Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 43 FOLKI FRETTUM Matthew Broderick og Sarah Jessica Parker Farsælt leikarapar í Hollywood ?LEIKARAPARIÐ Matt- hew Broderick og Sarah Jessica Parker gerir það gott í Hollywood um þessar mundir. Hún leikur aðal- hlutverkið á móti Johnny Depp í kvikmyndinni „Ed Wood" og Broderick leikur aðalhlutverkið í myndinni „The Pvoad to Welville". Þar leikur hann í rómuðum farsa á móti gagnteknum heilsubrjálæðingi Dr. John Harvey Kellogg, sem leik- inn er af Anthony Hopkins en kvikmyndin var frum- sýnd í Bandaríkjunum 28. október. íslenskir kvik- myndahúsagestir muna kannski einna helst eftir Broderick úr gamanmynd- inni vinsælu „Ferris Buell- er's Day Off". Hjartakökur Silfurskottumannsins og hættulegur brjóstsykurskokkteill GESTUR númer eitt tvö og þrjú á Kaffí List þessa dagana hefur hengt jakk- ann sinn á einn vegg stað- arins og hangir þar reyndar sjálfur uppi á öðrum. Þetta er Silfur- skottumaðurinn snjalli, teiknaður af Steingrími Eyfjörð. Myndasagan um manninn birtist fyrst í Pressunni og síðan Ein- taki og var upphaflega unnin bæði af Steingrími og Sjón. Svo hvarf Sjón til annarra verka en Steingrímur sleppti ekki hendinni af Silfurskott- unni. Hann breytti henni úr eins konar landsmála- hetju í persónu úr daglegu lífi. Bjargar þá Silfur- skottumaðurinn engum lengur? „Fyrst og fremst sjálf- um sér," svarar Steingrímur. „Frá drykkju og óreglu og öðrum vanda sem kannski má nefna ástarfíkn. Hann er sem sagt í vissri klemmu. En hann er ofur'- menni og sýningin var opnuð á afmælisdegi ofur- Morgunblaðið/Kristinn STEINGRÍMI Eyfjörð finnst silfurskottan eitt- hvað svo íslensk og nefnir hetju sína eftir henni. mennisfræðingsins Fri- edrichs Nietzsches hinn 15. ágúst." Á List eru upprunalegar teikningar myndasögunnar og nokkrir rammar sem Steingrímur stækkaði með bleki. Þar er líka jakkinn, til að sýna fram á að Silfur- skottumaðurinn er til í raun og veru, og kjóll sem hann þekkir vel. Glansandi og . ofurmannlega síður kjóll. Auk þessa rúllá þrívíddarmyndir Silfur- skottunnar af myndbandi eftir Torfa Frans Ólafsson. Og þá er ekki allt upp talið, kaffihúsið hefur á boðstólum hjartalaga kök- ur Silfurskottumannsins og hættulegan. kokkteil úr lakkrísbrjóstsykri og vodka. „Hann dettur nefni- lega stundum í það," segir Steingrímur og telur ekki ólíklegt þegar á hann er gengið að Silfurskottumaðurinn éti líka stundum yfir sig af hjartakökum. Sýningunni á Kaffi List lýkur seinni partinn í nóvember. Lennon í kvikmynd ? JULIAN Lennon er bæði söngvari og sönglagahöfundur og ætlar núna að reyna fyrir sér í kvikmyndum. Hann hefur feng- ið sitt fyrsta hhrtverk sem bar- þjónn í nýrri mynd með Nicolas Cage. Talsmaður Lennons segir: „ Julian hefur alltaf haft áhuga á leiklist og hann er mjög ánægður með að hafa fengið tækifæri til að reyna fyrir sér í kvikmynd." MINJAGRIPASAFN um Dan Quayle. Minjasafn um Quayle ?DAN QUALE fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hefur öðl- ast heimsfrægð fyrir að misstafa orðið kartafla (potato), halda að Rómansk-Ameríkubúar (Latin Americans) töluðu latínu og rugla saman Bólivíu og Búlgaríu.. Heimabær hans, Huntington í Indiana-fylki, kann að nýta sér þessa frægð og hefur byggt minjasafn Quayle til heiðurs. Þar gefur að líta skrá yfir mikilvæga atburði í lífi James Danforth Quayle - Biblíuna sem hann sór varaforsetaeið sinn við, stól sem uppáhalds heimabæjarveitingastaður hans gaf safninu og útskrift- arskírteini hans úr lagaskóla, sem slapp naumlega við að vera étið af heimilishundinum Barnaby. Til minningar um heimsóknina á safnið er hægt að kaupa spila- stokk, kúlur á jólatré og áritaðar myndir. Það er jafnvel hægt að fara í sýnisferð um bæinn Huntington og sjá æskuheimili Quay- lés og golfklúbbinn þar sem hann tók sinn fyrsta golftíma. Síðan er haldið aftur á veitingastað safhsins þar sem sterkt kaffi bíður og Quayle-hamborgari - það eina sem vekur grunsemdir varðandi matseðiiinn er að á hann vantar kartöflur. Hvað viltu losna við mörg kíló? Atak gegn umframþyngd, A-tími. Átak gegn umframþyngd framh. B-tími. verð 9.9éOf- DAN Quayle er ekki mikið fyrir kartöflur. - Átak gegn umframþynd, A - tími 7 vikna námskeið fyrir þá sem vilja losna við aukakílóin. Tilvalið fyrir byrjendur. Lokaður hópur. - Námskeiðið hefst 31. okt. og er skráning þegar hafin. Takmarkaður fjöldi. - Atak gegn umframþyngd framhald, B - tfmi, nýtt 7 vikna námskéið fyrir þá sem þegar hafa lokið námskeiði A, og aðra sem komnir eru í einhverja æfingu en vilja gott aðhald. Lokaður hópur. - Námskeiðið hefst 31. okt. og skrán- ing þegar hafin. Takmarkaður fjöldi. Þeir sem rhissa 8 kiló eða meira fá fritt mánaðarkort Ný tæki í tækjasal Heitir pottar Vatnsgwfa y5s FROSTASKJÓLI 6 • SÍMI: 12815 OG 12355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.