Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga bandarísku kvikmyndina When a Man Loves a Woman með þeim Andy Garcia og Meg Ryan í aðalhlut- verkum. Myndin hefur verið meðal þeirra mest sóttu í Evrópu upp á síðkastið. Þegar á reynir WHEN a Man Loves a Woman, eða í blíðu og stríðu eins og hún kallast á íslensku, var frumsýnd í Bandaríkjunum síðastliðið vor og hefur hún reynst vera einn af óvæntu smellum sumarsins. Hún gerir það mjög gott um þessar mund- ir, en fyrir skömmu náði myndin 100 millj. dollara markinu og er rúmlega helmingur teknanna vegna sýninga utan Bandaríkj- anna. Myndin er framleidd af Touchstone sem er í eigu Disney-samsteypunnar og er Jordan Kerner annar að- alframleiðandi myndarinn- ar. Hann er íslendingum að góðu kunnur frá því að hann kom hingað til lands í sumar til að vera viðstaddur frum- sýningu D2 The Mighty Ducks, sem María Ellingsen fór með veigamikið hlutverk í, en Kerner var einmitt framleiðandi þeirrar mynd- ar. When a Man Loves a Woman fjallar um hjónin Alice og Michael Green (Meg Ryan og Andy Garc- iaj. Hjónaband þeirra ein- kennist af ósvikinni ástúð og umhyggju og í samein- ingu annast þau af mikilli natni uppeldi tveggja dætra sinna. Þetta er sannkölluð fyrirmyndarfjölskylda á bandarískan mælikvarða. En undir yfirborði ástríks sambands þeirra liggur í læðingi nagandi leyndarmál eiginkonunnar, sem hefur reynt hvað hún getur til að halda drykkjusýki sinni leyndri fyrir sínum nánustu og reyndar sjálfri sér líka. Það er þó óumflýjanlegt að þetta vandamál sem hún á við að stríða komi upp á yfirborðið, og þegar það gerist reynir það svo um munar á þolrif hinnar sam- hentu fjölskyldu. Álagið reynist á endanum vera of mikið og hin fullkomna ver- öld sem fjölskyldan taldi sig lifa í spl'undrast. Þegar fjölskyldan svo í sameiningu reynir að tína saman brotin og takast á við vandamál Alice verður hún að endurmeta stöðu sína að öllu leyti og byggja að nýju þann grunn sem hún áður taldi að ekkert fengi grandað. Þá fyrst reynir fyr- ir alvöru á mátt ástarinnar og úr læðingi leysast ýmsir eiginleikar sem áður voru ómeðvitaðir. Raunsæi og trúverðugheit Það sem einna helst hefur komið bæði gagnrýnendum og áhorfendum á óvart er að þótt myndin fjalli um við- kvæm málefni fellur hún ekki í gryfju tilfinningasemi og væmni, sem oft á tíðum hefur einkennt Hollywood- myndir sem fjallað hafa um svipuð efni. Virðast þessi efnistök sérstaklega hafa höfðað til Evrópubúa, en þar hafa gagnrýnendur keppst við að hlaða lofi á myndina fyrir raunsæi og trúverðug- heit. Leikstjóri When a Man Loves a Woman er Luis Mandoki sem að baki á meðal annars myndirnar Born Yesterday með Mel- anie Griffith og Don John- son í aðalhlutverkum, White Palace með þeim Susan Sarandon og James Spader, og Gaby — A True Story með Liv Ullmann í aðalhlutverki. Sú mynd hlaut tvær tilnefningar til Golden Globe verðlauna, og auk þess var Norma Ale- andro tilnefnd til óskars- verðlauna fyrir bestan leik kvenna í aukahlutverki. Mandoki sem er fæddur í Mexíkó segir að When a Man Loves a Woman sé óvenjuleg ekki síst vegna þess að hún byrji þar sem flestar aðrar ástarsögur endi. „Flestar ástarsögur enda á því að söguhetjurnar ná loksins saman, en þessi mynd byrjar hins vegar á erfiðasta tímapunktinum, nefnilega þegar erfiðleik- arnir byrja." Mandoki var fyrst ákveð- inn í að ráðast í gerð mynd- arinnar þegar þau Meg Ry- an og Andy Garcia gáfu kost á sér í aðalhlutverkin. „Þá rættust sannarlega allir mínir draumar. Þegar mað- ur byrjar á kvikmynd velur maður í huganum þá leikara sem manni þykja heppileg- astir í hlutverkih, og þeim eru síðan send handritin að myndinni til lestrar. Venju- lega er það samt svo að þeir gefa ekki kost á sér og þá er leitað til annarra leik- ara. En í þessu tilfelli leituð- um við til þeirra sem við töldum heppilegust og þau sögðu sem betur fer bæði já." ÞAÐ verður hatrömm barátta sem fjölskyldan verður að takast á hendur þegar leyndarmál Alice kemur upp á yfirborðið og hótar að leggja fjölskyldulífið í rúst. Uppbyggjandi áhrif Höfundar handritsins að When a Man Loves a Wo- man eru þeir Al Franken, sem hefur skrifað mikið fyr- ir Saturday Night Live, og Ronald Bass, sem á meðal annars að baki handritin að The Joy Luck Club, Gardens of Stone, Sleeping With the Enemy, Black Widow og Rain Man, en fyrir handritið að þeirri mynd deildi hann óskarsverðlaunum með Barry Morrow. Þykir þeim félögum hafa tekist fádæma vel upp með að géra handrit um fjölskyldu sem á skilið að komast yfir að því er virð- ist óyfirstíganlega erfiðleika og varðveita ástina, en um leið gera söguna skiljanlega jafnvel þeim áhorfendum sem aldrei hafa lent í hjóna- bandserfiðleikum af neinu tagi. „Vonandi vilja áhorf- endur leggja harðar að sér við að treysta stoðir hjóna- bandsins og leggja rækt við uppeldi barna sinna eftir að þeir hafa séð myndina," seg- ir Bass. „Myndin fjallar í raun og veru um ástarsam- band sem ekki hefur verið krufíð til mergjar og jafn- framt það hve nauðsynlegt það er að skilja sjálfan sig og eigin þarfir þegar ein- hverjar hremmingar verða í MEG Ryan í hlutverki Alice Green sem verður að takast á við drykkju- vandamál sitt til að bjarga hjónaband- inu og fjölskyldunni. ANDY Garcia í hlutverki Michaels sem gerir allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir að fjölskyldan sundrist. hjónabandinu og einnig ást- vin sinn og þarfir hans." Jordan Kerner, framleið- anda myndarinnar, er að fullu Ijóst hvaða áhrif kvik- mynd sem fjallar undan- bragðalaust og af heiðarleika um mannleg vandamál getur haft á áhorfendur. „When a Man Loves a Woman veitir tækifæri til að segja sögu sem hefur uppbyggjandi áhrif á áhorfendur án þess að gripið sé til predikunar af neinu tagi. Við erum að vonast til þess að fólk sjái myndina og fínni til með þeim Alice og Michael ásamt dætrum þeirra, og sjái jafn- framt breytingar í eigin lífi eða lífi ástvina sinna. Ef okkur tekst það markmið að hafa jafnvel hin minnstu áhrif á tilfinningar eða þankagang einhvers, og sýna honum að það eru til leiðir til hjálpar, þá mun okkur öllum sem að myndinni stöndum fínnast við hafa náð mikilsverðum árangri." Sannfærandi samleikur ÞAU Meg Ryan og Andy Garcia þykja sem snið- in í hlutverk sín í kvikmynd- inni When a Man Loves a Woman og samleikur þeirra á allan hátt búinn miklum sannfæringarkrafti. Ryan er að sönnu aðalstjarna mynd- arinnar, og er þegar farið að gera því skóna að hún verði tilnefnd til óskarsverð- launa fyrir leik sinn, en Garcia þykir þó ekkert gefa henni eftir. Meg Ryan skipaði sér á bekk með helstu leikkonum í Bandaríkjunum með eftir- minnilegum leik sínum sem hin taugaveiklaða Sally Al- bright í gamanmyndinni When Harry Met Sally, en fyrir leik sinn vann hún Golden Globe verðlaunin sem besta gamanleikkonan. Fram að When Harry Met Sally var Meg Ryan lítt þekkt þrátt fyrir að hafa komist vel frá hlutverki sínu í Top Gun þar sem allt sner- ist í kringum Tom Cruise. Hún lærði blaðamennsku við New York háskóla áður en hún ákvað að reyna fyrir sér sem leikari, og fyrsta hlut- verk hennar var aukahlut- verk í myndinni Rich and Famous. I dag er Meg Ryan gift leikaranum Dennis Quaid, en hún hefur einmitt leikið á móti honum í myndunum D.O.A., Innerspace og Flesh and Bone. Af öðrum hlut- verkum hennar má nefna Presidio þar sem Sean Conn- ery var í aðalhlutverki, mynd Olivers Stone um The Doors og Sleepless in Se- attle og Joe Versus the Volc- ano þar sem hún lék á móti Tom Hanks. Andy Garcia er fæddur í Havana á Kúbu en fluttist til Miami með fjölskyldu sinni þegar hann var fimm ára gamall. Hann hefur leikið í fjölmörgum vinsæl- um kvikmyndum en þó oft og einatt í næststærsta hlutverkinu, og í fyrstunni lék hann einatt í ofbeldis- fullum kvikmyndum og þá gjarnan hlutverk lögreglu- manna. Meðal mynda hans má nefna Dead Again, Int- ernal Affairs, Black Rain, The Untouchables, Hero, Jennifer 8, Stand and Deli- ver og Eight Million Ways to Die. Það er hins vegar fyrir frammistöðu sína í The Godfather, Part III, sem hann hefur hlotið mesta lof- ið, en fyrir hlutverk sitt í myndinni var hann tilnefnd- ur bæði til óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna. Varð þetta hlutverk hans ásamt hlutverkinu í Int- ernal Affairs til þess að hann var kosinn stjarna ársins 1990 af samtökum kvikmyndahúsaeigenda í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.