Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MIIVIIVIINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, bróðir og mágur, afi og langafi, STEINGRÍMUR B. BJARNASON, fisksali, Sogavegi 158, sem lést í Bolungarvík þ. 29. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeir sem vildu minnast hans er bent á Hólskirkju, Bolungar- vík, minningarsjóð séra Páls Sigurðssonar, til viðhalds kirkjunn- ar. Uppl. hjá Ernu Hávarðardóttur í síma 94-7218. Kristfn Kristjánsdóttir, Bára Steingrímsdóttir, Bárður Árni Steingrímsson, Kristján Steingrimsson, Laufey Steingrfmsdóttir, Erlingur Steingrfmsson, Steinþór Steingrfmsson, Hulda Arnsteinsdóttir, Kristfn Salome Steingrímsdóttir, Jóhann P. Jónsson, Sigrún Höskuldsdóttir, Hólmfrfður Sigurðardóttir, Hannes Einarsson, Þórhaliur Steingrímsson, Gunnar Örn Steingrfmsson, Lilja Steingrímsdóttir, Ólfna K. Ermert, Ásta Bjarnadóttir, Jóhann Kristjánsson, Jón Hjörtur Harðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Þorgerður K. Halldórsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Terry L. Ermert, Jóna Bjarnadóttir, Evlalfa Sigurgeirsdóttir, t Móðir mín, amma okkar og langamma, GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Laufvangi 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Guðbjörg Jóna Jónsdóttir, Jón M. Harðarson, Gróa B. Jónsdóttir, Örn Harðarson, Bryndís.R. Jónsdóttir, Ólafur Örn Jónsson, Jón H. Arnarson, Margrét Þ. Óladóttir, Sigmar Arnarson. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÉTURSSON EINARSSON, Bústaðavegi 105, sem lést á öldrunardeild Landspítalans Hátúni 10b, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigfríður Georgsdóttir, Ottó E. Jónsson, Guðleif Andrésdóttir, Örn S. Jónsson, Baldur Jónsson, Jón Jónsson, Pétur Jónsson, Laufey Jónsdóttir, Emilfa G. Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ragnar Jónsson, Friðbjörg Haraldsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Edda G. Guðmundsdóttir, Eysteinn Nikulásson, Einar Ólafsson, Kristín Guðmundsdóttir, Kristfn Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hæðargarði 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Jón Júlíus Sigurðsson, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Ágúst Hilmar Þorbjörnsson, Guðrún Júlfa Jónsdóttir, Sigurður Grétar Ragnarsson, Þórður Jónsson, Stefanía Gerður Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þór Indriðason, Sigrfður Ragna Jónsdóttir, Auðunn Atlason og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 RÓSA JÓRUNN FINNBOGADÓTTIR +Rósa Jórunn Finnbogadóttir var fædd í Norður- garði í Vestmanna- eyjum 27. septem- ber 1914. Hún lést í Elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund 28. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ses- selja Einarsdóttir, f. 11. mars 1891, d. 14. október 1964, og Finnbogi Finn- bogason, f. 11. maí 1891, d. 3. apríl 1979. Rósa var elst níu barna, en af þeim komust sjö á legg. Þau eru: Arni, Fjóla, Lilja (d. 1959), Óli, Ásta og Gréta. Hinn 3. ágúst 1935 giftist Rósa Ás- geiri Bjarnasyni frá Húsavík, f. 10. júní 1910, d. 13. apríl 1978, sem var þá sparisjóðs- stjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Þau áttu fjögur börn: Bjarna Benedikt, _ Sess- elju Þórdísi, Finnboga Ásgeir og son sem fæddist andvana. Árið 1978 hóf Rósa störf sem gæslumaður við Þjóðminjasafn Islands og starfaði þar til 1989. Utför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun. FRÁ SÓLRÍKU sumri bernsku minnar árið 1935 er mér efst í minni dagurinn sem hún Rósa, kærasta elsta bróður míns,_ kom heim til okkar á Húsavík. Ég sé enn fyrir mér fallegu Ijúfu stúlkuna með mjúku hreyfingarnar og glöðu brosandi augun. Hún féll svo vel inn í okkar fjölskyldu rétt eins og hennar þráður væri samofinn okk- ar. Æskuárin sín átti hún í hinum morgunfögru Vestmannaeyjum, ólst þar upp í glöðum sjö systkina- hópi hjá foreldrum sínum, duglegu manndómsfólki. Eins og fuglinn frjáls þráði hún ung að sjá og reyna lífið. Snemma var hún komin til Reykjavíkur. Eftir nokkra dvöl þar fékk hún vinnu í gestamóttöku á Hótel Borg, þar lágu leiðir þeirra saman, Ás- geirs bróður míns og hennar. Sumarið góða með Rósu heima á Húsavík leið með veðurblíðu og skemmtilegum stundum við leik og störf. Mikill fólksstraumur fór um heimili okkar á þessum árum, sem þá var rekið sem sumargististaður. Þetta margþætta sumarlíf átti vel við Rósu, hún var mikil félagsvera og naut þess að hafa marga í kring- um sig. Þannig byggðu þau ungu hjónin Rósa og Ásgeir upp sitt heimili í Reykjavík að mér fannst það vera útibú frá heimilinu okkar á Húsa- Bíómastofa fíiófinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. vík. Þar hittust ætt- menn og vinir beggja á öllum jólúm og há- tíðarstundum í árarað- ir, sem stór fjölskyldu- hópur. Rósa kom fram við okkur litlu mágkon- urnar sem jafningja og sýndi okkur trúnað og virðingu. Hún var okk- ur öllum gleðigjafi og sannur vinur. Guð blessi þig elsku Rósa. Ég þakka þér allt. Guð blessi börnin hennar öll og fjöl- skyldu þeirra. Guð blessi heimkomu hennar til bjartari heima og ástvina sem á undan eru farnir. Blessuð sé minning Rósu. Bryndís Bjarnadóttir. Nú þegar komið er að því að kveðja Rósu Finnbogadóttur mág- konu mína, þá leitar á hug minn mikið þakklæti til hennar og Ás- geirs heitins bróður míns, fyrir alla greiðasemi og vináttu við mig, þar sem heimili þeirra stóð mér ávallt opið til fæðis og gistingar, er ég gisti Reykjavík. Við Ásgeir vorum miklir bræður og vorum lengi vel, eða frá 1930, saman í Reykjavík, ég á skipum en Ásgeir fyrst á skrif- stofu Eimskips og síðar í Sparisjóði Reykjavíkur. Hlaut ég alltaf gisti- vináttu hans, fyrst á Suðurgötu 5, og síðan á Hverfisgötu 21, eftir að Sparisjóðurinn var stofnaður. Mér er mjög til minnis, þegar Ásgeir kynnti mig fyrir Rósu sem tilvonandi konu sinni. Það var í byijun árs 1935, að ég hætti sem háseti á Goðafossi gamla, og ákvað að fara í langsiglingar sem kallað var, og ætlaði að fara um kvöldið með Gullfossi til Kaupmannahafnar kl. 6. Þegar ég kom á Hverfisgötu 21 að kveðja, var búið að dekka upp fyrir kaffi með fínum veiting- um og hafði verið keypt nýtt kaffi- stell í tilefni dagsins og trúlofun opinberuðu í tilefni farar minnar. Þau giftu sig um sumarið, og skrif- aði Rósa með bréf um það helsta sem hafði gerst og elti bréfið mig eina þrjá mánuði og fékk ég það loks í Buenos Aires í Argentínu. Svo voru póstsamgöngur í þá daga. Rósa og Ásgeir voru einkar gestrisin og var ætíð gaman að hittast á heimili þeirra á gleði- og tyllidögum og um leið kynnast ættingjum beggja. Og þegar ég gifti mig fyrir rúmum 50 árum, þá var konan mín náinn ættingi Rósu, því þær eru bræðradætur frá Vestmannaeyjum, og hefir verið mikil gæfa að kynnast þeim frænd- garði öllum. Við Birna sendum öllum niðjum og vinafólki innilegustu samúðar- kveðjur okkar, því gengin er góð kona. Vernharður Bjarnason. Amma Rósa er dáin. Það eru margar minningarnar sem streyma um hugann á stundu sem þessari. Allt í einu er maður orðinn lítil stúlka aftur, á Marbakka hjá afa og ömmu á jólunum, þar sem fjöl- skyldan er öll saman komin. Ekki bara börn og barnábörn heldur einnig margar frænkur og frændur og börnin þeirra. í fínu stóru stof- unni er stóra jólatréð sem við göngum í kringum og syngjum saman. Svo kemur einhver jóla- sveinakona með rauðan klút og fullan poka af karamellum. Kara- mellunum rfgnir yfir stofuna. Þetta var amma Rósa. Það var alltaf stutt í sprelligos- ann hjá henni ömmu. Ég man að einu sinni á jólum á Hábakka kall- aði hún á okkur börnin inn á langa- gang, lokaði öllum hurðum, batt trefil fyrir augun á sér og sagði: „Snúið mér nú í þrjá hringi.“ Og hófst ærslafenginn skollaleikur. Amma Rósa var í mínum huga eins og drottning. Hún var fögur og alltaf svo fín og vel til höfð. Heimili afa og ömmu var konungs- hölin mín. Drottningarleikur var vinsæll leikur lítillar stúlku og var amma óspör að lána falleg sjöl eða fagrar hálsfestar í þann leik. Ég man alltaf eftir þegar ég var að fara að eiga mitt fyrsta bam, fyrsta langömmubarnið hennar. Þá keyrði hún mig upp á fæðingar- deild. Áður en hún kvaddi mig þá strauk hún yfir kúluna og sagði: „Mundu, litla bam, að það var hún langamma þín sem keyrði ykkur hingað." Og það var langamma sem hélt á litlu langömmutelpunni undir skírn, annað kom aldrei til. Þau níu ár sem ég bjó vestur í Hnífsdal hringdi amma alltaf reglu- lega í mig til þess að athuga hvern- ig við hefðum það. Þegar hún vissi að við værum væntanleg suður, þá hringdi hún oft til þess að bjóða bílinn sinn, hún þurfti hvort sem er ekkert að nota hann þá, bara komast i vinnuna og heim aftur. Þá vann hún á Þjóðminjasafninu. Þær voru ófáar stundirnar þar sem hún gekk með okkur um safnið og sýndi okkur. Enda kölluðu börnin mín lengi vel Þjóðminjasafnið húsið hennar langömmu Rósu. Nú hefur amma fengið hvíldina og sameinast afa á ný. Við þökkum elsku ömmu Rósu fyrir samveru- stundirnar og óskum henni góðrar ferðar í sína síðustu ferð. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25.) Anna Rósa Bjarnadóttir. Rósa frænka mín var alltaf ímynd fegurðar og gjörvuleika í mínum huga. Ég bjó úti á landi sem barn og sá Reykjavík og alla henn- ar íbúa í einhvers konar ljóma. Inn í þann ljóma passaði Rósa frænka mín vel. Hún hét Rósa Jórunn Finn- bogadóttir og var elst sjö systkina. Elstu systkini taka oft að sér umönnunarhlutverk og styðja við bakið á yngri systkinum sínum og þeirra fólki og þannig kynntist ég Rósu sem stoð og styttu í gegnum lífsins ólgusjó. Hjá henni átti fjöl- skylda mín athvarf á ferðum milli landshluta eða þegar einhver þurfti að leita læknis „suður". Rósa var fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum en þegar ég kynntist henni fyrst bjó hún á Sólvallagöt- unni ásamt manni sínum Ásgeiri Bjarnasyni og börnunum Bjarna, Sesselju Þórdísi og Finnboga. I næsta nágrenni bjuggu systur hennar Fjóla og Gréta ásamt fjöl- skyldum sínum og var mikill sam- gangur milli þeirra systra. Sumar- bústað áttu þau Rósa og Ásgeir upp við Hafravatn og þangað hélt oft öll hersingin. Nú get ég ómögu- lega skilið hvernig við fórum að því að rúmast þar öll, né heldur hvernig hægt að elda ofan í alla og sjóða bamaþvott á einum prí- mus. Þegar ég flutti til Reykjavíkur átti Rósa heima á Marbakka á Seltjarnarnesi og þar fannst mér hún á réttum stað, við sjóinn. Á Marbakka voru haldin stór fjöl- skylduboð á hverjum jólum. Þessi boð voru einstök og ógleymanleg öllum sem þátt tóku í þeim, slíkur var rausnarskapurinn. Ég á skemmtilega endurminningu um Rósu frænku tengda einu slíku boði. Þegar þau hjónin höfðu kvatt síðustu gestina og Rósa veifaði í kveðjuskyni af tröppunum þar sem hún stóð klædd í upphlut með skott- húfu á höfði, þá hljóp hún inn í stofu, reif af sér skóna og dansaði Charleston með miklum tilþrifum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.