Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 29 MINNINGAR MARIA LANGSTED + María Langsted var fædd á Teigarhorni við Berufjörð á Lúsíu- messu, 13. desem- ber, árið 1916. Hún lést á heimili sínu í Viemose á Suður- Sjálandi 10. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Lúðvíks- son, bóndi á Teigar- horni, og kona hans, Hansína Björnsdóttir. Eftir- lifandi eiginmaður Maríu er Poul Langsted kaup- maður og eru börn þeirra tvð: Svend og Jonna Lisa. Útför Maríu fór fram frá Kalvehave- kirkju 15. október. Fagra haust, þá fold eg kveð, faðmi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Hið fagra erindi skáldsins Stein- gríms Thorsteinssonar kom í hug- ann haustkvöldið þegar fregnin barst um andlát Maríu Langsted. Burtköllunin kom óvænt. í hugum kunnugra var hún ævinlega ung og aldurinn virtist engin áhrif hafa á hana. Engum sem til þekkti duldist að þar fór kona sem rækt- aði líkama og sál. Hið langa, hlýja sumar, 1994, reyndist hennar síð- asta. Ef til vill hefur hugboð hvísl- að því að henni, því að ísland heim- sótti hún á þessu afmælissumri lýðveldisins, ásamt eiginmanni sínum, Poul Langsted, sem nú syrgir hana, háaldraður, en ísland hafði hann ekki séð frá því rétt eftir seinna stríð. Ferðir hennar voru þo nokkru tíðari, því ísland heimsótti hún eins oft og við varð komið, en var þó engan veginn árlegur gestur. Islensk alþýðuummæli orða það svo um persónugerðina, að fjórð- ungi bregði til föður, fjórðungi til móður, fjórðungi til fósturs og fjórðungi til nafns. Þetta mátti til sanns vegar færa um Maríu. Jón faðir hennar var sonur Lúð- víks Lúðvíkssonar, bónda á Karls- stöðum á Berufjarðarströnd, en sá Lúðvík, afi Maríu, var sonarson- ur Hans Jónatans, verslunarstjóra á Djúpavogi, sem fæddur var á St. Croix, þá nýlendu Dana í V- Indíum, í húsi Schimmelmanns landstjóra, sem tók hann ungan með sér tií Danmerkur. Landstjór- inn var föðurbróðir Ernst Schim- melmanns greifa, eins af auðug- ustu mönnum Danmerkur, með ótal vegtyllur sem lesa má um í Þrælaströndinni, einu ritverka Thorkilds Hansens um tímabil nýlenda Dana í Karíbahafinu. Fögur rithönd Hans Jónat- ans geymist í verslun- arbókum Djúpavogs sem minnisvarði um „hendur sem forðum var stjórnað af lifandi taugum". Hann var dáður fyrir heiðarleika og velvild. Gömul fjöl- skyldusaga lifði góðu lífi meðal okkar af- komenda hans um bónorðsferð verslun- arstjórans í fylgd „assistents" síns, á fund ungrar og fagurrar hrepp- stjóradóttur, Katrínar Antóníus- dóttur, sem gætti búpenings föður síns í seli á Búlandsdalnum. Mála- leitunin var staðfest þar í votta viðurvist og brúðkaup haldið vet- urinn 1820. Börn þeirra tvö voru Lúðvík Jónatan og Hansína Reg- ína, en hún var amma Hansínu Björnsdóttur. Hjónin Jón og Hans- ína röktu ættir sínar þannig sam- an. Hansína Björnsdóttir, ljómynd- ari, móðir Maríu, var dóttir Sú- sönnu Weywadt, en kjördóttir móðursystur sinnar, Nicoline Weywadt. Allar menntuðust þess- ar konur í Danmörku til nytsam- legra starfa. Súsanna lærði osta- gerð, en Nicoline ljósmyndun, fyrst kvenna á íslandi. Nicoline var ógift en bjó við rausn á Teigar- horni, sveitasetri föður síns, Weywadts kaupmanns. Þar þótti að mörgu leyti sérstætt á þeim tíma. Bústofn kalkúnar og kanín- ur, auk íslenskra húsdýra. Fagrir steinar umhverfisins voru varð- veittir og mæðgurnar ráku ljós- myndastofu. I snoturri stássstofu voru konugleg húsgögn og rúss- neskur samovar á skrautlegum kolaofni yljaði á síðkvöldum. í þessu umhverfi mótaðist Mar- ía. Eitthvað aldagamalt og gróið frá dönskum og íslenskum arfi fylgdi henni. Ævintýri var það líkast að skoða saumaborð Elísu, systur Maríu, efðahlut sem fylgdi nafni, stílhúsgagn frá 18. öld, sem inni- hélt kniplinga og hvítsaum, gert af slíkum fínleika að með ólíkind- um var. Eftirlifandi systkin Maríu eru Soffía, búsett í Bandaríkjunum, Hansína og Kristján, en látin Elísa og Björn. Hið fagra konunafn, María, er útlagt „maris stella", flæðar- stjarna, stjarna hafsins. Eitthvað í fari Maríu minnti á lýsandi stjörnu. Auk fríðleika var einhver óvenjuleg hefð yfir henni. Þó var vandfundin kona sem alþýðlegri var eða brosmildari. Með einfalda Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára. og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. palléttuhárnetið sitt yfir dökku hárinu leit hún út eins og krýnd drottning, þó við hversdagsleg störf væri. Hóglát í framkomu, en átti þó til hlæjandi gáska, en ætíð ljúfa samúð sem kom fram í því að aldrei hallmælti hún neinum, en var fundvís á góða þætti manna og málefna. María fór ung til Kaupmanna- hafnar. Hún lagði stund á hina kvenlegu iðju, sauma. Til hennar var leitað þegar eitthvað vanda- samt átti að framkvæma með við- höfn eða fást við erfið vandamál í sambandi við ytra útlitið. Slíkt var Maríu áreiðanlega lagið að leysa af smekkvísi, nærfærni og inngróinni kurteisi. - Segja mátti að María kynni að nota möttul sinn, og var það eflaust einnig þáttur frá erfðum og uppeldi. Allt frá því að þær Weywadtsdömur eignuðust fyrstu fótstignu sauma- vél sem fyrirfannst á Austfjörðum var kvenþjóð Teigarhorns rómuð fyrir snilld við að venda fötum, hafandi til hliðsjónar fræg blöð tískuhúsanna. Þetta iðkaði María einnig og saumaði oft úr gömlu, þótt engar nauðir rækju til. Um- hverfisvernd var þá orð sem eng- inn þekkti, en konur henni líkar iðkuðu sem óskráð lög. María giftist Poul Langsted kaupmanni og auk saumavinnunn- ar vann hún við verslun þeirra. Lítil búð í Frederiksborggade í miðborgini, þar sem hægt var að kaupa eðalvín, var vettvangur brauðstritsins og farið hjólandi til vinnu að hætti borgarbúa þá. Gamli, svarti kolaofninn bak við verslunarrýmið gegndi enn með sóma hlutverki sínu um miðjan sjöunda áratuginn og e.t.v. enn lengur. I litla raðhúsinu í úthverfi borg- arinnar, sem hýsti yndislega fjöl- skyldu, ríkti góður húmor, en hann táknar sem kunnugt er ekki afsal neinnar alvöru. í hugann koma minningabrot um stofuna, þar sem húsbóndinn sat við skrifborð sitt, sýslandi við dýrmætt frímerkja- safn. Sonurinn, hinn ungi og glæsilegi Svend, verðandi tækni- sérfræðingur, rökræddi flest það sem til bóta mátti verða. Dóttirin, Jonna Lisa, eins og stigin út úr fögru málverki, iðkaði allar listir danskrar handavinnu, auk annarr- ar menntunar. Auk allra daglegra anna mátti líkja Maríu við ólaun- aðan ræðismann eða stofnun fyrir landa sína, sem til hennar leituðu, og hefðu margir átt henni skuld að gjalda. Upp úr 1970 réðst þessi g'amal- gróna fjölskylda í að söðla um frá erli borgarinnar. Ráðstöfun sem samrýmdist vel hinni „stóisku" rósemi og lífsafstöðu. í fögru umhverfi á Suður-Sjálandi skapaði María að sögn kunnugra unaðs- reit þar sem hægt var að njóta dýrðar danskra sumra eins og best má verða. Já, ævinlega fannst manni María velja góða hlutann; aldrei virtist neitt amstur daglegs lífs mæða hana, hvernig sem það nú mátti vera. - Þegar við hugleið- um það eftir á: Hlaut þessi kona ekki að hverfa okkur skyndilega, eins og þegar horft er á stjörnu- hrap? Með svanaflugi flýr hún, til fegri landa snýr hún, þar sól og sæla er vís. Þar blómlund sér býr hún, mín bliða sumardís. Þegar hauststjörnur blika við höfuðpýramída íslenskra fjalla, Búlandstindinn, er gott að hugsa um konuna sem var sterk, ekki síst þegar takast þurfti á við sorg. Fáum var þá betur lagið en Maríu að bera smyrsl á sárin, eins og segir í helgikvæðinu, sem allir vildu kveðið hafa. Megi hennar styrkur nú vera styrkur fjölskyldu hennar. Við systurnar sendum innilegar samúðarkveðjur til fólks hennar alls, hér og ytra. Ester og Kristín. EIRIKUR EINARSSON + Eiríkur Ein- arsson var fæddur að Hval- nesi í Lóni hinn 28. apríl 1919. Hann lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Skjól- garði, Höfn í Hornafirði, 21. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Einar Eiríksson, f. 10. júní 1883, d. 3jan- úar 1973, og Guð- rún Þórðardóttir, f. 14. september 1884, d. 9. júlí 1926, þau bjuggu á Hvalnesi í Lóni. Eiríkur var þriðji í röð- inni af fimm börnum sem upp komust en tvö létust í æsku, stúlka, f. 19. október 1911, d. 25. október 1911, og Eiríkur, f. 1. mars 1913, d. 10. mars 1913. Þau sem upp komust eru Guðbjörg, f. 9. júlí 1914, Þor- björg, f. 16. maí 1916, Sólrún, f. 26. ágúst 1921, og Sigurður, f. 23.júníl925. Eftir- lifandi eiginkona Ei- ríks er Rannveig Sig- urðardóttir, f. 16. ágúst 1926. Af þrem- ur dætrum sem þau eignuðust lifði ein, Guðrún, f. 10. maí 1951, eiginmaður hennar er Erlingur Friðgeirsson og eiga þau 3 börn, Rann- veigu Eir, Þórdísi og Eirík. Eiríkur lauk barnaskóla í Lóni og vann bústörf og sjó- mennsku á jörð föður síns ásamt öðru tilfallandi. Síð- an stundaði hann sjóinn um árabil á Höfn. Framtíðarheimili þeirra hjóna var á Höfn, þar sem Eiríkur var verkstjóri og fisk- matsmaður um árat.ugi. Smíða- vinna var honum mjög hugleikin er tóm gafst frá öðrum störfum og bókband hin síðari ár. Útför Eiríks fer fram frá Hafnar- kirkju, Hornafirði, á morgun (mánudaginn 31. október). SÍÐASTA kvöld sUmarsins og okk- ur berst sú sorgarfrétt að Eiríkur frændi sé látinn. Vetur konungur hefur innreið sína og farfuglarnir eru flognir burt til heitari landa. Eiríkur stóri bróðir hans pabba var einn af sjálfsögðum punktum tilver- unnar í hugum okkar systra. Há- vaxinn, myndarlegur og yfirvegað- ur maður sem ekki skar sig úr ættinni er hann hló. Við bárum ómælda virðingu fyrir Eiríki, góð- vildin streymdi frá honum og feng- um við systur að njóta þess, ekki bara í æsku heldur líka þegar við uxum úr grasi. Góðvildarinnar fengu allir að njóta og virtist Ein- ar, elsta barnabarn pabba, skynja það sama. Gaman var að fylgjast með er Eiríkur sá pabba fyrir sér sem lítinn strák í Einari og lifnaði þá yfir andliti hans sem og reyndar ávallt er hina góðu gömlu daga á Hvalnesi bar á góma. Þar var með- al annars lagður grunnurinn að handverkinu sem gaf Eiríki svo mikið og hann notaði tímann svo öturlega bæði til smíða og bók- bandsvinnu. Heimili þeirra Eiríks og Diddu bar ótvírætt vitnj um gott handverk og listrænan smekk, smíðahlutir Eiríks og myndirnar í stofunni sem var komið svo hagan- lega fyrir í beinni röð, og aldrei höfum við litið eins smekklega hönnun í kringum ofna. Þó fjölskyldan hafi ekki verið stór var svo sannarlega gert ráð fyrir gestum og gangandi á heimil- inu. Okkur systrum er þá kannski efst í huga eldhúsbekkurinn þar sem svo auðveldlega var hægt að raða svo mörgum og eru ótal minn- ingar þar tengdar kaffiboðum, spilamennsku og samræðum um heima og geima í léttum dúr jafht sem alvarlegum. Bókaherbergið var heilagur staður þar sem við gengum inn í annan heim og bar bókaáhuga 9g fróðleiksfýsn Eiríks glöggt vitni. í raun var þetta fyrsti vísirinn að bókasafni sem við höfðum aðgang að. Þarna fékk maður að dunda sér. í augum barns voru þarna sam- an komnar allar heimsins bækur á einum og sama stað. Á stóra skrif- borðinu var hvorki meira né minna en risahnöttur með öllum heimsins höfum og löndum þar sem ekki voru farnar ófáar hnattferðir. Þó heimilið hafi svo sannarlega staðið öllum opið var ekki þar með sagt að öll herbegi hafi verið opin hverjum sem vildi og skapaðist ein- hver dulúð í kringum þau. Enda þótt við vissum vel hvað þau höfðu að geyma, eins og vinnuherbergi Eiríks, þá var alltaf jafn spennandi fyrir forvitna krakka að fá aðeins að reka inn nefið. Þegar báðar fjöl- skyldurnar bjuggu á Höfn voru jóla- boðin á milli bræðranna jafn fastur þáttur í lífi okkar og koma jóla- sveinanna úr fjöllunum. Glóð til- hlökkunar lifnaði við jól eftir jól. Ekki síst að bera fallega heima- smíðaða jólatréð augum sem bar yfir sér ævintýraljóma sem börn jafnt sem fullorðnir kunna svo vel að meta því ekki hætti maður að dragast að litla ævintýratrénu þó barnaskónum sliti. í jólaboðum fóru fram hátíðlegar skírnarathafnir, var þá Guðrún sjálfskipuð í prests- hlutverkið og jós einungis ættar- nöfnum yfir brúðukollana því ekki var hægt að skíra „börnin" bara eitthvað út í bláinn. Af þessu leiddi að nokkur pör af dúkkum og böngs- um voru látin heita í höfuðið á Ei- ríki fænda, Siggu frænku og fleiru góðu fólki sem okkur systrum þótti vænt um. Mest hefur þó skírn dóttursonar hans glatt hann því þar kom Eirík- ur litli en áður voru komnar Rann- veig Eir og Þórdís sem veittu afa sínum ómælda gleði. Nú er Eiríkur frændi, þessi stóri virðulegi maður, horfinn á vit feðra sinna en góða minningu hans geymum við í hjarta okkar. Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt af bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Didda, Guðrún, Erlingur, Rannveig Eir, Þórdís og Eiríkur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Oddný, Hildur, Eva, Erna og Anna. Líkkistuvinnustota Luvindap r\pnasonar B ijjt \0> v' vm *Sm\ *"'' ^H ^ft'-feV ¦'¦:'- ^^^mWÉ StofnaS 1899 Utiarapjónusta t Líkkisiusmíoi Vesturhlíð 3 ? Sími: 13485 ? Davíð Osvaldssc n ? Heimasími: 39723

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.