Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ f.7777*1 HÁSKOLABÍÓ SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. SONGLEIKURINN SÍVINSÆLI Á BREIÐTJALDI ^K^hreyfimynda “ élagiö HARIÐ Sýnd kl. 9 ÞRIR LITIR: HVITUR ZBICNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROiS COULEURS KRZYSZTOF KIESLOWSKI FORREST GUMP Tom Hanks Forrest Veröldin ver&ur ekki sú sama... Cr ... eftir a& þú hefur sé& hana með augum Forrest Gump. # 140 mín. Geislaplatan frábæra fæst í öllum hljómplötuverslunum. Sýnd Kl. 3, 5.05, 6.30 og 9.10. : *** A.I. MBL i*** Ó.H.T. Rás2 Fjögur brúðkaup og jarðarför Rómantík og gamansemi i annarri myndinni í þríleik meis- tara Kieslowski eftir litunum í franska fánanum, bláum, hví tum og rauðum - táknum hugsjóna frönsku byltingarinnar frelsis, jafnréttis og bræðralags. Karol getur ekki gagnast konu sinni sem heimtar skilnað og hann leitar hefnda. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Sýnd mánudag kl. 7, 9, og 11. Í„Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við j huggulega skólann i danskri kvikmyndagerð" 1 *** Egill Helgason ’ ^Morgunpósturinn. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11.10. Sýnd kl. 3, 5.05, 7 og 9 Sýningum fer fækkandi. Þrír lltir: HVÍTUR • Fylgist með bíóauglýsingum kl. 19.55 um helgina í sjóvarpinu Danstónlist Fyrsta alvöru- hljómsveitin Gróskan er mikil í íslenskri danstónlist og þar ber einna hæst hljómsveitina Bong, sem sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á morgun. Móeiður Júníusdóttir, söng- kona Bong flokksins, segir að Bong sé fyrsta alvöruhljómsveitin sín. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir MÓEIÐUR Júníusdóttir og Eyþór Arnalds. HELLE Virkner við skriftir. Helle Virkner hefur skrifað endurminningar sínar ►NÚ FARA senn að skýrast leyndardómarnir í lífi Helle Virkner, hinnar þekktu dönsku leikkonu sem margir mun úr hinum vinsælu sjónvarpsþátt- um Matador. Endurminning- ar Helle heita Með kveðju frá mér og kóng- inum, og eru að koma út um þessar mund- ir. Þar er m.a. vitnað í hve erfitt getur orðið að þegja yfir leyndarmálum. f Iang- an tíma vissi Helle og maður hennar Jens Otto Krag allt um trúlofun hinnar þá 16 ára Önnu Maríu Danaprinsessu og Konst- antíns Grikkjaprins. „Eg brann af löngun til þess að segja frá þessum fréttum,“ segir Helle. í endurminningum sínum segir Helle frá stórum og smáum leyndarmálum sem hún sem virt leikkona og forsætisráðherrafrú átti eða varðveitti fyrir aðra. Hlýtur að vera spennandi lesn- ing það. BONG flokkurinn hefur verið iðinn í danslagaútgáfu síð- ustu misseri og verið þaulsætinn á vinsældalistum. Bong, sem er dúó þeirra Eyþórs Arnalds og Móeiðar Júníusdóttur, sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á morg- un. Til að kynna plötuna og spila sem víðast og mest hefur flokkn- um vaxið fiskur um hrygg; er nú fímm manna, en aðstoðarmenn eru Guðmundur Jónsson gítarleik- ari, Jakob Magnússon bassaleik- ari og Arnar Omarsson trommu- leikari. í tónlist Bong mæðir eðlilega mikið á sérstakri og seiðandi söngrödd Móeiðar, en hún segir að Bong sé ekki beint hennar fyrsta hljómsveit, því hún hafí sungið með Jassbandi Reykjavík- ur þegar hún var sextán ára göm- ul, „en það má segja að Bong sé fyrsta alvöruhljómsveitin mín, það er svo miklu meira varið í að vera að skapa sjálfur. Bong bytjaði fyrir tveimur til þremur árum, var lítið leyndarmál okkar Eyþórs til að byrja með og það tók okkur tíma að móta þetta og ákveða hvað við vildum gera, hvort þetta kæmi öðrum en okkur við eða ekki. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað við erum í raun búin að vera lengi að pæla og semja og móta okkur,“ segir Móeiður, en í upphafi gerðu þau Eyþór meðal annars það að semja lög og setja á segulband og fá að spila þau ókynnt í danshúsum í Reykjavík til að prufukeyra þau. „Það gerir okkur sterkari þegar á hólminn er komið að hafa haft tíma til að semja lög og móta stíl, maður verður að eiga sér sögu og fortíð, það er verðmætt núna.“ Eyþór var á þessum tíma í önn- um sem hljómsveitinni vinsælu Todmobile, en Móeiður tekur ekki undir það að það hafi á nokkurn hátt háð starfsemi Bong. „Það var mjög gott að hafa tíma og næði til að gera upp hug okkar, sérstak- lega fyrir mig, því þetta var fyrsta hljómsveitin og fyrstu lögin sem ég var að senda frá mér,“ segir hún og bætir við að sér þyki í raun ekkert erfitt að senda frá sér lög á plötum eða flytja þau á tónleikum og leggja þau þannig í dóm almennings. „Mér finnst þetta allt mjög spennandi, en þeg- ar ég er að spila er ég ekkert að hugsa, maður á að hugsa fyrir tónleika, en þegar komið er á sviðið á bara að gera.“ Söngvin fjölskylda Tónlistin er líklega algengt umræðuefni á fjölskyldusamver- um Móeiðar, því móðir hennar, Guðrún Guðlaugsdóttir, hefur numið söng, Ása systir hennar lærir nú söng í Bretlandi og bræð- ur hennar, tvíburarnir Kristinn og Guðlaugur, hafa verið í hljóm- sveitum síðan þeir voru tólf ára og eru enn, því hljómsveit þeirra, Tjalz Gizur, æfir í saman húsnæði og Bong. „Ég held að þetta sé allt komið frá langömmu minni, sem söng í kirkju í Bolungarvík," segir Móa og hlær, en hún segist ekki hafa verið gefin fyrir söng í æsku. „Mamma var alltaf að syngja og ég var alltaf að biðja hana að hætta þessum hávaða,“ segir hún og hlær að minning- unni. „Ég ætlaði alltaf að verða tónskáld og píanisti og lærði á píanó alveg þangað til ég var tví- tug. Ég hætti þá því ég fjarlægð- ist það einhvern veginn smám saman. Það kemur mér að miklum notum að hafa lært á pínaóið, en ég spila ekkert á það á tónleikum. Ég á erfitt með að spila á píanó og syngja samtímis, ég hef prófað það, en það er spennandi. Ég á örugglega eftir að gera það ein- hvern tímann seinna," segir hún ákveðin, en leggur áherslu á að slíkar vangaveltur verði að bíða betri tíma, nú sé Bong aðalatriðið og það verði ekkert mál að sinna því. „Fyrir ári vorum við enn leit- andi, en núna vitum við alveg hvað við viljum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.