Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 9 FRETTIR Kynning á feminísk- um laga- kenningxim ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands og Rannsóknar- stofa í kvennafræðum standa sam- eiginlega fyrir námskeiði um nokk- ur viðfangsefni feminískra laga- kenninga, dagana 10., 11. og 14. nóvember. í fréttatilkynningu segir, að á námskeiðinu verði fjallað um nokk- ur atriði sem hafa verið í brenni- depli í kvennabaráttu og feminísk- um lagakenningum síðan á sjöunda áratugnum, s.s. ofbeldi á heimilum, nauðgun, klám, kynferðislega áreitni og tæknifrjóvganir. Kynnt- ar verða rannsóknir og umræður sem fram hafa farið einkum í Bandaríkjunum. Námskeiðið er einkum ætlað fagfólki sem með einhveijum hætti kemur að þessum viðfangsefnum, s.s. lögfræðingum, læknum, sál- fræðingum og félagsráðgjöfum, en námskeiðið er öllum opið. Leiðbeinandi verður Claire Ann Smearmann lögfræðingur (Juris Doctor), en hún ér Fulbrightkenn- ari við Háskóla íslands nú á haust- misseri. Skráning fer fram mánudaginn 7. nóvember á skrifstofu Endur- menntunarstofnunar. Bókin um Erró 400 eintök seldust fyrsta daginn FJÖGUR hundruð eintök af bók Marcs Augé um list- málarann Erró, sem komin er út í íslenskri þýðingu Sig- urðar Pálssonar, voru pöntuð og seld hjá Pennanum, dreif- ingaraðila bókarinnar, fyrsta söludaginn. Bókin, sem kostar tæplega tíu þúsund krónur, kemur út í aðeins eitt þúsund eintökum. Henni fylgir númerað silki- þrykk eftir Erró. Listamaður- inn áritar bókina í verslun Pennans í Kringlunni í dag milli kl. 13.30 og 16. í tilefni íslenskra daga í Kringlunni eru einnig til sýn- is þar nokkur stór listaverk eftir Erró, sem ekki hafa ver- ið sýnd á íslandi áður. varahlutir og vinna hjá Volvo Smurning’ *vinna, olia á vél og olíusía Volvo fólksbílar allar gerðir Spindilkúla Volvo fólksbílar allar gerðir Bremsuklossar’ *aö framan eöa að aftan Volvo fólksbílar allar gerðir (án ABS) Tímareim* *ekki fjölventlavélar Volvo 240/740/940 Pústkerfi *án fremsta pústs Volvo 240/ekki Turbo 2.490 kr. Með vinnu og efni. Original varahlutir og fagleg vinnubrögð. 4.990 kr. Með vinnu og efni. Originai varahlutir og fagleg vinnubrögð. 5.990 kr. Með vinnu og efni. Original varahlutir og fagleg vinnubrögð. 6.990 kr. Með vinnu og efni. Original varahlutir og fagleg vinnubrögð. 11.990 kr. Með vinnu og efni. Original varahlutir og fagleg vinnubrögð. Þetta eru að sjálfsögðu aðeins örfá dæmi - hringdu og aflaðu frekari upplýsinga eða pantaðu tíma í síma 67 36 OO. Gildir til 31.12.1394 VOLVO BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST ra BRIMB0RG VERKSTÆÐI BÍLDSHÖFÐA 6 • SÍMI91-67 36 00 TEKIST HEFUR AÐ UTVEGA FÁEIN VIÐBÓTARSÆTI 11.-14.15. DES. Jólin eru stutt í ár, en HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS OG FERÐASKRIFSTOFAN PRÍMA bjóða þér einstakt tækifæri til að kynnast orðlagðri jólastemmningu LUNDÚNA og taka forskot á jólin. LONDON er aldrei fegurri né skemmtilegri. Skrautlýst strætin, jólatónlist, jólamatur, leikhús, tónleikar, ópera, listasöfn, glæsilegar verslanir. Háklassagisting með morgunmat í hjarta borgarinnar á áður óþekktu verði. Ógleymanleg skemmtun, upplifun og hagstæð jólainnkaup. Kynnisferð um heimsborgina býðst í fylgd Ingólfs. Hvaða heimsborg önnur jafnast á við London í jólaskarti? Tilboðsverðiö er aðeins kr. 38.900 fyrir heimsborgarferð með stíl, sem gildir ef staðfest er fyrir 10. nóvember. FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAt HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AUSTURSTRÆT117, 4. hæð 101 REYKJAVÍK»SÍMI 620400»FAX 626564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.