Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR30.OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ =# MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FULLT FORRÆÐI DAVÍÐ Oddsson, forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins,,' flutti ræðu á aðalfundi LÍÚ í fyrra- dag, þar sem hann setti fram á skýran hátt afstöðu sína og Sjálfstæðisflokksins til aðildar að Evrópusambandinu. Forsæt- isráðherra sagði m.a.: „Þau skilyrði, sem við hljótum að setja fyrir aðild að Evrópusam- bandinu, eru byggð á því, að íslenzkt atvinnulíf er í lykilat- riðum frábrugðið því, sem ger- ist í öðrum ríkjum Evrópu, og forsenda aðildar fyrir okkur er fullt forræði okkar í sjávarút- vegsmálum . . . sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur á íslandi og það er ekki hægt að ræða þessi mál, eins og því miður hefur verið gert, án þess að horfa sérstaklega til þeirrar staðreyndar. Spurningin um yfirráðin yfir okkar sjávarút- vegi og sú krafa að hann lúti markaðslegum lögmálum er ekki eingöngu viðskiptaleg krafa heldur hluti af enn þýð- ingarmeiri þætti. Hlutur sjávar- útvegs í tilveru og lífskjörum þjóðarinnar er slíkur, að spurn- ingunni um yfirráðin yfir hon- um verður á augabragði breytt í spurningu um hluta af full- veldi þjóðarinnar. Vilja íslend- ingar kaupa óljós og óskilgreind áhrif í Evrópu því verði að missa áhrif á mikilvægustu þáttum eigin mála? Verði það kaup- verðið mun ég ekki mæla með því við landa mína, að þeir geri slík kaup." Ástæða er til að taka undir þessi orð og fagna þeim. Það er óhugsandi með öllu, að ís- lendingar gerist aðilar að Evr- ópusambandinu á þeim forsend- um að afhenda Brussel yfirráð yfir auðlindum okkar, jafnvel þótt sagt væri, að það væri ein- ungis að forminu til, eins og haldið er fram í Noregi. Að óbreyttum aðstæðum er hins vegar ekki hægt að ná samning- um um aðild að ESB án þess. Það er líka rétt hjá forsætis- ráðherra, að þetta er ekki bara spurning um sjávarútveginn heldur fullveldi þjóðarinnar en margir talsmenn ESB-aðildar hafa reynt að gera lítið úr þeim þætti sérstaklega. Því hefur líka verið haldið fram, að aðild að ESB mundi færa okkur áhrif innan samtakanna. Davíð Odds- son bendir réttilega á, að þau áhrif eru bæði óljós og óskil- greind. - Yfirlýsingar forsætisráð- herra og formanns Sjálfstæðis- flokksins um þetta mál eru ekki sízt mikilvægar nú vegna þess, að margt bendir til, að ýmsir aðilar í viðskipta- og atvinnulífi séu að taka höndum saman um að hefja baráttu fyrir aðild að ESB eða a.m.k. að láta reyna á það með aðildarumsókn, hvers konar samninga við gætum fengið. Fari svo bætist Alþýðu- flokknum, sem er eini stjorn- málaflokkurinn, sem hefur tek- ið upp baráttu fyrir aðild að ESB, óvæntur en jafnframt öflugur liðsauki. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir, sem eru ekki tilbúnir til að afsala ESB yfirráðum yfir fiskimiðunum og þar með sjávarútveginum, efli samstöðu sína. Formaður Sjálf- stæðisflokksins hefur dregið skýrar línur í þessum efnum. Afstaða samtaka sjávarútvegs- ins er skýr. Morgunblaðið hefur árum saman lýst þeirri skoðun, að aðild að ESB sé óhugsandi að óbreyttri sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Þótt vera megi, að öflug fylking sé að skapast í viðskiptalífinu fyrir ESB- aðild, fer ekki á milli mála, að sterk samstaða er einnig að skapast á meðal þeirra, sem telja slíka aðild ekki koma til greina. Ofangreindar yfirlýs- ingar Davíðs Oddssonar á aðal- fundi LÍÚ eru til marks um það. ÞVI HEFUR VERIÐ haldið fram að maður- inn hafi frjálsan vilja og hann verði að horf- ast í augu við sínar eigin reglur þóað hann lúti að sjálf- sögðu lögmálum sköpunarverksins. En finnst okkur þetta rétt? Erum við sátt við það að líf okkar mark- ist af ófullkomleika mannsins og siðferði hans og getur verið að það sé rétt sem enskur byskup sagði í útvarpi eftir Estonia-slysið að slíkar ná,ttúruhamfarir væru partur af forsjón guðs? Án þeirra, sagði bysk- upinn, gæti mannkynið ekki haft frjálsan vilja. Slysfarir og ófullkom- leiki mannsins væru þannig vitnis- burður um þann frjálsa vilja sem forsjónin setti í nestismal þeirra sem rekin voru úr aldingarðinum til að yrkja jörðina þartil aftur væri snúið á rauðum dregli — að lífsins tré. En maðurinn stjórnar þó ekki veðri og vindum. í Stríði og friði eftir Tolstoj seg- ir höfuðpersónan, Bezuhof greifi, Ég get ekki trúað á guð. Og honum er svarað, Til hvers að hugsa um alheiminn, en útiloka guð? Þú þekk- ir hann ekki, þess vegna ertu óham- ingjusamur. Hann er til. Það er ekki hugurinn sem lætur okkur skilja guð, heldur lífið sjálft. Og samtalinu lýkur með þessum orðum greifans sem síðar tók uppá því að reyna að bæta hið sýkta umhverfi sitt, Ég hætti aldrei að undrast heimsku mannsins. Það verður bið á því maðurinn hverfí aftur inní aldingarðinn, þvíað hann hefur ekkert breytzt frá því hann var rekinn þaðan. Nei, maðurinn hefur ekkert breytzt. Hann er eins f Biblíunni, Hómerskviðum og íslendinga sög- jitn og hann lifir í samtímanum. Sðmu freistingar, sami hégómi, sama hybris eða hroki og í grísku sagnaljóðunum frá 8. öld f. Kr. En guðirnir höfðu þá vit á því að refsa honum fyrir ofdramb. Á tímum Trojustríðsins, eða fyrir HELGI spjall nær 3000 árum, var auðvitað stuðzt við siðferði þess tíma, til- búið einsog endranær: auga fyrir auga — og ætli það hafi breytzt jafnmikið og af er lát- ið í blindri aðdáun á siðmenningu velferðar- og félagshyggju líðandi stundar? En nú eru einstaklingsátök svipminni en áður þegar lífsháskinn mótaði afstöðu alla einsog í kalda- stríðinu, svo að ekki sé nú talað um hina sannkaþólsku sturlungaöld eða hatramma atburði Trojustríðs- jns. Þá hertust hetjur í eldum mik- illa átaka, en nú er enginn Hektor og enginn Akkilles, enginn Gunnar, Héðinn eða Njáll, nú herðast menn í pólitísku ræflarokki og æpa hver að öðrum. En öllum eru þó örlög búin einsog ávallt. Elzta heimild um trú mannsins á eigin örlög sem mig rekur minni til eru orð Hektors í VI Ilíóns-kviðu, Góða kona, gerðu það fyrir mig, vertu ekki of hrygg í huga því engi mun mig til Hades- ar senda fyrir forlög fram; en það hygg eg að eíngi maður, þegar hann eitt sinn er fæddur, megi forð- ast skapadægur sitt, hvort sem hann er huglaus eða hraustmenni. Þannig var hugsað fyrir 3000 árum; þannig var hugsað á sögu- öld. Og enn lifir þessi örlaganeisti í undirvitund sérhvers manns — og þá ekkisíður þó að honum hafi ver- ið ráðlagt að gæta að fuglum him- insins og liljum vallarins og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. En þegar við minnumst á of- dramb, þá var það kannski ekkert undarlegt að Plató skyldi helzt vilja að þeir stjórnuðu sem höfðu enga löngun til þess. Qg Kierkegaard taldi sig ekkisíður gera atlögu að ofdrambinu þegar hann réðst á tví- skinnung kirkjunnar og fullyrti að kristindómurinn væri ekki enn kom- inn inní heiminn. Enginn gæti elsk- að guð nema hata veröldina. Krist- indómurinn væri trú þjáningarinn- ar, hann væri fögnuður dauðans. En sannleiksvitnin, þ.á m. Mynster byskup sem gaf fjölnismönnum trú- arboðskap sinn, skildu ekki kjarna trúarinnar. Kristindómur og kirkja hefðu farizt á mis. Jafnkröfuhörð trú og kristindómur væri ekki fyrir mergðina heldur hvern einstakan; einstaklinginn. Og sem slíkur gæti fjöldinn einnig öðlazt sína trú. En það væri einstaklingurinn í þján- ingu sinni sem gæti skilið þetta fagnaðarerindi dauðans. Kirkján hefði afturámóti gert trúna að lím- onaði. Hún væri lifibrauð. Ætli það sé ekki einmitt þetta lifibrauð sem er guðspjall sam- tímans? Og siðferðisboðskapur? Ki- erkegaard kallaði sig ekki kristinn, það væri svo kröfuharður titill að hann stæði ekki undir honum. En hvaðþá með hina sem nota kirkjuna sem skálkaskjól í jarðnesku strefi sínu; engin mystik, ekkert óskiljan- legt og dularfullt; allt einsog hver- annar félagsmálapakki eða stefnu- skrá hvaða hentistefnuflokks sem er. Jafnvel bænin einskonar staðlað reglugerðarákvæði um varðveizlu æðstu stjórnar landsins einsog hún geti ekki beðið fyrir sér sjálfí! Og nú er herra byskupinn jafnvel farinn að hugsa um að bæta fjölmiðlafólki í bænaformúluna - ekki veiti nú af. En mundi hinni uppvöðslusömu og glerhúsuðu fjölmiðlastétt vera ofraun að' biðja fyrir sér sjálf? Og samt hefur Kristur lifað af allan tvískinnung mannsins, og við þekkjum ekki aðra von betri um sálarheill og siðferðilegt jafnvægi dýrs og manns en þá sem kirkjan boðar þegar orð guðspjallanna hljóma ómenguð í eyrum okkar ein- sog björgunarmenn kalli inní von- leysi skipreika manns. Guðspjöllin eru ekki einungis kröfuhörð einsog Kierkegaard lagði áherzlu á, heldur búa þau einnig og ekkisíður yfir fögnuði náðarinn- ar, einsog Grundtvig boðaði. Og fögnuður safnaðarins í náðinni er ekkisíður mikilvægur en þjáning einstaklingsins í lífsháskanum. Og náðin er aldeilis óendanleg, sagði Magnús dósent. Án hennar værum við í vondum málum einsog nú er sagt. M (meira næsta sunnudag) AAÐALFUNDI LÍÚ, sem lauk í gær, föstu- dag, gerði Kristján Ragnarsson, formaður samtakanna, stöðu sjávarútvegsins gagn- vart öðrum atvinnu- greinum m.a. að umtalsefni og sagði: „Það hefur oft borið við í opinberri um- ræðu um atvinnumál, að æskilegt væri að renna frekari stoðum undir atvinnulíf- ið en byggja ekki svo einhliða á sjávarút- vegi. Reyndin er hins vegar sú, að sjávar- útvegurinn hefur enn aukið hlutfall sitt í vöruútflutningi landsmanna. Hlutfall hans er aftur komið í 80% en fór lægst 1984 í 67%, en þá vaf þorskveiðin nær tvöfalt meiri en hún nú er. Staða sjávarútvegsins er nú veik vegna skertra veiðiheimilda. Raungengi krón- unnar er nú lægra en um langt skeið. Eigi að síður örlar ekki á neinni nýrri atvinnustarfsemi í iðnaði. Því er eðlilegt að spurt sé við hvaða aðstæður önnur atvinnustarfsemi ætti að geta risið, ef ekki núna. Helzt standa upp úr greinar, sem framleiða vörur fyrir sjávarútveginn, eins og veiðarfæri, vinnslulínur, vogir, fiskkör og fleira. Er ekki kominn tími til að við áttum okkur á því, að tilvera þessarar þjóðar byggist á fiskveiðum og þær munu áfram verða burðarásinn í atvinnulífinu? Það er því niðurrifsstarf við sjávarútveginn og íslenzkt atvinnulíf að klifa á nauðsyn þess að draga mátt úr sjávarútveginum með nýjum skattgreiðslum. Nær væri fyrir Alþýðuflokkinn, ritstjóra Morgun- blaðsins og forstjóra Járnblendifélagsins, svo einhverjir séu nefndir að ræða hvern- ig bezt væri hlúð að þeirri atvinnustarf- semi, sem þjóðin byggir afkomu sína á." Þessi ummæli benda til þess, að Krist- ján Ragnarsson geti helzt ekki flutt ræð- ur á aðalfundum LÍÚ án þess að veitast að ritstjórum Morgunblaðsins. Það er sennilega erfítt að finna ræðu, sem for- maðurinn hefur flutt á aðalfundum sam- takanna á þessum áratug án þess að ráð- ast að Morgunblaðinu. Nú er það vissulega svo, að djúpstæður ágreiningur hefur vertö á milli Morgun- blaðsins ög formanns LÍÚ um grundvall- armál á borð við kvótakerfið. En að þessu sinni ræðst Kristján Ragnarsson að Morg- unblaðinu vegna skoðana, þar sem ekki gengur hnífurinn á milli formanns LÍÚ og Morgunblaðsins! Til marks um það er m.a. grein, sem birtist hér í blaðinu hinn 20. september sl. eftir Jenný Stefaníu Baldursdóttur, framkvæmdastjóra Plast- os hf., þar sem hún gagnrýndi Morgun- blaðið fyrir sömu skoðanir og Kristján Ragnarsson lýsti í ræðu sinni og vitnað var til hér að framan. Grein Jennýjar Stefaníu hófst á þessum orðum: „ísland er og hefur alltaf verið verstöð og á að einbeita sér að því að vera það áfram," voru ummæli ... rit- stjóra Mbl. á morgunverðarfundi (Verzl- unarráðs íslands, innskot Mbl.) 12. ágúst sl., sem bar yfirskriftina: „Hvar á ísland heima." Sem áhugamanni um framtíð íslands trúði ég að skoðanir á borð við þessar hefðu verið grafnar með svipuðum skoð- unum bændahópsins, sem stormaði í mótmælagöngu gegn lagningu símans fyrr á öldinni." Kristján Ragnarsson telur sem sé að Morgunblaðið átti sig ekki á því að tilvera þjóðarinnar byggist á físk- veiðum en Jenný Stefanía Baldursdóttir telur, að þeirri skoðun Morgunblaðsins að tilvera þjóðarinnar byggist á fískveið- um, megi líkja við mótmæli bænda gegn síma. Að vísu er það kannski ekki rétt túlkun á afstöðu bændanna, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Það er vand- lifað! Þegar horft er til baka til atvinnuþróun- ar á Islandi síðustu þrjátíu ár kemur eftir- farandi í ljós: Snemma á Viðreisnarácun- um var lögð vaxandi áherzla á að auka fjölbreytni íslenzks atvinnulífs með því að breikka grundvöll þess. Það var gert með samningunum um álverið í Straums- vík. Þá töldu menn, að stóriðja ætti mikla framtíð fyrir sér. Síðan hefur staðið yfir samfelld tilraun til þess að byggja upp frekari stóriðju hér í samstarfí við erlend stórfyrirtæki en þær tilraunir hafa engan árangur borið utan samninga um járn- blendiverksmiðjuna í Hvalfirði. Niður- staða þrjátíu ára tilrauna sýnist því sú, að við getum ekki búizt við því, að stór- iðja eigi mikla möguleika hér, þótt ekki sé útilokað að ná samningum um eitt og eitt fyrirtæki á nokkurra áratuga fresti. Enda er samkeppni um slík fyrirtæki hörð og betri kostir bjóðast víða annars staðar. Við lok Viðreisnartímabilsins gerðumst við aðilar að EFTA, Fríverzlunarsamtök- um Evrópu. Meginröksemdin fyrir aðild að EFTA var su, að hún mundi opna okkur leið til þess að byggja upp öflugan útflutningsiðnað og í því skyni settu frændþjóðir okkar á Norðurlöndum m.a. upp Norræna iðnþróunarsjóðinn. Á næstu árum á eftir voru töluverð umsvif í því að byggja upp útflutningsiðnað ekki sízt á ullarvöru. Eins og allir vita heyra þær tilraunir nú sögunni til. Þær hugmyndir, sem menn gerðu sér fyrir aldarfjórðungi um öflugan útflutningsiðnað hafa ekki orðið að raunveruleika nema síður sé. Næsta tilraun til þess að auka fjöl- breytni íslenzks atvinnulífs var fólgin í uppbyggingu á fiskeldi og loðdýrarækt. Gífurlegir fjármunir voru settir í þá upp- byggingu. Þeir eru nú að mestu tapaðir og vonir manna um að þarna mundu rísa upp nýjar atvinnugreinar hafa orðið að engu. Hugsanlegt er að byggja upp ein- hverja atvinnustarfsemi á grundvelli þeirrar þekkingar og fjárfestingar, sem til er í landinu á þessu sviði en það verð- ur tæpast í stórum stíl nema þá eftir mörg ár eða áratugi. Vegna þessarar reynslu síðustu þrjátíu ára hefur Morgunblaðið komizt að þeirri niðurstöðu, að skynsamlegast væri að leggja alla áherzlu á að byggja hér upp arðsaman sjávarútveg og iðngreinar, sem byggja á þekkingu okkar á sjávarútvegi. Og það er alveg rétt hjá Kristjáni Ragn- arssyni, að það eru einmitt iðnfyrirtæki á því sviði, sem hafa náð hvað beztum árangri í útflutningi. Morgunblaðinu kem- ur ekki á óvart, þótt formaður LÍÚ gagn- rýni blaðið fyrir skoðanir þess á kvóta- kerfínu en að gagnrýni hans skuli ná til málefna, þar sem enginn skoðanamunur er á milli LÍÚ og Morgunblaðsins er erfið- ara að skilja. Raunar er sterk samstaða á milli blaðsins og LÍÚ í afstöðunni til ESB. Það má kannski búast yið því að í ræðu á næsta aðalfundi LÍÚ gagnrýni formaðurinn blaðið fyrir þá afstöðu?! í RÆÐU ÞOR- Drauga- gangur í ræðu sjávar- útvegsráð- herra steins Pálssonar, sjávarútvegsráð- herra, á aðalfundi LÍU sagði m.a.: „Enn heyrast hjá- róma raddir um það, að nauðsyn- legt sé að skatt- leggja útgerð í landinu þannig að ríkis- sjóður fái sérstakar tekjur vegna veiði- réttarins. Hvað sem þeim líður er það eigi að síður svo, að þær hatrömmu deil- ur, sem um þetta stóðu hafa að mestu leyti fjarað út í kjölfar þess, að endurskoð- un fiskveiðilöggjafarinnar lauk á Alþingi síðastliðið vor. Draugar verða sjálfsagt aldrei kveðnirTnður í eitt skipti fyrir öll en það er ánægjulegur árangur að loftið virðist úr þessum skattadraug eins og sakir standa." Þetta er sjálfsblekking hjá sjávarút- vegsráðherra. Hann upplifír aðeins stund á milli stríða. Baráttunni fyrir því, að sjáv- arútvegurinn greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar er ekki lokið. Þvert á móti má búast við REYKJAA^IKURBREF Laugardagur 29. október því, að hún magnist á næstu misserum . og árum, þegar stóraukinn hagnaður í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja kemur í ljós. Tvennt veldur því, að nokkurt hlé hefur verið á þessari baráttu: í fyrsta lagi var talsmönnum gjaldtöku ljóst, að á meðan sjávarútvegurinn gekk í gegnum verstu afleiðingar kreppunnar var og er eðlilegt, að forystumönnum sjáv- arútvegsfyrirtækja gefist tóm til að tak- ast á við þau daglegu vandamál, sem steðjað hafa að rekstri þessara fyrir- tækja. Nú á þessu ári hefur hvert fyrir- tækið á fætur öðru í sjávarútvegi sýnt umtalsverðan hagnað og í sumum tilvik- um gífurlegan hagnað. Á næstu árum má búast við að þessi hagnaður stórauk- ist, enda mikil hagræðing og endurskipu- lagning staðið yfír í atvinnugreininni. Jafnhliða batnandi hag sjávarútvegsins munu kröfur um grundvallarbreytingu í rekstri atvinnugreinarinnar með gjald- töku vegna afnota af sameiginlegri auð- lind þjóðarinnar magnast. í öðru lagi er eðlilegt, að nokkur reynsla fáist af starfsemi Þróunarsjóðs sjávarut- vegsins. Með nokkrum rétti má segja, að starfsemi sjóðsins byggist á því grundvall- aratriði, að sjávarútvegurinn greiði gjald fyrir afnot af auðlindinni. Hins vegar hefur Morgunblaðið lýst efasemdum um, að útfærsla hugmyndarinnar sem Þróun- arsjóðurinn byggist á dugi. Það breytir hins vegar ekki því, sem Kristján Ragn- arsson sagði í fyrrnefndri ræðu sinni er hann fjallaði um sjóðinn en ummæli hans voru á þessa leið: „Eftir tæp tvö ár er útgerðinni ætlað að greiða um 500 millj- ónir króna á ári í þennan sjóð auk sér- staks iðgjalds, sem greitt er nú og nemur um 80 milljónum króna á ári frá útgerð- inni. Fiskvinnslunni er ætlað að greiða sama iðgjald." Hér er auðvitað kominn vísir að gjald- töku í sjávarútvegi fyrir afnot af sameig- inlegri auðlind. Þennan vísi að gjaldtöku hefur Þorsteinn Pálsson samþykkt og að því leyti til skipað sér í hóp þeirra, sem tejja slíka gjaldtöku réttmæta. Talsmenn LÍÚ hafa hins vegar verið sjálfum sér samkvæmir og lagzt gegn þessum greiðsl- um útgerðarinnar í þróunarsjóðinn. Það á eftir að koma í ljós, hvort efasemdir Morgunblaðsins eru á rökum reistar en alla vega er sanngjarnt að einhver reynsla komi á starfsemi sjóðsins áður en menn dæma hugmyndina ónothæfa. Með sama hætti og Þorsteinn Pálsson er blindur á eigin stöðu, þegar hann telur sig hafa kveðið niður „skattadraug" á sama tíma og hann hefur sjálfur lagt grundvöll að gjaldtöku í sjávarútvegi með stofnun þróunarsjóðsins afhjúpaði Krist- ján Ragnarsson í ræðu sinni skilnings- leysi á stöðu sjávarútvegsins gagnvart öðrum atvinnugreinum, þegar hann réðst í ræðu sinni að Jóni Sigurðssyni, forstjóra Járnblendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga, og sagði: „Það er hjákátlegt, þeg- ar forstjóri Járnblendifélagsins gumar af góðri afkomu og auglýsir snilld sína við rekstur fyrirtækisins, en lætur það ósagt, að hann fái orkuna, sem er aðalkostnað- arliður við starfsemina, á rúmlega hálf- virði miðað við álverksmiðjuna, sem greið- ir þó mjög lágt raforkuverð. Sjávarútveg- urinn þarf að greiða mun hærra verð fyrir orku í fískvinnsluhúsum og fiski- mjölsverksmiðjum. Sjávarútvegurinn greiðir þannig niður raforkuverðið fyrir Járnblendifélagið." Það er rétt, að orka er einn aðalkostn- aðarliðurinn í rekstri Járnblendifélagsins. Að því leyti til má segja, að orka sé eitt helzta hráefni þessarar verksmiðju. Fyrir- tækið borgar fyrir þetta hráefni, þótt vafalaust sé það rétt, að það hráefnisverð er lágt. En hvað. borgar útgerðin fyrir sitt hráefni? Hvað borgar hún eigendum hráefnisins fyrir það? Ekki eina krónu. En eins og formaður LÍÚ sagði mun hún byrja að borga eftir tvö ár 500 milljónir króna. Kristján Ragnarsson býsnast sem sagt yfir þvi, að önnur fyrirtæki borgi lítið fyrir hráefni á sama tíma og þau fyrirtæki, sem hann er talsmaður fyrir borga ekki neitt. Er nú ekki kominn tími til að formaður LÍÚ fari að ná áttum? Ahyggjur Þorsteins Pálssonar ÞAÐ ER SVO aftur ánægjulegt, að Þorsteinn Páls- son lýsti í ræðu sinni skilningi á ákveðinni þróun í sjávarútvegi, sem vert er að staldra við. Hann sagði m.a.: „í umræðum um mál- efni sjávarútvegsins á undanförnum miss- erum hafa komið fram áhyggjur margra af því, að óæskilegar breytingar eigi sér stað á samsetningu flotans. Menn óttast að stóru fyrirtækin gleypi þau smáu og að rekstur einstaklingsútgerða heyri brátt sögunni til. Fiskveiðistjórnunarkerfinu er svo gjarnan kennt um. Vissulega er þetta umhugsunarefni. Samkeppnisskilyrði at- vinnugreinarinnar út á við eru í góðu horfí. En við slíkar aðstæður þarf greinin sjálf að takast á við innri tekjuskipt- ingu ... ... Á það er að líta í þessu samhengi, að þrátt fyrir samruna aflaheimilda og fyrirtækja verður því ekki haldið fram með skynsamlegum rökum, að hér séu óeðlilega stór sjávarútvegsfyrirtæki. Ekk- ert eitt fyrirtæki hefur meira en 3,6% af heildaraflaheimildum í landhelginni... En hitt má ekki gerast að minni aðilar hverfi að meira eða minna leyti af sjónarsvið- inu, því að þátttaka þeirra er mikilvæg í Við Svartafoss í Öræfum. fjölbreyttum rekstri atvinnugreinar, sem stöðugt þarf að laga sig að nýjum aðstæð- um og mæta duttlungum náttúrunnar." Engin spurning er um, að sameining fyrirtækja í sjávarútvegi var og er nauð- synleg. Reynslan af rekstri fyrirtækja, sem hafa sameinast er yfirleitt góð. Það má sjá á árangri Granda hf. í Reykjavík og Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi, svo að dæmi séu nefnd. Reynslan af sameiningu fyrirtækja í Vestmannaeyj- um bendir einnig til hins sama. Yfirleitt virðast stóru fyrirtækin í sjávarútvegi ganga betur en hin smærri. Spyrja má, hvort erfiðleikar Vestfirðinga stafí m.a. af því, að þeir hafí ekki þekkt sinn vitjun- artíma í þeim efnum. En um leið og nauðsynlegt var og er að skapa stærri einingar í sjávarútvegi má það ekki verða til þess að kæfa ein- staklingsframtakið í greininni. Hér sem annars staðar virðist hins vegar hætta á því, að „risar" í einstökum atvinnugrein- um reyni að drepa af sér alla sam- keppni. Gegn þeirri þróun verður að vinna og er hægt að vinna með því að skapa litlu fyrirtækjunum eðlileg rekstrarskil- yrði. Það er t.d. að gerast í öðrum atvinnu- greinum með starfsemi Samkeppnisstofn- unar. í framhaldi af ræðu sjávarútvegsráð- herra á aðalfundi LÍÚ er full ástæða til að hann efni til sérstakrar athugunar á stöðu og samkeppnisskilyrðum smáfyrir- tækja í sjávarútvegi. Slík athugun er nauðsynleg forsenda frekari aðgerða til þess að tryggja stöðu þessara fyrirtækja. Ljósmynd/Snorri Snorrason. <r „Morgunblaðinu kemur ekki á óvart, þótt for- maður LÍÚ gagn- rýni blaðið fyrir skoðanir þess á kvótakerfinu en að gagnrýni hans skulinátilmál- efna, þar sem enginn skoðana- munur er á milli LÍÚ og Morgun- blaðsins er erfið- ara að skilja. Raunar er sterk samstaða á inilli blaðsins og LÍÚ í afstöðunni til ESB. Það má kannski búast við því að í ræðu á næsta aðalfundi LÍÚ gagnrýni for- maðurinn blaðið fyrir þá af- stöðu?!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.