Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 41 IDAG Arnað heilla W/\ÁRA afmæli. I dag, | \J30._ október, er sjö- tugur Árni Júlíusson, Skipholti 53, Reykjavík. Eiginkona hans er Marta Sigurðardóttir. Hjónin taka á móti gestum í sal félagsmiðstöðvarinnar, Ból- staðarhlíð 43, kl. 15-18 í dag, afmælisdaginn. Pennavinir SAUTJÁN ára japanska stúlku langar að eignast íslenska pennavini: Mayuko Takeuchi, 3-22 Shto-Machi, Murakami-shi, Niigata, 958 Japan. FRANSKUR frímerkja- safnari hefur mikinn áhuga á íslenskum frímerkjum og vill komast í samband við safnara hérlendis: Erwan Keraval, Le Chazeau, F-38220 N.D. de Me- sage, France. FRÁ Litháen skrifar frí- merkjasafnari sem kveðst nýbyrjaður að safna ónot- uðum íslenskum frímerkj- um. Vill hann komast í sam- band við íslenska safnara: Gedimas Adlys, Zirmunu 20-118, Vilnius 2051, Lithuania. p' /\ÁRA afmæli. A OUmorgun, 31. október, verður fimmtugur Kristján E. Guðmundsson, félags- og markaðsfræðingur, Óðinsgötu 14A, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum föstudaginn 4. nóvember nk. í Veislurisinu, Hverfisgötu 105, milli kl. 17 og 20. PT /\ÁRA afmæli. í dag, OU<30. október, er fimm- tugur Guðmundur Har- aldsson, Otrateigi 56, Reykjavík. Eiginkona hans er Astbjörg Ólafsdóttir. Hjónin eru stödd erlendis á afmælisdaginn. LEIÐRETT Ekki í Smugunni MYND af klakabrynjuðum togara birtist með bréfi til blaðins í gær. Undir mynd- inni stóð að hún væri tekin í Smugunni, en svo er alls ekki. Rangur aldur ALDUR Söru Dísar, hinnar ungu söngkonu, sem sagt var frá í gær' misritaðist. Hún er átta ára en ekki sex ára. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt föðurnafn í FRÉTT um prófkjör hér í blaðinu í gær var Ágúst Ragnarsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins rang- feðraður, sagður Karlsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Hinn 6. ág- úst sl. voru gefin saman í hjónaband í Kópavogs- kirkju af sr. Ægi Fr. Sigur- geirssyni Svava Gísladótt- ir og Þorsteinn Andrés- son. Heimili þeirra er í Reyrengi 10, Reykjavík. Ljósm. Bylgja Matt. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Há- teigskirkju af sr. Sigrúnu Óskarsdóttur Agnes Karen Sigurðardóttir og Bene- dikt Jón Guðlaugsson. Heimili þeirra er í Jöklafold 20, Reykjavík. HOGNIHREKKVISI ,, fal mpor, \/te> e/GU/u bkk/ ölhbldu/atní " ORÐABOKIN Vottur - vitni í SKÓLA fyrir hálfri öld var kennt, að ekki væri alveg sama, hvort menn segðu að bera vott um e-ð eða bera vitni um e-ð. Var bent á, að vottur (í fornu máli váttr) merkir í upp- hafi þann, sem ber vitni um e-ð, þ.e. hann er áhorf- andi eða áheyrandi, sem ber vitnisburð um e-ð. Frummerking í no. vitni er hins vegar að ölium lík- indum vitneskja, vitnis- burður. Það er þess vegna votturinn, sem ber fram vitnisburðinn, þ.e. ber vitni um e-ð. Mörg dæmi eru um þessa notkun í fomu máli. Mjög er nú á reiki, hvort orðalagið muni al- gengara. Sjálfur hef ég farið eftir því, sem kennt var og ævinlega notað no. vitni í þessu sambandi og reyndar bent nemendum á það í kennslu. í nýlegri forystugrein í Mbl. stóð þetta: „Þessar umræður á aðalfundi Landssamtaka kúabænda bera vott um raunsæi. 1 Reykjavíkurbréfi sama dag mátti svo lesa þetta: „En hún [þ.e. arfleifðin] ber ekki á nokkurn hátt vitni um afturhaldssemi eða þjóðrembu . . . Hún bereinungis vitni um löng- un til að varðveita verð- mæti.“ (Leturbr. hér.) Af mismunandi orðalagi virð- ist einsætt, að hér hafi tveir höfundar haldið á penna. í fyrra dæminu er ljóst, að það voru umræð- urnar, sem báru vitnisburð um raunsæi. Því hefði átt að nota no. vitni í því dæmi. Þessar umræð- ur... bera vitni um raunsæi. J.A.J. STJORNUSPA ettlr Franees l)rakc * SPORÐDEEKI eftir Frances Drake Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mikilvægu hlut- verki aðgegna oggóðir hæfileikar nýtast vei. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Samkoma sem þú sækir tengist vinnunni og færir þér ný tækifæri til aukins frama. Fjármálin þróast til betri vegar. Naut (20. apríl - 20. maí) tt^ 1 dag gefst þér gott tæki- færi til að sinna fjölskyld- unni. Samband ástvina er gott og kvöldið verður róm- antískt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þú hefur gaman af að glíma við verkefni úr vinnunni heima í dag. í kvöld væri vel við hæfi að bjóða heim gest- Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þú átt auðvelt með að ná samkomulagi við aðra í dag. Sumir skreppa í stutt ferða- lag, aðrir njóta frístundanna heima. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þú ert að íhuga meiriháttar innkaup til heimilisins. Sum- um berst góð gjöf frá ætt- ingja. Hagsmunir heimilisins ganga fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. september) Aðlaðandi framkoma þín og góðvild opna þér allar dyr, og aðrir kunna að meta það sem þú hefur til málanna að leggja. V°g (23. sept. - 22. október) Þú getur gert mjög góð kaup í dag. Samkvæmislffið höfð- ar lítt til þín og þú kýst frek- ar að slappa af heima með ástvini. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) ®|jj0 Þú kemur vel fyrir og aðrir sækjast eftir nærveru þinni í dag. Allt gengur þér f hag og þú skemmtir þér vel í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. -21. desember) «0 Ástvinum gefst tækifæri til að eiga góðar stundir útaf fyrir sig í dag. Góðar fréttir berast varðandi horfur í pen- ingamálum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð heimboð frá vina- fólki í öðru sveitarfélagi sem þú ættir að þiggja. Sameig- inlegir hagsmunir ástvina þróast til betri vegar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þér berast mikilvægar upp- lýsingar sem geta styrkt stöðu þína í vinnunni. Ást- vinir fara út saman að skemmta sér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sameiginlegir hagsmunir ástvina eru í fyrirrúmi og sambandið styrkist. Þú kynnist áhugaverðu fólki í samkvæmi. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. „Likamsdýrkun** Er heilbrigð sál i stæltum likama? Náttúrulækningafélag íslands stendur fyrir erindinu sem haldið verður í Norræna húsinu 1. nóvember næstkomandi kl. 20.30. I erindinu verður leitað skýringa á því hvers vegna nútímafólk er jafn gagntekið af eigin útliti og raun ber vitni. Tilfinningaleg vandamál njóta oft ekki sömu viðurkenningar og skakkar tennur eða sverir kálfar. Þau eru heldur ekki eins sýnileg. Líkamsdýrkun þrífst því oft í skjóli goðsagnar um heilbrigði sem oft á tíðum er yfirskin tómleika og vanmáttarkenndar. Fyrirlesari er Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir. Aðgangseyrir kr. 450 fyrir félagsmenn en 500 kr. fyriraðra. Allir velkomnir. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi Utankjörstaðakosning Utankjörstaðakosning, vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi sem fer fram 5. nóvember nk., hófst 24. október og er á eftirtöldum stöðum: Mánud.-föstud. kl. 18-19.00. Sunnud. kl. 13-14.00. Kópavogur, Hamraborg 1. Sjálfstæöishúsi Hafnarfjaröar, Strandgötu 29. Sjálfstæðishúsi Njarðvíkur, Hólagötu 15. Sjálfstæðishúsi Grindavíkur, sfmar 92-68496 - 92-69068. Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, mánud.-föstud. kl. 09.00-17.00. Utankjörstaðakosning er ætluð þeim, sem vegna fjarveru úr kjördæminu eða af öðrum ástæðum geta ekki kosið prófkjörsdaginn. ÁBENDING TIL KJÓSENDA í PRÓFKJÖRINU: Klippiö út meðfylgjandi sýnishorn af kjörseðli og merkið þar eins og iér hyggist fylla út atkvæöaseðilinn. Hatiö úrklippuna með á kjörstað og stuðlið þannig aö greiðari kosningu. ATKVÆÐISRÉTT EIGA: Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi, sem þar eiga lögheimili og hafa náð 16 ára aldri prófkjörs- daginn. Einnig þeir stuðningsmenn Sjálfstæöisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við næstu alþingiskosningar og undirrita stuðningsytiriýsingu samhliða þátttöku í prófkjörinu. Frestur til að ganga í félag ungra sjálfstæðismanna er föstud. 4. nóvember. ATHUGtÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosiö skal með því að setja tölustaf fyrir framan frambjóðendur í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlega framboðslista. Þannig að talan 1 skal sett fyrir framan nafn þess frambjóöenda, sem óskaö er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðenda sem óskaö er að skipi annað sæti framboðslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess sem óskað er að skipi þriðja sæti framboöslistans o.s.frv. Yfirkjörstjórn Sjálfstæöisflokksinsí Reykjaneskjördæmí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.