Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ UM miðjan nóvember 1925 tók söguhetja okkar staf sinn og mal og lagði af stað til höfuðstaðarins, ekki kannski til að leita sér fjár og frama, en ævintýri hefur hann vonast til að finna. Ingvar Magn- ússon — sonur þess sama Magnús- ar Finnssonar sem hafði heyrt rödd að handan vetrardaginn skamma þegar Páll Jónsson frá Fljótstungu dó — fór suður um svipað leyti, en ekki veit nú lengur neinn hvort þeir urðu samferða þangað. Vinur þeirra Sigurður Ólafsson á Sámsstöðum fóriíka til Reykjavíkur þetta haust. Guðmundur lýsir í smásögunni „Jón og ég, Sigríður og Hinrik" (Safnrit II) ferðalagi sem hann tímasetur „um miðjan þriðja tug aldarinnar" og freistandi er að líta á sem þessa ferð til Reykjavíkur. Þar er hann einn síns liðs og geng- ur alla leiðina niður í Borgarnes. Engir áætlunarbílar fóru um Borg- arfjörð á þessum tíma og hann vildi ekki skilja hestinn sinn eftir í reiðileysi í kaupstaðnum þegar hann væri farinn um borð í skipið. Ekki var sögumaður með neinn farangur utan bakpoka með brýn- ustu nauðsynjum, en til fótanna var hann þannig búinn á þessari löngu göngu að hann var í gúmmí- skóm og sokkunum utanyfir að sveitamannasið. í Borgarnesi náði hann naum- lega í strandferðaskipið og sigldi með því til Reykjavíkur í hauga- sjó. Skipið var yfirfullt og fólk sjó- veikt ofan og neðan þilja. Sjálfur var hann hinn brattasti og hafði gaman af að fylgjast með ástarþrí- hyrningi sem myndaðist og spilaði sitt spil mitt í ósköpunum. Það er hið eiginlega söguefni, upplýs- ingarnar um hann sjálfan eru al- veg aukreitis. Þegar suður var komið fékk Guðmundur húsnæði uppi á lofti á Vesturgötu 44. Frá húsráðanda þar segir hann í smásögunni „Grænar hjólbörur" (Safnrit I). Þegar Guðmundur var sestur að á föstum samastað skrifaði hann húsmóðurinni ungu á Gilsbakka, Guðrúnu Magnúsdóttur, og bað hana að senda koffortið á eftir sér. Hún brá við skjótt og hann fékk það með næstu ferð. Guðmundur var nú tuttugu og eins árs síðan í september, lágvax- inn ungur maður eða um 165 sentimetrar á hæð, mjög grannur og mjúkur í hreyfingum en sterk- ur. Andlitið opið og þó óræður augnsvipurinn. Hláturmildur og gamansamur en um leið tilfinn- ingaríkur og viðkvæmur. Hann var elskur að konum og maður af því tagi sem konur laðast að óg vilja geyma hjá sér. Hann vissi um þetta aðdráttarafl sitt en langt var í frá að hann þyrði að treysta því. í eigin huga var hann enn fyrst og fremst móðurlaus drengur sem þáði fegins hendi alla blíðu sem honum bauðst. Hann hefði líka þegið vinnu en hún stóð ekki til boða. Erfitt efna- hagsástand var í landinu og at- vinnuleysi þennan vetur. Vandi var að fá vinnu nema gegnum sam- bönd og Guðmundur hafði engin sambönd. Ingvar virtist heppnari, hann réð sig hjá karíi suður á Miðnesi. En þegar til kom sveik karlinn hann um kaupið svo að heppnin reyndist þrátt fyrir allt Guðmundi hliðhollari. Guðmundur hafði verið í vinnu- mennsku á Gilsbakka í á sjötta ár og kom með sparifé sitt í bæ- inn. Kannski var hann ekkert sér- staklega að sækjast eftir vinnu framan af. Það var svo margt annað að gera. Hann skrifar Ragnheiði 29. nóvember: „Systa mín. Það er aðeins til að brjóta ekki gefið loforð að ég skrifa þér núna, því ég hef ekkert að segja þér fallegt. Eg geri ekk- ert sérstakt — nei, ekkert, ég bara sem sólin kyssti Guðmundur Böðvarsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítáfsíðu hefur verið kallaður „eitt af ævintýrun- um í íslenskri bókmenntasögu", svo óvæntan og heillandi hljóm sló hann strax með sinni fyrstu ljóða- bók, Kyssti mig sól. Hörpuútgáfan hefur nú gefið út ævisögu skáldsins, sem er skráð af Silju Aðal- steinsdóttur, og birtist hér kafli úr bókinni, er grein- ir frá því þegar Guðmundur kom fyrst til Reykjavíkur. GUÐMUNDUR BOÐVARSSON, 25 ára. A RAUÐA torginu í Moskvu 1. mai 1953. slæpist. Ég fer á Bíó, í Leikhúsið, í búðir og rápa um göturnar, vilja- laust og tilgangslaust. Það er betra heima. Hér eru engvir falleg- ir dagar, og mig vantar bæði ilm og faílega liti. Ég er búinn að fara á öll söfn, nema safnið hans Ein- ars — en ég ætla á það bráðum. Ég borða í Mötuneyti Kennara- og Samvinnuskólamanna, en ekk- ert hef ég ennþá kynnst þeim köil- um. Við Siggi á Sámsstöðum erum alltaf saman. Ég er stundum að hugsa hvað gömlu mennirnir, feð- ur okkar, segðu ef þeir sæju okkur annað kvöldið á Bíó en hitt á Hótel ísland." Líklega er þessi þunglyndislegi tónn uppgerðin einber. Er ekki svolítið heimsmannslegt að geta sagt að maður sé „annað kvöidið á Bíó og hitt á Hótel ísland"? Aðrar heimildir benda líka til þess að honum sé ekki svo leitt- sem hann lætur. í ágætri smásögu sem heitir „í koíum" (Safnrit II) segir sögumaður sér til hróss um þennan tíma: „En ég hafði séð hverja mynd í Nýja Bíó frá vetrarbyrjun og fram yfir nýjár, farið inn í sund- laugar flesta daga og skemmt mér heilmikið annað. — Áreiðanlega voru það dýrlegir dagar." Það gengu margar bíómyndir í reykvísku kvikmyndahúsunum tveim, Gamla bíó og Nýja bíó, þessa mánuði, oftast skiptu þau um mynd vikulega, stundum oftar. Þetta voru nýlegar myndir, frá næstu tveim þrem árum á undah, flestar bandarískar en líka þó nokkrar þýskar og frá Norðurlöndum. Eng- in frönsk. Meðal merkilegra kvik- mynda sem voru sýndar þennan vetur eru hinn sígildi vestri „Land- námsmenn" (The Covered Wagon, 1923); „Brummel hinn fagri" (Beau Brummel, 1924) sem tryggði vin- sældir sinnar glæsilegu stjörnu, Johns Barrymore, um ókomin ár; „Þjófurinn frá Bagdad" (The Thief of Bagdad, 1924), „stórfenglegur sjónleikur í 10 þáttum" eins og segir í auglýsingu Nýja bíós, með Hollywood-konunginum síbrosandi Dogulas Fairbanks; „Stúlkan frá París" (A Woman of Paris, 1923), tíu klúta mynd undir leikstjórn Charies Chaplin sem lék þó ekki í henni sjálfur; „Hringjarinn í Notre Dame" (The Hunchback of Notre GUÐMUNDUR og eiginkona hans Inga um 1940. „OG ANNAR SLATTUMAÐUR STENDUR HJÁ". Böðvar Guðmundsson tók myndina. Dame, 1923), rómuð fyrir leik Lon Chaney í titilhlutverkinu; þýsk mynd gerð eftir „Kabale und Li- ebe" eftir Schiller og dönsk mynd eftir „Dorrit litlu" eftir Dickens. Jólamynd Nýja bíós var „Frelsis- stríð Bandaríkjanna" (America, 1924) eftir D.W. Griffith, mynd sem var bönnuð í Bretlandi vegna þess að í henni voru Englendingar vondu gæjarnir. Kvikmyndaauglýsingar og leik- húsauglýsingar voru á forsíðu Morgunblaðsins á þessum tíma (og alveg fram í seinni heimsstyrjöld), ásamt fleiri auglýsingum, einkum á skemmtunum. Þær voru misjafn- lega áberandi, en þegar Nýja bíó frumsýndi Quo Vadis með Emil Jannings var drjúgur hluti forsíð- unnar tekinn undir auglýsinguna. Allar þessar myndir voru þögl- ar, en venja var að leika á píanó undir sýningum. Jafnvel var leikið á fleiri hljóðfæri eða sungið, þegar mikið lá við. Talmyndir komu svo fáeinum árum seinna. Leikfélag Reykjavíkur sýndi á þessum tíma aldrei nema einn sjónleik í einu í Iðnó við Tjörnina en náði að frumsýna nokkra þenn- an tíma sem Guðmundur var í bænum. Þegar hann kom suður var verið að sýna „Dvölina hjá Schöller", þýskan gamanleik eftir Charl Laufs um fávísan sveita- mann í stórborginni, með hinum vinsæla leikara Firðfinni Guðjóns- syni í aðalhlutverki. 3. desember var frumsýning á leikritinu „Gluggum" eftir John Galsworthy, átakamiklu verki um afleiðingar stríðsins á nokkrar manneskjur, og fékk allgóða dóma. (Á frumsýn- ingardaginn auglýsir Ásta Norð- mann að nýir nemendur geti kom- ist að í dansskóla hennar; ef til vill tók Guðmundur eftir því, eins og síðar getur). Jólaleikrit Leikfé- Iagsins var frumuppfærsla á „Dansinum í Hruna" eftir Indriða Einarsson, rómuð sýning og vin- sæl, gekk fyrir fullu húsi fram í miðjan februar. 2-1. febrúar frum- sýndi félagið „Á útleið" eftir Sut- ton Vane, um ferð nokkurra ein- staklinga yfir móðuna miklu. Tveim mánuðum síðar var svo Þrettándakvöid frumsýnt, fyrsta leikrit Williams Shakespeares sem sett var á svið á íslandi. Leik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.