Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLADIÐ ÞEIR eru nú að verða fimm mánuðirnir síðan Sig- hvatur Björgvinsson end- urheimti stjórnartaumana í heilbrigðisráðuneytinu. Gustað hef- ur um ráðuneyti hans síðustu mán- uði og þá ekki síst vegna ýmissa umdeildra embættisfærslna þess sem leysti hann af hólmi um eins árs skeið, Guðmundar Árna Stefáns- sonar. Én Sighvatur þekkir af eigin raun hressilegar pólitískar vindhvið- ur, ekki síst frá fyrstu tveimur árum sínum sem heilbrigðisráðherra, þeg- ar ýmsar ákvarðanir hans þóttu umdeilanlegar. Hann segist hafa verið notaður sem Grýla á óþekk börn, þegar verst lét! Sighvatur er fyrst spurður hvernig tilfinning það hafí verið að taka á ný við heilbrigð- ismálunum, þegar hann hélt jafnvel fyrir tæpum 17 mánuðum síðan, að hann hefði sloppið, til þess að gera heill á sál og líkama frá hinum umdeilda heilbrigðisráðherradómi. „Ég held að ég hafí haft gott af því að skipta um hríð um starfsvett- vang. Ég skal fúslega viðurkenna að það var mjög erfitt að koma á ný til starfa í þessu ráðuneyti. Mér fannst ég vera búinn að taka út minn tíma hér í heilbrigðisráðuneyt- inu. Margir góðra vina minna, sem ég ráðfæri mig við, sögðu við mig í vor: „Þú varst næstum því búinn að fórna pólitískum ferli þínum, í þess- um heljarslag fyrstu tvö árin sem heilbrigðisráðherra. Þú vannst slag- inn. Af hverju í ósköpunum ættir þú að taka áhættuna aftur?" Málin stóðu þannig í vor, þegar bara eitt ár var til kosninga, að ekki var talið neitt vit í því að taka inn nýjan ráðherra fyrir þetta eina ár og ég var beðinn um að fara í þetta ráðuneyti aftur, vegna þess að ég þekkti til þess og ég féllst á það. Ég finn það líka núna, eftir að ég kom til baka, af þeim samskiptum sem ég á við sömu aðila og frá fyrri tíð, bæði þá sem samskiptin voru góð við og slæm, að nú mæta mér allt önnur og jákvæðari viðbrögð en þá." Verkin nú viðurkennd - Hvers vegna heldur þú að það sé? „Af því að verk mín og ákvarðan- ir frá 1991 til 1993 tókust vel í megindráttum og það eru menn farn- ir að sjá núna og viðurkenna." - Hvernig metur þú árangurinn af heilbrigðisráðherratíð þinni, fyrstu tvö árin, frá 1991-1993. „Okkur tókst á þessum tveimur árum, að draga verulega úr kostn- aði. Ekki bara fyrir ríkisyaldið, held- ur fyrir þjóðarheildina. I apríl í vor kom út skýrslan „Úr þjóðarbúskapn- um", sem Þjóðhagsstofnun tók sam- an, þar sem fram kemur að saman- lögð útgjöld þjóðarinnar til heilbrigð- ismála, lækkuðu um rúmlega 5 þús- und krónur á mannsbarn á þessum tveimur árum. Við erum í hópi fárra þjóða í heimi, sem hefur tekist að íækka heilbrigðisútgjöld sín saman- lögð á hvert mannsbarn. Á sama tíma og þetta gerðist, þá tókum við í notk- un á milli 120 og 130 ný hjúkrunar- rúm fyrir aldraða; við tókum í notkun 6 nýjar heilsugæslustöðvar; við fjó'l- guðum hjartaaðgerðum um 50-60%; við hófum hér mjög dýrt viðfangs- efni, sem er glasafrjóvgun; við stofn- uðum Sogn, sem er annað mjög dýrt viðfangsefni, en afar nauðsynlegt og ég er hvað hreyknastur af, þegar ég lít yfír það sem ég hef hrint í fram- kvæmd sem ráðherra. Okkur tókst þannig að draga úr kostnaði þjóðfélagsins við heilbrigð- iskerfið, um á sjötta þúsund krónur á mann, á sama tíma og okkur tókst að stórauka þjónustuna. Það er í mínum huga niðurstaða, sem er mjög góð. Svona eftir á að hyggja, hef ég gaman af því, að í þessari baráttu stóð ég í raun og veru einn á móti einum öflugustu samtökum í þessu þjóðfélagi: það var verkalýðshreyf- ingin eins og hún lagði sig; stjórnar- andstaðan eins og hún lagði sig; og stór hluti heilbrigðisstéttanna. Það var þyrlað upp slíku moldviðri, að með ólíkindum var. Það var sagt að ég væri notaður sem Grýla á börn, sem ekki vildu vera þæg! Gamla fólk- ið var sagt svo hrætt við mig, að ef það sæi mig á götu, þá hlypi það inn í næsta hús! Niðurstaðan er samt sem áður sú, að það er sama hvar ég kem Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson NOTAÐUR SEM GRÝLA Á BÖRN! í dag, hvort sem það er á meðal heilbrigðisstétta eða á meðal almenn- ings - hvar sem er, heyri ég þau sjónarmið, að nú sé komið á daginn, að ég hafði rétt fyrir mér, á þessum átakatímum." Breddan mikla - Ráðherrann rís á fætur, gengur að bókaskáp og .tekur úr einni hill- unni breddu mikla, þar sem hnífs- blaðið öðru megin er merkt „Niður- skurðarhnífur" og sýnir Morgun- blaðsmönnum. „Þennan niðurskurð- arhníf færðu starfsmenn Borgarspít- alans mér að gjöf á árshátíð sinni, með þeim orðum, að óhætt væri.að afhenda mér hnífinn, því ég hefði sýnt að ég kynni að nota hann. Þetta þótti mér vænt um, enda liggur hníf- urinn góði ávallt í hillunni hér á skrif- stofu minni. Hins vegar var búið að taka allt bitið úr egginni þegar mér var afhentur hnífurinn. Auðvitað eru vinsamleg tilmæli til min fólgin í þessari bitlausu gjöf, um að ég láti nú af frekari niðurskurði," segir Sig- hvatur. - Hvað hefðir þíj viljað ákveða á annan veg en þú gerðir, fyrstu tvö árinþín í þessu ráðuneyti? „Ég hefði gjarnan viljað hafa farið rólegar af stað, en ég þurfti að gera. Þegar ég kom hér inn um mitt ár 1991, þá stefndu útgjöldin út úr öll- um kortum. Ég varð því að grípa til aðgerða í lyfjamálum, sem voru Sighvatur Björgvinsson tók á ný við völdum í heilbrigðisráðuneytinu í júní sl. efbir að hafa skilið ráðuneytið eftir í höndum Guð- mundar Árna Stefánssonar um eins árs skeið. Agnes Bragadóttir tók í vikunni hús á heilbrigðisráðherranum og ræddi við hann umheilbrigðismálin. hreinar bráðabirgðaaðgerðir. Þær skiluðu sér að vísu verulega, en þóttu talsýert harkalegar. Það hefði verið betra að geta farið rólegar af stað, svo umskiptin yrðu ekki jafnmikil og umrótið þar af leiðandi umtalsvert. Auðvitað verða mönnum alltaf á ein- hver mistök. Það er bara mannlegt, og það er líka mannlegt, að maður vill frekar minnast þess, sem vel tókst, heldur en hins sem fór úrskeið- is." Niðurskurður hefur sín takmörk - Þegar þú komst aftur i heilbrigð- isráðuneytið í sumar, hvernig fannst þér hafa tekist til í heilbrigðismálum, það ár sem þú varst fjarverandi? „Að skera niður köstnaðinn og auka jafnframt þjónustuna, eins og gerðist í heiibrigðiskerfinu 1991-93 hefur sín takmörk, og það verður ekki haldið áfram á þeirri braut enda- laust. Það kom náttúrlega í ljós, að ýmsar áætlanir, sem gerðu ráð fyrir frekari árangri, höfðu ekki tekist sem skyldi. Að verulegum hluta til var það svo, vegna ákvarðana sem Al- þingi tók sjálft. Alþingi samþykkti ekki lyfjafrumvarp forvera mins á liðnum vetri, sem gerði það að verk- um að sparnaðurinn sem átti að verða í lyfjakostnaði, hann náðist ekki. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að auka eingreiðslur, sem gerði það að verkum, að áætlaður sparnaður í lífeyriskerfinu náðist ekki. Það sem er hvað erfiðast í þessu útgjaldafreka ráðuneyti, er að hér er engin ákvörðun tekin, sem ekki snertir fólk beint, ólíkt því sem er í iðnaðarráðuneytinu. Heilbrigðismál- in eru afar viðkvæmur málaflokkur. Fólk veit hvað það hefur og er hrætt við breytingar og þvf er afskapiega einfalt að þyrla upp hræðsluáróðri, eins og gert var á sínum tíma, þar sem sterklega var gefíð í skyn að verið væri að leggja íslenska velferð- arkerfið í rúst. Það er ekki hægt að bera útgjóld ráðuneytisins saman á milli ára og segja sem svo, að nú sé allt komið úr böndum. Það eru ýmsir þættir sem spila inn í, að útgjöld eru meiri í ár en í fyrra. Ég nefni tiara eitt dæmi: Þjóðin er að eldast. Á hverju einasta ári koma inn í lífeyriskerflð stærri árgangar, sem fá lífeyrisgreiðslur. Sérhver einstaklingur sem orðinn er - 67 ára, tekur til sín í útgjöldum heil- brigðiskerfisins svona 2,5-falda þá upphæð^em einstaklingur á besta aldri gerir. Bara breytingarnar vegna öldrunar kalla á aukin útgjöld árlega í heilbrigðis- og tryggingakerfinu, upp á um einn milljarð króna. Svo ég nefni annað dæmi, þá er það lyfjakostnaður. Það eru alltaf að koma inn ný lyf. Nú eru komin ný lyf, sem vinna gegn geðdeyfð (þunglyndi) og Danir kalla í gamni og alvöru „humertabletter". eða „gleðipillur". Þessi nýju lyf eru mjög dýr og er áætlað að stóraukin notkun þessara nýju lyfja á árinu 1994 auki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.