Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 39 BREF TIL BLAÐSIIMS Ekki þjófur Frá Bryndísi Schram: Á ÁRUNUM 1970-80 rákum við Jón Baldvin menntaskóla vestur á fjörðum. í þeim skóla kenndi margra grasa, nemendur komu af öllum landsins hornum, Þingeying- ar, Austfirðingar, Bergsættar- ménn, - hver með sitt yfirbragð, eins ólíkt og það gat nú verið. Eftir vetrarlanga samveru við lestur bóka, umræður, verkefni, próflestur, árshátíðir, heimavist og gönguferðir fer ekki hjá því, Húmanísk lausn í fyrrum Júgóslavíu Frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur: HÚMANISTAHREYFINGIN á ís- landi er hluti af alþjóðlegri hreyf- ingu sem starfar að mismunandi málefnum sem tengjast mannrétt- indum og mannlegum kringum- stæðum um allan heim. Hreyfingin á íslandi mun framvegis leitast við að veita fjölmiðlum upplýsingar um starfsemi hreyfingarinnar hér á landi og annars staðar. Undanfarið hafa átökin í fyrrum Júgóslavíu verið einn af þeim alvarlegu atburð- um sem eru að gerast í heiminum. Fréttaflutningur af þessum svæðum gefur takmarkaða mynd af raun- verulegu ástandi. Samningaviðræð- ur hafa verið yfirborðskenndar og árangurslitlar. Húmanistar hafa lát- ið sig ástandið varða og lagt fram nýja hugmynd um lausn mála. Hug- mynd um „þing almennings". Friðarviðleitni almennings Fyrsti fundur almenningsþings, sem samsett var af fulltrúum mis- munandi þjóðarbrota í fyrrum Júgó- slavíu, var haldinn á ítalíu í júní á þessu ári að frumkvæði Húmanista- hreyfingarinnar. Meðal þátttakenda voru borgarstjórinn í Sarajevo og þingmenn frá stjórnarandstöðu- flokkunum. Þátttakendur á þinginu frá Serbíu, Króatíu, Bosníu og Kosovo tókst að hefja umræður sín á milli þrátt fyrir mismunandi upp- runa, en þetta hefur svokölluðum fulltrúum þeirra ekki tekist í langan tíma, sennilega vegna þess að þeir hafa ekki lagt sig mikið fram. Hvers vegna heldur stríðið áfram? Látið er í veðri vaka í fjölmiðlum að stríðið í löndum fyrrverandi Júgó- slavíu stafi af vaxandi átökum milli þjóðarbrota 'þ.e.a.s. Serba, Króata og múhameðstrúarmanna. Ætla mætti eftir þeirri mynd sem fjölmiðl- ar gefa að þessi þjóðarbrot séu villi- mannleg og menningarsnauð og að það sé ástæðan fyrir þessum blóðs- úthellingum. En altént lifðu þessir menningarheimar saman í tiltölu- legri sátt þar til fyrir rúmum tveim- ur árum. Nú er þetta sama fólk í fyrrum Júgóslavíu miður sín vegna þeirra atburða sem eru að gerast í landi þess og það á bágt með að trúa raunveruleikanum. Forystu- menn á sviði stjórnmála og við- skipta hvorki geta né vilja leysa þessi átök. Þeir eru ófærir um það vegna þess að áhugi þeirra einskorð- ast við að halda yfirráðum yfir viss- um svæðum. Þeir vilja það ekki vegna þess að stríðsgróðinn skiptir nú þegar milljörðum, vegna vopna- viðskipta og hvers kyns smygls. Hlutur fjármagns og fjölmiðla Fjölþjóðafyrirtækin og alþjóðlegir bankar gera það að verkum að um allan heim safnast fjármagnið á sí- fellt færri hendur. Af þessu leiðir að æ fleiri fyrirtæki, ríki og fjölmiðl- ar verða háð því. Allur opinber fréttaflutningur af tilfellum eins og átökunum í fyrrum Júgóslavíu ræðst þannig af hagsmunum þessa alþjóð- afjármagns. Þetta kemur fram á þann hátt hér í Evrópu að fólkið sjálft og þá sérstaklega Serbarnir eru lýstir ábyrgir fyrir þessum átök- um. Þeir sem eru í raun ábyrgir eru hins vegar forystumenn í stjórnmál- um og viðskiptum, sem síðan eru kynntir sem fulltrúar þjóðanna, fólksins. Við allt þetta vill gleymast að hið ríkjandi kerfí hefur stérk áhrif á fjölmiðlana og magnar þannig þjóð- ernishyggju, útlendingahatur og vantraust. Tillögur húmanista — þing þjóðarbrota Því leggja húmanistar til að íbúar átakssvæða taki til sinna ráða og efni til sameiginlegs þings mismun- andi þjóðarbrota — almannaþings. Þeir leggja til að fólk af hinum ýmsu þjóðarbrotum komi saman, hvort sem það er í sjálfri Júsgóslav- íu eða í öðrum Evrópulöndum þar sem það er flóttafólk. Þetta verður almenningsþing þar sem mögulegt er að komast að sameiginlegri nið- urstöðu, hvað. sem öllum vandamál- um líður og þrátt fyrir ólíkan upp- runa. þetta er raunhæft vegna þess að það er ekki almenningur sem hefur skapað þessar kringumstæð- ur. Grunnlýðræði Þessi þing almennings munu í framkvæmd sanna að þjóðirnar geta þrátt fyrir mismun og þrátt fyrir að þær séu ólíkar komist að sameig- inlegri niðurstöðu og þannig byrjað að skapa raunverulegt grunnlýðræði þar sem tekið er tillit til allra þjóð- flokka, trúarbragða, menningar og minnihlutahópa. Þegar sá tími kem- ur að eyðileggingunni linnir, hverjir munu þá hefja uppbyggingu. Verða það ef til vill hinir sömu valdhafar og hrundu þessum ósköpum af stað? Verður það alþjóðafjármagnið eða verða það íbúarnir sjálfir sem taka aðstæðurnar í sínar hendur jafn- framt margþættu erfiði við að upp- fylla frumþarfir sínar? Er þetta útópía? Getur verið, en öll ný áform eru einungis hugmynd til að byrja með, sem verkar hins vegar þannig, að seinna þegar hún er komin í framkvæmd upplifir fólk hana sem raunveruleika. SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, talsmaður Húmanistahreyfingarinnar á íslandi, Kjarrhólma 36, 200 Kópavogi. ENGIN lausn virðist í sjónmáli í átökunum í Bosníu. að kennarinn kynnist nemendum sínum. Hann getur lesið á þau eins og bók, hann þekkir þann mann, sem þau hafa að geyma, hann getur jafnvel séð fram í tím- ann, séð þau örlög, sem spinnast um hvern og einn. Arnór Benónýsson var einn þeirra nemenda, sem var langt að kominn. Hann var Þingeyingur og talaði fegurra mál en nokkurt okk- ar hinna. Hann var mælskur og geislandi í ræðustól, brosið var einlægt og djarfmannlegt. Arnór er drengur góður. Ég þekki hann vel eftir íanga samveru fyrir vestan, og dómgreind mín bregzt ekki. Ég las viðtal við Arnór í Alþýðu- blaðinu á fimmtudag. Þar segist hann vera fyrirfram dæmdur af almenningi sem þjófur. Nei, Arnór er ekki þjófur, ekki frekar en ég. Þjófseðli er ekki til í þessum dreng. BRYNDÍS SCHRAM, Vesturgötu, Reykjavík. Sýning í (periunni sunnudaginn 30. október kl: 13.00-22.00 IGÓDMÉIM hjáfagfólki Takið þátt í líflegum og skemmtilegum uppákomum allan daginn og fáið góð ráð hjá fagfólki. Snyrtifræðingar - veita ókeypis ráðgjöf og meðferð. Úrsmiðir - verða með viðgerðaverkstæði á staðnum og munu meta gömul úr fyrir gesti. Gullsmiðir- með perlur í Perlunni. Hárgreiðslumeistarar - með ókeypis ráðgjöf og sýna pað nýjasta í hártískunni. Ljósmyndarar - sýna tískumyndatöku í sérstöku stúdfói, auk pess sem gestum gefst kostur á að láta taka myndir af sér í anda liðins tíma. Allir velkomnir - aðgangur ókeypis. !í Jlárgreidslumeistarar Gullsmidir jQósmyndarar B <§) 'Vrsmidir * SAMTÖK Snyrlifrædingar IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.