Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 31 MINNINGAR i i í í i i i i i i i i Í AÐALSTEINN EGILSSON + Aðalsteinn Eg- ilsson fæddist í Hafnarfirði 10. júní 1991. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 24. október síðastlið- inn. Foreldar hans voru Egill Jónsson sjómaður og Þjóð- björg Þórðardótt- ir. Aðalsteinn lærði málaraiðn hjá Birni Bjarnasyni í Hafnarfirði og lauk sveinsprófi 1945. Fékk meist- arabréf 1948. Félagi í MFH, formaður 1963-1965 og sat í prófnefnd frá 1950. 15. maí 1943 kvæntist hann eftirlifandi ' konu sinni Sigurlaugu Jóns- dóttur, f. 12. janúar 1922. For- eldrar Sigurlaugar voru Jón Eiríksson múrarameistari í Reykjavík og Kristín Jónsdótt- ir. Börn Aðalsteins og Sigur- laugar eru: Jón, f. 21. nóvem- ber 1943, kvæntur Guðbjörgu Jónu Eyjólfsdóttur; Björg, f. 9. nóvember 1944, gift Ómari Ólafssyni; Kristín Jóhanna, f. 12. apríl 1947, gift Birni Ág- ústssyni; Stefanía Eygló, f. 13. nóvember 1950, gift Berg- sveini Halldórssyni. Útför Að- alsteins fer fram frá Víðistaða- kirkju á morgun. Utn þig stóð ei styr né prjál, stærst í óði og hreimi, en með þér góð og göfug sál gekk svo hljóð úr heimi. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Á jafn fögrum haustmorgni og var hinn 24. október var eins og dregið væri fyrir sólu er mér barst andlátsfregn tengdaföður míns, Aðalsteins Egilssonar. Þessum dagfarsprúða og hægláta manni kynntist ég þegar ég giftist yngstu dóttur hans. Nú þegar tengdafaðir minn er allur hef ég margs að minnast og tel ég það mikið lán að hafa fengið að kynnast þessum öð- lingsmanni. Sérstaklega minnist ég yndislegra stunda sem við fengum notið saman í sumarfríum bæði í Eyjafirði og Borgarfirði. Þá lifa í minningunni þær mörgu stundir þegar hann naut þess að segja mér frá því er hann 'var í sveit á Bakka á Seltjarnar- nesi. Svo lifandi var frásögn hans að maður var kominn mörg ár aftur í tímann. Með þakklæti í huga minnist ég þess hve hjálpsamur hann var þeg- ar við hjónin fluttum frá Hafnar- firði og austur fyrir fja.ll. Þó vega- lengdin væri löng þá breytti það engu. Hann lét heiðina ekki aftra sér frá því að koma til okkar ef aðstoðar var þörf. Börn hændust að honum og nutu barnabörnin þess að fá að vera undir hand- leiðslu hans. Elsku Sigga mín. Ég votta þér innilega samúð mína. Þinn tengdasonur, Bergsveinn Halldórsson. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur. Þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) „Nei, ég trúi því ekki," sagði ég þegar mamma sagði mér, að morgni 24. októbers að afi í Hafn- arfirði væri dáinn. Það voru bara nokkrir dagar síðan ég talaði við hann í síma og þá sagði hann að amma væri farin að færa til ferða- töskurnar, „því við ætlum saman til útlanda", en hann var bara að grínast í mér. Það eru svo margar minningarn- ar sem koma upp í kollinn á mér, eins og þegar amma bauð mér á páskabingó og afi fussaði og svei- aði yfir því. En þegar ég kom með BALDUR S. PALSSON + Baldur S. Páls- son fæddist á Akureyri 21. apríl. Hann lést á heimili sínu í Nivá, Dan- mörku, 20. október síðastliðinn, en þar bjó hann sl. ellefu ár. Foreldrar hans voru Ragnheiður Stefánsdóttir og Páll A. Pálsson. Baldur átti þrjár dætur, Ragnheiði, lækni, gift Sigfúsi Aðalsteinssyni og eiga þau tvö börn; Eddu Jóhönnu, hjúkrunarfræðing, og Ernu Mar- inu, nema. Einnig átti hann fósturson, Dennis Jensen. Eftir- lifandi sambýliskona Baldurs er Bente Larsen. Baldur var raf- virki að mennt en starfaði að meðferðarmálum áfengissjúkra siðustu árin. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun. Ég man það allt hvern ævidag, sem okkar milli fór. Þín vinsemd hálf ei var né rausn. Þú varst í öllu stór. Sem barn ég þér af heilum hug og hjarta tryggðir sór. Þú þreyttir leik við þungan sjó og þor ei brast né afl. Og þó um stund þér kæmi á kné hinn krappi báru skafl, þú reist í fulla hæð og heim þú hélst með unnið tafl. Og einn þú gekkst á guðs þíns fund. Þá grúfðist þokka dökk um vin er eftir stóð á strönd, mín stjarna í djúpið sökk'. En fögur minning birtu ber. Og brjóst mitt andar þökk. (Kristján frá Djúpalæk.) Kveðja frá dætrum. eitt páskaegg fór hann með mér næsta dag út í búð að kaupa egg handa Jóni og Brynju, svo ég kæmi heim með páskaegg handa öllum. Það var alltaf gaman að koma til ykkar ömmu um helgar með rútu og fá að gista yfir helgi og stundum mátti ég koma upp í, sem var mjög notalegt þegar ég var hrædd við sláttinn í klukkunni og önnur hljóð sem ég hræddist. Allt- af fengum við eitthvað gott eða tyggjó í vasann. Þegar afi var að vinna fyrir Andrés gamla, þá vildi hann ekk- ert taka fyrir það, en Andrés bauð honum rautt stelpuhjól sem afí og amma gáfu mér í afmælisgjöf því þau vissu að ég átti ekkert hjól. Yfírleitt fékk afi alltaf möndluna í grautnum á jólunum þegar hann og amma voru hjá okkur. Þá geymdi hann möndluna uppi í sér og lét engan vita til að allir borð- uðu grautinn. í sumar varð afi 75 ára. Þá komu hann og Stína frænka og gistu hjá okkur og við héldum upp á afmælið hans. Ég vil þakka þér fyrir þessi 20 ár sem ég fékk að vera með þér. Elsku amma, ég votta þér inni- lega samúð mína. Þín, Guðbjörg. Ó, Jesús bróðir bezti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: þitt gott bam gef ég veri og góðan ávöxt beri. (P. Jónsson.) Elsku Alli afi. Okkur systkinin langar að þakka þér fyrir þann tíma, sem við áttum > með þér. Þú og amma komuð oft í heirrisókn og alltaf áttir þú eitt- hvað í litlu munnana. Við kveðjum - og geymum minn- inguna um þig í hjörtum okkar. Ómar, Sindri og Berglind. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Hann Alli langafi er dáinn. Hann var alltaf svo góður. Það var svo gott að stinga köldum lófa inn í hlýju höndina hans. Nú er hann hjá Guði og kíkir á okkur í gegnum skýin. Ég mun sakna þín en ég veit að nú líður þér vel. Þinn langafastrákur, Aron Kristinn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871 960 S"4 Blámastofa Friöfinns Suðurlanclsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öii tilefni. Gjafavörur. + Elskuleg dóttir okkar og systir, KRISTÍN FÖNN ÓMARSDÓTTIR, sem lést 24. október verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju þriðju- daginn 1. nóvember kl. 14. Jóhanna Friðgeirsdöttir, Ómar Jónsson, ' Björgvin Ómarsson, Dagný Ómarsdóttir, Kristrún Ómarsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VALDIMAR PÉTURSSON bakarameistari, Heiðarbraut 1, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 31. október kl. 10.30. Anna María Sigurbjörnsdóttir, Steingrímur Reynir Valdimarsson, Inga Sigurpálsdóttir, Halla Björg Valdimarsdóttir, Ronald L. Smith, Gunnbjöm Valdimarsson, Gunnar Valdimar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför LAUFEYJAR SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Naustahlein 17, GarSabæ. Stefán Jóhann Þorbjörnsson, Pálmi Stefánsson, Svanhildur Guömundsdóttir, Kristján Stefánsson, Soffía Arinbjarnar, Ingibjörg Stefánsdóttir, Massimo Scagliotti, Þorbjörn Stefánsson, Inga E. Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og vinarhug og studdu okkur við andlát og jarðarför föður okkar, ÞÓRÐAR GÍSLASONAR, Ölkeldu II, Staðarsveit. Börnin. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, STEINUNNAR HALLGRÍMSDÓTTUR fró Skálanesi, Skipholti51, Reykjavík. Árni Jónsson, Jenný G. Godby, Jim Godby, Jón Steinar Arnason, Halla Marfa Árnadóttir, Tryggvi L. Skjaldarson, Sverrir Kristinsson, Sigrfður Blöndal, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlét og útför eigin- manns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróðurs, MAGNÚSAR OSKARS GUÐBJARTSSONAR. HallgerSur (Halla) GuSmundsdóttir, Herdfs Erla Magnúsdóttir, Herbert Árnason, Halla Magnúsdóttir, Magnús Oskar Magnússon, Þórarinn Jón Magnússon, Gu&mundur Magnússon, Guðbrandur Gfslason, OddfríSur Steindórsdóttir, Inger Mariana Fransson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.