Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vegir liggja til allra átta Hrafnkell A. Jónsson um kröfugerð í kjarasamningunum Leyft verði að flytja inn landbúnaðarvörur greiðsluerfiðleikum vegna hús- næðiskostnaðar og það yrði varla gert öðruvísi en með beinum aðgerð- um um lækkun skulda. „Mér sýnist að það sé komið að þeim punkti að við verðum að gera þær kröfur sem neytendur að verð á landbúnaðar- vörum lækki. Ég sé ekki hvernig menn muni verja það til lengdar að hafna því að hér gildi heimsmark- aðsverð á landbúnaðarvörum," sagði Hrafnkell. Hann sagðist ekki sjá aðrar leiðir í því en að leyfa innflutn- ing landbúnaðarvara. „Það verður að leggja niður fyrir sér hvort hagsmunir 3.000-5.000 framleiðenda í iandinu eiga að vera ríkari heldur en neytendanna ef menn ætla sér að byggja hér upp siðaðra manna þjóðfélag, þar sem fólk hefur þokkalega til hnífs og skeiðar," sagði hann. Kröfur Dagsbrúnar tilbúnar í lok nóvember Að sögn Guðmundar J. Guð- mundssonar, formanns Dagsbrúnar, er enn talsverð vinna eftir við mótun kröfugerðar innan félagsins og kvaðst hann ekki eiga von á að hún lægi fyrir fullbúin fyrr en í lok mán- aðarins. Sagði Guðmundur að samn- ingar Dagsbrúnarmanna þörfnuðust mikillar endurskoðunar og kröfur um lækkun skatta og hækkun skattleys- ismarka væru mjög háværar. Einnig væri áhugi á lækkun vöruverðs en ekki iægi fyrir hvaða tiilögur yrðú ofan á í þeim efnum, þar sem menn væru ekki sammála um leiðir en margir hefðu mikla samúð með bændum. ÞAÐ getur oft verið erfitt að ákveða hvaða stefnu skal taka við gatnamót. Hins vegar er - of hastarleg lausn að láta ferð- ina enda á vegaskiltinu, eins og varð í þessari ökuferð. En sennilega hefur ökumaðurinn vitað hvert hann vildi fara. Aðeins gleymt að haga akstri eftir aðstæðum í þetta sinn og því fór sem fór. HHRAFNKELL A. Jónsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifirði, vill að Verkalýðshreyfingin geri þá kröfu, í tengslum við gerð næstu kjarasamninga, að matvöru- verð lækki með því að opnað verði fyrir innflutning á landbúnaðarvör- um. Mótun kröfugerðar vegna kjara- samninga er mislangt á veg komin í aðildarfélögum og á vettvangi landssambanda innan ASÍ. Heild- stæð kröfugerð liggur hvergi fyrir en búist er við að línur verði eitthvað famar að skýrast á sambandsstjórn- arfundi ASÍ 21. og 22. nóvember. Landbúnaðarvörur fluttar inn Hrafnkell kveðst ekki hafa trú á að beinar kauphækkanir muni skipta sköpum fyrir afkomu lág- launafólks en nauðsynlegt sé að leysa vanda þeirra sem eigi í Morgunblaðið/Júlíus Óánægja kaupenda með útreikning vaxta og verðbóta í húsbréfakerfinu Reiknað frá samningi en ekki afhendingu íbúðar VEXTIR og verðbætur á húsbréfum eru almennt reiknaðir frá þeim degi sem samningur tekst um- kaup notaðra íbúða, yfirleitt frá þeim degi' sem kaupandi skrifar undir kauptilboð. Lögskil fara hins vegar fram þegar íbúðin er afhent enda hefur seljandi arð af henni með afnotum til þess tíma. Hefur þetta stundum valdið óánægju kaup- enda. Sigurður Geirsson, forstöðumaður húsbréfa- deildar Húsnæðisstofnunar, segir að vaxtadagur fasteignaveðbréfa sem eru grundvöllur húsbréf- anna sé upphaflega tilgreindur í kauptilboði sem báðir aðilar skrifa undir. Húsbréfadeildin fari eft- ir samningi aðila enda sé það ekki hennar að ákveða vaxtadaginn. Hann bendir á kosti þess fyrir seljanda að miða vextina við undirritun kaup- tilboðs, hann viti þá betur hvað hann fái út úr húsbréfunum og þar með fyrir eignina en ef óvissa ríkti um vaxtadaginn. Þvert á fyrri venju Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteigna- sala, segir að þegar húsbréfakerfið var tekið upp hafí þessi framkvæmd verið tekin upp í samræmi við regiur ráðuneytisins. Hún sé hins vegar þvert á þær venjur sem áður ríktu í viðskiptum með notaðar íbúðir, þegar vextir voru reiknaðir frá afhendingardegi íbúðar enda fari þá lögskil fram og seljandi hafi arð af íbúðinni með afnotum til þess dags. Jón segir að vaxtadagurinn sé tilgreind- ur í öllum tilboðum og á opinberu eyðublaði fyrir kauptilboð sé gert ráð fyrir að vextir reiknist frá þeim tíma sem kauptilboð er samþykkt. Orfáir kaupendur hafi fundið að þessu, talið sig vera að greiða vexti aftur í tímann, en sæst á fyrirkomu- lagið. Telur hann að þetta fyrirkomulag hljóti að hafa verið tekið upp til að létta framkvæmd hús- bréfaviðskiptanna. Vegna þess ianga biðtíma sem verið hefur eftir húsbréfum síðari hluta þessa árs hefur þetta vandamál orðið meira áberandi. Afhending íbúða hefur dregist vegna þess að húsbréfadeildin hefur ekki haft heimild í lánsíjárlögum til að gefa út húsbréf. Dæmi eru um að fyrsti gjalddagi bréf- anna sé að nálgast þó íbúðin hafi ekki verið af- hent en Sigurður Geirsson segir að húsbréfadeild- in reyni þá að koma til móts við óskir manna um að fresta afborguninni til næsta gjalddaga. Niðurstaða embættismanna Hafnarfjarðar um fjármál listahátíðar Stj órn tjáir sig síðar GUNNAR Gunnarsson, stjórnarfor- maður Listahátíðar í Hafnarfirði hf., vill ekki tjá sig um þá ályktun bæjarlögmanns og -endurskoðanda í Hafnarfirði að stjórnin beri fulla ábyrgð á óreiðu í bókhaldi hátíðar- innar. „Stjórn Listahátíðar mun funda um málið þegar bæjarráð hefur tekið ákvörðun um framgang þess,“ sagði Gunnar við Morgun- blaðið í gær. Gunnar sagði að skýrslan hefði enn ekki verið lögð fram og hann hefði ekki séð hana en hins vegar setið fundi með bæjarlögmanni og bæjarendurskoðanda vegna máis- ins. Málið tæki ákveðna stefnu eft- ir fund bæjarráðs og í framhaldi af því muni stjórnin ræða það. Á þessu stigi væri ekkert segja um málið. Vinnubrögð gagnrýnd Ingvar Viktorsson, oddviti al- þýðuflokksmanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, gagnrýndi í samtali við Morgunblaðið í gær vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar í málinu og segir margt benda til að bæjar- stjóri hafi gefið bæjarráði rangar upplýsingar. Margnefnd skýrsla hafi átt að vera tilbúin á fimmtudag í fyrri viku og aftur á síðastliðinn fimmt.udag en þá hafi bæjarstjórn verið tjáð að svo væri ekki. „Það er ljóst að skýrslan var tilbúin fyrir síðasta fund. [Á föstudag] voru all- ir fjölmiðlar komnir í málið. Það eru furðuleg vinnubrögð að bæjarfull- trúar og bæjarráðsmenn fái ekki að sjá skýrsluna, sem þeir fóru fram á að yrði gerð, áður en málið var sett i fjölmiðla og það er alvarlegt mál ef bæjarstjóri hefur sagt ósatt.“ Ingvar sagðist ekki tjá sig um þær niðurstöður skýrslunnar sem fram hafa kömið i fjölmiðlum fyrr en eftir bæjarráðsfund á mánudag. ► 1-48 . Barnið mitt er fíkiil ►Hvenær teljast böm fíklar? Þessari spurningu og mörgum fleiri er varpað fram í viðamikilli úttekt á áfengis- og agavandamál- um barna og unglinga, þar sem því er m.a. haldið fram að stefna stjómvalda sé óljós meðan þetta samfélagsmein verður æ ógnvæn- legra. Meðferðarmál séu í molum og þekkingarleysi fagaðila of al- gengt. /10 Martröð Clintons ►Þingmeirihluti bandarískra demókrata í hættu. Repúblíkanar munu treysta stöðu sín í báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar á þriðjudag skrifar Karl Blöndal, fréttaritari Morgun- blaðsins í Bandaríkjunum. /14 Kveðja frá annarri strönd ►Úr nýjum bókum Hörpuútgáfan hefur gefið út sögu Halldóru Briem eftir Steinunni Jóhannesdóttur. /18 Heppni og útsjónar- semi ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er að þessu sinni rætt við Jón Júlíusson, kaupmann og athafnamann, sem oftast er kenndur við Nóatún./20 B ► 1-28 Fyrsti forsetinn ►Þrír stuttir kafiar úr ævisögu Sveins Bjömssonar forseta eftir Gylfa Gröndall,2 Eftirlæti pönkarans ►Ein helsta hljómsveit íslenskrar rokksögu var Hinn íslenski þursa- flokkur sem fléttaði saman þjóð- legum stemmum og framsæknu rokki.5 Að lifa og hrærast í sagnfræði ► Bergsteinn Jónsson prófessor í sagnfræði lítur yfír farinn veg. G Öld fíflsinS ►Hugsuðurinn og rithöfundurinn Gunnar Dal kemur víða við í sam- ræðum sínum við Hans Kristján Ámason í nýútkominni bók undir heitinu Að elska er að lifa.10 Klif rað í klettum ►Það heyrir fortíðinni til að klet- taklifur sé íþrótt sem aðeins fáir útvaldir sérvitringar stundi. /14 BÍLAR______________ ► 1-4 Fiat Punto ►Valinn bíli ársins í Danmörku./l Skoda Felicia ►Jóhannes Tómasson var í Prag og fékk forsmekkinn af arftaka Favorit./2,3 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 36,3b Leiðari 24 Velvakandi 36 Helgispjall 24 Fólk i fréttum 38 Reykjavíkurbréf 24 Bíó/dans 40 Minningar 26 íþróttir . 44 Myndasögur 34 Útvarp/sjónvarp 46 Bréf til blaðsins 34 Dagbók/veður 47 ídag 36 Gárur 6b Skop 36 Mannlifsstr. 6b Brids 36 Kvikmyndir 12b Stjömuspá 36 Dægurtónlist 13b INNLENDAR FRÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.