Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 52
Þaö tekur aðeins einn r aðefns ^k^ÉL, virkan M aö kotna póstimim I þínum tU skila PÓSTUR OG SlMI trjpttil'lafrife varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki fslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVIK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 30. OKTOBER 1994 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK S&3SSÍ FJORBURASYSTURNAR Alexandra, Bryn- hildur, Diljíi og Elín Guðjónsdætur í Mos- fellsbæ verða sex ára á þriðjudag. I gær fengu þær smá forskot á afmælið, klæddu sig upp og fengu hver sitt úrið í afmælisgjöf. Systurn- ar eru byrjaðar í skóla og eru í 1. IBK í Varm- árskóla. Þegar spurt er um hvað sé skemmti- iegast í skólanum segir Alexandra að sér þyki mest gaman að púsla, uppáhald Diljár er að Fjórburarnir SGX cLTcl læra heimilisfræði en þær Elín og Brynhildur hafa mest gaman af að perla. Þær eru byrjað- Morgunblaðið/Þorkell ar í sundi og leikfimi og þykir það skemmti- legt. Stundum fara þær líka í sund með pabba sínum, en þá ekki nema tvær í einu. I skólanum hafa systurnar kynnst nýjum krökkum auk þess sem mörg skólasystkini þeirra úr leikskólanum eru í Varmárskóla. Þær sögðustallar eiga sömu vinkonurnar, „og við eigum líka sömu frænkurnar," bætti Bryn- hildur við. Ofbeldi I ískólum eykst OFBELDI í skólum er tíðara 'nú en það var fyrir nokkrum árum að sögn Víðis Kristinssonar, forstöðusálfræð- ings hjá Fræðsluskrifstofu Reykja- víkurumdæmis. Annað slagið hafi jafnvel komið í ljós að börn og ung- lingar hafa endurgert í leik fyrir- myndir sem þau hafa séð í kvikmynd- um, myndböndum og tölvuleikjum. „Nýlega heyrði ég af atburði sem gerðist í skóla hér á höfuðborgar- svæðinu, þar sem smástrákar réðust á telpu með höggum og spörkum. Þegar farið var að finna að þessu við þá, vitnaði einn þeirra í mynd- bandsspólu sem hann hafði séð og fullyrti að þessi meðhöndlun gæti alveg hreint gengið, fólk stæði upp á eftir," segir Víðir. Lagasetning kostur í seinustu viku var lögð fram beiðni á Alþingi um að dómsmála- ráðherra stæði að skýrslu um ofbeld- isverk barna og unglinga á íslandi. Valgerður Sverrisdóttir, einn forvíg- ismanna beiðninnar, kveðst telja lagasetningu hugsanlega lausn til að stemma stigu við ofbeldisefni í hinum ýmsu miðlum, m.a. með hertu kvikmyndaeftirlitu og setningar laga um eftirlit með tölvuleikjum. Guðjón M. Bjarnason, deildarsér- fræðingur í barnaverndarmálum hjá félagsmálaráðuneyti, segir ofbeldis- verk barna og unglinga ekki algeng en kunn dæmi séu „afar hrottaleg og sláandi". ¦ Hnefaréttur barna/16 Viðræður ríkis og borgar um Borgarspítalann Verktökusamn- ingur til umræðu SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, segir að hafnar séu við- ræður á milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, um að gerð- ur verði verktökusamningur milli ríkis og borgar, þannig að Reykjavíkur- borg taki að sér að annast rekstur Borgarspítalans fyrir umsamda fjárhæð. Kona kærði líkams- árás og nauðgun KONA kærði mann fyrir líkams- árás og nauðgun í fyrrakvöld. At- burðurinn átti sér stað i húsi í Kópavogi og bíl í Grafarvogi. Lög- reglan í Reykjavík fékk tilkynn- ingu um árekstur í Grafarvogi um klukkan hálfníu á föstudagskvöld- ið. Þegar komið var á staðinn reyndist tilkynningin á misskiln- ingi byggð en maður hafði brotist inn í bíl til konu þar á bílastæði. Rifrildi og átök Fólkið er fyrrverandi sambýlis- fólk. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hafði konan farið á heimili mannsins í Kópavogi, að hans ósk, eftir vinnu á föstudag. Hún ber að þar hafi upphafist rifr- ildi og maðurinn ráðist á sig. Hún er með töluverða áverka á höfði og í andliti og föt hennar voru rifin. Konan komst út úr íbúðinni og í bíl sinn. Þegar hún kom heim til sín í Grafarvog kom í ljós að maðurinn hafði elt hana og réðst hann þar á bíl hennar. Þegar lög- reglan kom á staðinn var maður- inn farinn af staðnum en hann náðist seinna og var vistaður í fangageymslum. Rannsóknarlög- regla ríkisins rannsakar málið og voru yfirheyrslur að hefjast um hádegið í gær. Konan var flutt á slysadeild og veitt aðhlynning vegna nauðgunar. „Þetta höfum við verið að ræða við borgarstjórann. Ég er bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Borgarstjórinn hefur tekið vel í þessar hugmyndir," segir heilbrigðisráðherra í samtali við Morgunblaðið í dag. Sighvatur segir þessar viðræður m.a. tilkömn- ar, vegna þess að Borgarspítalinn sé eini spítalinn, sem ríkið eigi eng- an fulltrúa í stjórn, en greiði samt sem áður allan rekstrarkostnað spít- alans. Ráðherrann segir að það yrði svo í höndum borgarinnar og Borg- arspítalans að reka spítalann, sam- kvæmt umsaminni fjárhæð. Áhrif kjarasamninga vanmetin Heilbrigðisráðherra segir að fjár- veitingavaldið verði að koma Borg- arspítalanum til aðstoðar, þar sem rekja megi fjárhagsvanda spítalans til þess að vanmetin hafi verið áhrif af kjarasamningum í fjárlagagerð. Borgarspítalinn beri hins vegar sjálf- ur ábyrgð á því að hafa í heimildar- Ieysi stofnað forstöðulæknastöður og fjölgað stjórnunarstöðum á hjúkr- unarsviði. Spítalinn hafi ekki fjár- veitingar fyrir þessum stöðum og þetta sé vandamál Borgarspítala ¦ Notaður sem Grýla /14-15 Dagvistarvandi barna í Reykjavík Byrjað á að leysa mál 3ja ára og eldri INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavík segir að til standi að leysa úr dagvistarvanda barna í Reykjavík og verði fyrst hafist handa við að finna pláss handa börnum þriggja ára og eldri. Fram kom í könnun Dagvistar barna að þörf væri á 15-20 leikskólum til viðbótar borginni og segir Ingibjörg Sólrún að kostnaðurinn við að leysa þann vanda yrði að líkindum hátt í 1,8 milljarðar króna. „Framkvæmdir við nýja leikskóla myndu þá hefjast á næsta ári en þeir yrðu ekki teknir í notkun fyrr en næsta haust. Eitthvað getum við hugsanlega leyst með því að taka í notkun húsnæði í eigu borgarinnar eða með því að kaupa og breyta i leikskóla," segir Ingibjörg Sólrún og bætir við að svo virðist sem ekki sé þörf á fleiri hálfsdagsplássum, hins vegar vilji mjög margir foreldrar sem eru með hálfsdagspláss eða sex tíma vistun fá heilsdagspláss. FRA 1. nóvember 1994 hækk- ar áskriftarverð blaðsins úr kr. 1228 í kr. 1316. Að viðbættum virðisauka- skatti breytist þvi áskriftar- verðið úr kr. 1400 í kr. 1500. Grunnverð auglýsinga verður kr. 790 dálksentimetr- inn, án virðisaukaskatts. Lausasöluverð verður óbreytt kr. 125 með virðis- aukaskatti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.