Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Einleikur um afleiðingar sifjaspells Svartur blettur á siðmenntuðu samfélagi „SÝNINGIN vekur ekki bara við- brögð og spurningar hjá fólki held- ur einnig sterkan skilning," segja þær Kolbrún Erna Pétursdóttir og Björg Gísladóttir höfundar einleiks- ins Þá mun enginn skuggi vera til. Viðfangsefnið er sifjaspell sem þær stöllur segja að sé eitt best varð- veitta leyndarmál okkar tíma og svartur blettur á siðmenntuðu sam- félagi. Þeim þykir brýnt að auka umræðuna um sifjaspell, orsakir þess og afleiðingar, því að fræðsla og upplýst umræða sé grundvöllur þess að forða megi börnum og ung- lingum frá lífsreynslu sem geti vald- ið þeim óbætanlegu tjóni. Sýningin er þeirra framlag til fræðslunnar en hún stehdur nú vinnustöðum og skólum til boða sem farandsýning. Einleikurinn verður fluttur í Lista- klúbbi Leikhúskjallarans mánu- dagskvöldið 31. október og að sýn- ingu lokinni mun starfskona frá Stígamótum leiða umræður í félagi við aðstandendur einleiksins. Þetta er eina opna sýningin sem verður í Listaklúbbnum á næstunni. Þá mun enginn skuggi vera til fjallar um konu sem gerir upp for- • tíð sína við óvenjulegar aðstæður, rifjar upp atburði úr æsku sinni og lýsir áhrifum þeirrar reynslu sem hún varð fyrir. Kolbrún Erna og Björg skrifuðu handritið í samein- ingu fyrr á þessu ári en verkefnið í heild hefur nú krafist svo til óskiptrar athygli þeirra í hálft ár. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í," segir Kolbrún Erna sem fer með eina hlutverkið í sýn- ingunni. „Við vorum hræddar um að hneyksla fólk," bætir Björg við en hún hefur annast sýningarstjórn. „Það var hins vegar Hlín Agnars- dóttir leikstjóri sem við fengum til liðs við okkur, sem hvatti okkur áfram og fullyrti að við værum með mjög mikið í höndunum." Glimrandi viðtökur á Nordisk Forum Leikþátturinn var frumsýndur við góðar undirtektir á Galdraloft- inu í júlí síðastliðnum en síðan lá leiðin til Finnlands á Nordisk For- um. Þar fékk hann glimrandi við- tökur. „Það lá beinast við að halda áfram eftir það," segir K.olbrún Erna. í september gerðu þær Björg síðan samning við Menningar- og fræðslusamband alþýðu um að koma sýningunni á framfæri sem fræðsluefni. Morgunblaðið/Sverrir „ÉG FLÝG, ég flýg." Kolbrún Erna Pétursdóttir, leikari og annar höfunda Þá mun enginn skuggi vera til, í hlutverki sínu í einleiknum. •Kolbrún Erna og Björg hafa gert víðreist með sýninguna í haust. „Sýningin hefur ekki kallað á síðri viðbrögð hjá karlmönnum en kon- um. Þau eru alls staðar sterk og það er áberandi hvað mikil einlægni kemur fram. Það er ótrúlegt hvað leikhúsið getur haft mikil áhrif sem fræðslumiðill," segir Kolbrún Erna. Þótt konan í verkinu hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn segja stöllurnar að uppgjörið við fortíðina sem hún standi frammi fyrir á fullorðinsárum gæti allt eins átt sér stað vegna annars konar misbeitingar í æsku. Sakir þessa kalli sýningin ef til vill á sterkari tilfinningar og meiri skilning af hálfu margra gesta en ella. „Fólk sem komið hefur á sýningarnar hefur þekkt sjálft sig í afleiðingun- um þótt það sé ekki þolendur sifja- spells," segir Björg. Meðal þeirra sem barið hafa sýn- inguna augum í haust eru mjðstjórn ASÍ, starfsfólk menntamálaráðu- neytisins og nemendur í tveimur framhaldsskólum. „Það er sérstak- lega gaman að sýna fyrir skóla- krakkana. Þeir eru mjög opnir og spyrja mikið," segir Kolbrún Erna og Björg bætir við að víða hafa komið fram reiði út í dómskerfið. „Við erum að hugsa um að bjóða dómsmálaráðuneytinu upp á sýn- ingu." Innan tíðar mun leið þeirra Kol- brúnar Ernu og Bjargar liggja út á land og eru Austfírðir fyrsti áning- arstaðurinn. Þær hafa einnig hug á því að halda norður á bóginn. Það sé hins vegar dýrt fyrirtæki að ferð- ast með sýningu sem þessa og því séu þær háðar því að hægt sé að sýna á nokkrum stöðum á sama svæði. „Norðlendingar mættu alveg panta fleiri sýningar," ljúka stöll- urnar sundur einum munni. Tónleikar Barnakórs Grensás- kirkju BARNAKÓR Grensáskirkju heldur tónleika í Grensáskirkju í lok kirkjuviku í dag, sunnudag, kl. 16. Á tónleikunum syngur einnig söng- hópurinn Vox Feminae og er efnis- skráin trúarleg við tónlist frá ýms- um tímum. Alls munu um hundrað manns syngja, en undirleikari er Árni Arinbjarnarson og stjórnandi Mar- grét J. Pálmadóttir. Eftir tónleik- ana er gestum boðið upp á kaffi í kirkjunni hjá Foreldrafélagi barna- kórsins. Barnakór Grensáskirkju var stofnaður af Margréti J. Pálma- dóttur haustið 1990. í kórstarfinu eru nú um áttatíu börn á aldrinum 7-16 ára, en hann starfar þrískipt- ur í vetur. Kórinn æfir tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og laugardög- um, og syngur við messur í Grens- áskirkju fyrsta og þriðja sunnudag hvers mánaðar. ? ? ? Nýjarplötur ¦ ÚT ER komin á vegum Skífunn- ar hf. fyrsta sólóplata Björns Jör- undar Friðbjörnssonar (Nýdönsk) sem heitir BJF. ÖU lög og textar eru eftir Björn, en honum til aðstoð- ar á plötunni eru Eyþór Gunnars- son, Sigurður Bjóla, Þorsteinn Magnússon, Ólafur Hólm, o.fl. Upp- tökur fóru fram í Studio Sýrlandi og það var Björn sem stjórnaði upptökum. Björn hefur sett saman hljóm- sveit til að fylgja eftir plötunni. Hana skipa ásamt Birni, Þorsteinn Magnússon gítar, Guðmundur Pét- ursson gítar, Þórir Viðar bassi, Birgir Baldursson trommur og Ing- var Lundberg Jónsson hljómborð. Nýjar bækur Sveinn Björnsson Gylfi Gröndal Ævisaga Sveins Björns- sonar ÚT ER komin ævisaga Sveins Björnssonar eftir Gylfa Gröndal. í kynningu segir: „Sveinn Björns- son er sankallaður brautryðjandi og fáir hafa gerst frumkvöðlar á jafn mörgum sviðum. Hann hafði forustu um stofnun þjóðþrifafyrirtækja, eins og til dæmis Eimskipafélags Islands, þegar íslendingar voru að hasla sér völl á nýjum vettvangi, þar sem Danir höfðu áður verið einir um hit- una. Hann var annar tveggja fyrstu hæstarréttarlögmanna hér á landi og átti þátt í að leggja drög að Hæstarétti íslands. Enn er þó ótalið það sem telst hið eiginlega ævistarf hans: Hann var fyrsti og lengi eini sendiherra lands síns og mótaði ís- lensku utanríkisþjónustu; hann var fyrsti og eini ríkisstjórinn — og loks fyrsti forseti íslands." Með útgáfu á ævisögu Sveins Björnssonar hafa æyisögur allra fyrrverandi forseta íslands verið gefnar út, þær eru samtals um 1.300 blaðsíður, ríkulega myndskreyttar og fást nú saman í gjafaöskju. Útgefandi er forlagið. Ævisaga Sveins Bjó'rnssonar er 379 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Þröstur Magnússon hann- aði kápu. Bókin kostar 3.980 krónur. Fín efnisskrá HLJOMDISKAR SELLÓ-OG Pf ANÓLEIKUR Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Verk eftir Beethoven, Schumann, Fauré og Shostakovich. Japis. ÞESSI hljómdiskur gefur mjög góða og „alhliða" mynd af þessum ágætu listamönnum. Tónverkin spanna tímabil tónlistarsögunnar frá barrok til nútímans og vel valin sem slík, en sér í lagi mynda þau fínt „prógram" (sem endar með hinni stórkostlegu - og stór- skemmtilegu - sónötu Shos- takovich Op. 40), þar sem reynir á tilfinningu, jafnt fyrir stíl sem inni- haldi. En þó fyrst og fremst mikla og inngróna músíkgáfu, vald yfir hljóðfæri sem efninu sjálfu. Allt er þetta kannski eitt og hið sama, þegar rætt er um tónlistarflutning, og allra síst einhver ný sannindi fyrir flytjendur. Bryndís Halla hefur ákaflega góða tilfinningu fyrir Beethoven, sem kemur jafnt fram í tóni, áherslu og „fraseringu". Schum- ann og Fauré eru einnig mjög vel leiknir hjá báðum - Fauré alveg yndislegur! Og þá ekki síður sjálfur Shostakovich - með sinni blöndu af djúpri alvöru u.m lítt troðnar slóðir og „sirkus-töktum". Sónata hans er ákaflega „vel heppnað" verk, þrátt fyrir miklar andstæður - eða kannski (m.a.) vegna þeirra. Hver kafli virðist Ijá hinum sér- stakan ferskleika og alltaf stutt í sjarmann, hvort sem um er að ræða húmor eða stefjamál - a la Dimitri. Allt kemur þetta fram í ágætum leik, þó einhverjir kynnu að hafa smekk fyrir meiri hraða og „villt- ari" töktum í síðastnefnda verkinu. Frábær sellóleikur Bryndísar Höllu (einnig í nútímaverkum) kem- ur engum á óvart, og Steinunn Birna er verðugur mótaðili, píanó- leikur hennar fyrsta flokks. Ég bíð bara eftir Beethoven- sónötu, helst tveim-þrem! Hljóðrit- un er fyrsta flokks. Oddur Björnsson Tölvu- og raftónlist á Sólon íslandus DAGSKRA Tölvutónlistarhátíðar- innar á Sólon íslandus í dag er eftir- farandi: Kvikmyndatónleikar kl. 14. Hring- urinn eftir Friðrik Þór Friðriksson, tónlist Lárus Halldór Grímsson. Surt- ur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen, tónlist Magnús Bl. Jóhannsson. Tónbönd kl. 16. Scottish Dompe eftir Karólínu Eiríksdóttur. Amalg- am eftir Lárus Halldór Grímsson. Dropar á kirkjugarðsballi eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Study 1 fyrir sjálfspilandi píanó eftir Ríkarð H. Friðriksson. Chantouria eftir Þor- stein Hauksson og Leikar eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Tónbönd og lifandi flutningur kl. 20. Chronology from Calmus eftir Kjartan Ólafsson, gítar, saxófónn og tónband, Pétur Jónasson leikur á gítar og Úlfur Eldjárn á saxófón. Partita tónband eftir Helga Péturs- son. Tilbrigði um þrástef og tóninn A, tónband eftir Finn Torfa Stefáns- son. Samstirni tónband eftir Magnús BI. Jóhannsson og Nýtt verk eftir Lárus Halldór Grimsson, rafbassi og tónband, Þórir Jóhannsson leikur á rafbassa. íslenska ein- söngslagið í Gerðubergi BRAGEYRA og tóneyra er við- fangsefni Reynis Axelssonar stærðfræðings á sönglagakynn- ingu, sem haldin verður í Gerðu- bergi í dag, sunnudag, kl. 14. í erindi sínu fjall- ar Reynir um misræmi milli ljóðs og lags í ís- lenskum söng- lögum. Á kynningu flytja Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleik- ari íslensk þjóðlög og sönglög eftir Emil Thoroddsen, Eyþór Stefáns- son, Inga T. Lárusson, J.G.H. Bach, Pál ísólfsson, Richard Strauss, Robert Schumann, Sigurð Þórðarson, Sigvalda S. Kaldalóns, Skúla Halldórsson o.fl. Sönglagakynningin, sem er fímmta kynningin í röðinni af sjö, er Iiður í menningardagskrá sem tileinkuð er íslenska einsöngslag- inu og flutt hefur verið á sunnu- dögum í tengslum við tónminjasýn- inguna sem opnuð var í Gerðu- bergi 2. októberT Ingibjörg- Guðjónsdóttir ? ? ? Höskuldur Harrí sýnir í Úmbru NU stendur yfir sýning Höskuldar Harrí Gylfasonar á dúkristum í Gallerí Úmbru, Amtmannsstíg 1. Höskuldur Harrí útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987 og er þetta fjórða einkasýning hans. Sýningin stendur til 16. nóvem- ber og er opin virka daga frá kl. 13-18 og á sunnudögum kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.