Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 41 IDAG Árnað heilla n(\ARA afmæli. I dag, | V/30. október, er sjö- tugur Árni Júlíusson, Skipholti 53, Reykjavík. Eiginkona hans er Marta Sigurðardóttir. Hjónin taka á móti gestum í sal félagsmiðstöðvarinnar, Ból- staðarhlíð 43, kl. 15-18 í dag, afmælisdaginn. Pennavinir SAUTJÁN ára japanska stúlku langar að eignast íslenska pennavini: Mnyuko Takeuchi, 3-22 Shto-Mnchi, Murakami-shi, NiignUi, 958 Japan. FRANSKUR frímerkja- safnari hefur mikinn áhuga á íslenskum frímerkjum og vill komast í samband við safnara hérlendis: Erwan Keraval, Le Chazeau, F-38220 N.D. dé Me- sage, France. FRÁ Litháen skrifar frí- merkjasafhari sem kveðst nýbyrjaður að safna ónot- uðum íslenskum frímerkj- um. Vill hann komast í sam- band við íslenska safnara: Gedimas Adlys, Zirmunu 20-118, Vilnius 2051, Lithuania. tr f\ ARA afmæli. A Oi/morgun, 31. október, verður fimmtugur Kristján E. Guðmundsson, félags- og markaðsfræðingur, Óðinsgötu 14A, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum föstudaginn 4. nóvember nk. í Veislurisinu, Hverfisgötu 105, milli kl. 17 og 20. K/\ARA afmæli. I dag, O\/30. október, er fímm- tugur Guðmundur Har- aldsson, Otrateigi 56, Reykjavík. Eiginkona hans er Astbjörg Ólafsdóttir. Hjónin eru stödd erlendis á afmælisdaginn. LEIÐRETT Ekki í Smugunni MYND af klakabrynjuðum togara birtist með bréfi til blaðins í gær. Undir mynd- inni stóð að hún væri tekin í Smugunni, en svo er alls ekki. Rangur aldur ALDUR Söru Dísar, hinnar ungu söngkonu, sem sagt var frá í gær* misritaðist. Hún er átta ára en ekki sex ára. Beðist er velvirðingar á þessu. Rangt föðurnafn í FRÉTT um prófkjör hér í blaðinu í gær var Ágúst Ragnarsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins rang- feðraður, sagður Karlsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Hinn 6. ág- úst sl. voru gefin saman í hjónaband í Kópavogs- kirkju af sr. Ægi Fr. Sigur- geirssyni Svava Gísladótt- ir og Þorsteinn Andrés- son. Heimili þeirra er í Reyrengi 10, Reykjavík. Ljósm. Bylgja Matt. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. ágúst sl. í Há- teigskirkju af sr. Sigrúnu Óskarsdóttur Agnes Karen Sigurðardóttir og Bene- dikt Jón Guðlaugsson. Heimili þeirra er í Jöklafold 20, Reykjavík. HOGNIHREKKVISI H f>u/ /mwz, \/te> EIGUM BKKI ÖkKBLOOVArNl" ORÐABOKIIM Vottur - vitni í SKÓLA fyrir hálfri öld var kennt, að ekki væri alveg sama, hvort menn segðu að öera vott um e-ð eða bera vitni um e-ð. Var bent á, að vottur (í fornu máli váttr) merkir í upp- hafi þann, sem ber vitni um e-ð, þ.e. hann er áhorf- andi eða áheyrandi, sem ber vitnisburð um e-ð.. Frummerking í no. vitni er hins vegar að öllum lík- indum vitneskja, vitnis- burður. Það er þess vegna votturinn, sem ber fram vitnisburðinn, þ.e. ber vitni um e-ð. Mörg dæmi eru um þessa notkun í fornu máli. Mjög er nú á reiki, hvort orðalagið muni al- gengara. Sjálfur hef ég farið eftir því, sem kennt var og ævinlega notað no. vitni í þessu sambandi og reyndar bent nemendum á það í kennslu. í nýlegri forystugrein í Mbl. stóð þetta: „Þessar umræður á aðalfundi Landssamtaka kúabænda bera vott um raunsæi. I Reykjavíkurbréfi sama dag mátti svo lesa þetta: „En hún [þ.e. arfleifðin] ber ekki á nokkurn hátt vitni um afturhaldssemi eða þjóðrembu .. . Hún bereinungis vitni um löng- un til að varðveita verð- mæti." (Leturbr. hér.) Af mismunandi orðalagi virð- ist einsætt, að hér hafi tveir höfundar haldið á penna. í fyrra dæminu er ljóst, að það voru umræð- urnar, sem báru vitnisburð um raunsæi. Því hefði átt að nota no. vitni í því dæmi. Þessar umræð- ur... bera vitni um raunsæi. J.A.J. STJORNUSPA eftir Frances Drake SPOEÐDREKI eftir Frances Drake Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mikilvægu hlut- verki aðgegna oggóðir hæfileikar nýtast vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl) %mg Samkoma sem þú sækir tengist vinnunni og færir þér ný tækifæri til aukins frama. Fjármálin þróast til betri vegar. Naut (20. apríl - 20. maí) tfjifi I dag gefst þér gott tæki- færi til að sinna fjölskyld- unni. Samband ástvina er gott og kvöldið verður róm- antískt. Tvíburar (21.maí-20.júnf) Æjft Þú hefur gaman af að glíma við verkefni úr vinnunni heima í dag. í kvöld væri vel við hæfi að bjóða heim gest- . um. Krabbi (21.júní-22.júlí) >"$g Þú átt auðvelt með að ná samkomulagi við aðra í dag. Sumir skreppa í stutt ferða- lag, aðrir njóta frístundanna heima. Ljón (23.júlí-22.ágúst) <ef Þú ert að íhuga meiriháttar innkaup til heimilisins. Sum- um berst góð gjöf frá ætt- ingja. Hagsmunir heimilisins ganga fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. september) &$ Aðlaðandi framkoma þín og góðvild opna þér allar dyr, og aðrir kunna að meta það sem þú hefur til málanna að leggja.___________________ V°g 2 (23. sept. - 22. október) $*£ Þú getur gert mjög góð kaup í dag. Samkvæmislífið höfð- ar lítt til þín og þú kýst frek- ar að slappa af heima með ástvini. Sþorddreki (23.okt.-21.nóvember) "-!((§ Þú kemur vel fyrir og aðrir sækjast eftir nærveru þinni í dag. Allt gengur þér í hag og þú skemmtir þér vel f kvöld. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) $3 Ástvinum gefst tækifæri til að eiga góðar stundir útaf fyrir sig í dag. Góðar fréttir berast varðandi horfur í pen- ingamálum. Steingeit (22. des. — 19.janúar) ^t^ Þú færð heimboð frá vina- fólki í öðru sveitarfélagi sem þú ættir að þiggja. Sameig- inlegir hagsmunir ástvina þróast til betri vegar. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) Syx Þér berast mikilvægar upp- lýsingar sem geta styrkt stöðu þína í vinnunni. Ást- vinir fara út saman að skemmta sér. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) *tmt* Sameiginlegir hagsmunir ástvina eru í fyrirrúmi og sambandið styrkist. Þú kynnist áhugaverðu fólki í samkvæmi. *___________ Stjörnusþána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. „Likamsdýrkun" Er heilbrigð sál í stæltum líkatiia? Náttúrulækningafélag Islands stendur fyrir erindinu sem haidið verour í Norræna húsinu 1. nóvember næstkomandi kl. 20.30. I erindinu verour leitaö skýringa á því hvers vegna nútímafólk er jafn gagntekiö af eigin útliti og raun ber vitni. Tilfinningaleg vandamál-njóta oft ekki sömu viourkenningar og skakkar tennur eoa sverir kálfar. Þau eru heldur ekki eins sýnileg. Líkamsdýrkun þrífst því oft í skjóli goosagnar um heilbrigÖi sem oft á tíöum er yfirskin tómleika og vanmáttarkenndar. Fyrirlesari er Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræoingur og sálgreinir. Aogangseyrir kr. 450 fyrir félagsmenn en 500 kr. fyrir aora. Állir velkomnir. áí Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi k %áf Utankjörstabakosning Utankjörstaðakosning, vegna prófkjörs sjálfstæöismanna í Reykjaneskjördæmi sem fer fram 5. nóvember nk., hófst 24. október og er á eftirtóldum stööum: Mánud.-föstud. kl. 18-19.00. Sunnud. kl. 13-14.00. Kópavogur, Hamraborg 1. Sjálfstæöishúsi Hafnarfjar&ar, Strandgötu 29. Sjálfstæöishúsi Njarðvíkur, Hólagötu 15. Sjálfstæoishúsi Grindavíkur, sfmar 92-68496 - 92-69068. Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, mánud.-föstud. kl. 09.00-17.00. Utankjörstaðakosning er ætluð þeim, sem vegna fjarveru úr kjördæminu eða af öðrum ástæðum geta ekki kosið prófkjörsdaginn. ÁBENDING TIL KJÓSENDA í PRÓFKJÖRINU: Klippið út meðfylgjandi sýnishom af kjörseðli og merkið þar eins og þér hyggist fylla út atkvæöaseðilinn. Hafiö úrklippuna með á kjörstað og stuðlið þannig að greiðari kosningu. ATKVÆÐISRÉTT EIGA: Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi, sem þar eiga lögheimili og hafa náð 16 ára aldri prófkjörs- daginn. Einnig þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við næstu alþingiskosningar og undirrita stuðningsyfirlýsingu samhliða þátttöku í prófkjörinu. Frestur til að ganga í félag ungra sjálfstæðismanna er föstud. 4. nóvember. ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustaf fyrir framan frambjóðendur í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlega framboðslista. Þannig að talan 1 skal sett fyrir framan nafn þess frambjóðenda, sem óskaö er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðenda sem öskað er að skipi annað sæti framboðslistans, talan 3 fyrir framan nafn þess sem óskað er að skipi þriðja sæti framboðslistans o.s.frv. Yfirkjörstjórn Sjálfstæöisflokksinsí Reykjaneskjördæml. ^J^ \9«* ^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.