Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Wtk Si Morgunblaðið/Kristinn JÓN Júlíusson kaupmaður í Nóatúni þakkar velgengni fyrirtækis síns heppni, útsjónasemi og dugnaði starfsfólks. HEPPNIOG ÚTSJÓNARSEMI eftir Guðna Einarsson ar þannig gengur.“ Fj ölskyldufyrirtæki Hlutafélagið Nóatún er fjöl- skyldufyrirtæki í orðsins fyllstu merkingu. Þau Jón og Oddný eiga helming fyrirtækisins, hinn helm- ingurinn skiptist á milli fimm barna þeirra hjóna. Synirnir þrír og dæt- urnar tvær starfa öll við fyrirtækið og axla þar ábyrgð. Fjögur stýra hvert sinni versluninni og ein dóttir- in er skrifstofustjóri. Jón segir að fleiri úr fjölskyldunni starfi við fyr- irtækið. Hann nefnir til dæmis frænda konu sinnar sem hefur starfað við Nóatúnsbúðirnar frá-12 ára aldri. Hjá Nóatúni hf. starfa nú yfir 100 starfsmenn, ýmist í hálfu eða heilu starfi, og hafa marg- ir unnið þar allan sinn starfsferil á vinnumarkaði. Jón verður sjötugur á næsta ári. Hann starfar af fullum krafti í fyrir- tækinu, heldur um stjórnvölinn og fylgist með daglegum rekstri. Jón ræður tíma sínum sjálfur og er nú farinn að vinna „venjulegan" vinnu- dag. Sú tíð er að baki að hann standi sjálfur í afgreiðslu, kaupi inn eða raði í hillur. Hann reiknar með að börnin taki alfarið við fyrirtækinu í fyllingu tímans. „Þau eru búin að vera í þessu alla tíð, en maður veit aldrei hvað gerist í þriðja lið. Hann er hættulegur," segir Jón og hlær. Hagkvæmni stærðarinnar Jón segir að það að reka keðju verslana treysti rekstrargrundvöll- inn. „Við náum hagkvæmni með magninnkaupum, en það er erfitt fyrir smærri kaupmennina að fá slíkan afslátt,“ segir Jón. Fyrir nokkru var mikið rætt um ólík við- skiptakjör smásöluverslana. Jón segir að lítið sé við því að gera. Stórir viðskiptavinir geti krafist aukaafsláttar hjá heildsölum í krafti stærðar sinnar og umsvifa. Heild- salarnir eigi bágt með að neita því, enda geti mikil viðskipti verið í húfi. Það er ljóst að heildsalinn verður að ná ákveðinni lágmarks- arðsemi til að komast af og því ;eti þrautarlendingin hjá honum verið að bæta sér upp þennan auka- afslátt með hækkaðri álagningu á almenn viðskipti. „Heildsalan hefur mikil áhrif á verðlagninguna. Álagningin var gefín fijáls 1985 og ég er ekki frá því að þessir stóru afslættir sem sumir hafa fengið hafi haldið vöruverðinu almennt uppi.“ vnxaopniMviNNinJF ÁSUNNUDEGI ► JÓN Júlíusson kaupmaður í Nóatúni hf. er fæddur á Hellissandi 23. janúar 1925. Hann fór ungur til sjós og reri á bátum frá Hellissandi og Akranesi. Jón lærði renni- smíði og lauk síðar vélstjóraprófi frá Vélskóla íslands. Hann fór í siglingar og starfaði á skipum Eimskipafélags íslands 1951 til 1960. Jón hóf verslunarrekstur 31. októ- ber 1960 í Versluninni Þrótti í Höfðaborginni. Verslunina Nóatún í Nóatúni 17 opnaði hann fimm árum síðar og rekur nú átta verslanir og kjötvinnslu undir því nafni. Jón hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Kaupmanna- samtökin. Hann hefur setið í stjórn Sparisjóðs vélstjóra frá 1962 og verið sljórnarformaður frá 1964. Jón var orðinn 35 ára gamall þegar hann söðlaði um og hætti á sjónum. Hann segir að langar fjarvistir frá fjölskyidunni hafi ráðið miklu um þessa ákvörð- un. Jón sigldi mest á Murmansk og Leningrad, nú St. Pétursborg, í Rússlandi. Túrarnir stóðu á annan mánuð, yfir árið var komið 8 til 9 sinnum í heimahöfn. Heimkynni Njarðar Verslunarrekstur Jóns byijaði í búð sem hét Þróttur og var til húsa í Höfðaborg 11, rétt þar hjá sem hús Sparisjóðs vélstjóra stendur nú. 22. október 1965 opnaði Jón síðan verslun í Nóatúni 17 og kallaði hana Nóatún. Nafn verslunarinnar. er ekki, líkt og ætla mætti, dregið af götuheitinu. „í norrænu goða- fræðinni var Njörður guð siglinga og verslunar og hann bjó i Nóatún- um. Ég kom úr siglingum í verslun og fannst því vel viðeigandi að nefna búðina eftir heimkynnum Njarðar,“ segir Jón. Jón byggði stórhýsi í Nóatúni 17 sem hýsir fjölda fyrirtækja auk verslunarinnar og höfuðstöðva Nó- atúns hf. Húsið var byggt í áföng- um eftir því sem efnin leyfðu. Nóa- tún 17 er allt í eigu hlutafélagsins og hefur það töluverðar fasteigna- tekjur af húseigninni. Allt frá upp- hafi hefur það verið stefna Jóns að taka sem minnst af lánum en fram- kvæma sem mest fyrir eigin reikn- ing. í næsta nágrenni reis síðan stórhýsi Sparisjóðs vélstjóra við Borgartún, en þar hefur Jón verið stjórnarformaður í 31 ár. Eigin húsnæði Nóatún hf. rekur nú átta verslan- ir á höfuðborgarsvæðinu. Elstu verslanirnar eru í Nóatúni og við Rofabæ. Frá 1987 hafa bæst við Nóatúnsverslanir við Kleifarsel, Laugarveg og Hringbraut í Reykja- vík, Hamraborg og Furugrund í Kópavogi og við Þverholt í Mos- fellsbæ. Auk þess er fyrirtækið með eigin kjötvinnslu við Grensásveg. Verslanirnar byggja bæði á hverfa- verslun og viðskiptavinum sem koma lengra að. Jón segir að meiri- hluti viðskiptavina i Nóatúni 17 komi til dæmis úr öðrum hverfum til að versla. Nær öll starfsemi fyrirtækisins er nú í eigin húsnæði. Þannig varð verslunarhúsnæðið í Rofabæ eign hlut.afélagsins um síðustu áramót, en áður var það í eigu Jóns og konu hans Oddnýjar Sigurðardótt- ur. Fyrir tveimur mánuðum eignað- ist félagið húsnæði verslunarinnar í Mosfellsbæ. Nú eru uppi ráðagerð- ir um að opna um 1.500 til 2.000 fermetra Nótatúnsverslun í stórhýsi sem stendur til að byggingarverk- takarnir Gunnar og Gylfi reisi í Smárahvammslandi í Kópavogi. Það er ekki frágengið hvort Nóatún kemur til með að eiga eða leigja verslunarhúsnæðið í Smára- hvammslandi. Jón segir að málið sé enn til umræðu og ekki komið á það stig að hægt sé að nefna ákveðnar dagsetningar um opnun verslunar á þessum stað. Hann seg- ist sjá þörf fyrir matvöruverslun á þessu svæði. Þarna er nýtt hverfi í uppbyggingu og fjölmenn hverfi í næsta nágrenni. Svæðið liggur einnig vel við umferð og matvöru- verslun á þessum stað gæti notið góðs af því. Jón vill lítið tala um aðra fyrir- hugaða landvinninga, en segir að vel komi til greina að færa kvíarnar út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar koma einkum til greina Vesturland og Suðausturland, þótt ekkert sé ákveðið í þeim efnum. En er hagkvæmt að binda mikia fjármuni í verslunar- og skrifstofu- húsnæði í dag? „Maður gæti eflaust grætt meira á því að velta þessum fjármunum í verðbréfum. En ég hef haft gaman af þessum rekstri og gangurinn hefur verið góður. Það er enginn ástæða til að hætta þeg- Bryddað hefur verið upp á ýms- um nýjungum í matvöruverslun, til dæmis hvað varðar opnunartíma. Jón segir að Nóatún hafí reynt að reka eina verslun með „klukkubúð- arsniði", það er matvöruverslun án kjötborðs, en horfið hafí verið frá því. „Það er ekki hægt að veita sömu þjónustu í þessum klukkubúð- um og hefðbundnum matvöruversl- unum. Viðskiptavinir okkar vilja eiga aðgang að góðu kjötborði.“ Harðnandi samkeppni Óvíða hefur samkeppni verið jafn hörð hér á landi og í matvöruversl- un. Að sögn Jóns er hart barist á þessum markaði og samkeppnin hefur harðnað með árunum. „Mér finnst gott að keppa við fyrirtæki eins og Hagkaup og Bónus,“ segir hann. „Þeir borga sína reikninga. Það var verra að eiga í samkeppni við þá sem voru með alskonar tilboð á vörum, sem þeir svo borguðu aldr- ei fyrir.“ Hann telur upp stóra sam- keppnisaðila í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu sem helst hafa úr lestinni á síðustu árum, ýmist vegna gjaldþrota eða af öðrum ástæðum. Þeir nálgast tuginn og Jón tekur fram að sum þessara fyrirtækja hafi verið með margar verslanir á sínum snærum. Fyrirkomulag matvöruverslunar hefur mikið breyst með breyttu þjóðfélagi. Jón nefnir að í tilteknu hverfi í Reykjavík voru á sínum tíma 24 matvöruverslanir, nú eru þær fjórar. „Þetta hefur færst á hendur færri og stærri aðila. Ég er hrædd- ur um að það verði ekki neinum til góðs ef þróunin í þá átt gengur mikið lengra. ímyndaðu þér til dæmis hvernig þetta liti út ef við lokuðum búðunum okkar á morgun. Það yrðu ekki margir eftir!“ i ! í I I ! r. i í fe ! i r c ( (5 í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.