Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 39 FÓLK í FRÉTTUM KJARTAN Örn Sigurðsson flytur sigurávarp en hann hlaut tvenn verðlaun fyrir mynd sína Mitt líf. Stuttmyndir Stórlaxinn afhentur ► NÍU myndir kepptu til verð- launa á stuttmyndahátíð Verzl- unarskóla íslands í liðinni viku. Hún var haldin í Háskólabíói á vegum myndbandsvinnslu- nefndar skólans og kvikmynda- klúbbs hans, Ljóslifandi. Raun- ar voru átján myndir sendar til keppninnar en einungis helm- ingur valinn. Veitt voru verð- laun, „stórlax“, fyrir tólf þætti kvikmyndagerðarinnar, allt frá verstu mynd til bestu, tækni- vinnu til leiks. Aðalverðlaun hátíðarinnar hlaut „Monika Mai“ eftir Einar Geir Ingvarsson, níu mínútna svart-hvít saga úr íslenskri sveit um aldamótin. Sérstök dómara- Skotin rauð Marilyn ► HIÐ FRÆGA málverk lista- mannsins Andys Warhol „Shot Red Marilyn", í lauslegri þýðingu „Skotin rauð Marilyn“, var selt á 3,6 milljónir punda eða tæpar fjögur hundruð milljónir króna á uppboði á nútimalist hjá Christies miðvikudaginn 2. nóv- ember. Myndin er álíka fræg fyrir silkitrykkið sem var vöru- merki Warhols og fyrir það áð byssukúla fór í gegnum enni Marilyn Monroe á málverkinu. Andy Warhol gerði við holuna eftir að kona hafði brotist inn I vinnustofu hans og skotið byssu- kúlu í gegnum málverkið. ÁHORFENDUR troðfylltu Háskólabíó og komust færri að en vildu. Kynnar kvöldsins á Verzl- unarskólahátiðinni, sem haldin var í Háskólabíói, Helen María Ólafsdóttir og Gunnlaugur Jónsson, stóðu með mikilli prýði. verðlaun fékk síðan myndin „Mitt líf“ eftir Kjartan Örn Sig- urðsson. Hún er tveggja og hálfrar mínútu löng og í raun lifandi ljóð höfundarins. Mynd- irnar verða sýndar næstu vikur í hádegishléi Verslinga milli tólf og hálfeitt. Bannárin mynduðu umgjörð þessarar þriðju stuttmyndahá- tíðar skólans; kynnar og aðrir sem sérstaklega höfðu sig í frammi klæddust fötum í anda þeirra ára og höfðu flestir hatta í stíl. Framsýning á Franken- stein FRUMSÝNING á nýjustu kvik- mynd Shakespeare-Ieikarans og leikstjórans Kenneth Branagh „Mary Shelly’s Frankenstein" fór fram í London fyrir skömmu. Af því tilefrji var mikið um dýrðir og meðal gesta voru margar stórstjörnur og fyrir- fólk þar á meðal Karl Breta- prins, Jack Nicholson, Emma Thompson, Kenneth Branagh, hrollvekjuleikarinn Christoph- er Lee og John Cleese. ENSKU leikkonurnar framúrskarandi Emma Thompson og Helena Bonham Carter faðmast á frumsýningunni. KARL Bretaprins ræðir við Pierce Brosnan. Athygli vakti að Brosnan var búinn að raka af sér skeggið, var snyrtimennskan uppmáluð og virtist tilbúinn í slaginn sem næsti James Bond. Frá Guöspeki- fólaginu Ingóffsstrssti 22. Áskriftarsíml Ganglsrs sr 39573. Hugræktarnámskeið Guðspekifélagið „Celestine" hugræktar- námskeið verður haldið í húsi félagsins Ingólfsstræti 22, á þriðjudagskvöldum kl. 20.00. Það hefst þann 8. nóv. og verður í 5 skipti. Námskeiðið erókeypis og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Leiðbeinandi er Einar Aðalsteinsson. Upplýsingar í síma 612773 á kvöldin. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd í Nýjabíó Keflavík sunnudag og Borgarbíó Akureyri 9. nóvember. Madeleine Mary Stuart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.