Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKIMATTLEIKUR Bandaríska NBA-deildin í köríuknattleik byrjuð og Houston Rockets ekki líklegt til að verja titilinn Loksins ár Barkleys? Ekki lengra DAVID Robinson hjá San Antonio Spurs var stigahæstur í NBA-deildinnl á síðasta tímabili, en hann er ekki síður sterkur í vörn og hér ver hann frá Patrick Ewing í New York Knicks. Eins og fram kom í laugardags- blaðinu hófst nýtt tímabil í bandarísku NBA-deildinni um helg- ina. í gær var fjallað , Gunnar um Austurdeildina, Valgeirsson en nú er það Vestur- sé komið að Charles Barkley og samheijum í Phoenix Suns að fagna titlinum. Houston best í miðvesturriðli Meistarar Houston Rockets unnu þennan riðil nokkuð auðveldlega á síðasta keppnistímabili og allt lítur út fyrir að sama sagan endurtaki sig í vetur. Hvorki Denver, San Antonio eða Utah hafa styrkt sig nægilega í sumar til að veita meist- urunum verulega keppni. Stóra spurningarmerkið í þessum riðli er , Dallas. Houston Rockets: Sjaldan hefur nokkuð meistaralið mætt til keppni eftir sigur í deildinni og nánast hvergi verið talið líklegt til að end- urtaka sigurinn af íþróttafrétta- mönnum. Þetta er þó sú staða sem Rockets er í. Liðið hóf síðasta keppn- istímabil með miklum látum, vann fyrstu 15 leiki sína, sem gaf tóninn fyrir það sem eftir var keppnistíma- bilsins. Það var síðan Hakeem Olajuwon sem sá um restina þegar í úrslitakeppnina kom. Liðið er óbreytt frá síðasta keppnistímabili, en talið er líklegt að framkvæmda- stjóri þess muni reyna leikmanna- skipti ef að illa fer að ganga. Ástæð- an fyrir að flestir íþróttafréttamenn telja liðið ólíklegt til að vinna titilinn aftur er að Olajuwon hélt liðinu á floti allt síðasta keppnistímabil og óvíst er að hann geti leikið jafn margar mínútur að meðaltali og þá. Það var fyrst og fremst hittni ba- kvarðanna Vemons Maxwells, Kenny Smiths og Sams Cassells sem gaf Olajuwon tækifæri undir körf- unni, þar sem hann skorar nánast sjálfkrafa ef hann hefur aðeins einn andstæðing til varnar. Maxwell átti frábært síðasta tímabil, en hann á • í allskonar persónulegum vandamál- um sem margir halda að muni koma honum í koll. Enginn skildi samt afskrifa þetta lið, einkum þegar að þriggja stiga línan hefur verið færð nær körfunni. Denver Nuggets: Hið unga lið Nuggets kom geysilega á óvart í síðustu úrslitakeppni og sló meðal annars Seattle og Utah út. Sú reynsla kemur liðinu eflaust til góða í vetur. Liðið skartar ekki neinni stórstjömu, en er jafnt og ungt. Miðheijinn og Keníubúinn Dikembe Mutombo er frábær varnarmaður og hefur bætt sóknarleik sinn mikið. Bakverðirnir Mahmoud Abdul Rauf (hét áður Cris Jackson) og Robert Pack og framheijarnir LaPhonso Ellis og Brian Williams léku allir mjög vel í úrslitakeppninni, og nýlið- inn Jalen Rose frá Michigan háskóla mun eflaúst styrkja Nuggets í vetur. San Antonio spurningarmerki San Antonio Spurs: Farinn er þjálfarinn John Lucas, sem næstum einsamall gat tamið Dennis Rodman eftir að hann kom frá Detroit. Eftir að Lucas hætti í lok síðasta á síð- asta keppnistímabili, var eins og Rodman hefði misst alla festu. Það sama hefur verið upp á teningnum fyrir þetta keppnistímbabil, kappinn mætir illa og seint á æfingar og í leiki! Spurs þarf á Rodman að halda í fráköstum til að besti leikmaður liðsins, miðheijinn David Robinson, geti einbeitt sér meira að sókninni Robinson vann stigameistaratitilinn á síðasta keppnistímabili og leikur liðsins fer að mestu í gegnum hann. Spurs fékk Sean Elliott til baka frá Detroit og framheijann Chuck Per- son frá Minnesota, en missti Daie Ellis í burtu. Bæði Elliott og Person eru körfuhrókar og ættu að veita Robinson stuðning í sókninni. Spurningarmerkið við þetta lið (fyrir utan hvaða háralit Rodman mætir með í leik!) er hversu vel Bob Hill, hinum nýja þjálfara liðsins, tak- ist að hemja Rodman og leysa ba- kvarðarvandamál þess, en þar er veikasti hlekkurinn. Utah Jazz: Þrír bestu leikmenn liðsins, Jeff Hornacek, Karl Malone, og John Stockton eru allir komnir yfir þrítugt. Þeir léku allir mikið á síðasta keppnistímabili og þjálfari Jazz, Jerry Sloan, vildi gjarnan geta hvílt þá meira, en vandamálið er að varamannabekkur liðsins er ekki nægilega sterkur til að það gangi upp. Engar breytingar hafa orðið á liðinu í sumar, þannig að ekki er hægt að búast við að það bætl árang- ur sinn mikið frá fyrri árum. Dallas Mavericks: Hinum ungu leikmönnum Dallas kom aldrei vel saman við Quinn Buckner, þjálfara liðsins síðasta keppnistímabil, og var hann rekinn í sumar. Fyrrum þjálf- ari, Dick Motta, tók við liðinu að nýju og miklar vonir eru bundnar við að hann geti loks náð að snúa gengi Mavericks við. Dallas fékk hinn frábæra leikstjórnanda Jason Kidd í háskólavalinu og framvörður- inn Roy Tarpley hefur að nýju snúið til liðsins eftir þriggja ára bann vegna síendurtekinna brota á vímu- efnalöggjöf deildarinnar. Tarpley hefur leikið í Evrópu og staðið sig vel, en hann var talinn einn af bestu framvörðunum í deildinni þegar hann var settur í bann. Ef þessir tveir leikmenn eiga gott keppnis- tímabil munu þeir eflaust gera þeim Jamal Washburn og Jimmy Jackson auðveldara að athafna sig í sókn- inni. Þessir leikmenn eiga allir fram- tíðina fyrir sér, en vandamál Dallas er að fyrir utan þessa fjóra leikmenn er ekki mikið um góða leikmenn. Minnesota Timberwolves: Úlf- arnir voru nálægt því að vera seldir til New Orleans í sumar, en deildin tók fyrir það og nýir eigendur voru fundnir í Minnesota. Þetta lið hefur aldrei náð að vinna 30 leiki á keppn- istímabili í sögu þess og því miður er ekki mikið útlit fyrir að það muni breytast á þessu keppnistímabili. Barátta í Kyrrahafsriðli Þijú lið í þessum riðli gætu vel unnið meistaratitiiinn. Baráttan um sigur í þessum riðli verður mjög hörð. Phoenix, Seattle, og Golden State verða sterk og öll hafa gert einhveijar breytingar frá síðasta keppnistímabili. Flestir sérfræðingar halda því fram að Seattle og Phoen- ix séu tvö bestu liðin í deildinni og að annað þeirra vinni Ilklega titilinn í vor. Phoenix Suns: Meiðsl Charles Barkleys, Kevins Johnsons og Cedrics Ceballos settu mikið strik í reikninginn hjá þessu liði á síðasta keppnistímabili og það náði aldrei að endurheimta sama kraftinn og það hafði í lokaúrslitunum 1993. Framkvæmdastjóri Suns ákvað að gera breytingar á liðinu í sumar. Liðið fékk Danny Manning frá Atl- anta, Wayman Tisdaie frá Sacra- mento, og miðheijann Danny Scha- eyes, en frá liðinu fóru Cebaílos (LA Lakers), Mark West og Oliver Miller (báðir til Detroit). Með þá Manning, A.C. Green, Tisdale, og Barkley í stöðum framheija, og með bakverð- ina Dan Majerle, Danny Ainge, og Kevin Johnson, er ljóst að Suns er lið með næga breidd og getu til að vinna meistaratitilinn. Manning og Tisdale eru báðir reyndir leikmenn sem neituðu mun stærri tilboðum annarra liða (báðir sömdu til eins árs) til að ganga til liðs við Phoenix. Báðir sögðu að með Phoenix ættu þeir besta tækifærið á að vinna meistaratitil. Eini veikleiki Phoenix er í stöðu miðheija, en það ætti ekki að koma að sök, nægt er úrval- ið fyrir þjálfarann Paul Estphal. Þeir sem veðja á annað borð, ættu að veðja á þetta lið framar öðrum. Ef Barkley verður nægilega góður í baki er erfitt hægt að sjá hvaða lið getur staðist Suns snúning. Seattle Supersonics: Það er geysileg breidd í þessu liði. Kendall Gill, Shawn Kemp, Nate Mcmillan, Gary Payton, Sam Perkins og Detlef Schrempf eru allir mjög sterkir. Lið- ið gerði eina breytingu á mannskap, sendi Ricky Pierce til Golden State í skiptum fyrir Sarunas Marciulion- is. Óvænt tap Seattle gegn Denver í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor var eins og rafstuð fyrir leik- menn og þjálfara liðsins. Lengi vel vissi enginn hvað hafði gerst. Sonics vann flesta leiki allra liða í riðla- keppninni, en náði sér aldrei á strik gegn Denver. George Karl, þjálfari, eyddi mestum hluta sumarsins í að auka samheldni í liðinu. Hann réði sérstakan aðstoðarþjálfara sem á að sjá um að öll samskipti leikmanna og þjálfara séu sem best, en nokkuð vantaði á að það væri í lagi. Ef liðs- andinn verður í lagi hjá iiðinu ætti það að ná langt í vetur. Golden State: Eins og hjá Cleve- land eru meiðsli leikmanna stóra spurningarmerkið við Warriors. Tim Hardaway og Sarunas Marciulionis léku ekki með allt síðasta keppnis- tímabil og nýverið meiddist Chris Mullin á hné og verður ekki með fyrstu sex vikurnar á keppnistíma- bilinu. Warriors er með góðan mann- skap. Liðið fékk Ricky Pierce frá Seattle í skiptum við Marciulionis. Fyrir í bakvarðarstöðum eru Tim Hardaway, og Latrell Sprewell. Chris Webber er í stöðu miðheija, en það er hinsvegar staða sem hann vill losna úr. Loks eru þeir Billy Owens og Cris Mullin í framheija- stöðunum. Það eina sem Don Nel- son, þjálfari, þarf er meiri breidd undir körfunni. Án þess er líklegt að bæði Seattle og Phonix geti ráð- ið við Warriors í úrslitum. Portland: Vandamál hins nýja þjálfara, P.J. Carlisimos (frá Seaton Hall háskóla), er að aidurinn er far- inn að segja til sín hjá flestum bestu leikmönnum liðsins, t.a.m. Clyde Drexler, Buck Williams, Terry Port- er og Jerome Kersey. Portland gat forðum reitt sig á að sókn liðsins myndi bæta úr veikri vörn, en á síð- asta keppnistímabili kom í ljós að það gekk ekki lengur upp. Fram- kvæmdastjórn liðsins verður einfald- lega að stokka það upp. Þessi mann- skapur hefur þegar fengið sín tæki- færi. Los Angeles Lakers: Eftir langa sigurgöngu kom loks í ljós á síðasta keppnistímabili að Lakers er lið sem verður að byggja upp á nýtt. Liðið styrkist verulega fyrir nokkrum vik- um þegar samið var við Cedric Ce- ballos frá Phoenix. Nokkrir af yngri leikmönnum liðsins munu eflaust reyna að sýna hinum nýja þjálfara, Del Harris, hvað í þeim býr. Anth- ony Peeler, Nick Van Exel og Eddie Jones munu sennilega fá það tæki- færi. Lakers er lið sem erfitt er að segja til um hvað muni gera. Sacramento Kings: Þrír nýliðar komu til liðsins í sumar og gætu bætt árangur þess í vetur. Nýliðum undanfarinna ára hefur annars gengið afleitlega með Kings. Komi þeir hinsvegar vel út gæti liðið unn- ið 30 leiki, en ekki búast við því í úrslitakeppninni. L.A. Clippers: Sorgarsaga Clipp- ers heldur áfram. Liðið missti tvo bestu leikmenn sína í sumar, þá Dominique Wilkins til Boston og Mark Jackson til Indiana. Bill Fitch, níundi þjálfari liðsins á ellefu árum, mun eiga fullt í fangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.