Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 17 minni mótstöðu og lélegri fyrir- myndir, bregðist við á ýkjukennd- ari hátt en þeir gerðu áður. Þol manna er þó mismunandi og sum- ir yppta öxlum vegna atburða sem slá aðra felmtri. Ofbeldið getur verið merki um að menning okkar sé að breytast í einhverja veru sem menn gera sér ekki alveg grein fyrir. Það er kannski ekki skrýtið, því bandarískt myndefni er langt- um meira hérlendis en t.d. í ná- grannalöndum okkar. Það er ekk- ert leyndarmál að ágreiningur manna á milli og harkaleg „lausn" í mynd ofbeldis er afar fyrirferðar- mikill þáttur í þessu myndefni, hvort sem um teiknimyndir eða leikið efni er að ræða," segir Guð- jón. Hann vann um tíma við eftirlit með sumardvalarstöðum barna og segir starfsfólk þar hafa sömu sögu að segja og márgir kennar- ar; kæmi upp ágreiningur á milli barna leystu þau hann á miklu harkalegri hátt en fyrir örfáum árum eða áratugum. Sömu heim- ildir segi að börn beri ekki lengur jafn mikla virðingu fyrir yfirvaldi og reglum og áður tíðkaðist, og „fari sínu fram án þess að spyrja kóng eða prest". Ofbeldi orðið „f jölskylduvinur" Guðmundur Guðjónsson, yfir- lögregluþjónn í Reykjavík, tók saman skýrslu um alvarlega'glæpi á íslandi fyrir réttu ári. Þar kemur meðal annars fram að þótt um 7% ofbeldistilfella sem koma til kasta bráðamóttöku Borgarspítala hafi átt sér stað í skólum, séu slík til- vik „varla nokkurn tímann tilkynnt til lögreglunnar. Þetta gefur til kynna að skólasvæði séu algengur vettvangur ofbeldis án þess að vera að fullu viðurkennt eða rann- sakað, Lögreglu virðist aðeins vera beht á þessi atvik þegar sjúkrabif- réiðar hafa verið kallaðar til. Hæstráðendur í skólum leita varla nokkurn tímann aðstoðar lögreglu þegar ofbeldi á sér stað innan þeirra marka." I skýrslunni kemur fram það mat höfundar að í gegn- um kvikmyndir og tölvuleiki, sem séu sjúkleg árátta margra ung- menna, hafi ofbeldi breyst frá því að vera utanaðkomandi fyrirbæri til þess að vera „fjölskylduvinur og jafnvel hluti af uppeldinu" og „eðlilegu lífí barna". Börn og ung- menni skynji ofbeldi æ meir sem „eðlilegt, karlmannlegt og síðast en ekki síst, alls ekki hættulegt, þar sem árásir á fólk og pyntingar séu nánast hluti af leik". Að sögn Guðmundar er lögreglunni í Reykjavík „kunnugt um tilvik þar sem kvikmyndir hafa verið kveikja eins eða áþekkra atburða í raun- veruleikanum. I þessu sambandi má minnast á rán, ástæðulausar árásir á saklaust fólk og árásir barna á önnur börn. Þar að auki geta óbein áhrif slíkra kvikmynda haft í för með sér minnkandi virð- ingu og ruglingslega afstöðu gagnvart lífi og limum annarra á lengra tímaskeiði. Það er þó erfitt að meta þessi áhrif af fullu raun- sæi, en rétt^r að benda á breyting- ar sem orðið hafa á áverkum vegna ofbeldisverka á seinustu árum, þar sem beitt hefur verið aðferðum sem áður voru lítt eða ekki þekktar og fólk er líklega að framkvæma tillærða hluti, fremur en eigin hugmyndir." Ofbeldi í skólum er tíðara nú en það var fyrir nokkrum árum að sögn Víðis Kristinssonar, for- stöðusálfræðings hjá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkurumdæmis. „Annað slagið hefur jafnvel komið í ljós að börn og unglingar hafa endurgert í leik fyrirmyndir sem þau hafa séð í kvikmyndum, myndböndum og tölvuleikjum. Eftir því sem þau eru yngri og óvitaskapurinn meiri, gera þau sér minni grein fyrir raunverulegum afleiðingum atburða sem þau hafa séð í ofbeldismyndum, þar sem fólk sætir meðferð sem ganga ætti af því dauðu en lifir samt af. Dómgreind þeirra ruglast fyrir vikið. Nýlega heyrði ég af atburði sem gerðist í skóla hér á höfuð- borgarsvæðinu fyrir skömmu, þar sem smástrákar réðust á telpu með höggum og spörkum. Þegar farið var að finna að þessu við þá, vitnaði einn þeirra í myndbands- spólu sem hann hafði séð og full- yrti að þessi meðhöndlun gæti al- veg hreint gengið, fólk stæði upp á eftir. Mér finnst full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þró- un," segir Víðir. Styour viö ranghugmyndir Samkvæmt lögum um vernd barna og unglinga er bannað að „framleiða í landinu eða flytja til landsins ofbeldiskvikmyndir. Sala, dreifing og sýning mynda af þessu tagi er bönnuð í íslenskri lög- sögu". Ofbeldiskvikmynd er skil- greind í lögunum sem kvikmynd þar sem „sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrotta- legar drápsaðferðir". Bannið tekur hvorki til kvikmynda með listrænu eða upplýsingagildi, né kvikmynda sem hlotið hafa viðurkenningu skoðunarmanna. Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaeftirlits ríkisins, hefur starfað að skoðun og eftirliti með því efni sem kemur í kvikmyndahús og á myndbanda- markað síðan 1984. Kvikmynda- eftirlitið skoðar um 800 kvikmynd- ir á ári og eru 4-5 myndir bannað- ar alfarið árlega vegna ósæmilegs efnis. 50% mynda á myndbanda- markaði á seinasta ári voru bann- aðar börnum yngri en 12 ára. Auður segir að á liðnum áratug hafi ofbeldi ótvírætt farið vaxandi í myndefni. Breytingin sé mikil. „Áður fyrr var gróft ofbeldi nær einangrað við hreinræktaðar of- beldismyndir sem höfðu að mark- miði að sýna hvert atriði öðru verra. Þetta voru lélegar myndir og lítið í þær lagt. í dag er enda- laust, botnlaust ofbeldi hins vegar að finna í stórmyndum frægustu leikstjóra og stórstirna í Holly- wood. Þröskuldur áhorfanda hefur einnig færst til að mínu mati, í dag horfir fólk athugasemdalaust á atriði sem vakið hefðu mikla umræðu í fjölmiðlum og meðal almennings fyrir áratug," segir hún. Auður viðurkennir að verið geti að mörk Kvikmyndaeftirlits hafí einnig færst neðar á sama tíma, sem endurspegli að mat- reiðsla þess í kvikmyndum hafi breyst og það nú sé samofið sögu- þræði og listrænni heild mynda. Nýjasta dæmið um þetta sé kvik- myndin Fæddir morðingjar, sem sýni hóflaust ofbeldi frá upphafí til enda. Lögum ekki f ramfylgt Hún kveðst telja eftirlitið gott og þótt gagnrýni sú sem hún verði vör við beinist yfirleitt að umburð- ariyndi þess, álíti hún að viðmiðan- ir þess séu fremur íhaldssamar og torsótt að þrengja nálaraugað enn frekar. Hins vegar sé ýmsu ábóta- vant í eftirleiknum og misbrestur á að þau aldursmörk haldi sem Kvikmyndaeftirlitið setur. „Ákvæðin vantar ekki í lögin, held- ur er þeim ekki framfylgt sem skyldi. Lögregla og barnaverndar- nefndir eiga að hafa eftirlit með framkvæmd þessa þáttar, en því er mjög lítið sinnt og aðgengi barna og unglinga er of mikið af þeim sökum. Okkur er einnig tjáð af þeim sem sinna miðasölu og dyravörslu í bíóhúsum og af- greiðslustörfum á myndbandaleig- um, að þeir þurfi iðulega að standa í stappi við foreldra sem heimta að fá að fara með barnið sitt inn á tilteknar myndir og engar refj- ar, þau ráði á hvað börnin sín horfi. Einnig er það svo að börn sitja eftirlitslaus við skjáinn, hvort sem þau horfi á myndbönd eða sjónvarpsstöðvarnar. Við endum því alltaf inni á heimilunum. For- eldrar, kennarar og aðrir upp- alendur þurfa að veita börnum sín- um handleiðslu gegnum þennan frumskóg, einhverja siðfræði og útskýringar sem aðstoði börn við að gera greinarmun á réttu og röngu, uppspuna og veruleika, hvort sem um teiknimyndir eða fullorðinsefni er að ræða," segir hún. Karl Ottó Schiöth, fram- kvæmdastjóri Stjörnubíós, sem er í stjórn samtaka kvikmyndahúsa- eiganda, segir útilokað að hætta að sýna ofbeldismyndir á meðan stóru framleiðslufyrirtækin fram- leiði slíkt efni. Hann vildi þó gjarn- an taka ofbeldismyndir úr sýn- ingu, en annað efni sem gangi eins vel sé oftast ekki í boði og menn yerði að hugaað fjárhags- legum ávinningi í þessum rekstri sem öðrum. Ljótustu ofbeldis- myndir sem í boði eru séu þó sjaldnast sýndar hérlendis vegna lélegrar aðsóknar á þær. ¦ Auka á viovaranir í sjónvarpi í reglugerð um Kvikmyndaeftir- lit er ákvæði sem segir að sjón- varpsstöðvar eigi að hafa samráð við það um sýningar mynda og þátta, en í útvarpslögum er ábyrgðin lögð á herðar stjórnenda stöðvanna. Samráðið hefur verið í formi funda eftirlitsins með starfsfólki sjónvarpsstöðva sem velur efni til sýningar og raðar því niður í dagskrá, auk þess sem eftirlitið sendir reglulega frá sér skrá með dómum um myndir og æskileg aldurstakmörk. „Það má til sanns vegar færa að ofbeldi sé of mikið í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum sem börn hafa aðgang að, og það verður að viðurkennast að þróunin á sein- ustu árum hefur verið í ofbeldi- sátt. En umræðan um þetta mál hefur átt sér stað í fleiri löndum en hérlendis og ég tel að þróunin sé að snúast við og menn séu orðn- ir meðvitaðir um að ekki gengur að gera út á gegndarlaust of- beldi," segir Guðmundur Krist- jánsson, varadagskrárstjóri er- lendrar dagskrárdeildar Sjón- varpsins. Guðmundur og Lovísa Óladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 2, segja að reynt sé eftir föngum og bestu samvisku stjórnenda að sneiða hjá barnaefni sem sé börn- um hættulegt á einhvern hátt. Lovísa segir að á upphafsárum Stöðvar 2 hafi verið sýnt ofbeldis- fullt barnaefni en það sé með öllu liðin tíð. „Hinn hórmulegi atburður í Noregi var í fjölmiðlum tengdur ofbeldisfullu barnaefni sem sýnt hefur verið á Norðurlöndum og víðar. Sýnt var úr þættinum í fréttatíma Sjónvarpsins og það líggur við að banna hefði átt það innskot, en þar var sverð rekið á kaf í hjarta manns sem dró það úr- sér og stóð heill á eftir. Okkur bauðst þetta efni í fyrra en við höfnuðum því," segir Lovísa. Hvað annað erlent efni varðar, segja fulltrúar sjónvarpsstöðvanna að liðir sem innihaldi ofbeldisverk séu seint á kvölddagskrá, þótt nefna megi þætti sem séu sýndir frekar snemma kvölds og megi jafnvel Iíta til frétta í því sam- bandi. Ströngum reglum sé fylgt í hvívetna og jafnvægis sé gætt á milli mýktar og hörku í dagskrá. Lovísa kveðst ekki vita hversu hátt hlutfall kvikmynda á Stöð 2 sé með ofbeldisívafi en það sé í samræmi við tísku hvers tíma í kvikmyndagerð erlendis. Hún við- urkenni þó að kvikmyndir geti haft neikvæð áhrif á börn. „Við getum ekki verið með þá forsjár- hyggju að sýna ekki bannað efni og teljum að þegar líða tekur á kvöldið sé ábyrgðin á herðum for- eldra. Á fjarstýringu nýju mynd- lyklanna okkar er þó barnalæsing sem á að vera eins örugg og hægt er. Foreldrar sem vilja ekki að börn þeirra horfi á dagskrána rugla útsendingu og fela síðan fjarstýringuna og finni barnið hana, þarf það að kunna á læsing- una," segir Lovísa. Guðmundur kveðst telja að foreldrar, fjölmiðlar og skólar verði að taka höndum saman til að verulegur árangur náist í baráttunni gegn þessari þróun. „í því sambandi skipta miklu þær reglur sem gilda á heimilum og ég held að foreldrar verði að rækja hlutverk sitt aðeins betur. Við vitum að börn eru oft ein heima á kvöldin og geta séð ofbeldisefni." Hann segir ágætlega staðið að viðvörunum með ofbeldisefni í dag. Hann sé þó sannfærður um að auka mætti áhrifamátt þeirra. „Umbun limlestinga" Ekkert eftirlit er með tölvuleikj- um, þótt Auður segir að Kvik- myndaeftirlitið hafi bent á nauð- syn yfirsýnar yfir þann markað frá árinu 1989. 'Tækninni fleygi fram á því sviði og nýjustu leikirn- ir séu lítt frábrugðnir kvikmyndum hvað varðar myndgæði og fátt sem minni á klunnalega grafík fyrri ' ára. Sýndarveruleikinn sé einnig á næsta leiti, þar sem fólk er þátt- takandi í leiknum. „Þarna er oft á ferð efni sem er alls ekki við hæfi barna og byggist umbun og árangur í leiknum á að ganga sem lengst í að drepa, pynta og nauðga. Á þessu sviði vantar gagnrýna skoðun." Guðný Danivalsdóttir, inn- kaupastjóri tölvuleikja hjá Japís, sem er umboðsaðili Sega og einn stærsti innflytjandi leikja hérlend- is, segir mikla breidd í viðfangs- efni tölvuleikja. Kaupendur séu á aldrinum fjögurra ára til þrítugs að jafnaði. Hún áætli að á milli 30 og 40% þeirra leikja sem eru á markaðinum byggist á því að „söguhetjan" lumbri á andstæð- ingum sínum með höggum og spörkum á leið sinni að settu marki. Blóð og dauðsföll séu hins vegar sjaldséðari. „Þessir ofbeldis- leikir þykja þó voðalega vinsælir og má nefna leikinn „Mortal Com- bat 2" í því sambandi, sem hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. Við keyptum tiltölulega fá eintök af honum þrátt fyrir mikla eftirspurn og ætlum að hafa 16 ára aldurstakmörk fyrir kaupend- ur, sem okkur þykir sjálfsagt þrátt fyrir að erfitt sé að sanna að gróf- ir leikir valdi skaða," segir Guðný. Umræddur leikur og forveri hans eru raunsæir í útliti og gánga út á að „söguhetjan" murk- ar lífið úr andstæðingum sínum á margvíslegan hátt, s.s. með því að rífa hjartað úr þeim með berum höndum og höggva af höfuðið. Japís seldi ekki fyrri leikinn undir sama heiti vegna efasemda um innihald hans, en Guðný kveðst vera kunnugt um aðrir seljendur hafi haft hann á boðstólum, aug- lýst hann sem hrottalegan og selt mikið. Aðspurð um ástæður þess að verslunin hyggst selja seinni leikinn, segir Guðný að ákvörðun hafi verið tekin eftir nokkra um- ræðu. Byggist hún á því að fyrir- tækið sé þjónustuaðili sem geti ekki sest í dómarasæti yfir vali fullorðinna viðskiptavina sinna. „Við munum gæta þess að halda aldurstakmörkin, en kaupi for- eldri leikinn fyrir barnið sitt get- um við ekki bannað það, því þá aflaði viðkomandi sér hans bara með öðrum hætti. Hið forboðna er spennandi og engin ráð að stöðva fólk, nema kannski með því að stöðva framleiðsluna al- veg."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.