Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 23 jeelandie Qrnamcnts of clear sllver or gold in new and old fashion are to be bought at the most moderate prices at Laugavcgur 8 Greatest store! ^ón jgigmundsscn Jeweller. ÞETTA auglýsingaspjald lét Jón gera alþingishá- tíðarárið 1930, á ensku öðru megin og þýsku hinum megin. JON Sigmundsson og Co lét á fyrri hluta aldar- innar útbúa pðntunarlista með myndum og sendi út um sveitir. Gátu menn pantað fagra gripi með póstkröfu. stundaði Jón jöfnum höndum iðn sína í heimahéraði og bústörf, uns hann afréð að setjast að í Reykja- vík sem gullsmiður og skartgripá- sali. Fluttist hann þangað búferlum haustið 1904. Vorið 1903 hafði hann haldið brúðkaup sitt í Staf- holtskirkju með Ragnhildi Sigurð- ardóttur frá Neðranesi í Stafholts- tungum. Hvorki höfðu þau hjón fé né kunningjasambönd, þegar til höfuðstaðarins kom. Þurfti því átak til að koma undir sig fótunum. Tók Ragnhildur fullan þátt í því og lét sig fyritækið miklu varða, tók stundum beinan þátt í störfum þess og fylgdist með rekstrinum og rak það eftir lát Jóns. Að hætti þeirrar tíðar bjuggu nemendur oft á heimil- inu og stundum sveinar líka og var oft margt um manninn. Börn áttu þau hjón fimm: Ragnar hæstarétt- arlögmann, Þórdísi sem giftist til Kaupmannahafnar, Steinunni Sig- ríði kaupmannskonu í Reykjavík, Unni einnig í Reykjavík og Guð- björgu Fjólu, sem giftist til Noregs. Jón andast 4. ágúst 1942. Þegar þau hjón settu upp verk- stofu í bænum í byrjun aldarinnar höfðu gullsmiðir bæjarins verkstof- ur á heimilum sínum og seldu eigin smíðar. Úrsmiðir höfðu á sér nokkru heimsmannlegra snið. Jafn- framt viðgerðarstofum sínum fluttu þeir inn úr og samhliða auglýsa sumir þeirra saumavélar og sjón- auka og þess háttar. Einnig fluttu þeir inn og seldu á vinnustofum sínum „glysvarning" og „skraut- varning", eins og þeir kalla það, svo og borðbúnað. Það höfðu einnig almennar verslanir á boðstólum, en sérgreining verslana var þá engin að kalla. Starfsemi gullsmiða var um þetta leyti fábrotin. Svo mátti heita, að hún væri einvörðungu bundin við íslenska þjóðbúninginn. Meðan þjóðbúningurinn var ríkj- andi, var stöðug þörf á silfurbúnaði á hann. Tóbaksílát og svipur var nokkuð smíðað. Borðbúnaður úr silfri var lítið sem ekki unninn, og viðburður mátti það teljast ef kirkjugripur var pantaður. Stærri listmunir úr silfri til veraldlegra nota munu svo til ekki hafa verið smíðaðir. Úr gulli voru smíðaðir giftingahringar, steinhringar og stöku skartgripir. Innflutningur til landsins var lítill, en mikið smíðað úr silfurpeningum. Gullgripir munu oft hafa verið gjörðir úr bræddum gullpeningum, er sóttir voru í bank- ana eftir því sem þörf krafði. Efni var dýrt miðað við vinnulaun, og mun þó nokkuð hafa kveðið að því, að ódýrir málmar hafi verið notaðir til skartgripa. Verkfæri á smíða- stofunum var af harla skornum skammti. Allt voru það handverk- færi. Silfrið var brætt í smiðju og síðan slegið, dregið og skrúfað með handtækjum einum. Kveikt var við olíuloga, uns gasið kom í bæinn 1910. Gyllt var kemiskri gyllingu. Áhugi fyrir smíðum var mikili og lifandi meðal almennings, og smiðir voru mikils virtir. Gull- og silfur- smíði var talin göfug og vandasöm íþrótt. Á árinu 1907 tók Jón Sigmunds- son á leigu húsið Laugaveg 8 og keypti það síðar og byggði þar stór- hýsi. Þarna bjó hann vinnustofu sína og litla sölubúð fyrir framan. Hafði hann strax haft hug á að koma upp reglulegri skartgripa- verslun samhliða vinnustofunni, verslun með gull og silfursmíði, úr og klukkur og annað sem slíka verslanir tíðkuðu að hafa á boðstól- um. Tímar liðu og atvinnubyltingin gekk í garð, samgöngur greiddust og fólk flutti úr sveit í borg. Starf- semi gullsmiða fylgdi eftir almennri þróun og vexti bæjarins. Viðfangs- efnin stækkuðu og urðu fjölbreytt- ari við auknar og almennar kröfur til viðhafnarmeiri lífshátta. Útveg- un smíðaefnis hafði fyrr meir verið nokkurt vandamál fyrir gullsmiði. En 1938 stofnuðu gullsmiðir með sér Félagsverslun gullsmiða og var Jón einn stofnenda. Var það sam- vinnufélag og annaðist útvegun og innflutning gulls og silfurs og ann- ars verkefnis fyrir gullsmiði lands- ins. Jafnhliða vexti bæjarins og auknu starfssviði gullsmiða óx fyr- irtæki Jóns Sigmundssonar. Vinnu- stofu sína stækkaði hann og tók fljótt að hafa starfsmenn. Fyrsti nemandi hans var bróðursonur hans, Sigmundur Grímsson. Hann flutti að námi loknu til Vesturheims og rak lengi gullsmíðar í stórum stíl í Vancouver í Kanada. Svo þessi ætt gullsmiða hefur fært út kvíarn- ar til annarra landa. Stundum var vinnustofa Jóns hin stærsta í bæn- um og starfsmenn voru þar tíðum árum saman. Hann hafði oft fleiri og færri sveina. Eftir lát Jóns var yfirsmiður á vinnustofunni Guð- mundur Eiríksson, sem útskrifaði sveina og það hefur Símon Ragn- arsson einnig gert, nú síðast son sinn og arftaka í iðninni. Fyrsta raflýsing við Laugaveg Við andlát Jóns var verkstæði hans talið vera „myndarlegasta gul!- smíðaverkstæði á landinu". Hann lagði mikla áherslu á að kynnast nýjungum í áhöldum og vélum og þegar rafvirkjun á vegum bæjar- félagsins dróst á langinn, reisti hann sína eigin rafstöð til verkstæðisins og rak hana með mótorvél. Miðlaði hann nágrönnum sínum rafmagni. Var þetta fyrsta raflýsing við Laugaveg. Verslunin setti um langt árabil svip sinn á bæinn og muna margir eldri Reykvíkingar eftir sýn- ingargluggunum, sem þóttu mikil bæjarprýði og vegfarendur stað- næmdust við. Gullsmiðir bæjarins voru eðlilega einnig að miklu leyti gullsmiðir landsins alls og höfðu mikil við- skipti út um héruð. Þá er Jón hóf starfsemi sína voru viðskipti lands- manna næsta bundin Danmörku. Hann hóf því fyrst innflutning það- an á alls konar smávörum úr silfri, silfurpletti og gulli. Brátt fór hann þó að skipta við Þýskaland og síðar við Sviss með úr. Á ófriðarárunum fyrri hófust viðskipti við Ameríku og England. Upp úr því jók hann vöruval sítt og fór að hafa í verslun- inni kristall og keramik og ýmsa innflutta listmuni. Fáar greinar at- vinnurekstrar munu vera eins við- kvæmar fyrir breytingum á hag og afkomu almennings eins og verslun með skartgripi og listmuni. Því var það að kreppan, sem hófst upp úr 1930, kom býsna hart við verzlun Jóns sem aðrar skartgripaverslanir. Fyrir Alþingishátíðina hafði verið góðæri og smíði silfurs til íslenska þjóðbúningsins átti þá sitt blóma- skeið. En nú var öllu við snúið og dróst verslun mjög saman. Þá hófst líka það ástand að stjórnvöld tóku í sínar hendur innflutningsheimildir, bönnuðu innflutning eða takmörkun á ýmsum varningi og beindu við- skiptum til ákveðinna landa. Slíkar ráðstafanir komu að sjálfsögðu fyrst og harðast niður á óþarfavarningi svokölluðum. Varð því á þessum tíma vöruþurrð mikil í versluninni þrátt fyrir takmarkaða kaupagetu almennings. Á ófriðarárunum voru viðskipti ör og eftirspurn tíðum meiri en unnt var að fullnægja, þótt innflutningur væri þá frjálsari. Ástand þetta varð til þess að versl- unin varð að leita viðskipta og sam- banda land úr landi. Var þeirra sambanda stundum leitað æði langt, svo sem allt til Perú. Flutti verslunin þá stundum inn gripi sjaldséða hér. En oft varð styttra í þessum viðskiptum en skyldi sak- ir ráðstafana stjórnvalda. Nú er þessi tími liðinri, verslun frjáls, en saga skartgripaverslunar Jóns Sig- mundssonar gefur fróðlega mynd af aðstæðum í verslun í hátt í heila öld. Fyrirtækið hefur þolað skin og skúrir, er yfir samtíðina hafa geng- ið og þróast með vaxandi bæ og auknum viðfangsefnum. Um skeið flutti Skartgripaversl- un Jóns Sigmundssonar í Iðnaðar- mannahúsið, en flutti fyrir um ára- tug aftur á Laugaveginn, þar sem Símon Ragnarsson gullsmiður hef- ur stýrt fyrirtæki afa síns og Ragn- ar sonur hans er nú kominn til liðs til að halda uppi merkinu fram á aðra öld. /: KRIPALUJOGA Jóga eins og þaö gerist best. Orka, styrkur, einbeiting. Hugleiðslunámskeib hefst mánudaginn 31.10. kl. 16.30. Leiöbeinandi: Helga Mogensen. Byrjendanámskeiö - Jóga 1 fyrir hjón/pör hefst þriðjudaginn 1.11. kl. 20.00. Leiöbeinandi: Jenný Guömundsdóttir. Framhaldsnámskeiö -Jóga II hefst mánudaginn 7.11. kl. 16.30. Leiöbeinandi: Kristfn Norland. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Skeifunni 19, 2. hæö. Sfml 889181 mánudaginn 31.10. kl. 14-16. Alla virka daga k 1.17-19. V^ Elnnlg sfrnsvarl. ^j \ i NU ER TÆKIFÆRIÐ Fjölskylduferð til Newcastle mánudag til fimmtudags Frítt fyrir börn 0-8 ára Frí barnfóstra alla daga kl. I I -17. Grípið þetta einstaka tækifæri til að sameina skemmtilega fjölskyldu-.verslunar- og afslöppunarferð til Newcastle. Enn eru laus sæti í brottförina annað kvöld. ? 26.950 Verð aðeins Innifalið: Flug, gisting með morgunverðarhlaðborði, íslensk bamfóstra, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Opið í dag kl. 14.00-16.00 Sunnlendingar munið að þetta er sjálf sunnlendingaferðin. Umboðsmenn: Egilsstaðir — Ólafía Jóhannsdóttir, sími 97-12430. Akranes — Versl. Hjá Allý, Skólabraut 3, sími 93-12575. Borgarnes — Ingi Ingimundarson, Borgarbraut 46, sími 93-71150. Selfoss — Bryndís Brynjólfsdóttir, Austurvegi 38, sfmi 98-21022. Vestmannaeyjar — Sigurður Guðmundsson, Bröttugötu 35, sími 98-11782. Keflavík — Aðalstöðin, Margrét Ágústsdóttir, Hafnargötu 86, sími 92-11518. Fáskrúðsfjörður — Dóra Gunnarsdóttir, Hliðargötu 38, s(mi 97-51179. Grindavík — Sigrún Sigurðardóttir, Umboðsskrifstofa VÍS, Víkurbraut 62, sími 92-67880. Bæjarhrauni 10. fax. 651160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.