Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 29 og veifaði skónum yfir höfði sér. Þannig kættist hún yfir vel lukkuðu boði þar sem hún hafði staðið sig vel í húsmóðurhlutverkinu. Heimili Rósu og Ásgeirs stóð ættingjum opið við ýmis hátíðleg tækifæri. Þar var t.d. brúðkaups- veislan mín haldin. Rósa var sjálf- sagður gestur við öll hátíðleg tæki- færi. Hún var viðstödd þegar ég útskrifaðist úr Kennaraskólanum. Ég bauð henni í kaffi í Grillið, hún borgaði! Hún kom til mín á erfiðri stund í lífi mínu og hughreysti mig og gaukaði að mér peningaupphæð sem hún þóttist hafa unnið í happ- drætti. Rósa flíkaði ekki tilfinningum sínum og talaði ekki um sína erfið- leika, tók því sem að höndum bar. Hún gerði allt vel sem hún gerði, en ég hafði samt hugboð um að undir niðri blundaði draumur um öðruvísi líf. Ég spurði hana einu sinni hvað hún hefði viljað verða. „Mig langaði til að verða arkitekt," sagði hún. Síðasta starfíð hennar var við gæslu á Þjóðminjasafninu. Þar gætti hún muna Jóns Sigurðs- sonar og gekkst upp í því að segja deili á munum þess mæta manns. Elsku Rósa. í sumar þegar við Rósa systir mín heimsóttum þig var komið órætt blik í augun þín. Þú varst lögð á stað frá okkur þótt þú værir hérna ennþá. Nú ertu komin alla leið. Gunnhildi systur mína dreymdi þig morguninn eftir að þú fórst yfir móðuna miklu. Þið stóðuð saman á ströndu og hún spurði þig hvað þú værir að gera þama. Svarið mundi hún ekki þeg- ar hún vaknaði. Elsku frænka. Góða ferð til þíns nýja lífs og þakka-þér samfylgdina. Bryndís Gunnarsdóttir. Elsku amma mín, Rósa Jórunn Pinnbogadóttir, hefur nú hlýtt kalli sínu. Þótt það hafi ekki komið svo mjög á óvart var ég samt ekki tilbú- in því að.hún færi. Hún sem var svo hress í áttræðisafmæli sínu hinri 27. október sl. Þá komum við nokkur saman henni til heiðurs og okkur til ánægju í yndislegri af- mælisveislu á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund við Hringbraut, þar sem hún dvaldi síðustu árin. Það er svo margs að minnast, og erfitt að taka eitthvað eitt út úr í minningunni um ömmu Rósu. í mínum huga er hún með fallegri konum sem ég hef kynnst. Ætíð svo vel til höfð, húðin svo slétt og alltaf svo „elegant" til fara. Þegar ég var lítil stelpa og þau afi voru flutt áð Marbakka út á Skólabraut 39, var alltaf tilhlökkunarefni að koma til þeirra. Afi, sem var oft kallaður karamelluafinn af krökk- unum í nágrenninu, laumaði að okkur barnabörnunum Nóa-tögg- um og Malta-súkkulaði í tíma og ótíma. Hjá þeim lærði ég að borða ristað brauð með osti og marmel- aði yfir og drekka te með. Öll fjöl- skylduboðin, laufabrauðsgerðin og aðrar samverur verða svo ljóslif- andi í huganum. Mér finnst hún amma mín hafa haldið svo fínar veislur. Aldrei var neitt til sparað. Þótt hún hafí alltaf virst svo fín frú, var hún yfirleitt til í að sprella við okkur krakkana. Hún átti t.d. þessa yndislegu Ijósbláu bjöllu, G 133, til fjölda ára og okkur fannst svo gaman að fela okkur áftast í bílnum og þá þóttist hún aldrei finna okkur. Þannig lékum við saman sama leikinn ár eftir ár, alltaf var hann jafn skemmtilegur. Ég man að mér fannst svolítið skrítið þegar amma og afi fluttu niður á Tjarnargötu 44, því mér fannst þau hvergi geta átt heima nema á Seltjarnarnesinu. Þegar afi dó árið 1978, fékk ég, unglings- stelpan, að flytja inn til hennar í nokkurn tíma, enda hentaði það vel, þar sem ég var í Kvennaskólan- um. Mig minnir að ég hafi farið til hennar til að vera henni til ein- hverrar skemmtunar, en ! staðinn fékk hún það erfiða hlutverk að reyna að hemja unglingsstúlku. Þá var amma farin að vinna á Þjóð- minjasafninu og þar naut hún sín. Hún hafði yndi af því að vera inn- an um þessa mörgu gömlu og jafn- framt fögru muni og hafði alltaf eitthvað að segja frá þegar ég kom í heimsókn niður á safn. Ekki átti ég von á því að það yrði svona gott að búa hjá henni ömmu minni þennan tíma, en hún var svo góð við mig og reyndi af þolinmæði að leiðbeina mér, unglingnum, sem allt þóttist vita, kunna og geta. Þá var ekki sparað að segja mér sögur frá því þegar hún bjó í Vestmanna- eyjum og þegar hún kom fyrst til Reykjavíkur — ung stúlka sjálf. Sögurnar frá Hótel Borg, en þar vann hún um skeið, hvernig og hvenær hún kynntist afa mínum og margt fleira barst í tal sem mér fannst heldur betur rómantískt og spennandi að hlusta á. Síðan flutti hún aftur út á Seltjarnarnes, í íbúð fyrir aldraða á Melabraut, sem heitir núna skólabraub og þangað var gaman að koma. íbúðin var í minnsta lagi fyrir hana, því hún var vanari því að hafa veislupláss fyrir sig og sína. Á meðan amma vann á Þjóð- minjasafninu átti hún alltaf fína bíla, hún endurnýjaði þá yfirleitt á tveggja ára fresti til þess að losna við að fara með þá í skoðun, eða svo sagði hún, og alltaf keypti hún sér nýja úr kassanum. í septerriber 1987 gisti ég hjá ömmu Rósu nótt- ina fyrir brúðkaupið mitt. Þá nótt sátum við langt fram eftir, spjölluð- um um Vestmannaeyjar, unga fólk- ið og lífíð sjálft og með þessu drukkum við nokkur glös af sherry. Þessa nótt komst ég enn nær ömmu minni en fyrr. Samt hafði ég alltaf haldið að ég þekkti hana svo vel, en hún átti þá svo mikið meira að gefa og vil ég þakka þér, elsku amma mín, fyrir að hafa deilt því með mér. Ennfremur langar mig til þess að þakka þér fyrir ógleym- anlega ferð sem við áttum saman sumarið 1983, ásamt mömmu og pabba til Þýskalands, Austurríkis, Italíu og Lúxemborgar. Þessum fimm yndislegu vikum gleymi ég aldrei. Þú í keilu, þú að reykja eins og ungpía (þegar við hin vorum öll hætt). Þú að kveikja á kertum inni í kirkjum hvíslandi að mér að langamma Sesselja hafí verið svo- lítið kaþólsk í sér og því varðst þú að kveikja á einu kerti fyrir hana. Þú að passa mig fyrir sætu ítölun- um. Við að spjalla uppi í rúmi á kvöldin, því ég átti því láni að fagna að vera herbergisfélagi þinn í þess- ari ferð. En núna ert þú farin aðra ferð, amma mín, ívið lengri en við fórum saman um árið. I upphafi þessarar ferðar ertu lögð til hvílu hjá afa Ásgeiri og litla drengnum ykkar. Þið eruð nú í hlýjum faðmi guðs, komin þangað _sem við söfn- umst öll að lokum. Ég er viss um að það er ekkert lát á veisluhöldun- um. Ömmu Rósu geymi ég í minn- ingu bjartra daga. Guð blessi hana alla tíð. Guðrún Helga. Komið er að kveðjustund og minningar streyma fram. Þá verður mér litið til baka og sé Rósu fyrir mér eins og ég sá hana í fyrsta sinn í fallegum, brúnum blúndu- kjól. Mér fannst hún falleg kona og ekki minnkaði fegurðin er ég kynntist þessari góðu konu. Rósa var um margt einstaklega vel gerð. Mjögog Ijúf í dagleg- miidsainskiptum, glöð og jákvæð við alla og með aðlaðandi fegurð í gasi og útliti. Okkar kynni urðu mjög náin seinna á lífsleiðinni og þakka ég nú allar glaðar og góðar stundir, bæði á heimili hennar og erlendis er við nutum saman og allt var svo skemmtilegt. Síðustu ár ævi sinnar bjó Rósa á „Litlu Grund“ og Elliheimilinu Grund og þar naut hún góðrar umhyggju starfsfólksins, en ljúf- astar eru minningar Siggu og Unn- ar fyrir góða samfylgd með Rósu á Grund. Ég bið Guð að styrkja þá sem sárast sakna hennar, sérlega Þór- dísi dóttur hennar, sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta MINNINGAR henni ævikvöldið, gleðja hana og styrkja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fögur sál hvíli í friði. Sjöfn. Þá daga sem liðnir eru frá því að nafna mín hún Rósa kvaddi þessa jarðvist hafa hugsanir mínar mikið verið bundnar henni og þeim minningum sem hún og Ásgeir maður hennar eiga í huga mér. Rósa og Ásgeir hafa alla tíð átt stóran sess í mínu hjarta. Ég var mjög ung þegar ég gerði mér ljóst að þessi elsti bróðir föður míns og Rósa kona hans voru föður mínum mjög kær. Það var 22 ára aldurs- munur á Ásgeiri og föður mínum og má á margan hátt segja að Ásgeir hafi verið honum sem faðir en um leið traustur bróðir. Þegar faðir minn kom til Reykjavíkur frá Húsavík 16 ára gamall átti hann heimili sitt hjá Ásgeiri og Rósu. Þau reyndust honum bæði ástríkir og umhyggjusamir foreldrar og skópu honum það umhverfi og að- stæður sem hann hefur síðan búið að. Þar sem ég bjó fyrstu æviárin úti á landi voru fyrstu kynni mín af Rósu og Ásgeiri fyrst og fremst í gegnum frásagnir og umtal for- eldra minna. Síðar, þegar fjölskyld- an fluttist til Reykjavíkur, fann ég vel þessi sterku bönd sem tengdu fjölskyldurnar og leit ég á vissan hátt á Rósu og Ásgeir sem afa minn og ömmu. Á þessum árum bjuggu Rósa og Ásgeir á Marbakka við bæjarmörk Reykjavíkur og Sel- tjarnarness. Húsið þeirra og allt umhverfí var sem ævintýraheimur fyrir mig, litlu sveitastúlkuna, og þar hitti ég gjarnan önnur ætt- menni mín í stórum og veglegum veislum sem Rósa og Ásgeir héldu með miklum höfðingsbrag. Á þeim tíma var það einnig fastur punktur í tilverunni að fara í jólaboð á Marbakka. Þar naut Rósa sín í hlut- verki gestgjafans, glæsileg og stór- huga í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það geislaði frá henni hlýju og glaðværð og oft dáðist ég að því hve smekkleg og fáguð hún ávallt var. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að einstök bönd vináttu og kærleika hafi skapast milli foreldra minna og Rósu og Ásgeirs og barna þeirra. Því veit ég að það var af gleði og þakklæti sem foreldrar mínir gáfu mér nafn í höfuðið á Ásgeiri og Rósu. Sjálf er ég óum- ræðilega stolt af að bera nöfn þeirra. Blessuð sé minning Rósu nöfnu minnar. Ásdís Rósa. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT J. ÓLAFSSON málarameistari, áður Skipagötu 5, Akureyri, er lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 29. október, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 7. nóv. kl. 13.30. Ólafur Benediktsson, Sigurveig Einarsdóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Stefán Arnþórsson, ; Stefán Benediktsson, Áslaug Garibaldadóttir, Sigtryggur Benediktsson, Brynja Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer eiginmaður minn og bróðir okkar, PÉTUR GÍSLASON, Grundarlandi 9, sem lést í Borgarspítalanum 28. októ- ber síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. nóv. kl. 13.30. Fanney Samsonardóttir og systkini hins látna. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA EINARSDÓTTIR, Hraunbæ 142, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Ásdfs Gunnarsdóttir, Símon Gunnarsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Þóra S. Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Emil Gislason, Rannveig Guðmundsdóttir, Gunnar Reynir Antonsson, Eggert Ólafsson, Herdís Skarphéðinsdóttir, Kristín D. Árnadóttir, + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð við fráfall og útför, GUÐBRANDS MAGNÚSSONAR kennara, Siglufirði, og heiðruðu minningu hans. Anna Júlfa Magnúsdóttir, Skúli Guðbrandsson, Þóra Björg Guðmundsdóttir, Hildur Guðbrandsdóttir, Ævar Sveinsson, Anna Gígja Guðbrandsdóttir, Haraldur Eiríksson, Magnús Guðbrandsson, Jónína Gunnlaug Ásgeirsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Filippfa Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðbrandsson, Margrét Dagmar Ericsdóttir, Borghildur Kristín Magnúsdóttir og fjölskyldur. ENSKA ER OKKAR MÁL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN, UNGLINGA OG FULLORÐNA V.R. OG FLEIRI VERKALÝÐSFÉLÖG TAKA ÞÁTT í NÁMSKEIÐSKOSTNAÐI ■Áhersla á talmál ■10 kunnáttu stig ■Hámark 10 nem. í bekk Enskuskólinn TÚNGATA 5 - SÍMI 25330 Julia Lorcan Julie Samuel Victoria

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.