Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 13 Öll fræðsla skilar árangri UM LEIÐ og börn fara að taka eftir hegðun foreldra má segja að forvamarstarf hefjist," segir Jón Guð- bergsson hjá Áfengi- svarnaráði. „Fólk verð- ur að gera sér grein fyrir því, að það er ekki það sem það seg- ir, heldur það sem það gerir sem skiptir máli,“ segir Jón. Hann segir að vandi ungs fólks sé fyrst og fremst aga- vandamál. „Foreldrar eru ekki tilbúnir að framfylgja boðum og bönnum fyrr en bömin þeirra eru komin í vanda. Allt of margir Jón Guðbergsson hjá Afengis- varnarráði. foreldrar hlusta á rökin: Það mega þetta allir nema ég,“ segir Jón og leggur þunga áherslu á orð sín. Ekki hægt að kenna áfengisneyslu Jón segir að það sé ekki hægt að kenna áfengisneyslu. Hann bend- ir einnig á að þegar foreldrar spyrji hann ráða, um hvort það sé ekki í lagi að kaupa eina kippu af bjór fyrir hann Nonna sem er nú orðin sextán, sé syarið alltaf nei. „Um Ieið og foreldrar hafa keypt fyrir börnin sín áfengi hafa þeir lagt blessun sína yfir drykkju þeirra," segir Jón. Hann segir að oft verði það til þess að unglingarnir fari að prófa eitthvað annað. Þá er ekki lengur spennandi að drekka. Jón segir algengt lijá foreldram að leita að sökudólgum. Viðkvæð- ið hjá þeim er alltof oft þetta: „Af hveiju gerið þið ekki eitthvað í mál- unum,“ en ekki: „Hvað getum við gert í málun- um?“. Upphlaup skila ekkiárangri Jón hefur kennt Li- ons Quest-námsefnið, en það er kennt böm- um og unglingum í grunnskólum Reykja- víkur, Hafnarijarðar og Garðabæjar. Hann telur að það sé besta námsefni sem völ er á í dag. Jón hefur orðið: „Hugsunar- hátturinn hjá unglingunum breytist oft við að fara í gegnum þetta náms- efni. Þegar kemur að kaflanum um vímuefni og vímuefnavarnir er hann jafnvel óþarfur vegna breyttra við- horfa. Tilveran hjá sumum ungling- um öðlast annan tilgang.“ Hann telur að upphlaup og herferðir skili ekki tilætluðum árangri nema í mjög skamman tíma. Jón er eini starfsmaður Áfengis- varnaráðs sem sinnir forvörnum í grunnskólum landsins. Hann segir að forvarnarstarfið verði þó ekki raunhæft fyrr en að minnsta kosti 4-5 starfsmenn séu í fullu starfi yfir vetrartímann. „Skólarnir eiga ekki eingöngu að sjá um þessa* fræðslu. Árangursríkara er að fá utanaðkomandi aðila til að koma í skólana með reglulegu millibili og ég tel að bindindisfólk sé ekkert endilega bestu aðilarnir til að fræða unglinga um vímuefni. Ég vil til dæmis sjá fleiri heilsugæslustöðvar í forvarnarstarfi,“ segir Jón. Kóngur vill hann verða Þegar talið berst að svokölluðum hagsmunahópum barna óg ungl- inga segir Jón að þau séu nær öll óvirk í forvarnarstarfi gegn vímu- efnum. „Það var mikið reynt í byrj- un að koma þessum hagsmunahóp- um saman, en það gekk ekki upp,“ segir hann. „Forsvarsmenn þessara hópa eru kóngar í sínum ríkjum, enda eru fjárhagslegir hagsmunir miklir. Þeir eru ekki reiðubúnir að láta af þeim völdum," segir Jón. „Gott dæmi um sinnuleysi hags- munahópanna var foreldrasíminn. Allir vildu hafa þessa þjónustu og töldu hana nauðsynlega, en enginn vildi sinna henni. í símann hringdu á milli tólf- og þrettán hundruð foreldrar á hveiju ári. Þessi þjón- usta var lítið auglýst en greinilegt er að þörfin fyrir hana er gífurleg," segir hann. Nú hefur þessari þjón- usta verið lögð niður. Jón telur að það eina sem gæti orðið til þess að þessir hópar hæfu samstarf væri þrýstingur frá heilbrigðisráðherra. KOMIÐOG PaNSiÐ! 1 læstu námskeið 12. og 13. nóv. !RÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMi 620700 Áhugahópur um almenna daniþátttóVu á íslandi hringdu núna Miss Arpels er nýr ilmur frá Van Cleef & Arpels. Ilmurinn er rómantísk blonda af fínlegri ávaxtaangan og seyðandi blómailmi. Miss Arpels er tákn alls hins unga og ferska, enda á glasið sjálft að líkja eftir óslipuðum demanti. Það efsta á glasinu lítur út eins og giftingarhringur, æðsta tákn ástarinnar. Disella, Hafnarfirði, Evíta Eiðistorgi, Laugavegsapótek, Austurbæjarapótek, Snyrtivöruv. Glæsibæ, Breiðholtsapótek, Holtsapótek, Regnhlífabúðin, Nana, Breiðholti, Utsölustaðir. Háaleitisapótek, Mosfellsapótek, Hygea, Austuretræti, Isafold, Sauöárkróki, Hygea, Kringlunni, Jósefína, Laugavegi, Stjömuapótek, Apótek Blönduóss, Apótek Vestmannaeyja, Sigurboginn, Laugavegi, Vöruhús K.Á., Selfossi, Bendi, Hraunbergsap. Medico hf., a?-20944' § »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.