Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Áfengis-ogagavandamál barna og unglinga: Bamið mitter Hvenær teljast böm fíklar? Þessari spum- ingu og mörgum fleiri er varpað fram í grein Heiðu Jónu Hauksdóttur og Jóns Jóhanns Þórðarsonar, sem segja að stefna stjóm- valda sé óljós meðan þetta samfélagsmein verður æ ógnvænlegra. Meðferðarmál séu í molum og þekkingarleysi fagaðila of algengt. AFENGIS- og agavanda- mál eru eitt af einkenn- um íslensks þjóðfélags. Afleiðingar þessa koma skýrt fram í fréttum fjölmiðla á síðustu mánuðum. Fagfólki ber saman um að þekkingarleysi sé ástæðan, bæði á meðal foreldra og ekki síður þeirra aðila sem eiga að þekkja þessi mál, kennara, námsráðgjafa og sálfræðinga. Svo virðist sem skortur á samhæfingu þeirra sem starfa að málefnum bama og unglinga sé alvarlegt vandamál sem kemur í veg fyrir að fjármunir og mannafli sem hið opinbera leggur til málaflokksins nýtist sem skyldi. Forvarnarstarfið er stefnulítið og í höndum allt of margra. Skyndilausnir í meðferð- armálum unglinga eru alls ráðandi og meðferðarheimilið á Tindum er aðeins rekið til eins árs í senn. Sú dapurlega staðreynd að margir foreldrar þekkja ekki böm- in sín er ekki endilega foreldrum að kenna heldur er það kannski samfélagsmein. Börn hefja oft vímuefnaneyslu fyrr og hún er ein- att mun meiri en foreldrar gera sér grein fyrir. Þessi staðreynd ásamt agavandamálum er helsta áhyggjuefni þeirra sem starfa að meðferðarmálum barna og ungl- inga. Hræðsla foreldra við að fram- fylgja boðum og bönnum samfé- lagsins kemur fram í sífellt meira agaleysi. Tilraunir lögregluyfir- valda að framfylgja útivistartíma barna og unglinga eru gagnslausir ef ekki næst samvinna við foreldra eða forráðamenn þeirra. Tindar eru dæmigert „heimili“ fyrir unglinga. Áður en gengið er inn er farið úr skónum eins og venjulega er gert á íslenskum heimilum. Við vorum rétt sest nið- ur á skrifstofu Sigrúnar Hv. Magn- úsdóttur deildarstjóra meðferðar- heimilisins á Tindum, þegar kallað var í kaffi. í kaffitímanum samein- ast allir og eiga þægilega stund saman. Eins og á venjulegu heim- ili var gestunum einnig boðið upp á kaffi og meðlæti. Lyftutn botninum til þeirra Margir foreldrar líta svo á að það sé í lagi fyrir 15 ára ungling að fá sér stöku sinnum í glas. Stað- reyndin er bara sú að yfír 99% þeirra sem koma til Tinda í með- ferð byijuðu á því að drekka áfengi og leiðast svo út í önnur vímuefni. „Sumir halda að krakkar þurfi að ná botninum tii að koma í meðferð en svo er alls ekki. Við hér á Tind- um lyftum botninum til þeirra sem þýðir að þeim er hjálpað að gera sér grein fyrir afleiðingum neysl- unnar með ýmsum verkefnum. Mjög mikilvægt er að foreldrar viti að krakkinn þarf ekki að vera kominn á kaf í vímuefni til að koma til okkar. Foreldrar hafa oft ekki hugmynd um hvar eða með hveijum börn þeirra eru en allar breytingar á hegðun, klæðnaði og vinahóp geta verið fyrstu vísbend- ingar um að vímuefnaneysla sé hafin,“ segir Sigrún. Erfiðast er fyrir foreldra að játa fyrir sjálfum sér og öðrum að barn- ið þeirra sé komið í vímuefna- neyslu og þurfi á aðstoð að halda. Sektarkenndin er mikil og telja foreldrarnir að mistök í uppeldi barnanna hafi leitt þau út í neyslu vímuefna. „Þetta er oft hinn mesti misskilningur. Þetta er ekki for- eldrunum að kenna og þeir þurfa ekki vera með sektarkennd vegna vímuefnaneyslu unglingsins. Margir foreldrar standa í þeirri trú að vinátta við börnin sé aðalatriðið en átta sig ekki á því að samband vina byggir ekki á boðum og bönn- um. Þeir ráða, því þeir vita hvað er börnum sínum fyrir bestu. Ef foreldrar vita ekki hvað amar að börnum sínum eiga þeir að grafast fyrir um það,“ segir Sigrún og leggur áherslu á að foreldar leiti aðstoðar. Ingi Bæringsson dagskrárstjóri eftirmeðferðar Tinda tekur undir orð Sigrúnar. „Það er mikið aga- leysi í þjóðfélaginu. Fyrsta skrefið er að hver skoði sjálfan sig. For- eldrar miða oft hvað sé eðlilegt og óeðlilegt við sig sjálfa. Ef foreldrar drekka um hveija helgi en finnst það óeðlilegt að börn sín drekki jafnoft eru þeir um leið að viður- kenna að eitthvað sé að hjá þeim. Barnið er að þroskast og hefur því ekki hæfileika til að meta sjálft hvað það getur og hvað ekki. For- eldrar verða að trúa því að krakk- arnir hafi gott að því að þau hafi aga. Þeir verða að geta sagt við barnið strax í æsku: Þú mátt þetta ekki, vegna þess að þetta er slæmt fyrir þig. Foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir að það er og á að vera mismunur á hegðun barna og unglinga," segir Ingi. Það er algengt að foreldrar séu hræddir við að senda börn sín í meðferð. Misskilningur gagnvart Tindum eru mikill. Foreldrar óttast að englarnir þeirra kynnist ein- hveijum ribbaldalýð og verði jafn- vel forhertari en fyrr. Það er sjaldnast sem slíkt gerist segir Ingi. Þeir foreldrar gera sér ekki grein fyrir að vímuvinahópur bama þeirra hefur kannski verið ,jafnslæmur“ eða á sömu leið og þeir unglingar sem verst standa. Sporin tólf Vímuefnameðferðin á Tindum byggir á 12 spora kerfi AA sam- takanna. 12 spora kerfið er byggt á ævafornri heimspeki sem er grunnur að siðferðisvitund okkar í dag. Ingi Bæringsson segir tólf spora kerfið vera eina öflugustu aðferð til sjálfsþekkingar sem völ er á. „Hægt er að nota þetta kerfi til að ráða bug á mörgum vanda- málum. Það eru t.d. til 12 spora kerfi fyrir spilafíkla, aðstandendur alnæmissjúklinga, alvarlega sjúka og aðstandendur þeirra. Aðferðina má laga að öllum sem eiga í erfið- leikum.“ „Fyrir meðferðarfulltrú- ana er 12 spora kerfið gott kerfi vegna þess að áður en þeir byija á nýju skrefi með skjólstæðingum sínum er þeim skrefum sem á und- an fóru lokið og ákveðnum áfanga í meðferðinni náð,“ bætir Sigrún við. Starfsfólk Tinda hefur útfært sporakerfíð að þörfum unglinga eins og sjá má hér á síðunni. Meðferðarheimilið á Tindum Á Tindum vinna unglingarnir sig í gegnum fyrstu fimm sporin. Kerf- ið er útfært þannig að í stað margra fyrirlestra á dag, sem tíðk- ast í fullorðinsmeðferð, vinna ungl- ingarnir hópverkefni og einstakl- ingsverkefni. „Við teljum að ungl- ingar eigi mun erfiðara með að læra af reynslu annarra en eldra fólk og eru því ekki eins móttæki- legir fyrir meðferð sem byggir nær eingöngu á fræðsluerindum og lífs- reynslusögum," segir Sigrún. Fyrsta sporið er erfiðast og tek- ur mestan tíma, stundum 4 til 5 vikur en meðferðin á Tindum tekur u.þ.b. 10-12 vikur. Sigrún segir ennfremur: „Ef krakkar koma hingað og eru undir áhrifum vímu- efna eru þeir settir í afeitrun. Hér er læknir og hann gefur lyf ef þurfa þykir. Sumir sem hafa verið í hassi lengi eru ákaflega langt niðri og það tekur allt að sex vikur að jafna sig.“ Þegar unglingurinn hefur náð því að vinna sig í gegn- um fimmta sporið telst hann út- skrifaður úr meðferðinni á Tindum og við tekur eftirmeðferð í Síðumú- lanum. Eftirmeðferð í Síðumúla { Síðumúla heldur meðferðin áfram í eitt ár. Hugmyndafræðin í eftirmeðferðinni er sáraeinföld. Það er manninum eðlilegt að láta sér líða vel og því reynir hann að koma sér í einhverskonar vellíð- unarástand. Krökkunum er kennd ákveðin aðferðafræði sem þau nýta sér þegar þau fara út í lífið aftur. Unglingarnir mæta þijú kvöld í viku í eitt ár. Þeir vinna þar áfram í 12 spora kerfínu. Listþjálfun, dans, myndlist og önnur tjáning skipar þar stóran sess. „Við reyn- um að hafa þetta sem fjölbreyttast þannig að unglingamir finni það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.