Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sendiráðið í Reykjavík verður fyrsta hús sem Bretar og Þjóðverjar byggja saman Istak fjármagnar framkvæmd- ir og leigír undir sendiráðin SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins hef- ur hafnað urhsókn borgaryfírvalda um að samþykkja án auglýsingar breytta landnotkun lóðar þeirrar við Laufásveg, sem skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar hafði samþykkt að ráðstafa til sameiginlegrar sendiráðsbyggingar fyrir Breta og Þjóðverja. Byggingin í Reykjavík er hin fyrsta sem ríkisstjórnir þjóð- anna tveggja, sem bárust á bana- spjót í tveimur heimsstyrjöldum fyrr á öldinni, hafa sameinast um að láta reisa, og að sögn Ólafs Sig- urðssonar arkitekts hússins hafa allir sem komið hafa að undirbún- ingi byggingarinnar verið sér vel meðvitaðir um það að sögulegur atburður sé í aðsigi þótt þeirri stað- reynd hafí lítið verið haldið á lofti í samstarfinu. Páll Sigurjónsson, forstjóri ís- taks, staðfesti við Morgunblaðið, að fyrirtækíð muní, auk þess. að byggja húsið, fjármagna fram- kvæmdirnar og verða eigandi húss- ins a.m.k. fyrst um sinn en leigja Skipulagsstjórn synjar borgaryfir- völdum um undanþágu frá auglýsingu sendiráðunum, sem innrétti húsið á eigin kostnað. Stefán Thors skipulagsstjóri sagði að samkvæmt skipulagslög- um væru tvær leiðir færar til að samþykkja breytingu á landnotkun frá aðalskipulagi en á gildandi skipulagi var lóðin á Laufásvegi 31, sem stendur við mót Laufásvegar, Hellusunds og Skothúsvegar, ætluð undir íbúðabyggingu en ekki skrif- stofuhús á borð við sendiráð. Átta vikur til að koma að athugasemdum Annars vegar væri sú leið að auglýsa breytinguna samkvæmt lögum í sex vikur og veita að auki tveggja vikna frest til að koma á framfæri athugasemdum sem sveit- arfélagið hefði síðan allt að átta vikur til að semja umsagnir um og senda málið til skipulagsstjórnar, sem að lokhu samþykki sendir mál- ið til staðfestingar umhverfisráð- herra. Hins vegar sé heimiit þegar um er að ræða að minni háttar breyt- ingar, sem ekki er ágreiningur um og snerta ekki hagsmuni annarra, að sveitarstjórn samþykki breyt- ingu og óski staðfestingar skipu- lagsstjórnar án auglýsingar. Stefán Thors sagði að í þessu tilviki hefðu legið fyrir athugasemd- ir frá nágrönnum, sem óskað hefðu eftir lögboðinni auglýsingu, til að þeir fengju lengri frest til að kynna sér málið auk þess sem athuga- semdir hefðu verið gerðar við stærð byggingarinnar og hugsanleg um- ferðarvandamál sem henni fylgdu. Stefán sagði að borgaryfirvöld hefðu auglýst fyrirhugaðar breyt- ingar í Morgunblaðinu 21. ágúst og boðið upp á kynningu virka daga á eftir. Þetta væri ekki það form sem skipulagslög gerðu ráð fyrir og væri ekki auglýsing um breyt- ingu aðalskipulags heldur óformleg kynning. Skipulagsstjórn hefði talið í samræmi við lög að þessi breyting fengi þá kynningu sem lög geri ráð fyrir. Hugsanlega kaupleiga Páll Sigurjónsson vísaði á við- komandi sendiherra spurningum um ástæður þess að fyrirtækið hefði tekið að sér að fjármagna sendi- ráðsbygginguna fyrir þýsku og bresku utanríkisþjónusturnar. ístak mundi eiga húsið en hugsanlegt væri að gerður yrði um það kaup- leigusamningur. Hins vegar mundu leigjendurnir taka við húsinu óinn- réttuðu og innrétta það á sinn kostnað. Byggingarkostnaður væri áætlaður innan við 100 milljónir króna. Ekki náðist tal af breska sendi- herranum. Samskipti og fagmennska rædd á hjúkrunarþingi Vilja komast meira í beina hjúkrun HJÚKRUNARFRÆÐINGAR vilja fá meiri viðurkenningu á sérstæðu hlutverki sínu. Kom þetta fram í erindi á hjúkrunarþingi sem haldið var í gær. í öðru erindi kom fram gagnrýni á það að hjúkrunarfræð- ingar létu ekki nógu mikið í sér heyra í umræðum um niðurskurð á Þorlákshöfn I gjörgæshi eftir veltu TVEIR menn slösuðust í útafakstri á Þorlákshafnarvegi, rétt utan við bæinn, í gærmorgun. Þyrla Land- helgisgæslunnar flutti þá á slysa- deild Borgarspitalans þar sem annar var lagður á gjörgæsludeild. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynn- ingu um slysið klukkan 8.40. Segir hún að svo virðist sem bílnum hafi verið ekið á miklu hraða. Valt hann útaf veginum og hafnaði úti í hrauni, 15 metrum frá veginum. Tveir menn innan við tvítugt voru í bílnum og slösuðust báðir alvarlega. Veliunr 1S1< í Morgunblaðinu í dag er 12 síðna blaðauki sem nefnist Veljum íslenskt. fjárveitingum til heilbrigðisþjónustu. Hrund Sch. Thorsteinsson, hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Landspít- alanum, velti því fyrir sér í erindi hvað hjúkrunarfræðingar gætu gert til þess að fá viðurkenningu á sér- stæðu hlutverki sínu. í samtali við blaðið sagði hún að hjúkrunarfræð- ingar þyrftu að breyta því hvernig þeir störfuðu inni á sjúkrahúsunum. Fá tækifæri til að komast í enn meira samband við sjúklingana. Hugsa bara um eigið skinn? Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Landspítalan- um, fjallaði um samskipti hjúkrunar- fræðinga við stjórnvöld. Vakti hún athygli á því hvernig hjúkrunarfræð- ingar hefðu á undanförnum árum birst almenningi, annars vegar í umræðum um eigin kjaramál og hins vegar umniðurskurð til heilbrigðis- þjónustu. í samtali við Morgunblaðið sagðist hún gagnrýna það hversu lítið hefði heyrst frá hjúkrunafræð- ingum um niðurskurðinn í saman- burði við kjaramálin. Það gæfi þá mynd af stéttinni að hjúkrunarfræð- ingar hugsuðu meira um eigið skinn en skjólstæðinga sína og hvatti hún félaga sína til að breyta þessu. Erótískar teikningar Lennons sýndar hér SÝNING á umdeildum teikningum eftir John Lennon, sem Scotland Yard gerði upptækar árið 1970, verður opnuð á Kjarvalsstöðum í febrúar. Brúðargjöf til Yoko Um er að ræða átta erótískar myndir sem poppstjarnan, sem lagði stund á myndlistarnám áður en hún öðlaðist heimsfrægð, teikn- aði á ofanverðum sjöunda ára- tugnum og færði sinni heittelsk- uðu, Yoko Ono, í brúðargjöf. Morgunblaðið/Þorkell ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Arthur Morthens, formaður Barnaheilla, við setningu ráðstefnunnar í gær. Rætt um mannréttindi barna SAMTÖKIN Barnaheill efndu til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum í gær um mannréttindi barna. Var ráðstefnan vel sótt og hélt fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara erindi. Ráðstefnan var haldin af því tilefni að samtökin BarnaheUl eru 5 ára um þessar mundir. For- seti íslands frú Vigdís Finnboga- dóttir og Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra ávðrpuðu ráðstefn- una og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hélt erindi um mannréttindi og alþjóðahjálpar- starf. Höfðar til fleiri Að sögn Gunnars Kvarans, for- stöðumanns Listasafns Reykjavík- urborgar, hafði Ono sjálf milli- göngu um það að Kjarvalsstaðir fengju sýninguna en menningar- málanefnd þurfti að samþykkja breytingu á dagskrá vetrarins til að málið næði fram að ganga. Gunnar segir að helsti kosturinn við sýningu sem þessa sé sá að hún höfði til fólks sem ekki sé daglegir gestir á Kjarvalsstöðum. Erfdir og umhverf i ?í Bandaríkjunum er komin út bók sem vákið hefur mikið umtal, en þar er fjallað um greind manna og viðmiðanir varðandi greindar- vísitölu./lO IMotaöur sem Grýla á óþæg börn ?Sighvatur Björgvinsson boðar breytingar í heilbrigðisþjónustunni og gerir upp ár sín sem heilbrigðis- ráðherra./14 Hnefaréttur barna ?Ofbeldi barna og unglinga gagn- vart jafnöldrum sínum hefur verið í brennidepli fjölmiðla undanfarnar vikur./16 Skáldið sem sólin kyssti ?Guðmundur Böðvarsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu hefur verið kallaður „eitt af ævin- týrum íslenskrar bókmenntasögu". Birtur er kafli úr nýútkominni ævisögu skáldsins./18 Sonu r tekur við af f öd- ur ?í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við feðgana Símpn Ragnarsson og Ragnar - Símonarson, afkomendur Jóns Sig- mundssonar gullsmiðs, sem fyrir 90 árum stofnaði skartgripaversl- un í Reykjavík, sem enn er starf- rækt./22 B ? 1-28 Tónar f rá Túnfæti ?Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur óperur, dægurlög og djass, enda með óvenjulegan söngferil að baki. Á tónlistarbúli sínu segir hún Kristínu Marju Baldursdóttur frá tóninum í hljóðfærinu ogtímanum, óvini sínum./l Tölvur í skólastarf i I ?Hefur hefðbundin notkun tölva í skólastarfí gengið sér til húðar? /6 Villtirsvanir ?Villtir svanir eftir kínverska höfundinn Jung Chang hefur farið sigurför um heiminn. I henni er sönn frásógn þriggja kynslóða kvennaíKínaáþessariöld.frá , keisaraveldi tilkommúnisma./8 Sagnf ræði augna- bliksins ?Guðrún Finnbogadóttir hefur skráð viðtöl við rússneskt fólk sem misst hefur fótanna í tilver- unni./12 c BILAR ? 1-4 Wýirbilar ?Hvenær koma nýju bílarnirtii landsins?/4 Reynsluakstur ?BMW 316i, stuttur hlaðbakur hlaðinn búnaði./2 FASTIRÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 29 Myndasögur 38 Brids 38 Stjömuspá 3g Skák 38 Bréftilblaðsins 38 Velvakandi Pólkffréttum Bíó/dans íþróttir Otvarp/sjónvarp Dagbók/veður Mannlífsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist 40 42 44 48 49 51 lOb 14b 15b INNLENDARFRÉTTIR. 2-4-8-BAK ERLENDARFRÉTTIR- 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.