Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 25
24 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 2.5 JMtogunftlftfeffe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR TÖLUR, sem birtust í bak- síðufrétt Morgunblaðsins á föstudag, um fjölgun þeirra, sem fá framfærslutekjur sínar að mestu leyti frá ríkinu undanfarin tíu ár, eru alvarleg áminning um að þjóðfélagsþróunin hefur verið á rangri braut. í fréttinni kemur fram að um 40.000 manns, eða 15% þjóðarinn- ar, fái meirihluta framfærslu sinn- ar frá ríkinu í formi velferðarbóta eða námslána. Þessi hópur hefur stækkað um 55% frá árinu 1984. Ríkisstarfsmenn eru þar að auki um 24.000 og hefur þeim fjölgað ört undanfarna áratugi. Samtals fá um 55.000 manns, eða 20% þjóðarinnar, framfærslutekjur sín- ar að mestu leyti frá ríkinu. Tala örorkubótaþega hefur tvö- faldazt, svo dæmi sé nefnt, og all- ir aðrir hópar þiggjenda bóta al- mannatrygginga hafa farið hratt vaxandi. Tölurnar um fjölgun bótaþega sýna í hnotskurn vanda velferðar- kerfisins. Annars vegar fjölgar þeim, sem eiga rétt á bótum af almannafé, til dæmis öldruðum, og hins vegar hafa sífellt verið búin til ný „réttindi" til ýmiss kon- ar bóta í kerfinu, oft án þess að hafa afleiðingarnar fyrir fjárhag ríkissjóðs í huga. Þetta er helzta Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. undirrót þeirrar sjálfvirku út- þenslu ríkisútgjalda, sem núver- andi ríkisstjórn hefur reynt að glíma við. Þar hefur raunar náðst talsverð- ur árangur, og í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að í fyrsta sinn um árabil lækka trygginga- greiðslur lítið eitt milli ára. Þessu hefur meðal annars verið náð fram með tekjutengingu grunnbóta líf- eyristrygginga, auknu eftirliti með bótaúrskurðum og greiðslum, þátttöku neytenda í lyfjakostnaði og hlutfallsgreiðslum vegna lyfja og læknishjálpar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Sumar þessar aðgerðir hafa þótt harkalegar. Auðvitað vilja allir við- halda velferðarkerfi, sem tryggir að þeir, sem minna mega sín af einhverjum orsökum, líði ekki skort. En „skuldagatan er góðsemi stráð," segir þar sem fjallað er um hrörnandi velferðarkerfi Norður- landanna í úttekt tímaritsins The Economist nú í vikunni. Hagkerfi norrænu ríkjanna stendur ekki undir því alltumlykjandi velferðar- kerfi, sem þau hafa byggt upp, ríkissjóðir eru reknir með viðvar- andi halla og erlendar skuldir hrannast upp. I úttekt The Economist kemur fram að velferðarbætur og störf í opinberri þjónustu séu nú lifibrauð meirihluta manna í Danmörku og Svíþjóð. í Danmörku er hlutfall bótaþega og ríkisstarfsmanna um 55% þjóðarinnar, í Svíþjóð 65%. Svo langt eru íslendingar ekki komnir á þessari braut, og enn gefst tími til að snúa við. Auðvitað ber að gera greinar- mun á þeim, sem fá greiðslu frá ríkinu fyrir vinnu sína, og hinum, sem njóta bóta. Stækkun fyrr- nefnda hópsins tengist hins vegar stækkun þess síðarnefnda og er vandamál út af fyrir sig. The Ec- onomist bendir á að í Svíþjóð og Danmörku séu nú færri störf í einkageiranum en var árið 1950. Þetta er sláandi staðreynd, en gæti orðið hlutskipti íslendinga eftir nokkra áratugi, ef núverandi þróun verður ekki snúið við. Opin- berir starfsmenn vinna mikilvæg störf, en þau verða aldrei vaxtar- broddur atvinnulífsins. Og þótt eðlismunur sé á hópunum, sem hér er rætt um, er útgjaldavandinn samur. Útþensla útgjalda ríkisins tii bóta og millifærslna í velferðar- kerfinu veldur því að minna verður eftir til að standa undir því, sem er undirstaða hagvaxtar og öflugs atvinnulífs; menntakerfi, sam- göngum og fjarskiptum, rannsókn- um og þróunarstarfi. Öflugt at- vinnulíf er forsenda þess að hægt sé að standa undir nauðsynlegu velferðarkerfi, og þess vegna eru þessi mál komin í vítahring. Það er ánægjulegt að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur sagt að stefnt sé að því að rjúfa þann vítahring og verja hlutfalls- lega meira fé til þeirra þátta ríkis- útgjalda, sem örvað geta hagvöxt. Forsenda þess, að slíkt takist, er hins vegar sú að sigur vinnist í baráttunni við útþenslu velferðar- kerfisins og haldið sé við upphaf- legt markmið þess — að þeir njóti aðstoðar, sem í raun þurfa á henni að halda. „SKULDAGATAN GÓÐSEMI STRÁГ VANDA- • mál þjóðfé- lagsins eru viðfangs- efni stjómmála. Þau eiga ekkert erindi inní skáldskap, ef þau eru ekki hluti þess víra- virkis sem er aðal allrar listar. Ford Maddox Ford segir í sinni eftir- minnilegu skáldsögu, Góða her- manninum, að hann hafi engar sér- stakar mætur á þjóðfélaginu, það verði bara að tímgast einsog kanín- ur. En maðurinn hefur mikilvægara hlutverki að gegna en kanínan, þótt kanínan sé ekki endilega á sömu skoðun. Það hlýtur að vera mikilsverð reynsla að kynnast manneskjunni einsog hún er, en ekki einsog hún ætti að vera. Það er þessi reynsla, þessi minning sem er verðmætust alls einsog Dostojevskí segir. Ég hef minnt á að svona reynsla sé e.k. súputening- ur. Hráefnið er kjöt, en það er óþekkjanlegt. Samt nothæft sem skáldskapur. Súputeningurinn er lítill þóað hráefnið sé stórt. Mörgum árum og margvíslegri reynslu er þjappað saman inní eina andrá, eina setn- ingu. Skáldskapur er það sem verð- ur eftir þegar veruleikinn er gleymdur og grafinn á þéssu langa ferðalagi um lífíð sjálft. Skáldskapur getur verið mikil- væg reynsla einsog hvert annað atvik í lífínu. Sorglegar bækur geta aukið mér bjartsýni vegna stíls og andrúms og bókmenntalegs metn- aðar. Skemmtibækur geta gert mann þunglyndan eða dapran vegna andleysis og óvandaðra vinnubragða. Menn skrifa ekki til að verða ódauðlegir, heldur vegna þess þeir geta ekki umflúið ástríðu. Ekkifrekar en skógurinn getur flúið söng fuglanna eða sitt eigið lauf. Fuglarnir syngja án þess vita hvers- vegna þeir eru að syngja í skógin- um. Og á heiðinni. Það syngur enginn til að verða ódauðlegur. Bandaríska ljóðskáldið Robert Lowell minntist á ódauðleika á upplestrarkvöldi skömmu fyrir dauða sinn. Hann gerði ekki mikið úr ódauðleikan- um. Hann nefndi stór- skáld einsog Horaz. Hann er ódauðlegur, sagði hann. En hann hefur ekkert uppúr því að vera ódauðlegur. Hann getur ekki einu sinni sótt ritlaunin sín! Nú er Lowell sjálfur í sporum Horazar; ódauðlegur, án ritlauna. (Og hann er ekki einn um að vera án ritlauna einsog ástandið er í útgáfumálum okkar!) FJÖLMIÐLAR FARA • mjög fyrir bijóstið á mörg- um og er það vel skiljanlegt. En fjölmiðlar eru eins ólíkir og þeir eru margir. í sama Vikublaði eru fyöl- miðlar nefndir í greinum Guðbergs Bergssonar og Áma Bergmanns. Guðbergur talar um mærðarhjal „í endalausum þáttum fjölmiðla um samfélagið i nærmynd sem er felu- mynd hins lítilsiglda manns í orðs- ins fyllstu merkingu" og Árni kallar stjórnmálamenn og fjölmiðlara hina „kjaftandi stétt". Það er mikið til í þessu, þvímið- ur. En fjölmiðlasuðuð er þó altént á einhverskonar íslenzku(!) EN GETUR LJÓÐLIST • dafnað í sjónvarpsþjóðfé- laginu? Verður hún kæfð í hávaða- samfélaginu þarsem heyrist varia mannsins mál fyrir þjóðsálarkórn- um? Hver veit? En ástæðulaust er að hatast við Ijósvakana og dæg- urmásið, hvaðþá tækniundur einsog sjónvarpið, jafnvel þótt það sé alls- staðar illa notað og sýnt hafi verið framá þáð ýti undir ofbeldi. BÓKIN Á UNDIR HÖGG • að sækja í Bandaríkjunum, las ég í fréttum.Það er einungis til bók á þriðja hveiju heimili þar vestra. En sjónvarpsgláp eykst að sama skapi. Unglingar liggja 3-4 klst. yfir sjónvarpi dag hvern. Sum- ir lesa aldrei bók. Ástandið er skárra hér samkvæmt nýrri neyzlu- könnun. Hér segjast aðspurðir lesa margar bækur á ári. En — hvers- konar bækur? Semsagt: Myndin er að taka við heimilunum þar vestra. og við eig- um eftir að horfa uppá svipaða þró- un hér. Þapnig var það einnig hjá hellisbúanum. Og fáir eru aufúsari gestir á sjónvarpsheimilunum en steinaldarmennirnir. Það er kannski við hæfi, gamanlaust. MENNTAÐ FÓLK • segir oft, Ég horfi ekki á sjónvarp(!) En getur maður horft framhjá sjónvarpi nú á dögum? Það er aðvísu hægt að vera án þess að kveikja á því. Þetta nýja tæki með öllum þessum litskuggum mótar hugmyndir milljóna manna um all- an heim og það er ekki hægt að ganga framhjá því. Það væri einsog ef menn hefðu sagt í upphafi prent- aldar, Nei, ég les aldrei prentað mál, einungis handrit(!) En það er ekki allt prentað mál jafnmikil- vægt, það er önnur saga. Mest er ómerkilegt rétteinsog efnið í sjón- varpinu, það er allt og sumt(!) Ann- að er eftirminnilegt og maður hefði ekki viljað vera án þess, t.a.m. fróð- leikur og það sem hefur einhvern listrænan metnað. En skemmtiiðn- aðurinn er oft heldur vandræðaleg leiðindi, þóað góð afþreying sé góð — ef hún er góð. En það er hægt að fá ofnæmi fyrir þjóðfélaginu og samtíðinni þótt maður geti ekki hlaupizt undan henni, ekki frekaren hægt er að hlaupa undan sjálfum sér, t.a.m. með sálgreiningu, þegar reynt er að tortíma óþægilegu id eða þaði, svoað þægilegt egó, eða sjálf geti blómstrað. Við verðum að búa við hvorttveggja, rétteinsog við verðum að þola þjóðfélagið einsog það er. Hitt er svo annað mál við getum ráðizt að sjúklegum einkennum í þjóðfélaginu einsog sjúklegum þátt- um í okkur sjálfum. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Aakureyrarsiðu Morgunblaðsins í gær, föstudag, birtist frétt þar sem sagði m.a.: „Oddur Halldórsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks í bæjar- stjórn Akureyrar, legg- ur til, að dregið verði úr starfsemi Tónlist- arskólans á Akureyri eða hann jafnvel lagður niður. Hann ræddi hugmyndina á fundi bæjarstjómar í vikunni en skólanefnd Tónlistarskólans hefur ályktað um brýna nauðsyn þess, að keyptur verði konsert- flygill til eflingar tónlistarlífi bæjarins." Síðan er eftirfarandi haft eftir bæjarfull- trúanum: „Ég er ekki á móti Tónlistarskól- anum í sjálfu sér, en mér finnst rekstur þessa skóla mjög dýr. Við erum að sjá í fjárhagsáætlun til menningarmála af ýmsu tagi fara 73 milljónir króna á ári, til alls íþrótta- og tómstundastarfs fara 110 millj- ónir en bara það að reka einn tónlistar- skóla kostar 52 milljónir króna, eina millj- ón á viku.“ Og ejinfremur segir í fréttinni: „Hann benti á, að konsertflygill, sem rætt væri um að kaupa, kostaði um 6 milljónir króna, sem léti nærri að vera sama upphæð og árslaun 10 verkamanna. „Eins og atvinnu- stigið er hér í bænum finnst mér réttara að reyna að útvega vinnu og greiða laun en kaupa konsertflygil. Það má vera, að hljóðfærið, sem til er, sé ekki nógu gott og ósköp skiljanlegt að fólk vilji gott hljóð- færi. Ég er ekki að bera brigður á að hljóð- færið sé nauðsynlegt, en þetta er spurning um forgangsröðina og í mínum huga á ekki að setja konsertflygil í forgang. Hvað ætlum við að segja við atvinnulausa Qöl- skyldu, sem ekki á fyrir mat á sama tíma og við eyðum fleiri milljónum í hljóðfæra- kaup... Ég er ekki á móti tónlistarskólan- um bara til að vera á móti honum, mér finnst bara út úr korti, hvað rekstur þessa skóla er dýr og hvað menningin fær í raun mikið fé til dæmis miðað við íþróttastarf- semi.““ Um þessi ummæli bæjarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, segir Gunnar Frímanns- son á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins í dag, laugardag: „Enginn dregur væntan- lega í efa gildi tónlistariðkunar fyrir ein- staklinginn en peningahyggjumenn hefðu líka gott af að huga að því hvaða gildi menningarstarfsemi eins og Tónlistarskól- inn stendur fyrir hefur fyrir bæjarfélagið.“ Síðan er haft eftir Gunnar Frímannssyni, að „hópur fólks kæmi til Akureyrar gagn- gert til að stunda nám við skólann eða til að börn þeirra geti stundað þar nám. Annar hópur flytti úr bænum til að sækja tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, ef ekki væri tónlistarskóli hér. Fjöldi fólks nyti tónlistariðkunar, sem af starfsemi skólans sprytti og gerði því lífið bæri- legra. Listasumarið, sem væri samtvinnað starfsemi Tónlistarskólans, Myndlistar- skólans og annarra menningarstofnana í bænum, væri liður í því að gera Akur- eyrarbæ eftirsóknarverðari fyrir ferða- menn og byggilegri fyrir heimamenn.“ Loks segir Gunnar Frímannsson: „Varð- andi milljónina á viku, sem Tónlistarskól- inn kostar, er rétt að minnast þess, að þessi tala samsvarar heildarlaunagreiðsl- um til tæplega 40 starfsmanna, sem hafa framfæri sitt af rekstri skólans, greiða gjöld sín til bæjarins og skapa eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Annar kostnaður er greiddur af skólagjöldum nemenda, sem nema um 12 milljónum króna á ári eða um 230 þúsund krónum á viku. Raunar væri ástæða til fyrir bæjarfulltrúa, sem þykjast bera hag atvinnulausra og lág- tekjufólks fyrir brjósti, að huga að því, hvort ekki væri rétt að auka framlag til Tónlistarskólans til þess að hægt sé að lækka skólagjöldin svo að ýmsir þeir, sem nú beijast í bökkum fjárhagslega, geti látið það eftir sér að leyfa börnum sínum að njóta tónlistarmenntunar." Þetta eru athyglisverðar umræður og ekki nýjar af nálinni, þótt langt sé síðan sjónarmið á borð við þau, sem ofangreind- ur bæjarfulltrúi á Akureyri lýsir, hafa skot- ið upp kollinum á opinberum vettvangi. Ef sú „forgangsröð“, sem Oddur Halldórs- son, bæjarfulltrúi á Akureyri, hvetur til að verði viðhöfð, hefði ráðið ríkjum í þessu landi hefðum við seint byggt yfir Háskóla íslands, svo að dæmi sé tekið, sem er byggður á kreppuárunum, þegar eignir þjóðarinnar voru margfalt minni og af- koma hennar margfalt verri_ og atvinnu- leysið enn verra en nú er. Á sama tíma byggðum við Þjóðleikhús, sem ekki hefði risið á þeim árum, ef forgangsröð bæjar- fulltrúans hefði ráðið. Svona væri hægt að nefna hveija stórbygginguna á fætur annarri, sem risu víðs vegar um landið á fyrri hluta aldarinnar, þegar efni íslenzku þjóðarinnar voru minni en nú. Þrátt fyrir allt höfum við þó náð þeim áfanga í uppbyggingu okkar litla samfé- lags, að félagsleg þjónusta og aðstoð er orðin svo víðtæk, að peningar, sem hugs- anlega færu til þess að kaupa nýjan flygil fyrir Tónlistarskólann á Akureyri, eru ekki teknir af þeim fjármunum, sem ella mundu ganga til þess að auka atvinnu eða kaupa mat fyrir bágstatt fólk. Þau rök hefði kannski verið hægt að nota á kreppuárun- um milli 1930 og 1940, þegar mikill stór- hugur ríkti í byggingarframkvæmdum, sem m.a. skapaði vinnu fyrir verkafólk, sem ella hefði enga vinnu haft. En þau er ekki hægt að nota nú. Ef lagður er beinn peningalegur mæli- kvarði á menningarstarfsemi fer ekki á milli mála, að þjóðarbúið í heild hagnast mjög á henni. Ef einungis er litið til Akur- eyrar er alveg ljóst, að menningai-starf- semin þar hefur hvað eftir annað á undan- förnum árum skapað mikið tekjustreymi inn í bæjarfélagið, sem ella hefði farið fram hjá því. Svo að dæmi sé tekið hefur Leikfélag Akureyrar, sem áreiðanlega berst í bökkum fjárhagslega, eins og önn- ur slík starfsemi, hvað eftir annað á undan- förnum áratug sett upp sýningar, sem hafa laðað mikinn fjölda fólks til bæjar- ins. Þannig hefur starfsemi Leikfélagsins aukið tekjur Flugleiða og vafalaust einnig Flugfélags Norðurlands, olíufélaganna vegna aukinnar benzínsölu til ferðamanna, sem hafa ekið til Akureyrar á þessar sýn- ingar, hótela á Akureyri, sem hafa hýst ferðamennina, veitingahúsanna á Akur- eyri, sem hafa selt þessu fólki mat, jafn- vel bílaleiga, skemmtistaða og annarrar verzlunar- og þjónustustarfsemi. Þessi aukna velta þjónustufyrirtækja í bænum vegna starfsemi Leikfélags Akureyrar hef- ur svo skilað sér í bæjarsjóð í auknum skattgreiðslum þessara fyrirtækja. Þetta er eitt afmarkað en mjög raunhæft dæmi um áhrif menningarstarfsemi á atvinnulíf en jafnframt dæmi sem sýnir, að það eru yfirleitt allir aðrir en menningarstofnanirn- ar, sem hagnast á starfsemi þeirra. Tónlistarnám hefur ómetanlega þýðingu fyrir börn og unglinga og þau búa að því alla ævi, þótt ekki verði allir snillingar. En af því að Akureyri er heimabær Krist- jáns Jóhannssonar, óperusöngvara, sem er einn í hópi þriggja íslenzkra lista- manna, sem náð hafa hvað iengst á al- þjóðavettvangi, er ekki úr vegi að benda á, að einmitt starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri er Iíkleg til þess að stuðla að því að upp úr þessu umhverfi vaxi á næstu árum og áratugum nýir stórsöngvarar eða aðrir tónlistarmenn, sem gera garðinn frægan. Sá árangur, sem við Islendingar höfum náð í skáklistinni, sýnir glögglega, hvað slíkt ræktunarstarf á meðal ungs fólks getur haft mikil áhrif. Sex milljón króna flygill getur t.d. skipt sköpum um það, hvort mikið efni á sviði píanóleiks fær að njóta sín eða ekki. Akureyri er ekki fjölmennur bær en hefur áhrif og breidd langt umfram þann fjölda sem þar býr. Hvers vegna? M.a. vegna þeirrar menningarstarfsemi, sem þar fer fram, vegna starfsemi Menntaskól- ans á Akureyri.og nú síðustu árin, háskól- ans á Akureyri og vegna manna á borð við Matthías Jochumsson og Davíð Stef- ánsson, sem þar áttu heima, en í byijun REYKJAVIK URBREF Laugardagur 5. nóvember næsta árs verða 100 ár liðin frá fæðingu þess síðamefnda. Væntanlega minnist Akureyrarbær þess með myndarlegum hætti. Við eig’um að setja pen- inga í menn- ingu VIÐ SETJUM EKKI of mikla peninga í menningarstarf- semi heldur of litla. Við erum enn að takast á við tak- markaðan skilning í þessum efnum. Eftir nokkur ár verða 100 ár liðin frá stofn- un Leikfélags Reykjavíkur. Framan af öld- inni og þar til fyrir nokkrum árum var starfsemi þessa merka menningarfélags í Iðnó. Áratugum saman börðust leikarar í Leikfélaginu fyrir því að byggt yrði nýtt leikhús yfír starfsemi þess. Þeir héldu sýn- ingar og skemmtanir til þess að safna peningum fyrir nýju leikhúsi. Auðvitað var alveg ljóst, að þeir gátu aldrei með þeim hætti safnað nægilegum fjármunum til þess að byggja leikhús. En þeir sýndu hug sinn og metnað. Borgarleikhúsið reis eftir áratuga umræður vegna þess, að Davíð Oddsson, þá nýorðinn borgarstjóri, ákvað að það skyldi rísa og verða forgangsverk- efni í menningarmálum höfuðborgarinnar. Hver vildi vera án þess nú? Mörgum þótti nóg um þá peninga, sem settir voru í endurbyggingu á gömlu frysti- húsi við Tjörnina, en Listasafn íslands er frábærlega vel heppnuð bygging yfir þá starfsemi. Hver vildi vera án þess nú? Það hefur tekið okkur tvo áratugi að byggja Þjóðarbókhlöðu en þegar hún verður opnuð eftir nokkrar vikur verður væntanlega flestum ljóst, að þeim peningum hefur ekki verið kastað á glæ. Einar Jónsson myndhöggvari gaf þjóðinni listaverk sín og síðan var byggt yfir þau með fjárfram- lögum frá Alþingi, fyrirtækjum og ein- staklingum. Vafalaust hafa staðið deilur um það á þeim tíma, hvort slíkt skyldi gert en Listasafn Einars Jónssonar er í dag söguleg heimild um stórmerkan lista- mann. Erró hefur gefið Reykvíkingum mikið safn listaverka sinna. Á undanföm- um árum hefur verið deilt um það, hvern- ig standa skuli að byggingu yfir þetta safn. Þegar upp verður staðið mun Erró- safnið í Reykjavík skapa höfuðborginni nafn í hinum alþjóðlega listaheimi. Við eigum ekki aðeins að sýna stórhug í að byggja yfir menninguna heldur líka, hvernig staðið er að því að byggja yfir hana. Víða um heim eru byggingar yfir menningarstarfsemi meistaraverk á sviði húsagerðarlistar, byggingamar eru list út af fyrir sig. Óperuhúsið í Sidney í Ástralíu er kannski eitt frægasta dæmið um þetta. En þau eru nær okkur en það og þá ekki sízt hver stórbyggingin á fætur annarri, sem risið hefur í París á undanförnum áratugum og vekja athygli um allan heim vegna húsagerðarinnar sem slíkrar alveg burtséð frá þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Milljónir manna koma til Parísar til þess að sjá þessi hús og njóta þeirrar list- ar, sem þar er sýnd og fer fram. Tekju- streymið, sem þessar menningarstofnanir skapa i París og Frakklandi yfirleitt, er gífurlegt. Það má færa sterk rök að því að þessar byggingar og sú starfsemi sem þær hýsa, sé einhver bezta fjárfesting, sem Frakkar hafa lagt í. Hafnarfjörður hefur verið töluvert til umræðu undanfarna mánuði en hvað sem öðru líður er alveg ljóst, að aukin menning- arstarfsemi hefur geflð Hafnarfirði alveg nýja vídd. Sl. vor var opnað nýtt listasafn í Kópavogi, Gerðarsafn, sem með sama hætti hefur sett alveg nýjan svip á bæinn. Þetta finna forráðamenn Kópavogsbæjar, sem hafa ákveðið að byggja þar nýja menningarmiðstöð m.a. með fyrsta sér- hannaða tónlistarsalnum á Islandi. Hópur áhugafólks hefur á undanförnum árum barizt fyrir byggingu tónlistarhúss. Fyrr eða síðar kemur fram á sjónarsviðið stjórn- málamaður, sem kveður upp úr með það, að nú skuli það hús rísa. Peningarnir, sem settir eru í menning- una, skila sér aftur. Kannski ekki beint í kassa viðkomandi menningarstofnunar en þeir skila sér til sveitarfélaganna og þjóðfé- lagsins í heild. Akureyrarbær á að setja peninga í nýtt hljóðfæri fyrir Tónlistarskól- ann á Akureyri. Þeir peningar skila sér aftur. Við vitum ekki á þessari stund hvemig. En reynsla bæði okkar og ann- arra er til marks um það. Það eru ekki bara byggingarnar, og sú starfsemi sem þar fer fram, sem geta skapað nýjar víddir í menningarstarfsemina. Hljóðfæri geta gert það líka. Orgelið mikla í Hallgríms- kirkju er einhver mesti viðburður í menn- ingarlífí þessarar þjóðar á seinni árum. Frumherj- arnir ÞVÍ HEFUR VER- ið haldið fram hér í Morgunblaðinu, að ísland sé fyrst og fremst verstöð. Sú staðhæfíng hefur framkallað sterk viðbrögð og stundum reiði. Fólkið í verstöðinni þarf á fleiru að halda en fiski og þar kemur menningin til sögunnar. Það er saga þjóðar- innar, náttúra landsins og menningarstarf- semin, sem gerir okkur kleift að lifa hér í töluverðri einangrun og fábrotnara lífi en tíðkast með öðmm þjóðum. Frumheijar í menningarmálum hafa unnið ekki ómerkara starf en frumheijamir í atvinnulífmu. Fram- lag manna á borð við Pál ísólfsson, Jón Leifs og Ragnar í Smára er ótrúlegt, þegar horft er til baka. í stórmerkri ævisögu Vladimirs Horowitz, eins mesta píanósnillings þessarar aldar, segir Harold C. Schonberg, tónlistargagn- rýnandi New York Times (og raunar einnig skákskýrandi blaðsins og kom hingað til þess að fylgjast með einvígi Spasskís og Fischers) frá því, hvemig Horowitz hristi af sér þunglyndi og samvizkubit, sem hafði leitt til þess að hann hafði ekki spilað opin- berlega um skeið. Schonberg segir frá því, að Horowitz hafi farið á tónleika Rudolfs Serkins í Sviss og þeir hafi markað þáttaskil í lífi hans þá. „Horowitz skrifaði til Wöndu (eiginkonu sinnar, sem var dóttir Toscanin- is) sem hafði farið í stutta ferð til Ítalíu og sagði henni að hann hefði grátið eftir tónleik- ana. „Það sem ég sagði Wöndu í bréfinu," sagði Horowitz var, að „ég grét vegna þess, að þama var listamaður listamanna og mér fannst ég hafa á undanfömum árum selt list mína fyrir velgengni og peninga.““ Þessi maður, Rudolf Serkin, sem Horowitz skrifar þannig um, gerði sér ferð til íslands að Ragnari Jónssyni látnum til þess að halda sérstaka tónleika í minningu hans. Svo mik- ils mat Serkin, einn mesti píanóleikari okkar tíma, Ragnar í Smára. Líklega gera íslend- ingar sér enga grein fyrir því hvað frumheij- amir í menningarlífi þjóðarinnar hafa stækk- að landið og þjóðina mikið í augum umheims- ins. Þeir þurftu að beijast harðri baráttu fyrir hveijum „flygli". Eitt dæmi um afrakstur þess ræktunar- starfs, sem þessir menn og fjölmargir aðrir unnu á sviði lista og menningar fyrr á öld- inni, mátti sjá í Listasafni íslands í sumar og haust, þar sem sýnt var úrval mynda helztu myndlistarmanna þjóðarinnar á fyrri hluta aldarinnar. Þetta er áreiðanlega ein stórkostlegasta myndlistarsýning, sem hér hefur verið sett upp á síðari ámm. Á bak við þessi verk vom hins vegar blóð, sviti og tár og mikið skilningsleysi, sambærilegt við það, að Akureyrarbær hafí ekki efni á sex milljón króna flygli. Þessi ævintýri em enn að gerast í menn- ingarlífinu. Pólýfónkór Ingólfs Guðbrands- sonar var eitt þeirra. íslenzka óperan, sem Garðar Cortes á manna mestan þátt í að koma á fót er annað dæmi um slíkt ævin- týri. Fmmheijar geta verið erfiðir en afrakst- urinn af starfi þeirra er nánast ótrúlegur, eins og sjá má á blómlegu framhaldi. Takmarkaður skilningur á því hvað til þarf í menningarmálum er enn fyrir hendi. Fyrir skömmu var sýnt fram á það í frétta- skýringif hér í Morgunblaðinu að það er ekkert vit í því frá fjárhagslegu sjónarmiði séð að draga úr íjárframlögum til Kvik- myndasjóðs. íslenzkir kvikmyndagerðar- menn fá þá upphæð, sem lögð er í þennan sjóð, margfalda í styrki erlendis en þeir þurfa á innlendum styrkjum að halda til þess að fá hina erlendu. Þetta fjármagn í heild skapar umtalsverða vinnu í landinu fyrir utan allt annað. Peningar í menningarstarfsemi em ekki sóun. Þeim er ekki kastað á glæ. Þeir skila sér annars vegar í beinum fjárhagslegum hagnaði margra þjónustuaðila en hins vegar í menningarlegri arfleifð, sem gerir það að verkum, að Island er ekki bara verstöð. Þess vegna eigum við ekki að skera framlög til menningannála við nögl. Við eigum að auka þau og efla þannig það blómlega menn- ingariíf, sem hér er og auðgar með margvís legum hætti daglegt líf þjóðarinnar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Þetta er áreiðan- lega ein stórkost- legasta myndlist- arsýning, sem hér hefur verið sett upp á síðari árum. Á bak við þessi verk voru hins vegar blóð, sviti og tár og mikið skilningsleysi, sambærilegt við það, að Akur- eyrarbær hafi ekki efni á sex milljón króna flygli.“ 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.