Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Pilsfaldaóværan er farin að taka sinn toll... Upp á líf og dauða Nómsstefna 12. nóvember kl. 12.45-18.00 Ýmsar siöfræöispurningar er vakna viö upphaf og lok lífsins. • Lffið og dauðirm - kristinn skilningur á lífi og dauða, sköpun og endurlausn. Hver gefur lífið, hvaöan kemur þaö, hvað er dauöinn og hvað gerist viö dauðann? GunnarJ. Gunnarsson, leklor viO KHÍ. • Tæknifrjóvgun og fósturvísarannsóknir. Tækifæri og möguleikar framtlöarinnar. Leifur Þorsteinsson. líffrœöingur. • Tæknilegir möguleikar á framlengingu llfs. Llffæraflutningar. Haraldur Jóhannsson, lœknir. • Siöfræði við upphaf og lok llfsins. Vilhjálmur Árnason, dósent í heimspeki við H.Í. • Pallborðsumræöur og fyrirspurnir. Námskeiðsgjald kr. 800. Kaffi innifalið. Innritun er I slma 888899 virka daga kl. 10:00 -17:00 og lýkur fimmtudaginn 10. nóvember. BibtíuskóUnn við Holtaveg Holtavegi 28,104 Reykjavflc, sími 888899, fax 888840 íslenskir þingmenn senda EES-ráðinu fyrirspurn vegna Sellafield og Dounreay Spurt um við- brögð fari úr- gangur í sjó AÐALFULLTRÚAR íslands í þing- mannanefnd Evrópska efnahags- svæðisins (EES) hafa sent fyrir- spum til EES-ráðsins og sameigin- legu EES-nefndarinnar vegna fyrir- ætlana Breta um að auka umsvif kjarnorkuvinnslustöðvanna^ við Sellafíeld og Dounreay. Óska ís- lensku þingmennirnir meðal annars svara við því hvort EES-ráðið muni bregðast við því ef eitt aðilarríkið veiti geislavirkum úrgangi í sjóinn þannig að efnahag annarra aðildar- ríkja stafí hætta af. I bréfí íslensku þingmannanna segir að fyrirætlanir Breta valdi Norðurlöndunum miklum áhyggj- um. Sannað hafí verið að geislavirk- ur úrgangur frá Sellafield og Do- unreay muni berast inn á íslenskt hafsvæði og því stafí íslensku hag- kerfí og viðskiptahagsmunum veru- leg hætta af auknum umsvifum endurvinnslustöðvanna. Mengun geti stofnað fiskistofnum í hættu og eyðilagt markaði fyrir sjávaraf- urðir. Spillist íslenskt hafsvæði gæti það þýtt eyðileggingu einna mikilvægustu fískimiða í heimi. Pífú rúmfatasett Vinsælu pífu rúmfatasettin eru loksins komin. Frábærtverð. Pantanir óskast sóttar. Póstsendum. Verslun Jórunnar Brynjólfsdóttur, á haegra horni Klapparstígs og Skólavörðustígs við hliðina á Pipar og salti. Sími 16088. í framhaldi af þessu er spurt, hvort EES-ráðið muni bregðast við ef ein aðildarþjóð þess veiti geisla- virkum úrgangi í sjó og stofni þann- ig efnahag annarrar aðildarþjóðar í hættu. Einnig er spurt hvaða stefnu Evrópusambandið (ESB) hafí um geislavirka mengun í sjó, hvort ESB hafi rætt þessi mál og hyggist móta slíka stefnu, sé hún ekki fyrir hendi, og hvort slík stefna verði tekin upp innan EES. Umhverfismál í orði Vilhjálmur Egilsson formaður ís- lensku þingmannanefndarinnar sagði að í EES-samningnum hefði verið lýst áhuga á að bæta umhverf- ið og hafa eigi umhverfísmál ai- mennt í huga í tengslum við milli- ríkjaviðskipti og þróun nýrra EES- reglna. í ljósi þess hefðu menn viljað nota þennan vettvang til að vekja athygli á endurvinnslustöðvunum í Bretlandi og spyrjast sérstaklega fyrir um þær varúðarráðstafanir sem þar væru gerðar, og hvað myndi gerast ef eitthvað færi úrskeiðis. Fyrirspumin var undirrituð af þingmönnunum Vilhjálmi Egilssyni, Páli Péturssyni Gísla S. Einarssyni og Guðrúnu Helgadóttur, en þau eru aðalfulltrúar íslands í þing- mannanefnd EES. Tveir norskir þingmenn skrifuðu einnig undir fyr- irspurnina, en hún var send 13. september og var óskað eftir svari á fundi þingmannanefndar EES, sem haldinn var um miðjan októ- ber. Svarið barst ekki þá, þar sern ekki höfðu verið haldnir fundir í ráðherraráði ESB. Vilhjálmur Eg- ilsson sagðist hafa vakið athygli á málinu á nefndarfundinum og óskað svars við fyrsta tækifæri. Rannsóknir á hitabreytingum Golfstraumurínn hugsanlega veik- arí á hafísárum ■f^ANNSÓKNIR ■"Cþýskra vísinda- w manna, sem skýrt er frá í vísindatímaritinu Nature, benda til þess að smávægilegar breytingar á sjávarstraumum í Atl- antshafi gætu valdið miklum hitabrejdingum í Evrópu og á norðurhveli jarðar. Hiti áþessum slóð- um gæti lækkað verulega én hækkað í öðrum heimshlutum. Sigfús J. Johnsen, pró- fessor í jarðeðlisfræði, hefur stundað rannsóknir á borkjörnum úr Græn- landsjökli og hannað mælitæki og djúpbora til rannsókna á ískjörnum. Rannsóknir þýsku vís- indamannanna byggjast því m.a. á mælingum Sigfúsar og annarra vísinda- manna sem rannsakað hafa Grænlandsjökul. „Rannsóknir okkar á borkjörn- um úr Grænlandsjökli hafa sýnt okkur fram á að það hafa orðið miklar sveiflur í veðurfari í gegn- um árin. Það er jafnframt ljóst að það getur ekki verið annað en sjórinn sem veldur þessu með einu eða öðrum hætti. Við vitum að Golfstraumurinn er okkar fjöregg. Það er því ekki óeðlilegt að spurt sé, hvað gerist ef Golfstraumurinn breytist. Til þess að reyna að komast að því hafa verið smíðuð gífurlega stór og mikil tölvulíkön. Ut úr þeim kemur það sem maður vissi, að hér mun kólna. Ég þekki þessi líkanaforrit ekki mjög vel. Þau eru gífurlega flókin og eru örugglega aldrei alveg rétt, en hjálpa mönnum til að skilja þessa flóknu hluti. Ég er t.d. ekki sann- færður um að það muni hlýna eitthvað að ráði annars staðar í heiminum þótt kólni við pólinn. Þess ber þó að geta að vindar hafa áhrif á hitastig og ef þeir yrðu suðlægari gæti það leitt til hlýnunar." - Af hverju ætti Golfstraum- urínn að fara að breyta sér? „Ja, það ér nú spurningin. Við vitum að hann gerir þetta þegar kaldast er. Á jökulskeiðum er mikið af jöklum niður við sjó allt í kringum Atlantshafíð. Þeir eiga til að hlaupa í sjó fram. Við bráðn- un þeirra kemur ferskvatnsskán yfir stór svæði. Stór hluti af Golf- strauminum sekkur norður við ísland og það getur hann ekki gert ef þetta gerist. Ef jöklarnir hlaupa fram er voðinn vís. Þá stoppar Golf- straumurinn og þá snarkólnar á íslándi. En það þarf ekki ís- __________ öld til að hitastig breyt- ist. Rannsóknir okkar á borkjörn- um sýna að á síðasta hlýskeiði urðu töluvert miklar sveiflur á hitastigi. Við erum að reyna að skilja hvers vegna það 'gerist og eins af hverju við sleppum svona vel núna. Þessu eru vísindamenn að reyna að svara með því að búa til tölvulíkön." - Getur ekki aukin mengun haft áhrif á þessa mynd? „Jú, vissulega er ástæða til að hafa áhyggjur af því að mengun leiði til breytinga á lofthjúp jarð- ar. Eins er varasamt að breyta rennsli áa sem renna í N-íshafið, eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Það kann að vera að kerfið sé það viðkvæmt að slíkar breytingar geti haft mikil áhrif á hafstrauma og veðurfar." Sigfús J. Johnsen ►Sjgfús J. Johnsen er fæddur að Ogri í N-Isafjarðarsýslu 27. apríl 1940. Hann varð stúdent frá MA 1959, lauk cand. scient. prófi í eðlisfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla 1966 og stundaði kennslu- og rannsókn- arstörf við sama skóla frá 1967-1979 þegar hann varð dósent í jarðeðlisfræði við Há- skóla íslands. Prófessor varð hann 1987. Sigfús hefur stund- að rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli frá 1969 og stjórnaði leiðöngrum á jökulinn 1981 og 1990. Sigfús er kvænt- ur Pálínu Kristinsdóttur. Þau eiga þrjú börn. - En hvort kemur á undan, breytt hegðun Golfstraumsins eða kuidaskeið? „Þetta er eitt af því sem menn geta ekki alveg svarað. Það kann að vera að í Golfstraumnum sé innbyggður óstöðugleiki. Á tíma- bilum þar sem inngeislun sólar er hvað minnst getur það eitt leitt til þess að jöklar fara að byggjast upp. Uppbygging jökla ýtir undir kólnun því ef snjór liggur yfir jörðu að sumri til endurkastar snjórinn varma sólar og þá kóln- ar. Það er auðvelt að skýra kóln- unina þegar hún er komin af stað. Það er hins vegar erfíðara að út- skýra hvers vegna þetta stoppar, hvers vegna hlýskeið nær yfir- höndinni á ný.“ - Hvenær varð síðasta kulda- skeið? „Það varð eitt mjög stórt í lok ísaldar fyrir 11-12 þúsund árum og annað minna fyrir um 8.000 árum. Þá var snögg breyting sem stóð í um 200 ár. Áhrif þessa kuldaskeiðs náði til alls ________ heimsins. Það má segja um íslenskt hitafar, að á meðan Golfstraumurinn er til- tölulega sterkur er hlýtt hér og lítið um hafís. Um leið og hann veikist kemur hafís. Það er mín skoðun að þegar hvað mestur hafís var hér við land hafa þær greinar Golfstraumsins, sem koma hingað, verið tiltölulega veikar. Á svoköllaðri litlu-ísöld var kalt hér og einnig í Evrópu. Skýr- ingin er sennilega sú að Golf- straumurinn hefur verið eitthvað veikari.“ % - Á það við hafísárin sem urðu á sjöunda áratugnum? „Það getur verið. Menn eru að skoða þetta nú. Það eru til svo fáar mælingar á þessum straumi þannig að það er erfitt að átta sig á því. Ég myndi túlka þetta þannig að svo hafí verið.“ Erfitt að skýra af hverju það hlýnar aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.