Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá annarri strönd Ur nýjum bókum Hörpuútgáfan hefur gefíð út sögu Halldóru Briem eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Við grípum hér niður í einn kafla bókarinnar sem ber heitið „Stórar stundir - sárar stundir“. Á SKÍÐUM, frá vinstri: Ólafur Sigurðsson, Eiríkur Briem og Halldóra Briem. HALLDÓRA við landmæling- ar ásamt skólafélögum af Teknis. Sumarið var gott en þegar haustaði kom Jan býsna niðurdreginn heim einn daginn og bað hann að finna sig inn í herbergi. - Er eitthvað að? spurði hún þegar hann hafði lokað að þeim. - Hefur eitthvað komið fyrir? Hér? Heima á íslandi? - Nei, það hefur ekkert komið fyrir þar. - Hvað er þá að? spurði hún og sá um leið hvað það var sem þjakaði hann. Hann hafði verið í sambandi við unga konu. - Á stúlkan von á bami? Hann horfði hiss á hana og stundi svo upp: - Hvernig gastu vitað það? Hún gekk til hans og strauk honum létt um kinnina eins og niðurbrotnu barni og sagði: - Jæja, Jan minn, þetta var erfitt. Hún settist hjá honum, ísköld og róleg og fór að ræða hvað hægt væri að gera í málinu. Hann sagði að stúlkan ætti eitt barn fyrir og væri í öngum sínum yfir að þurfa að skýra foreldrum- sínum frá því að hún ætti aftur von á bami í lausaleik. Hann spurði hvort hún vildi gefa honum eftir skilnað um hríð svo hann gæti gifst stúlkunni. - Jájá, Jan minn, sagði hún. - Má ég svo koma aftur til þín? - Jájá. Þú mátt koma aftur til mín. Hann sagði það sem hann hafði sagt henni áður að þó hann gæti ekki verið henni trúr, þá gæti hann ekki heldur hugsað sér að lifa án hennar. Þann dag sem hún snéri við honum bakinu viidi hann ekki lifa lengur. Hann fór og talaði við börnin. Hann var mjög hryggur þegar hann útskýrði fyrir þeim að hann ætlaði að yfirgefa þau og fara til annarrar konu. Hann grét. Þau höfðu aldrei áður séð pabba sinn gráta. Hann ætlaði aldrei að geta slitið sig frá þeim. Svo fór hann. Hún felldi ekki eitt tár. Hún þakkaði guði fyrir að hann var búinn að taka föður hennar til sín svo hún þyrfti ekki að skýra hon- um frá þessari smán. Hún prísaði sig sæla fyrir hvað hún var langt að heiman. Hún myndi ekki láta frænku vita hvað hafði gerst. Hún myndi ekki láta neinn vita fyrr en ekkert skipti máli lengur. Hún settist í sófann og börnin komu til hennar og hölluðu sér að henni. Þau voru hljóð og niðurdregin. Þau voru öll orðin nógu stór til að skilja. Gunnar var 13, Karin 11, Kerstin 9 og Þórunn bráðum 7 ára. Þórunn var kannski tæplega orðin nógu gömul til að skilja. Eitt andartak hafði henni fund- ist að hún væri öllu rúin, föður- landi, foreldmm, maka en þá fann hún um leið að hún átti þessi fjög- ur börn. Hún var rík, hún átti þessi fjögur börn. Jan var farinn að búa með nýju konunni úti í Sundbyberg og hún frétti að Siri hefði komið til þeirra með blóm til að óska þeim til ham- ingju. Hún hafði svo sem þóst vita það að Siri hefði aldrei fellt sig almennilega við hana síðan hún giftist Jan. Myndi hún missa fleiri vini? Veröldin var á hverfanda hveli. Hún leitaði trausts og halds í vinnunni. Hún var með skemmti- legt verkefni sem hún gat sökkt sér niður í, hún var litavalsráð- gjafi í stóram hverfum sem verið var að undirbúa og byggja í ýms- um bæjum og borgum og því þyngra sem henni var um hjarta því glaðari liti valdi hún á veggi og glugga og loft. Hún átti eigin vini á vinnustaðnum sém hægt var að reiða sig á þegar á móti blés. Og skyndilega fannst henni ákaf- iega freistandi að halla sér að starfsféiaga sem hún vann oft náið með og leita huggunar hjá honum. Hana langaði til að þiggja blíðuhót hans. En svo gerðist atburður sem gladdi hana ósegjanlega mikið og verkaði eins og smyrsl á sár henn- ar og endurreisti stolt hennar þótt hún ætti sjálf engan hlut að máli að öðra leyti en því að hún var íslendingur. Þegar tilkynnt var að íslenskur rithöfundur, Halldór Laxness, hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955 þá þaut blóðið fram í kinnar hennar eins og hún hefði sjálf unnið eitthvert þrek- virki. Halldór Laxness, landlhenn- ar og góðvinur Valgerðar systur hennar hafði unnið til merkustu bókmenntaverðlauna í heimi! Hví- líkt afrek! Hvílíkur sigur fyrir menningu hennar litlu þjóðar. Hvílík hamingja sem ísland hafði fallið í skaut! Hún hugsaði til sinnar gömlu vinkonu Rannveigar Kristjáns- dóttur konu Peters Hallbergs sem hafði dáið langt um aldur fram en átti svo stóran hlut í því að koma verkum Halldórs yfir á sænsku í félagi við mann sinn. Hvað hún hefði glaðst yfir þessum tíðindum! Sjálf fann hún gleðina halda áfram að streyma um sig alla. Hún bauð í opið hús til þess að fagna þessum tíðindum og Sveinn Einarsson, leikhúsfræði- stúdentinn, ætlaði að sjá til þess að landar fjölmenntu á áheyrenda- palla í Konserthúsinu þegar sjálf verðlaunaafhendingin færi fram. Þessarar stundar yrði lengi minnst í íslandssögunni. Svo rann sú stóra stund upp 1Ö. desember 1955. Þau sátu efst uppi í Konserthúsinu og fylgdust með þessari virðulegu og form- föstu athöfn þar sem leikin er hátíðarmúsik og haldnar ræður og allt fer fram eftir ströngustu siða- reglum. Hún fylgdist stolt með kjólklæddu skáldinu þar sem það sat meðal annarra verðlaunahafa og gekk svo fram til Gústavs VI Svíakonungs og tók við verðlauna- skjalinu úr hendi hans. Það fór um hana gleðihrollur. Nú var gam- an að vera íslendingur! Jan var aftur fluttur heim og þeim var boðið í sjálfa nóbelsveisl- una í Ráðhúsinu. Hún fór í upp- hlutnum sínum og lánaði amer- ískri konu sem var gestkomandi hjá þeim sparikjólinn sinn. Konan og maður hennar höfðu búið um hríð hjá Anders, en maðurinn var kunningi Jans og bæði læknir og listamaður. Frúin bandaríska hrópaði wonderful, wonderful í sífellu því henni fannst allt jafn wonderful við nóbelshátíðina, frá tunglinu sem skein hátt á desemb- erhimninum og stráði silfurgeisl- um á Riddarafjörðinn til ljósakrón- anna í Gyllta salnum og matfang- anna og þjónanna. Og var nokkuð hægt að ímynda sér fallegri um- gerð um þessi miklu hátíðahöld en þetta tignarlega ráðhús í hvítu tunglsljósi. Maðurinn konunnar þreyttist ekki á því að slá löndu skáldsins gullhamra. Honum þótti þjóðbúningurinn glæsilegur og hann kallaði hana í sífellu Marilyn Monroe. „She is my Marilyn Monroe“ sagði hann brosmildur við sessunautana við veisluborðið. Hún var með grennsta móti um þetta leyti en bijóstin voru sjálf- sagt ekki minni en á hinni frægu kvikmyndastjörnu. Einu sinni hafði verið sagt við hana unga að hún hefði vaxtarlag móður sinnar. Hún var ánægð með það. Ameríkaninn var kátur og líf- legur náungi bg allt í lagi með hann en hún hafði samt meiri unun af að ræða við hinn sessu- naut sinn sem var prófessor Jón Helgason, kominn frá Kaup- mannahöfn til að sitja þessa veislu. Hún hafði aldrei hitt hann áður en hana langaði svo að hann vissi hvað hún hefði miklar mætur á ljóðunum hans Úr landsuðri. En prófessorinn kannaðist ekki við að hafa ort nein merkileg ljóð. - Hvaða ljóð? - Aftur á móti fyrst við erum að tala um ljóð, sagði skáldið, þá mætti hún skila því til mannsins síns að það ljóð sem hann hefði mestar mætur á væri eftir móður hans Karinu Ek. Ljóðið heitir En liten grav og lýsir syrgjandi móður við gröf barnsins síns. Karin Ek hafði misst sitt fyrsta barn, soninn Ulf, í frumbernsku, Jón Helgason sagðist einnig hafa misst lítið barn og fundið hugsvölun í ljóði Karin- ar. Samræður hennar við Jón Helgason urðu nokkuð alvöru- þrangnar en þær gerðu þetta kvöld sérlega eftirminnilegt. Sjálft nó- belsskáldið hitti hún aðeins í svip og þau sk'iptust á örfáum kurteis- isorðum. Jan átti við hann lengri viðræður á meðan hún spjallaði við Sigurð Nordal sem var góður kunningi Sverkers tengdaföður hennar. Hún var sæl þetta kvöld. Það var stórt að vera íslendingur. Þegar þau komu heim um nótt- ina bar hún Jan kveðju Jóns Helgasonar og þau leituðu uppi ljóð Karinar þar sem m.a. voru þessi erindi. 0 kunde rain Karleks strálande hav i midvintems mörker dig varma, o finge min mun genom nerisad grav sig tatt mot ditt huvud narma och andas pá hánder, som frusna och smá vila mot tystnat hjárta - o, lyfte du blickens skuldlösa blá och log mot din moders smárta! Hún táraðist yfir þessu ljóði og hugsaði til þess hve örlög mæðra þeirra Jans hefðu verið lík. Þær misstu báðar lítið barn. Þær gátu báðar veitt sorg sinni útrás í söng og ljóði. Þær dóu báðar ungar frá fjórum börnum. Nú lifðu þau saman hún og Jan, tvö móðurlaus börn, sem gátu ekki lengur verið vinir og bætt hvort öðru það sem þau einu sinni höfðu misst. Litli bróðir. Litla systir. Foreldrar fjögurra barna. L- 5 í % • Saga Halldóru Briem er 327 blaðsíður að stærð. Útgefandi: Hörpuútgáfan. Verð: 3580 krónur. G- .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.