Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ h ERLENT Umræða um siðspillingu stjórnmálamamia víða um heim Pólitísk spilling er ekkert nýtt BAKSVIÐ Pólitísk spilling er ekkert nýtt fyrirbæri og hún er ekki bundin við nein landa- mæri eða menningarheima. Að undan- förnu hafa spillingarmál innan bresku stjórnarinnar verið mikið til umræðu en í samanburði við önnur mál, sem komið hafa upp í heiminum undanfarin ár, virð- ast þau þó harla lítilfjöríeg. SPILLINGUNA er alls stað- ar að finna. Mafíutengsl ítalskra stjórnmálamanna eru öllum kunn, franskir stjórnmálamenn með óeðlileg tengsl við hagsmunaaðila hafa nýverið orðið að segja af sér og núverandi forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans hafa verið sökuð um vafasöm lóðaviðskipti. í vestrænum ríkjum er þess vænst að opinberir aðilar fari eftir ákveðnum siðareglum, skrifuðum og óskrifuðum, í starfi sínu. Ef ásakanir um eitthvað óeðlilegt eru settar fram er (að minnsta kosti að nafninu til) reynt að sannreyna þær eða hrekja samkvæmt lög- formlegum leiðum. Það á hins vegar ekki við í Austur-Evrópu. Þar virðast stund- um engar reglur eiga við. Dæmi um það er atburður sem gerðist í Rússland í fyrrasumar. Þann 23. júlí lenti ein af einkaþotum Borís Jeltsíns Rússlandsforseta á flug- velli fyrir utan Moskvu. Hermenn úr Alpha-sérsveitunum gættu allra aðkomuleiða að flugvellinum. Úr vélinni steig veMulegur 29 ára gamall maður sem brunað var með í brynvörðum glæsivagni til Kreml- ar. Þar dvaldi hann í viku og vann dag og nótt (stundum á nærfötun- um einum klæða) við að fara í gegnum skjalabunka til að finna eitthvað misjafnt um pólitíska and- stæðinga forsetans. Átti hann í litl- um vandræðum við að finna safa- ríkar upplýsingar. Aftur á móti var vandamálið að með þessu var ver- ið að brjóta óformlegt samkomulag deiluaðila í Rússlandi um að hreyfa ekki við spillingarmálunum. Allir vissu að ef þeir færu að gagnrýna aðra ættu þeir á hættu að lenda í eldlínunni sjálfir. Þetta athæfí Jeltsíns vakti því gífurlega reiði meðal andstæðinga hans og á end- anum varð hann að smygla unga manningum, Dimítrí Jakúbovskí, úr landi með leynd. Þetta er í raun dæmisaga um hið nýja Rússland. í raun hefur landið og öll þess gæði nánast verið á útsölu undanfarin ár. Ólýs- anleg verðmæti í formi eðalmálma, einn umfangsmesti hergagnaiðn- aður í heimi, þungaiðnaður og margt fleira. Allt hefur þetta skipt um eigendur, stundum á vafasa- man hátt. Laun opinberra starfsmanna í Rússlandi eru hlægilega lág og því reyna flestir þeirra að drýgja tekj- ur sínar á annan hátt. Arið 1991 vakti það athygli er hernaðarráð- gjafi Míkhafls Gorbatsjovs keypti við herinn og Pavel Grachev þrjá ísskápa á fimmtungi hins op- inbera verðs og endurseldi þá með smávægilegum hagnaði. Nú nokkrum árum síðar búa hann og hans líkar í nýbyggðum, glæsileg- um einbýlishúsum með Benz-bif- reið í innkeyrslunni og fara í sum- arleyfi til fjarlægra hitabeltisríkja. Þegar einn af helstu glæpafor- ingjum Moskvu var myrtur fyrr á þessu ári voru margir af þekktustu skemmtikröftum og stjórnmála- leiðtogum Rússlands viðstaddir útförina. I síðustu viku fór einnig fram útför, sem vakti mikla athygli. Blaðamaðurinn Dimítrí Kholodov lét lífið er hann opnaði bréfa- sprengju á skrifstofu sinni. Khol- odov hafði ver.ð að rannsaka tengsl mafíunnar hafði hann sakað varnarmálaráð- herra um að vera viðriðinn málið. En það er ekki bara í Rússlandi sem það getur ver- ið hættulegt að stugga við valda- mönnum. Tveir franskir rannsókn- ardómarar, sem kanna mál hátt- settra stjórnmála- manna, hafa feng- ið líflátshótanir og lífverðir gæta þeirra nú allan sól- arhringinn. Annar þeirra fer með mál Gerards Longuets sem varð að segja af sér embætti iðnaðar- ráðherra á dögunum. Longuet er sakaður um að hafa fengið glæsi- legt sumarhús í Miðjarðarhafs- bænum St. Tropez nánast gefið gegn pólitískri fyrirgreiðslu við byggingarverktakann. Annar franskur ráðherra, Alain Carignon, varð einnig að segja af sér emb- ætti fyrr á árinu vegna spillingar- mála. Hann hefur nú verið hand- tekinn. Pólitísk spilling í Frakklandi tengist oft sveitarfélögum sem rekin hafa verið sem konungdæmi viðkomandi s'tjórnmálamanna. Er kannski lýsandi í því sambandi að fyrrum ráðherra borgannála, Bernard Tapie, þarf nú að svara til saka fyrir ýmis konar fjármála- misferli og spillingu. Umburðarlyndir Þjóðverjar í Þýskalandi er spilling heldur ekki óþekkt fyrirbæri en Þjóðverjar virðast ekki vilja gera mikið úr slíkum málum. Þegar ljóstrað er KAKUEI Tanaka, fyrrum forsætisráðherra Japans, veifar til blaðamanna eftir að dómstóll dæmdi hann í fjögurra ára fang- elsi og til að greiða tveggja milljóna dollara sekt. Hann hafði þegið stórfelldar mútur frá Lockheed-flugvélaverksmiðjunum. Rússneskur blaða- maður lét lífíð er hann opnaði bréfa- sprengju á skrif- stofu sinni þegar hann var að rann- saka tengsl maf- íunnar við herinn. upp um óþægileg mál neyðast menn oftast til að láta af embætti í einhvern tíma en geta svo komist til valda að nýju síðar. Á þetta við um menn úr öllum stjórnmála- flokkum. Þó að stundum komi njósnir við sögu (samanber mál Willys Brandts og Gunthers Guillaumes) eru peningar oftast meginskýring- in. Otto Lambsdorff greifí var á sínum tíma sakfelldur fyrir að þiggja mútur frá Flick-samsteyp- unni. Síðar varð hann formaður^ Frjálslynda demókrataflokksins og gegndi ráðherraembætti um ára- bil. Franz Steinkiihler, einn helsti verkalýðsleiðtogi Þýskalands, notaði sambönd sín til innherjaviðskipta; Max Streibl, for- sætisráðherra Bæjaralands, varð að láta af embætti eftir að upp komst að stórfyrirtæki höfðu greitt sum- arleyfi hans óg for- veri hans í emb- ætti, Franz-Josef Strauss var einnig bendlaður við sitt lítið af hvoru. Það kemur hins vegar sjaldan fyrir að flokkarnir missi fylgi vegna þessara mála. Virðist skýr- ingin helst vera sú að Þjóðverjar gangi út frá því sem vísu að stjórn- málamenn hagi sér á þennan hátt og komast því ekki í uppnám þeg- ar fréttist af spillingunni. Bandaríkjamenn virðast að sama skapi vera tregir til að af- skrifa þá stjórnmálamenn sem reynast viðriðnir spillingu. Nýlegt dæmi er Oliver North, einn höfuðp- auranna í Írak-Kontrarmálinu, sem meðal annars varð uppvís að því að ljúga að þinginu. Flest bendir nú til að hann verði kjörinn í öld- ungadeildina. Jafnt demókratar sem repúblikanar koma við sögu í þessum málum. Sonur George Bush fyrrum forseta var á kafi í sparisjóðahneyksli og Whitewater- málið og ýmislegt annað tengt því hrellir Clinton og fjölskyldu hans. Landbúnaðarráðherra Banda- ríkjanna varð einnig nýlega að endurgreiða „útlagðan kostnað" sem hann hafði aldrei lagt út fyrir og leiðtogi einna stærstu mann- réttindasamtaka landsins varð að segja af sér eftir að hafa notað 350 þúsund dollara af tekjum sam- takanna til að greiða konu er sak- aði hann um kynferðislega áreitni. Og síðasf en ekki síst má svo nefna einn valdamesta þingmann Banda- ríkjanna, Dan Rostenkowski, for- mann allsherjarnefndar þingsins. Ákæra í sautján liðum hefur verið ¦ lögð fram á hendur honum en Bostenkowski á meðal annars að hafa verið með starfsmenn á launaskrá sem aldrei voru til og leyst frímerki í eigu ríkisins inn fyrir peninga. Silvio Berlusconi, fqrsætisráð- herra Italíu, var kosinn til valda á þeirri forsendu að hann hygðist berjast gegn spillingu. Nýju öflin í ítölskum stjórnmálum virðast hins vegar vera lítið betri en þau gömlu. Þegar rannsóknardómarar fóru að rannsaka Paolo, bróður Berlusconis, reyndi hann að draga úr völdum þeirra. Það tókst hins vegár ekki og nú kemur hvert spill- ingarmálið á fætur öðru í Ijós. Tanaka slær öll met Öll met í nútíma stjórnmálasögu slær hins vegar Kakuei Tanaka sem gegndi embætti forsætisráð- herra Japans á árunum 1972-74. Tanaka þáði rúmlega hundrað milljónir króna í mútur frá banda- ríska flugleiðaframleiðandanum Lockheed Aircraft Company. Hann var dæmdur í fjögurra ára fang- elsi, óskilorðsbundið. Hermir sag- an að þegar hann var handtekinn hafi hann reiðst mjög og sagt: „Hvernig dirfist þeim að handtaka mig fyrir svona smápeninga." Réttarhöldin yfir Tanaka stóðu lengi yfir en ávallt var hann endur- kjörinn á þing og var einn áhrifa- mesti maðurinn í japönskum stjðrnmálum. Ástandið hefur lítið batnað í Japan síðan. Einn af hverjum tíu þingmönnum hefur verið staðinn að því að þiggja ólöglegar greiðsl- ur, samkvæmt skýrslu sem birt var í þessari viku. Þá vísaði dómari í síðasta mánuði frá máli á hendur ráðherra, sem tekið hafði við ávís- unum frá hagsmunaaðilum. Að mati dómarans þótti ekki sannað að ráðherrann gerði sér grein fyrir að mútur væri að ræða. ítalskir þingmenn kljástá þingiESB \ Strasbourg. Morgunblaðið. MEÐAN Evrópuþingið hefur setið að störfum þessa vikuna. hefur tvisvar-slegið í brýnu milli ítalskra stjórnarþingmanna og stjórnarand- stæðinga. Annars vegar vegna þess að ítalskir stjórnarandstæðingar, ásamt fleirum, vilja að ESB setji reglur um eignarhald á fjölmiðlum og hins vegar vegna draga um ályktun um félagsmál. í henni er lýst áhyggjum yfir að ítalska stjórnin hyggist rýra kjör eftirla- unaþega. Evrópuþingmenn Forza Italia, flokks Silvios Berlusconis forsætis- ráðherra, hótuðu að ganga af þing- fundi, ef ályktunin yrði samþykkt og sögðu hana byggða á misskiln- ingi á aðgerðum stjórnarinnar. Á undanförnum árum hefur Evr- ópuþingið margoft farið þess á leít við framkvæmdanefnd ESB að hún setti reglur sem takmarkaði eignar- hald einstaklinga á einstökum fjöl- miðlum. Bæði ítalskir og annarra þjóða þingmenn ítrekuðu kröfur um að framkvæmdanefndin setti reglur til að hindra of mikil fjölmiðlaítök einstakra aðila. Þegar Raniero Vanni d'Archir- afi, sem fer með málefni fjölmiðla í framkvæmdanefndinni, sagði málið viðkvæmt létu margir þing- menn í ljós reiði yfir að fram- kvæmdanefndin tæki ekki nógu fast á málunum. Umræðunum lauk með að samþykkt var áskorun á nefndina um að setja reglur um þessi efni. Mótmæli í gær héldu nokkrir þingmenn Forza Italia blaðamannafund, til að koma á framfæri mótmælum gegn tillögu að ályktun um félags- mál, sem jafnaðarmenn og vinstri þingmenn á þinginu hafa lagt fram. Þar er lýst yfir áhyggjum vegna skerðingu félagslegra réttinda á ítalíu og í Belgíu og Bretlandi. Á blaðamannafundinum sagði Antonio Tajani talsmaður Berlusc- onis að gagnrýnin byggðist á mis- skilningi. Ekki ætti að hagga við réttindum eldri borgara og annarra sem hefðu maklega unnið til þeirra, heldur koma í veg fyrir að fólk á besta aldri sem hefði krækt sér í eftirlaun á fölskum forsendum gæti haldið því áfram. ? ? ?- Háskóla- námum gervitungl STUDENTAR í nýrri námsgrein, upplýsingaverkfræði, við háskólann í Southampton í Englandi þurfa aldrei að stíga fæti inn í skólastof- una. Námið geta þeir að ðllu leyti stundað um tölvu sem tengd hefur verið Internet gagnanetinu. Með þessu geta stúdentarnir stundað námið að öllu leyti heima hjá sér og tekið próf sömuleiðis um gervitungl. I gegnum tölvuna geta þeir sótt fyrirlestra og ritgerðar- verkefni. Þá geta þeir skipst á skoð- unum við kennarana og samstúd- erita í sérstökum beinlínu umræðu- hópum með því að tengja tölvuna gagnanetinu á þar til greindum tím- um. David Barrun, prófessor við Raf- einda- og tölvuvísindadeild háskól- ans telur að hér sé vísir að háskóla- námi framtíðarinnar. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.