Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 19 stjóri var Indriði Waage. Auk þessa setti Reykjayíkurannáll upp eina revíu, „Eldvígsluna". Ýmislegt fleira var að gerast í bænum sem Guðmundur hefur ef til vill haft áhuga á. Eggert Stef- ánsson hélt söngskemmtanir, Magnús Magnússon ritstjóri hélt fyrirlestur „Um spilling aldarfars- ins", og Borgfirðingur fáeinum árum eldri en Guðmundur, Jón Helgason frá Rauðsgili, varði dokt- orsritgerð sína í Neðrideildarsal Alþingis að viðstöddu fjölmenni. Annar andmælandi var Sigurður Nordal og ekki ólíklegt að Guð- mundur Böðvarsson hafi reynt að troðast inn í salinn með hinum áhugamönnunum um íslenskar bókmenntir. Á bréfmiða til Ragn- heiðar kemur fram að hann hefur hlustað á fyrirlestur hjá Ágústi H. Bjarnasyni, sem var prófessor í heimspeki við Háskóla íslands og virtur og mikilvirkur fræðimaður. En einkamálin skiptu ekki minna máli en þau opinberu. í smásög- unni „Inflúensa" (Safnrit II) sem gerist þennan vetur í Reykjavík lýsir Guðmundur hvað það er kalt og dimmt í illa lýsftim höfuðstaðn- um. Þar að auki gengur skæð inflú- ensa í bænum sem leggur fólk unnvörpum í rúmið. Sögusviðið er mötuneytið þar sem sögumaður er í fæði. Þetta var áður en veitinga- hús og skyndibitastaðir komu á hvert götuhorn í Reykjavík og fóru að keppa um viðskiptavini, og slík mötuneyti voru yfirleitt ópersónu- leg og oft heldur nöturleg: „Mötuneytið hafði á sér svip mikils sparnaðar, enda tímarnir slíkir að hans þurfti með. Það sást líka á húsbúnaði þess og öllum rekstri. Menn sátu við langborð á baklausum bekkjum og flest annað var í samræmi við það og miðað við það fyrst og fremst að vera sem ódýrast þeim ungu skólamönnum er gengu námsbraut með létta pyngju, komnir að um langan veg. Og þetta notuðu sér auðvitað fleiri en þeir, meðan til vannst rúm á hinum baklausu bekkjum og vissu- lega var það undrunarefni hverju eldhúsið gat annað með sínu fá- menna liði." Frásögn sögumanns snýst að mestu um stúlkuna Ebbu sem þarna vinnur. Þetta er falleg stúlka og skemmtilega sjálfsör- ugg, eins og hún eigi allan heim- inn, en reynist vera eina fyrirvinna fátækrar móður sinnar. Hún er lofuð efnuðum pilti, en það breytir því ekki að hún girnist sögumann- inn Pétur, staðgengil höfundar í sögunni. Þegar hún kyssir hann að skilnaði eftir að hann fylgir henni heim í fyrsta sinn segir hann, sveitapilturinn, hissa og hálf-hneykslaður: — Af hverju gerðirðu þetta? —Af hverju? Hvernig þú getur spurt. Nú auðvitað er ég að þakka þér fyrir fylgdina, — og stundum gerir maður þá það sem mann langar til — já, stundum, að gamni sínu drengur. Æ, þú ert eitthvað svo mátulegur, við erum eiginlega jafnstór. Uppgjörið í sögunni tengist svo óskáldlegum hlut sem skóhlífum. Sögumaður á bara eina skó, ný- lega, og skóhlífar voru nauðsynleg- ar, því ekki voru götur steinsteypt- ar eða malbikaðar á þessum tíma. Þess vegna verður hann að sækja skóhlífarnar sínar í mötuneytið að kvöldi dags þegar hann áttar sig á að hann hefur gleymt þeim þar, „ ... á morgun yrði sjálfsagt kom- in rigning og allar götur í svaði". Ebba er að ganga frá í mötuneyt- inu og kærastinn hjá henni. Hann trúir ekki að sögumaður hafi bara komið eftir skóhlífunum, bölvaður pilsasnatinn, heldur að hann sé á höttunum eftir Ebbu og vill henda honum út. En þótt Pétur sé smár er hann knár og rumurinn kærast- inn hefur ekki nema skömmina upp úr slagsmálunum. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA I REYKJANESKJÖRDÆMI 5. NÓV. Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur Skrifstofa stuðningsmanna Hamraborg 1 - III hæð Opið virka d^ga kl. 14-22 um helgar kl. 14-18 S. 91-644620, 644621 og 644622 Viðbótargisting a Kanan á frábæru verði Aðeins 10 viðbótaríbúðir Aldrei fyrr hefur verið slík eftirspurn eftir Kanaríferðum eins og í vetur og öll okkar gisting seldist upp. Við höfum nú fengið viðbótargistingu á frábæru verði, góðar stúdíóíbúðir á Europalace gististaðnum þar sem þú færð góða aðstöðu rétt við hjarta ensku strandarinnar. í íbúðarhótelinu eru góð sundlaug, garður, veitingastaður, verslun, sjónvarp, sími og móttaka allan sólarhringinn. Verð frá kr. 66.000 4. janúar og 15. mars, 3 vikur, 3 f stúdíó, Europalace K, 72.700, m.v. 2 í stúdíó Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600. Flugvallaskattar og gjöld: Kr. 3.660 f.fullorðinn og kr. 2.405 f. barn. V Vikuna 31/10 - 5/11 ^ bjóðaeftirtaldar snyrtistofur upp á handsnyrtingu á kr. 1.500,- Snyrtistofa Sigríðar Guðjóns, Eiðistorgi 13—15, sími 611161. Snyrtistofan N.N., Borgarkringlunni 4. hæð norðurturni, sími 685535. Snyrtistofa Jónu, Hamraborg 10, sími 44414. Snyrtistofa Halldóru, Kringlunni 7, sími 881990. Snyrtistofa Ágústu, Hafnarstræti 5, sími 29070. Snyrtistofan Fegrun, Búðargerði 10, sími 33205. Snyrtistofan Gyðjan, Skipholti 70, sími 35044. Snyrtistofan Tara, Digranesheiði 15, sími 64101J. Snyrtistofan Ársól, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 31262. Snyrtistofan Litrófið, Grensásvegi 50, sími 689916. Snyrtistofan Mandý, Laugavegi 15, sími 21511. Snyrtistofan Salon Ritz, Laugavegi 66, sími 22460. Snyrtistofan Hár og snyrting, Hverfisgötu 105, sími 612645. Snyrtistofa Birgittu Engilberts, Flókagötu 17, sími 18369. Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Kringlunni 8—12, sími 888677. Snyrtistofan Paradís, Laugamesvegi 82, sími 31330. Snyrtistofan Hrund, Grænatúni 1, sími 44025. Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8, sími 40744. Snyrtistofan Gimli, Miðleiti 7, sími 686438. Snyrtistofan Greifynjan, Rofabæ 39, sími 879310. Snyrtistofa Ágústu, Hilmisgötu 2a, Vestmannaeyjum, s. 98-12268. Snyrtistofa Lrndu, Hafnargötu 61, Keflavík, s. 92-14068. m ý FELA G ISLENSKRA SNYRTIFRÆÐINGA J Skartgripaverzlun Laugavegi 5 - Reykjavík - siini 13383 ^fljóttogvelafhend.ley^^ .....1IW1I.......¦iii......................... iSoíd 29/10 1904 AFMÆLISAFSLÁTTUR 90 árad 1904-1994

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.