greiðandinn, engin áhrif. Þetta er auðvitað óeðlilegt. Mér finnst tvennt koma til greina til þess að breyta þessu fyrirkomu- lagi. Annað hvort ætti að gera þá breytingu, að fulltrúi heilbrigðisráðu- neytisins ætti sæti í stfórn Borgar- spítalans, eða þá hitt, sem mér finnst persónulega vera miklu álitlegra, að við gerum einfaldlega verktaka- samning við Reykjavíkurborg, þar sem borgin tekur ábyrgð á rekstri Borgarspítalans og ræður honum að vild. í slíkum verktakasamningi yrði skilgreint nákvæmlega hvað það væri sem ríkið ætlaði að kaupa af Borgarspítalanum og á hvaða verði. Síðan væri það í höndum borgar- innar og Borgarspítalans að reka hann, samkvæmt umsaminni fj'ár- hæð. Ef betri rekstrarárangur næðist, þá væri það hagur spítalans og borgarinnar. Ef hann næðist ekki, þá væri það þeirra vandamál. Þannig færi saman stjórnunarvaldið og ábyrgðin, sem er jú vænlegast til árangurs. Þetta höfum við verið að ræða við borgarstjóra og ég er bjart- sýnn á jákvæða niðurstöðu. Borgar- stjórinn hefur a.m.k. tekið vel í þess- ar hugmyndir." Samviskan og steinsteypan - Ertu þeirrar skoðunar að við getum í náinni framtíð haldið uppi svipuðu velferðarkerfi og við gerum nú, með svipuðum kostnaði og nú er? „Já, ég er ekki fj'arri því. Við skul- um ekki gleyma því að við erum búin að gera svo mikið - við erum búin að kaupa svo mikla steypu. Það er ekki líklegt að í framtíðinni verði þörf á miklu fleiri sjúkrarúmum. Við erum búin að byggja gríðarlega mik- ið af hjúkrunarheimilum, þannig að við erum komin talsvert upp fyrir þau norm sem gilda á hinum Norður- löndunum um fjölda hjúkrunarrúma á hverja 100 íbúa, 70 ára og eldri. Þetta eru langdýrustu lausnirnar. Að byggja eitt hjúkrunarrúm fyrir aldraða í dag kostar á milli 7 og 9 milljónir króna og að reka eitt slíkt hjúkrunarrúm, kostar um 2,6 milljón- ir króna á ári. Kostnaðurinn við þessar stofnana- lausnir fyrir gamla fólkið er feykilega mikill. Við höfum ekkert spurt þeirr- ar spurningar, hvort þetta sé endi- lega það, sem gamla fólkið vill. Ég er sannfærður um það að gamla fólki vill fá að búa að sínu, svo lengi sem það mögulega getur. Ef því finnst að það geti ekki hugsað um heimilið vill það fá heimilishjálp. Það vill fá heimahjúkrun, frekar en innlögn. Gamla fólkið vill fá að vera heima hjá sér eins lengi og það get- ur og ekki flytjast á stofnun fyrr en svo er komið að það getur ekki séð um sjálft sig heima fyrir með þeirri aðstoð sem hægt er að fá. Þessi aðstoð, heimahjúkrun og heimilishjálp, er miklu ódýrari kost- ur, en stofnanalausnin. Við höfum hins vegar vanrækt þennan þátt í þjónustunni vegna þess að öll áhersl- an hefur verið á steinsteypunni. Enda er nú svo komið að glæsileg hjúkrun- arheimili hafa risið um land allt og þörfínni hefur verið fullnægt svo til alte staðar, nema hér í Reykjavik. Ég held að ástæða þess að við höfum lagt svona mikla áherslu á byggingu allra þessara stofnana, sé sú að Islendingar eru að kaupa sig frá slæmri samvisku. Við erum nefni- lega fyrsta kynslóðin sem ætlar sér ekki að sjá fyrir afa og ömmu heima, eins og gengnar kynslóðir á undan okkur gerðu. Við höldum því fram að við höfum svo mikið að gera við að standa við skuldbindingar okkar í lífinu að við getum ekki sleppt úr vinnu til þess að hugsa um aldraða fólkið heima, eins og feður okkar, afar, langafar og forfeður gerðu. Það er samviskubit okkar sem gerir það að verkum, að við eyðum sem allra mestum peningum í stofnanirnar - steinsteypuna - án þess í raun að hafa nokkra sannfæringu fyrir því, að þetta sé endilega það sem gamla fólkið vill. Þannig tekst okkur e.t.v. að friða samviskuna. En viðfangsefnið á auðvitað að vera að koma til móts við þarfir gamla fólksins eins og það sjálft vill að því sé sinnt, en ekki að friða okk- ur sjálf með stöðugt glæsilegri bygg- ingum - með meiri steypu." íjyrsta sœti Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur þurft að takast á við mörg erfið verkemi á kjörtímabilinu. Hann hefiir leyst þau með sóma og hefur sannað sig sem sterkur forysmmaður. Opnun Þjóðarbókhlöðu, efling rannsókna- og vísindasíarfs og ný stefna í menntamálum eru mMvægir áfangar á leið okkar til að efla og styrkja íslenska menningu. Með þessu hefur Ólafur G. Einarsson stuðlað að öflugri sókn á öllurn sviðum íslensks atvinnu- og menningarlífs til hagsældar fyrir þjóðina. f prófkjörinu 5- nóvember veljum við forystu fyrir Sjálfstæðismenn í Reykjanesi. Mikilvægt er að sá sem leiðir listaim hljóti góða kosningu. Samhenmr listi með sterkum forystumanni er sigurstranglegur í Alþingiskosningum. Tryggjum Ólafi G. Einarssyni ótvíræðan stuðning í fyrsta sæti listans. Stuðningsmenn „Góðþátttaka íprófkjöri markar upphaföflugrar kosningabaráttu Sjálfstœðisflokksins. Sterkurlisti flokksins íReykjanesi ergrunnur aðgóðum árangri íkosningunum ívor. Ég óska eftir stuðningi þínumtilaðleiða framboðslistann áfram."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.