Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ u Hnefarettur barna OFBELDIbarnaog unglinga gagnvart jafnöldrum sínum hef- ur verið í brenndidepli fjölmiðla undanfarnar vikur og hafa ný dæmi komið fram sem styrkt hafa umræðuna til muna. Margir þeir sem hafa tjáð sig vilja rekja vandann til ofbeldis í sjónvarpi, kvikmynd- um og tölvuleikjum. í grein Sindra Freys- sonar kemur fram að aðrir telja valdbeiting- una sem þar birtist ein- göngu styðja tilhneig- ingar sem eigi sér lengri sögu og aðrar rætur. Þrettán þingmenn lögðu í seinustu viku fram beiðni um að dómsmálaráðherra stæði að skýrslu um of- beldisverk barna og ungl- inga á íslandi. Valgerður Sverrisdóttir, einn forvígismanna beiðninnar, segir að skýrslan verði sennilega rædd á Alþingi þegar hún er tilbúin. Valgerður kveðst búast við vandaðri skýrslu sem hjálpi mönnum við að glöggva sig á ástandinu. Hún segist ekki úti- loka lagasetningu til að stemma stigu við ofbeldisefni í hinum ýmsu miðlum, og vísar þá meðal annars til herts kvikmyndaeftirlits og setningar lag'a um eftirlit með tölvuleikjum. Allra best væri þó alþjóðlegt samstarf um að stöðva framléiðslu efnis sem miðsbjóði almennu velsæmi. Lagasetning hugsanleg „Við búum í frjálsu landi en ef hægt er að leiða að því nokkrar sönnur að ofbeldisefni valdi brengluðu hugarástandi barna, þarf að tala um það á Alþingi hvort lagasetning sé ráð. Ég er sannfærð um að verði skýrslan dökk, sé hljómgrunnur fyrir því á Alþingi að taka á málum af fullum þunga, því þetta mál snertir ekki flokkspólitíska hagsmuni," segir Valgerður. Kenningar um árásargirni og ofbeldishvöt barna og unglinga eru margar að sögn Sigurjóns Björns- sonar, prófessors í sálfræði. Meðal annars sé því haldið fram að þess- ar kenndir séu meðfæddar í ein- staklingnum á líkan hátt og kyn- hvöt, og þurfí sína tamningu í uppeldi. Þegar tamningin sé ekki fyrir hendi geti illa farið og líklegt að árásargirnin brjótist út á óað- lagaðan og óhaminn hátt. Rætt ¦HlltHWiaiiw>__.. .;:.¦ ¦ H I^^^M ^^mm ¦» ^ ¦ ¦t§ • 1 í^—^¦llllllHl ' ¦'"'i^B ^p"" sé um mótun barna í heimahúsum og annars staðar í því. sambandi, fyrirmyndir um hvernig stýra á hegðun sinni á uppvaxtarárum og síðar aðrar fyrirmyndir. Aðrar kenningar telja sennilegra að mað- urinn sé ekki árásargjarn í eðli sínu og hafi engar meðfæddar hneigðir í þá veru, en geti hins vegar orðið árásargjarn við til- teknar aðstæður og verði það. Sig- urjón segir erfitt að sanna skaðleg áhrif miðla á borð við kvikmyndir og tölvuleiki, en „hins vegar er ákaflega líklegt að þeir hafi veru- lega mikið að segja, á sama hátt og erfitt er að sanna að reykingar orsaki lungnakrabba, en böndin berast samt sem áður að þeim," segir Sigurjón. „Hafi þetta sjónar- mið eitthvað til síns máls, þá eru öll börn í hættu því enginn er óhultur fyrir þessum áhrifaþátt- um. En hins vegar geta önnur áhrif spyrnt á móti eða stutt við neikvæðu þættina, þá aðallega á heimilunum. Vissir hópar barna og unglinga eru því í mun meiri hættu en aðrir, vegna þess að öll forsaga þeirra sýnir að þau hafa takmarkaðra mótstöðuafl. Þetta hefur verið mikið vandamál og virðist færast í aukana, enda koma félagslegir áhrifaþættir miklu nær börnum og unglingum nú en áður, sérstaklega eftir að sjónvarpið kom til sögunnar. Þau voru vernd- aðri áður fyrr." Helgi Gunnlaugsson lektor í félagsfræði hefur sérhæft sig í afbrotafræði. Hann segir freist- andi að benda á sjónvarp eða tölvuleiki sem sökudólga en það sé einföldun og jafnvel sjálfsblekk- ing. Skýringar á ofbeldi liggi dýpra. „Einnig er hugsanlegt að ofbeldisefni í fjölmiðlurn geti rétt- lætt ofbeldi, þ.e. í staðinn fyrir Nýlega réöust smá- strákar í skóla á höfuðborgarsvæð- inu á telpu með höggum og spörk- um. Þegar f arið var að f inna að þessu, vitnaði einn þeirra í myndbandsspólu sem hann haf ði séð og f ullyrti að þessi meðhöndlun gæti alveg hreint geng- ið, f ólk stæði upp á ef tir að vera orsök geti menn notað það sér til réttlætingar eða sem skýr- ingu eftir að ofbeldisverk er fram- ið," segir Helgi. Hrottaleg dæmi en fá Dæmi um ofbeldisverk barna og unglinga eru ekki ýkja mörg að sögn Guðjóns M. Bjarnasonar, deildarsérfræðings í barnavernd- armálum hjá félagsmálaráðuneyti, en kunn dæmi séu „afár hrottaleg og sláandi". Hugsanlega séu þau í samræmi við þróun sem átt hafi sér stað hjá eldri þjóðfélagsþegn- um, þar sem meira beri á „tilefnis- lausu og hömlulausu atferli ein- staklinga" sem brjótist út í ofbeldi án nokkurra tengsla á milli þo- lenda og gerenda. „Það er eitthvað fautalegt og siðlaust við þetta at- ferli sem vekur óhug manna. Ég veit ekki í hversu miklum mæli hægt er að herma þessa þróun upp á ofbeldi barna, en þess ber að gæta að oft er bent á að börn séu eftirlitslaus, þau fari sínu fram, þeim séu ekki settar reglar og engin samfella sé í hlutunum o.s.frv. Miðað við þetta ætti ekki að koma neinum á óvart að sjá afleiðingar þessara breytinga, þótt sú sé raunin. Börn þurfa jákvæðar fyrirmyndir, aðhald, umhyggju og ástúð og spurningin um hvað ger- ist fái þau ekki allt þetta, hlýtur að vakna," segir Guðjón. Tvö dauösf öll Ofbeldi barna og unglinga gegn öðrum á sama reiki er að mestu handan við afskipti barnaverndar- yfirvalda að sögn Guðjóns, og er „nánast alveg nýtt fyrir hug- myndafræði og lög þeirra að fást við eitthvað sem gerist barna á milli, vernda þau gegn hvert öðru". Guðjón segir vísbendingar frá Morgunblaðið/Kristinn lögreglunni í Reykjavík gefa til kynna að ofbeldisverkum barna hafi í raun fjölgað lítið, en hins vegar verði ekki hjá því litið að þeir atburðir sem gerast séu oftar en ekki dramatískir. Fyrir nokkr- um árum hafil2 ára gamall dreng- ur ráðið bami bana hérlendis, og sé grunaður um að bera ábyrgð á öðru dauðsfalli barns, sem vitni um að persónuleiki hans hafí „þró- ast í stórkostlega óeðlilega veru. Þótt að fæst tilvika gangi jafn langt, er fyrirbærið ekki óþekkt. Börn eru ómótuð og hafa lítið mótstöðuafl gagnvart fyrirmynd- um sem þau sækja til og móta athafnir sínar eftir," segir Guðjón. Því til stuðnings bendir hann á viðamiklar rannsóknir um sk. herminám sem gerðar voru við Stanford-háskóla í Bandaríkjun- um. Þær fólust m.a. í að börn horfðu á myndefni þar sem full- orðnir leystu ágreining og deilu- mál og voru síðan sett í aðstæður þar sem þurfti að takast á við ýmis vandamál í leik. Rannsóknin leiddi í ljós að áhrif fyrirmyndanna voru mjög sterk. „Leiðbeiningar og munnleg fyrirmæli vega ekki nándar nærri eins þungt og fyrir- myndir og hegðunin sjálf, þ.e. það sem foreldrar gera hefur margfalt meiri áhrif en það sem þeir segja. Miðað við áðurnefndar rannsóknir hefur mér fundist að hægt sé að draga ályktanir og segja að fyrst að niðurstöðurnar voru þessar, skyldi maður ætla að hið sama eigi við um kvikmyndir og sjón- varpsefni, sem ég tél mjög líklegt. Við erum þó alltaf að tala um ein- staklinga sem eru misjafnlega inn- réttaðir og mín tilgáta er sú að viss tegund af einstaklingi komist verr frá þessum fyrirmyndum en önnur, þannig að þeir sem hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.