Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Herrakvöld Vals Föstudagskvöld 4. nóv kl.20.00 að Hlíðarenda M^flFsMPjK^k/Wí^f mí 3ÍJw' 9&9 MARIA ELIASDOTTIR TANIMLÆKNIR t Hef opnað nýja tannlæknastofu í Borgarkringlunni, norðurturni, 5. hæð. Tímapantanir í síma 883030. Skylmingafélag Reykjavíkur ?% • auglýsir: i Lciium að áhugafólki til skylrningaíðkunar. Byrjendanámskeið í ólympískum skylmingum hefjast í ÍR-húsinu við T.úngötu 29. Æfingar hefjast laugardagínn 5. nóv. kl. 14.00. Leiðbeinadi verður Haukur Ingason, núverandi íslandsmeistari í skylmingum með léttu stungusverði. Æft vcrður mánudaga kl.19.30-21.00og laueardaoa kl. 14.00-15.30. Upplýsingar gcfa: Haukur Ingason, hs. 44247. Kristmundur Bergsveínsson, vs. 682830, hs. 42573. Þórdís Kristleifsdóttir, vs. 614300, hs. 46252. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Vetrar- sendingin komin af ara Teg: Jenny Stærð: 36-42 Litur: Svart Verð: 6.995 POSTSENDUM SAMDÆGURS ¦ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINARWAAGE -f SKÓVERSLUN J? SÍMJI85I? W Ioppskórinn mrusuKoi . si«i: 21217 (10 IHGOttSTOH STEINARWAAGE y SKÓVERSLUN J? SÍMJ 689212 IDAG Með morgunkaffmu Ást er.. víibmh q 10-18 þar sem þú ert. VILTU hætta að nöldra þótt þú hafir misst af leiknum. BBIDS II111 s j 6 11 Guðm. Páll Arnarson Oft kemur það fyrir í mikl- um skiptingarspilum að geim vinnst í báðar áttir. í sveitakeppni tala menn um tvöfalda geimsveiflu þegar sama sveitin vinnur geim á báðum borðum. Þetta þekkja keppnisspilarar af eigin raun. En hafa menn nokkurn tíma fengið tvö- falda slemmusveiflu? Eða tvöfalda alslemmusveiflu!? Vestur gefur; allir á hættu. Norður ? Á98762 f ÁKG86 ? 109 ? - Vestur ? G1054 ¥ 75 ? DG6 ? 5432 Austur ? - ? ÁK8754 ? ÁKDG1096 SKAK 11 m s jj ó 11 Margcir Pétursson FYRSTA keppnishelgin í þýsku Bundesligunni var nú í október. Þessi staða kom upp í viðureign 69 ára gamla þýska stórmeistarans Wolf- gangs Unzickers (2.440) sem hafði hvítt og átti leik, og stigaháa stórmeistarans Zoltans Almasi (2.610), en hann er 18 ára gamall Ung- verji. sjá stöðumynd ¦ Unzicker lét sér fátt um finnast þótt hann væri hálfri öld eldri og miklu stigalægri en andstæðingurinn: 39. Bxe5! og Almasi sá sig til- neyddan að gefast upp, því 39. — Rxe5 er svarað með 40. Hb8. Unzicker er lög- fræðingur að mennt og starfaði sem dómari í þýska sambandslýðveldinu. Eftir að hann komast á eftirlaun hefur hann snúið sér af full- um krafti að skákinni. Meistaramót Hellis 1994 hefst mánudaginn 31. októ- ber kl. 19.30 í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Verðlaun: 20 þús., 12. þús. og 8 þús. Öll- um er heimil þátttaka. Tefld- ar verða sex umferðir og lýkur mótinu 9. nóvember. Suður ? KD3 ¥ D109432 ? 32 ? 87 Vestar Norður Aiistur 1 spaði Dobl 4 spaðar 6 lauí 6 hjörtu 7 lauf Pass Dobl Suður 2 hjörtu' Fass 7 hjörtu Allir pass * góð hækkun í tvo spaða. Spilið kom upp á Japans- meistaramótinu fyrr á þessu ári og það voru liðs- menn sigursveitarinnar, konurnar Tan og Banno, sem sátu í NS og „fórnuðu" réttilega í 7 hjörtu yfír 7 laufum. Tígull út tryggir vörninni tvo slagi, en vestur þóttist vita af sögnum að makker væri með eyðu í spaða og kom út í þeim lit. Það reyndist rétt metið að austur ætti engan spaða, en hitt kom á óvart að aust- ur átti heldur ekkert tromp. Þrettán slagir og 2.470 í NS. Á hinu borðinu tók aust- ur þann pól í hæðina að þegja á spil austurs og leyfa NS að útkljá sín mál í friði. Þeir námu ekki staðar fyrr en í 6 hjörtum, en þá vakn- aði austur til lífsins og sagði 7 lauf. Sem leit út fyrir að vera blind fórn. Sú „fórn" var auðvitað dobluð og NS bjuggust við feitum bita. En austur lagði upp eftir útspilið og skráði 2.330 í eigin dálk. Sveitin tók samtals inn 4.800 stig á spilinu, eða 800 meira en þarf til að fá 24 IMPa, sem er hámarkið sem hægt er að vinna í einu spili. Farsi ,,'Bréu nheð ¦farsé6iL 7" Víkverji skrifar... ORÐ dagsins eru heilsuvernd og líkamsrækt. Flestum er ljóst orðið að þeir hafa ómæld áhrif á eigið heilsufar, líðan og ævilengd, með lífsmáta sínum, mataræði og hreyfíngu. Færri leiða að því hug- ann að svipuðu máli gegnir um andlegt heilsufar okkar. Það er ekki síður þörf á að leggja rækt viðhugarfarið en líkamann. Ófáar leiðir hafa verið kortlagðar undir merkjum mannræktar, til andlegs þroska, að hugarró og sál- arfriði. Hæst rís kristin kenning, sem fólk hefur trúlega meiri þörf fyrir í dag en nokkru sinni fyrr. Hún er að vísu fram sett með ýms- um hætti, eftir kirkjudeildum, en kjarni hennar er einn og samur, kærleikur og umburðarlyndi. í tilefni af kynningarviku Þjóð- kirkjunnar telur Víkverji kjörið að hvetja fólk, fjölskyldur og samtök hvers konar, til að stunda kirkjur og guðsþjónustur. Ekki aðeins safn- aðarkirkjur viðkomandi, heldur einnig aðrar kirkjur. Fólk á höfuð- borgarsvæðinu hefur í mörg hús að venda í þessum efnum: þjóðkirkj- ur, rómversk kaþólskar kirkjur og önnur kristin safnaðarhús. NÝLEGA barst í hendur Vík- verja bókin „Þér veitist inn- sýn", í þriðju útgáfu Rósarkross- reglunnar á íslandi. Handritið er ævafornt, fannst í lamaklaustri í Lhasa í Tíbet skömmu fyrir 1750. Þýðandi þessa forna lífsspekirits er Sveinn Ólafsson, sem snúið hefur á íslenzku margvíslegum fróðleik af líkum toga. Hann segir m.a. í for- mála: „Sú bók úr bókasafni Rósar- krossreglunnar, sem hér kemur fyr- ir sjónir almennings í íslenzkri þýð- ingu, hefur allt frá því er ég fyrst las hana á enskri tungu fyrir um það bil aldarfjórðungi verið í huga mínum ein hin merkilegasta og djúpstæðasta fræðsla í lífsvísindum, sem ég hef kynnzt fyrr og síðar ... Mun þetta vart að undra, ef höf- undurinn er eins og talið er hinn nafntogaði Faraó Egypta Ammend- hetop IV, eða Akhanaton, höfundur fyrstu eingyðistrúarbragða mann- kyns, sem talinn er hafa ritað 104. Davíðssálm Biblíunnar..." Víkverji býr ekki að þekkingu til að leggja efnislegt mat á bók þessa. En forvitnileg er hún, íhugunarverð og hugarholl aflestrar. Þýðandinn hefur augljóslega lagt alúð og vand- virkni í starf sitt. FJÖLMIÐLAR fóru mikinn í fréttum þegar heilbrigðisráð- herra kunngerði fyrir fáeinum vik- um að hann myndi beita sér fyrir byggingu barnaspítala á lóð Land- spítala - og fjárframlagi til að hefja þá byggingu strax á næsta ári. Víkverji sér þó ekkert slíkt framlag sérmerkt þessari framkvæmd í fjár- lagafrumvarpi næsta árs. Trúlega verður úr því bætt við afgreiðslu frumvarpsins, því orð landsfeðra eiga að standa, annars brestur trún- aður milli þeirra og almennings. Annað mál, tengt Landspítala, sem jafnframt er háskólasjúkrahús, kemur upp í huga Víkverja. Það snertir raunar ekkert síður borgar- stjóm Reykjavíkur og nýja stefnu- vita þar á bæ. Fyrir einhverjum árum voru sett fram skipulagsáform um flutning Hringbrautar, sem nú aðskilur byggingar á Landspítalalóð og byggingu í eigu Háskólans, sem hýsir ýmiss konar læknisfræðilegt starf. Þetta eru þörf áform, bæði í þágu umferðar í borginni og æski- legrar þróunar í „Landspítalahverf- inu". Þetta ætti að vera verðugt verk- efni fyrir borgarfulltrúa hins nýja borgarstjórnarmeirihluta, sem svo fagurlega sungu um mjúku málin meðan völd voru í annarra höndum. Spyrja má af þessu tilefni (og reyndar fjöTmörgum öðrum), „hvar eru fuglar þeir er á sumri sungu" um félagslega þjónustu við unga og aldna en einkum sjúka? Eitt er að vísu um að tala, annað í að kom- ast, en kjósendur bíða þess að stóru orðin verði annað og meira en orðin tóm, þó ekki væri nema einhver þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.