Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Greindarvísitala, kynþættir, lágstéttir og hástéttir í Bandaríkjunum Erfðir eða umhverfi? Charles Murray í Bandaríkjunum er komin út bók þar sem greind er sögð mæli- kvarði á lífshamingju og á botni bandarísks þjóð- 1 félags sé hópur með hlut- fallslega fleiri svörtum mönnum en hvítum, sem eigi sér ekki viðreisnar von vegna greindars- korts. Bandaríkjaforseti kallar bókina „svívirði- lega". Karl Blöndal, rekur umræðuna um „Meðalkúrvuna" þar sem erfðir eru sagðar um- hverfinu yfirsterkari. ÞEGAR forfeður okkar fundu upp orðið heimsk- ur gáfu þeir sér þá for- sendu að andlegt atgervi manna byggðist einkum á umhverfi þeirra og því væri ekki öll von úti. Samkvæmt orðsins hljóðan getur sá, sem er heimskur, brotist út úr því ástandi með því að hleypa heim- draganum og víkka sjóndeildar- hringinn. Þessi forsenda liggur til grundvallar velferðarþjóðfélaginu og þeirri stefnu að hægt sé að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Nú hafa hins vegar tveir bandarískir fræðimenn gefið út bók þar sem erfðir eru sagðar ráða mestu um greind og nú sé svo komið að gáfur ráði stéttaskiptingu í Bandaríkjun- um. Þeir segja að myndast hafi menntuð yfírstétt, sem þeir kalla „vistvæna hástétt", og lágstétt, sem sé á góðri leið með að hverfa út úr þjóðfélagssáttmálanum. Bókin nefnist Meðalkúrvan, greind og stéttabygging í banda- rísku þjóðlífi' og er eftir Richard J. Herrnstein sálfræðing, sem lést í september, og Charles Murray stjómmálafræðing. Efni bókarinnar hefur vakið mikla umræðu hér í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að þar er gengið út frá því að greind sé að miklu leyti arfgeng og hlut- Blökkumenn í fátækrahverfi í Bandaríkjunum. Ein umdeildasta staðhæfmg höfunda bókarinnar Meðalkúrvan er sú að greind blökkumanna sé yfirleitt lægri en hvítra og þeir eigi því erfiðara uppdráttar í samfélaginu. Richard J. Herrnstein skipti manna í þjóðfélaginu ráðist af henni, að miklu leyti burtséð frá utanaðkomandi aðstæðum. Að þeirra sögn er sterk fylgni milli lágrar greind'arvísitölu og glæpa, fátæktar og atvinnuleysis. Að sama skapi geta þeir, sem hafa háa greindarvísitölu, nánast bókað miklar tekjur og farsælt hjónaband. Munur svartra og hvítra Mestu fjaðrafpki hefur þó um- fjöllun höfundanna um mismun svartra og hvítra valdið. Segja þeir að frammistaða svartra sé gegnum- sneitt lakari á greindarprófum og þennan mismun sé einkum að rekja til eðlisgreindar. Dagblaðið The WallStreetJourn- a\ birti lofsamlega umfjöllun um bókina, en víðast hvar hafa viðtökur hennar þó verið dræmar. „Inntak bókarinnar er svívirðilegt," hefur vikuritið US~News and World Rep- ort eftir Bill Clinton Bandaríkjafor- seta og tímaritið Newsweek sagði að hér væri verið að reyna að láta greindarvísitölu leysa siðferðileg verðmæti af hólmi. Bók Herrnsteins og Murrays heitir í beinni þýðingu Bjölluferlið og er þar átt við normaldreiftngu, þar sem flestir eru í miðjunni og úrtakið þynnist út eftir því sem nær dregur endunum sitt hvoru megin. Ferli af þessu tagi verður yfirleitt eins og bjalla í iaginu og myndast skott til vinstri og hægri. Tveir af hverjum þremur Banda- ríkjamönnum hafa greindarvísitölu á milli 90 og 110 á kvarða, sem nær frá einum upp í 200. Sljóir kallast þeir, sem mælast með greindarvísitölu á milli 76 og 90, og þeir, sem eru þar fyrir neðan, um 12,5 milljónir, eru of sljóir til að hafa bolmagn til að klífa þjóðfé- lagsstigann, segja höfundarnir. Hinir gáfuðu eru á bilinu 111 til 125 og þar fyrir ofan eru hinir af- burðagáfuðu. Þeir hafa tögl og hagldir í þjóðfélaginu, að sögn höf- undanna. Áreiðanleiki gáí" na prói's Á almennum vettvangi er alla- jafnan lítið gert úr áreiðanleika prófa af þessu tagi og sagt að þau séu gildishlaðin og þá yfírleitt þeim í hag, sem koma úr efri millistétt. Hins vegar virðast þeir, sem fást við hlutskyggni eða „mælingar á varanleika sálrænna þátta" svo notuð sé orðabókarskýring á orðinu „psychometry", nokkurn veginn á einu máli um áreiðanleika þeirra. En það er einnig spurning hvað þessi próf mæla. Ef greindarpróf sýnir að -viðkomandi á auðvelt með að taka próf og svo kemur í ljós að honum eða henni gengur vel í skóla þá er vissulega hægt að segja að prófið sé marktækt, en einnig má spyrja hvort greind ákvarðist ekki einnig af öðrum þáttum, t.d. félagsþroska. Bókin fjallar nánast eingöngu um skottin sitt hvoru megin á bjölluferl- inu. Herrnstein og Murray halda því fram að forsendur stéttaskipt- ingar í hinum vestræna heimi hafi gerbreyst á 20; öldinni. Þjóðfélags- staða gangi ekki lengur f erfðir og greind ráði úrslitum um frama' manna. Vissulega komi sér enn vel að vera fæddur með silfurskeið í munni, en greind sé betra vega- nesti. Mælingar sýna að greindar- vísitala sé betri mælikvarði á það hvernig mönnum vegni í lífinu, en þjóðfélagsstaða við fæðingu. Reyndar segja þeir að þáttur erfða í greind geti verið allt á milli 40 og 80 prósent og virðist það full mikil óvissa til að útiloka megi umhverfisþætti. Menntakerfið sem sía Kenning Herrnsteins og Murrays er sú að bandarískt menntakerfi hafi virkað eins og sía. Ýmis próf, sem mæli greind eða andlega getu, séu notuð til að mæla námshæfi- leika og þau hafi gerbreytt sam- setningu háskólastúdenta. Hlutfall námsmanna í há- skóla með háa greindarvísi- tölu hafi snarhækkað á þess- ari öld og nú fari rúm 80 prósent þess fjórðungs, sem mælist með hæsta greindar- vísitölu í háskóla, en það hafi aðeins rúmlega helmingur þeirra gert árið 1950. Harvard-háskóli er gott dæmi um þessa þróun. Meðaln- ámsmaður í ár- ganginum, sem hóf nám árið 1952, hefði verið í lægstu tíu pró- sentum þeirra, sem var hleypt inn í skólann árið 1960. Rétt eins og flestir hinna greindu skáru sig lítt úr hér áður fyrr áttu hinir sljórri auðveldara með að marka sér bás í þjóðfé- laginu, segja Herrnstein og Murray. Kenning þeirra er sú að hið ópersónulega velferðarkerfi, sem sé uppfinning þessara með háu greindarvísitöluna, afi komið í staðinn fyrir þau bönd samhjálpar og góðgerðar- starfsemi sem hinir misgreindu borgarar hafi myndað með sér á árum áður. Þetta hafi stuðlað að því hvernig ástatt er fyrir undir- stéttinni ásamt þeim misskilningi að hægt sé að greiða leið hinna sljóu inn í millistéttina með félags- aðstoð. „Forsjárríkið" Sú leið hafi verið reynd til þraut- ar og verði ekki snúið við blaðinu megi búast við því að kynþáttafor- dómar spretti upp á yfirborðið með- al hástéttarinnar og til verði „for- sjárríkið" þar sem reist verði nokk- ur konar „friðland eins og þau, sem indíánar byggja, handa umtalsverð- um minnihluta þjóðarinanr á meðan aðrir Bandaríkjamenn halda áfram að ganga sinna erinda." Höfundarnir halda því fram að jafnréttishugsjón velferðarþjóðfé- lagsins sé brostin og farast svo orð: „... gallar hennar endurspegl- ast í pólitískri reynslu, þar sem vangeta kommúnistablokkarinnar til að skapa hamingjusöm þjóðfélög er augljós og meira að segja er farið að efast um ágæti jafnréttis- fyrirmyndar Skandinava, sem kalla má af betri toga/.' Því hefur meira að segja verið haldið fram að bók Herrnsteins og Murrays sé ætlað að klæða málstað hægri vængs Repúblikanaflokksins í fræðilegan búning og lausnir þeirra beri því vitni. Þeir vilja færa ábyrgðina í félags- málum frá ríki til bæjarfélaga, gera skýran greinarmun á réttu og röngu, tryggja það að fólki verði refsað fyrir að fremja glæpi og endurvekja lagalega sérstöðu hjónabandsins þannig að fólk í óvígðri sambúð verði réttlaust: móðir geti ekki krafið föður um meðlag og faðir eigi enga kröfu á að sjá barn sitt. Kynbætur? En þeír láta ekki staðar numið við svo búið: „Þjóðfélag með hærri níéðalgreindarvísitölu er að öllum líkindum einnig þjóðfélag, sem býr við færri félagsleg mein og bjartari efnahagshorfur, og besta leiðin til að hækka greindarvísitölu þjóðfé- lags er að greindar konur eignist fleiri börn en sljóar konur." Höfundamir segja að bandarísk stjórnvöld hvetji hins vegar rangan hóp til barneigna því að þau „niður- greiði fæðingar fátækra kvenna, sem einnig eru hlutfallslega fleiri í neðri enda greindardreifingarinn- ar". Tal af þessu tagi ber vissulega keim af arfbótafélögum fyrr á þess- ari öld, bæði hreyfingu nasista í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.