Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 48
.48 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Kóngalíf í Tyrklandi er árangur erfidisins í kyrrð og ró EYJÓLFUR Sverrisson og fjolskylda búa á rólegum stað í úthverfi Istanbul og hafa nánast allt sem hugurinn girnist enda kunna Sauðkrækingarnir vel að meta það sem í boði er. Hér eru hjónin Eyjólfur og Anna Pála Gísladóttir við sundlaugina rétt neðan við húsið. Eyjólfur Sverrisson er 26 ára Sauðkrækingur og eini íslenski atvinnu- maðurinn í knattspyrnu, sem hefur aldrei leikið í 1. deild hérlendis, en engu að síður hefur hann náð lengst af nú- verandi leikmönnum landsins. Steinþór Guðbjartsson heimsótti Eyjólf og fjölskyldu í Istanbul í Tyrklandi á dögunum og kynnti sér aðstæður sem íslend- ingar eiga almennt ekki að venjast, en Eyjólfur, sem lék með Stuttgart í Þýskalandi í fjögur ár, er nú með Besiktas og lifír kóngalífí. Fyrir rúmlega fimm árum, nánar tiltekið 5. september 1989, vann ísland Finnland 4:0 á Akur- eyrarvelli, en leikurinn var í Evr- ópukeppni U-21 árs liða í knatt- spyrnu. Eyjólfur Sverrisson, leik- maður Tindastóls og markakóngur 2. deildar, kom, sá og sigraði og gerði öll mörk íslands. Skömmu síðar fékk hann boð frá Stuttgart um að æfa með félaginu í nokkrar vikur og einnig sýndi Brann í Nor- egi áhuga á pilti, en hann valdi Þýskaland. Til að byrja með lék hann með áhugamannaliði Stutt- gart, en síðan fékk hann tækifæri með aðalliðinu og ekki var aftur snúið. Hann varð þýskur meistari 1992, en eftir fjögur ár hjá Stutt- gart tók hann tilboði frá tyrkneska félaginu Besiktas og gerði árs samning við það síðsumars. Miklir peningar í Tyrklandi Knattspyrna er mjög vinsæl í Tyrklandi og stemmningin á leikj- um er ótrúleg. Leikmennirnir eru sannkallaðar hetjur hjá stuðnings- mönnunum, goð, sem allir vilja allt fyrir gera. Erlendir þjálfarar, eink- um þýskir, hafa komið á breyttu skipulagi á skömmum tíma og það hefur leitt til aukins árangurs. Fyr- ÞAÐ fer vel um fjölskylduna mjög svo vernduðu um- hverfi í Istanbul. Hús þeirra er á afmörkuðu svæði og er aðeins hægt að fara inn á það á einum stað, en þar er lokað öryggishlið jafnt fyrir bíla sem gangandl og vörður, sem er á vakt allan sólarhring, opnar ekki nema fyrir þeim sem eiga sannanlega erindi. Á mynd- Innl til hliðar eru Eyjólfur og Anna Pála innan hliðs, en á myndinni að ofan horf- ir sonurinn Hólmar Örn á teiknimynd í sjónvarpinu og Birna barnfóstra fylgist með. ir bragðið eru þýskir þjálfarar og leikmenn úr þýsku úrvalsdeildinni eftirsóttir. Félögin í Tyrklandi eru misjöfn eins og annars staðar, en fjögur skera sig úr; Besiktas, Fenerbahce" Galatasaray og Trapzonspor. Þau virðast eiga eða hafa aðgang að ótæmandi peningasjóðum og eru ekki að spara hlutina, þegar þjálfar- ar eða leikmenn eru annars staðar. Leigan 280 þús. krónur Besiktas gerði Eyjólfi tilboð sem hann gat ekki hafnað, en hann tók ekki ákvörðun fyrr en samþykki eiginkonunnar Önnu Pálu Gísla- dóttur lá fyrir. „Mér leist ekkert á þetta til að byrja með, en eftir að hafa ráðfært mig við Heklu Aðal- steinsdóttur, sem er gift tyrknesk- um manni og býr hér í Istanbul, sá ég að þetta gæti verið spenn- andi," sagði hún við Morgunblaðið. Atvinnumenn í íþróttum ræða almennt ekki launamál sín og er Eyjólfur ekki undantekning. Hins vegar fer ekki á milli mála að hann hefur dottið í lukkupottinn eða öllu heldur uppskorið eins og til var sáð. „Samningarnir eru sjálfsagt jafn misjafnir og mennirnir eru margir en ég er ánægður með minn hlut," sagði hann. Fyrir utan föst laun, aukagreiðsl- ur vegna áunninna stiga og ýmiss hlunnindi samdi Eyjólfur um að félagið greiddi allt að 4.000 dollara á mánuði (um 280 þúsund krónur) í húsaleigu fyrir sig. Nokkurn tíma tók að finna það sem best hentaði, en Eyjólfur hafði augastað á húsi sem Toni Schumacher, fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands, bjó í, þegar hann Íék rneð Besiktas í lok ferilsins og hann fékk það. Vakt allan sólarhringinn Húsið er í úthverfi Istanbul, nán- ast við Bosborussund. Það er í sjö tvíbýlishúsa þyrpingu uppi á hæð með góðu útsýni til allra átta. Hverfið er afmarkað með háum vegg og vaktað allan sólarhringinn. Við innkeyrsiuna á svæðið er vörð- Morgunblaðið/Steinþór ur, sem hleypir hvorki akandi né gangandi inn nema viðkomandi eigi erindi. Eyjólfur sagði að þó ekki liti út fyrir að neitt væri að óttast í borginni, hefðu þau lagt áherslu á öryggi, en vegna leikja væri hann yfírieitt að heiman um helgar. I húsinu fer vel um hjónin, fjög- urra ára soninn Hólmar Örn og barnfóstruna Birnu Valgarðsdóttur, sem einnig er frá Sauðárkróki. Reyndar var eitthvert ólag á salern- inu í kjallaranum þegar Morgun- blaðið bar að garði, en viðgerðar- maðurinn, sem sér um húsin í hverf- inu, var byrjaður að gera við, þó verkinu miðaði hægt. „Menn taka því rólega hérna og eru ekkert að flýta sér," sagði Anna Pála, sem stundar utanskólanám við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki og lærir m.a. tyrknesku. Hólmar Orn er á dagheimili á morgnana og er sóttur árla dags, en þegar þau fara á fætur bíður alltaf nýtt brauð í poka á útidyra- húninum. Mjólkin er líka borin dag- legá upp að dyrum, en annars er stutt í næsta stórmarkað. „Þetta er ósköp notalegt og þægilegt," segja þau. Sund og tennis Garðyrkjumaður hverfisins hefur nóg að gera og heldur umhverfinu snyrtilegu og fallegu. Rétt neðan við húsið eru tveir tennisvellir og stór sundlaug fyrir íbúa og gesti. „Við þurfum ekkert að kvarta," sagði Eyjólfur. „Ég hef góðan frí- tfma frá æfingum og leikjum og hérna getum við dundað okkur sam- an." Sem við göngum frá sundlaug- inni komum við að félagshéimili með stórum palli fyrir utan, þar sem eru borð, stólar og útieldhús. „Ef vill getum við haldið veislur hérna," sagði Eyjólfur, „og er maður til staðar til að sjá um matreiðsluna." Það er langur vegur frá Sauðár- króki til Istanbul, en því er ekki að neita að Eyjólfur hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hins vegar er Istanbul ekki endastöð heldur áfangi „og við njótum þess á meðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.