Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ i SKOÐUN 4 € 4 VERÐUR ÞINGSÆTUM ÚTHLUTAÐ Á SANN- GJARNAN HÁTT? Boðskapur þeirra fræði- legu athugana sem hér hefur verið lýst er því skýr: Það er borin von að fínna megi úthlutun- araðferð sem uppfyllir í senn eðlilegar kröfur um skynsemi og sann- girni en er um leið auð- skilin og einföld, segir Þorkell Helgason í þessari annarri grein af þremur um kosninga- í FYRSTU grein af þremur um úthlutun þingsæta sem birtist hér í blaðinu hinn 23. október sl. var — í tilefni af því að umræða um kosningalög er komin á kreik á ný — fjallað um aðdraganda gild- andi kosningalaga, markmiðin með þeim og leiðir þær sem farnar voru. Hér og í framhaldsgrein verður rætt um það hvaða svigrúm er til endurbóta á kosningalögun- um innan ramma gildandi stjórn- arskrárákvæða. Þannig verður breytt kjördæmaskipan ekki til umræðu, en slík breyting kallar á "r~" stjórnarskrárbreytingu. Hafa ber í huga að stjórnarskrárbreyting getur ekki haft áhrif fyrr en að einum kosningum liðnum en laga- breytingar, eins og hér verða gerð- ar að umræðuefni, gætu komið til framkvæmda fyrir næstu þing- kosningar. í þessari grein verður fjallað um það hvers vegna kosningalög eru allflókin og hljóta ávallt að vera svo að óbreyttri stjórnarskrá. Nýjar fræðilegar athuganir sýna einmitt að úthlutunarákvæði geta ekki í senn verið sanngjörn og ein- föld. ^ Rammi s^jórnarskrárinnar Ákvæði stjórnarskrárinnar um kosningar til Alþingis setja lög- gjafanum þröngan ramma. Út- hlutun þingsæta á grundvelli kosn- ingaúrslita er með þessum ákvæð- um bundin á tvo vegu. Annars vegar verður úthlutunin að tryggja hverju kjördæmi vissa lágmarks- tölu þingmanna. Hins vegar eru fyrirmæli stjórnarskrárinnar um að úthlutunin skuli, svo sem kost- ur er, tryggja að hver þingflokkur fái jafnmörg þingsæti og honum ber samkvæmt heildaratkvæða- fylgi hans á landinu öllu. Niðurröð- un þingsæta er þannig í vissum skilningi tvívíð. Annars vegar verður hún að miðast við kjördæmi og hins vegar við flokka. Kosningafyrirkomulag sem þetta tíðkast í grundvallaratriðum - á öllum Norðurlöndunum nema í Finnlandi, en heldur ekki mikið Þorkell Helgason an víðar. Það er ástæða þess að lítt hefur verið fjallað fræðilega um úthlutunarvanda af þessu tagi. Kosninga- fræði, þ.e.a.s. fræðin um það hvernig megi skipta takmörkuðum fjölda sæta milli fram- boðslista að gefnum atkvæðatölum, er all- þróuð grein innan stærð- og stjórnmála- fræði. En fræðin hafa aðeins tekið á hinu ein- víða viðfangsefni, þ.e.a.s. úthlutun í ein- stökum kosningum eða í einstökum kjördæmum tengsla þeirra á milli. Fyrir fimm árum birtust þó á prenti athyglisverðar ritgerðir eft- ir tvo virta fræðimenn að nafni Balinski og Demange um úthlut- anir af ofangreindu tvívíða tagi.1 Ganga þeir þannig til verks að setja fyrst fram eins konar sann- girnis- og gæðakröfur til úthlutun- araðferða og fjalla síðan um það hvaða aðferðir uppfylli þessar kröfur. Skal nú helstu kröfum þeirra félaga lýst. __ Sanngirniskröfur til úthlutunarreglna Við talningu í kosningum 1987 fóru 47 atkvæði á Vesturlandi á flæking og komu ekki í leitirnar fyrr en að nokkrum dögum liðnum. A meðan veltu menn því fyrir sér hvaða áhrif þessi ófundnu atkvæði gætu haft á þá skiptingu þingsæta sem þegar lá fyrir. Auðvelt var að sýna fram á að atkvæðin týndu gætu velt nokkrum væntanlegum þingmönnum úr sessi og þá ekki aðeins í Vesturlandskjördæmi. Þetta er óhjákvæmilegt vegna þess tvrvíða ramma sem úthlutuninni er mörkuð og gildir þá næsta litlu hvaða sértækri aðferð er beitt við úthlutun sætanna. Hitt þótti öllu verra að það gæti komið lista í koll að eignast þessi viðbótar- atkvæði. M.ö.o. getur það hent í gildandi kosningakerfi að listi tapi þingsætum við það eitt að kosn- ingatölur breytist honum í vil!2,3 Sem betur fer gerðist þetta ekki og höfðu flækingsatkvæðin að lok- um engin áhrif á skiptingu þing- sæta. Hér er vikið að einni af kröfum þeirra Balinskis og Demanges þegar þeir krefjast þess að sann- gjörn úthlutunaraðferð verði að vera einhalla. Með því er einmitt átt við að þingsætum lista fækki aldrei við það eitt að hann fái fleiri atkvæði, að öllu öðru óbreyttu. Flestum mun þykja þetta eðlileg krafa. Ennfremur vilja þeir Balinski og Demange að brúkanlegar út- hlutunaraðferðir séu ekki reikular og má aftur lýsa því sem þeir eiga við með dæmi úr íslenska kosn- ingafyrirkomulaginu. Eins og lög- in eru nú getur óbundna þingsæt- ið, flökkusætið fræga, lent í hvaða kjördæmi sem er. Segjum aðbúið sé að úthluta þingsætum og að flökkusætið hafi hafn- að á Reykjanesi. Segj- um ennfremur að áhugamaður um jöfn- un atkvæðavægis velti því fyrir sér hvað ger- ast kynni ef kosninga- lögum væri breytt á þann veg að flökku- sætið yrði fest á Reykjanesi. Þar sem hin fengna úthlutun uppfyllir þessa ósk áhugamannsins finnst þeim Balinski og De- mange að úthlutunin ætti ekki að breytast á neinn veg við það eitt að formlega sé tekið tillit til slíks skilyrðis, sem í reynd er þegar uppfyllt. Gildandi kosningalög geta á hinn bóginn verið reikul í þessum skilningi. Þá vilja þeir félagar að út- hlutunaraðferðin sé sjálfri sér samkvæm. Enn má nota alþingis- kosningar til útskýringar. Sú hug- mynd hefur komið fram að hefja skuli úthlutun jöfnunarþingsæta með því að ákvarða hve mörg sæti hver flokkur eigi að fá ann- ars vegar á Suðvesturlandi (Reykjavík og Reykjanesi) og hins vegar í öllum landsbyggðarkjör- dæmunum til samans. Síðan sé úthlutað innan hvors kjördæma- hópsins um sig óháð úthlutun í hinum hópnum. Segjum að þessari aðferð væri beitt á grundvelli sein- ustu kosningaúrslita og að for- áfanginn — skipting þingsætanna milli kjördæmahópanna — leiddi til sömu tölu þingsæta hjá hverjum flokki innan hvors kjördæmahóps- ins og nú er reyndin á Alþingi. Síðan væri aðferðum gildandi kosningalaga beitt til að útdeila þingsætunum innan kjördæma- hópanna, hvors um sig. Þeir Bal- inski og Demange teldu aðferð kosningalaganna ekki samkvæma sjálfri sér ef endanleg niðurröðun þingsæta breyttist við það eitt að skotið væri inn foráfanga, sem í þessu tilfelli hefði ekki þurft að leiða til neinna breytinga. En aftur er viðbúið að íslensku kosninga- lögin féllu á þessu prófí. Gæðakröfur þeirra Balinskis og Demanges til úthlutunaraðferða eru fleiri. Þær sem eru óupptaldar lúta einkum að stærðfræðilegum eiginleikum og verður þeim ekki lýst frekar hér. Við nánari skoðun virðist örðugt að hafna neinni af kröfum þeirra félaga. Fremur er að einhverra æskilegra eiginleika sé saknað í upptalningunni. Má þar á meðal nefna þá kröfu að úthlutun sæta sé einföld og auð- skilin. Hvað eru hlutfallskosningar? Megininntak hlutfallskosninga er að sjá til þess að framboðslistar fái úthlutað sætum í sem bestu hlutfalli við atkvæðatölur sínar. Þar sem atkvæðin eru að jafnaði fleiri en sætin, sem úthluta skal, er augljóst að sjaldnast er unnt að tryggja að sætin skiptist í ná- kvæmalega sömu hlutföllum og atkvæðin. Ekki er einhlítt hvaða mælikvarða á að leggja á það hve miklu kann að muna í þeim efnum. Reiknireglur við úthlutun sæta í einum aðskildum kosningum (sbr. fyrrgreinda einvíða úthlutun) eru gjarnan auðkenndar með því að þær nái betri árangri en aðrar aðferðir miðað við tiltekinn slíkann gæðamælikvarða. Sem dæmi má nefna reglu d'Hondts, sem getið var í fyrstu Morgunblaðsgreininni og var lengst af notuð við úthlutun kjördæmasæta til Alþingis og er enn notuð hér á landi við uppgjör sveitarstjórnakosninga. Hvað hana varðar er gæðamælikvarðinn atkvæði að baki hverjum kjörnum þingmanni. Regla d'Hondts auð- kennist af því að engin önnur út- hlutunaraðferð getur tryggt fleiri atkvæði að baki þeim kjörnum manni sem þau hefur fæst að út- hlutun lokinni. Það er freistandi að fara eins að við leit að úthlutunaraðferð fyrir hið tvívíða íslenska kosninga- fyrirkomulag, þ.e.a.s. að setja ein- hvern . skynsamlegan gæðamæli- kvarða á úthlutunina og velja síð- an þá úthlutunaraðferð sem trygg- ir mestu gæðin. Viðfangsefnið flokkast undir stærðfræðigrein sem nefnd hefur verið bestunar- fræði á íslensku. Vandinn er að finna gæðamælikvarðann. Dæmi sýna að ekki gagnar að taka óbreytta sömu kvarðana og notað- ir eru í einvíða tilvikinu, svo sem þann fyrrgreinda mælikvarða sem er til grundvallar á d'Hondts- reglu. Athuganir greinarhöfundar og sænsks starfsbróður hans hafa leitt í ljós- flokk sérstakra mæli- kvarða á samsvörun í skiptingu þingsæta og atkvæða í hinu tví- víða tilviki.4 Hugmyndin að kvörð- unum er sótt til hagrænna við- fangsefna en hana má aftur rekja til eðlisfræðilegs hugtaks um óreiðu í ástandi efnis. Lítil skyn- semi væri í þessum undarlega ættuðu kvörðum ef þeir væru á skjön við hefðbundna mælikvarða á hlutfallseiginleika einvíðra út- hlutunarreglna. Svo er ekki: Þess- ir nýju mælikvarðar fyrir tvívíða tilvikið verða að hinum hefð- bundnu þegar þeir eru útfærðir fyrir einstakar kosningar. Ekki skal hirt um að lýsa þessum hlut- fallsmælikvörðum nánar hér. Aft- ur á móti er með þeim unnt að gera hið tvívíða úthlutunarverk- efni að hliðstæðu stærðfræðilegu viðfangsefni og það einvíða, þ.e.a.s. að skipa því í flokk bestun- arfræðilegra verkefna. Með því móti höfðum við vænst þess að geta fundið hina einu sanngjörnu úthlutunaraðferð á fremur auð- veldan máta. Svo varð þó ekki eins og nú skal vikið að. Hvaða úthlutunaraðferðir eru „sanngjarnar" eða „bestar"? Meginniðurstaða þeirra Bal- inskis og Demanges er sú að veg- ur sanngirninnar sé einstígi. Þeir sanna að einungis ein tegund út- hlutunaraðferða uppfylli allar sanngirnis- og gæðakröfur þeirra. Aftur á móti velta þeir því lítt fyrir sér hvernig hagnýt úthlutun- araðferð í þessum anda geti litið út. Niðurstöður þeirra vísa þó veg- inn: I fyrsta lagi verður að grund- valla úthlutunina á einhverri svo- kallaðra deilireglna, en til þeirra heyrir fyrrgreind regla d'Hondts en einnig regla kennd við Sainte- Lague og getið er í fyrstú Morgun- blaðsgreininni. Aftur á móti er regla stærstu leifa, sem lögð eru til grundvallar gildandi kosninga- lögum, ekki af þessum toga. Víkur þá aftur að athugunum greinarhöfundar og samstarfs- manns hans. í ljós kemur að sú úthlutunaraðferð sem við höfðum skilgreint út frá bestunarfræðileg- um sjónarmiðum er sú sama og hin eina sanna í skilningi Balinsk- is og Demanges. Þar með virtist hringurinn farinn að þrengjast í leitinni að ákjósanlegri úthlutun- araðferð í fyrirkomulagi eins og því íslenska. Og þá hafa gildandi kosningalög þegar verið útskúfuð þar sem þau uppfylla ekki marg- nefndar gæðakröfur. En hér er hængur á. Eftir því sem greinarhöfundur veit best eru kosningalög hvarvetna — og þá einnig hér á landi — þannig úr garði gerð að þau lýsa því hvernig sætum skuli úthluta hverju á fæt- ur öðru allt þar til öllum sætum hefur verið ráðstafað. Ekki þarf að grípa til þess að afturkalla á neinu stigi úthlutunarinnar ein- hverja þá úthlutun sæta sem á undan er gengin — nema í sjald- gæfum viðlagatilvikum. Þeir sem setja kosningalög virðast því sneiða hjá svonefndum endurtekn- ingaraðferðum en slíkar aðferðir fela það í sér að gera þurfi — eft- ir tilteknum reglum — nokkrar tilraunaúthlutanir þar til sú úthlut- un finnst sem að er stefnt. Það er regla fremur en undantekning að bestunarfræðileg viðfangsefni verði ekki leyst nema með endur- tekningaraðferðum — og þannig er þessu varið með tvívíða úthlutun þingsæta. Hinar fræðilegu athuganir sýna einmitt að sérhver úthlutun þing- sæta, sem uppfyllir sanngirn- iskröfur Balinskis og Demanges, hlýtur að vera af því taginu að kalla á endurtekningaraðferðir. Eins og sagði í fyrstu Morgun- blaðsgreininni er ein megingagn- rýnin á gildandi kosningalög sú að þau séu flókin. Væntanlega telur almenningur að úthlutun, sem byggist á endurtekningu, sé til muna flóknari en aðferð þar sem sætum er úthlutað einu af öðru án þess að fyrri úthlutun sé nokkurn tímann afturkölluð. Því virðist ekki árennilegt að lögleiða úthlutunaraðferð sem tryggt getur margumræddar sanngirniskröfur. Boðskapur þeirra fræðilegu at- hugana sem hér hefur verið lýst er því skýr: Það er borin von að finna megi úthlutunaraðferð sem uppfyllir í senn eðlilegar kröfur um skynsemi og sanngirni en er um leið auðskilin og einföld. Hvað er þá til ráða? Um það verður fjall- að í næstu og síðustu greininni í þessum flokki Morgunblaðsgreina um kosningafræði. 1 Sjá Balinski, M. L. and G. Demange, „Algo- rithms for Proportional Matrices in Reals and Inte- gers", Mathematieal Programming 45 (1989) 193-210 og „An Axiomatic Approach to Proporti- onality between Matrices", Mathematics of Op- erations Research Vol. 14, No. 4 (1989) 700-719. 2 Þetta er að hluta til afleiðing þess að regla stærstu leifa er lögð til grundvallar úthlutuninni. 3 Slys af svipuðum toga eru engan veginn ein- skorðuð við núgildandi kosningalög. T.d. hefði Viðreisnarstjórnin fallið í kosningunum 1967 ef andstöðuflokkarnir hefðu fengið nokkuð minna fylgi en í reynd; nánar tiltekið ef Alþýðubandalag- ið á Suðurlandi hefði fengið 105 fœrri atkvœði. 4 Sjá Helgason, T. and K. Jörnsten, „Entropy of Proportional Matrix Apportionments", Norges Handelshojskole, Institutt for foretagsakðnomi, WP 4/94. Höfundur er ráðuneytisstíórí en v&r reikniráðgjafi við undirbúning gildandi kosningalaga. 4 I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i i i i i í i i < i \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.