Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 11 form tjáningar sem hentar þeim. Einstaklingar sækja í ákveðin vímuefni sem heilinn notar til líkja eftir því vellíðunarástandi sem hæfir hveijum og einum. Þeir sem hafa kraftmikinn og drífandi per- sónuleika velja örvandi efni til að ná vellíðan, meðan aðrir með ann- an persónuleika velja önnur efni. Markmiðið er að fá þau til að átta sig því hvaða form tjáningar hjálp- ar þeim að ná þeirri vejlíðan sem víman veitti þeim áður,“ segir Ingi Bæringsson. í eftirmeðferðinni fara krakk- arnir saman í bíó, út að borða og í ferðalög og fleira. Auk þess sem þau halda áfram að vinna sig í gegnum 12 spora kerfið. Misjafnt er hversu langt þau ná að vinna sig áfram. Ef einstaklingur „fellur“, fer á fyllerí, er honum í flestum tilfellum vísað úr eft- irmeðferðinni. Honum er samt hjálpað að komast aftur inn á Tinda í samráði við foreldra. Krakkamir geta valið það að vera óheiðarleg í eftirmeð- ferðinni en þá líður þeim illa. Þó að með- ferðarfulltrúarnir sjái ekki að einhver sé óheiðarlegur sjá hinir krakkarnir það fljótt. Ingi segir að þau séu miskunnarlaus. „Þau líða ekki að einhver drekki í eftirmeðferð- inni. Það er gott að vera hér og það er flott að vera edrú. Til að vera hér þarf ungl- ingur að leggja tölu- vert á sig,“ segir Ingi. Unglingurinn telst út- skrifaður þegar hann er orðinn það sjálf- stæður að hann getur tekið ábyrgð á sjálfum sér, fundið réttar lausnir sem henta honum best, þannig að meðferðin vegi lítið í lífi hans. Meðferðin miðast að því að verða óþörf. Hlutur foreldra Þegar unglingur er í vímuefna- neyslu er fjölskyldan í kreppu. Það ríkir mikil sorg og sektarkennd. Foreldrar kenna sjálfum sér um og vita yfirleitt ekki hvað á að gera. Þeir eru örvinglaðir og oft í vöm. Við reynum að hjálpa þeim til að sjá hlutina í réttu ljósi og taka ákvarðanir sem eru farsælar. Við hjálpum foreldrum að trúa eig- in innsæi og tilfinningum. Við er- um með fjölskyldufundi, fjöl- skyldukvöld og fjölskylduviku sem hjálpar fólki að átta sig. í eftirmeðferðinni eru haldin fjölskyldukvöld tvisvar í mánuði, þar sem haldið er áfram með þá vinnu sem hófst á Tindum og er í því fólgin að þar hitta foreldrar aðra foreldra og finna að þeir eru ekki einir. Unglingarnir tala um hluti sem erfitt er að tala um heima og foreldramir koma skilaboðum til barna sinna, skilaboðum sem þau hefðu aldrei tekið við nema í gegnum þriðja aðila. Ingi telur að það vanti inn í umræðuna hversu hiutverk for- eldra í forvarnarstarfi eigi að vera mikið. „Ákaflega mikilvægt er að foreldrar geri eitthvað þroskandi með börnum sínum sem gæti gefið þeim fyllingu og tilgang í lífinu meðan þau ' eru ung. Einnig er mikilvægt að kenna krökkunum að fá útrás á heilbrigðan hátt sem sagt að fullorðnir hafi trú á sér í foreldrahlutverkinu.“ Ingi hefur trú á foreldrum en þeir eru misjafnir eins og annað fólk. Enginn býst við að foreldrar séu sérfræðingar í vímuefnamál- um. En þekkingarleysi hjá félags- ráðgjöfum, sálfræðingum og kenn- umm er alvarlegra því ætlast er til að þeir viti eitthvað um þessi mál. „Sem dæmi væri hægt að segja frá einum skólastjóra hér í Reykjavík. Eftir að ég hafði flutt fyrirlestur um vímuefni vildi ég benda krökkunum á aðra leið. Skólastjórinn bannaði mér það á þeim forsendum að það myndi ýta undir þá hugmynd að það væm vandræðaunglingar í skólanum hans. En það vildi svo til að ég þekkti til krakka í skólanum sem voru í vandræðum," segir Ingi að lokum. Skyndilausnir Stefna stjórnvalda í meðferðar- málum fyrir unglinga er mjög óljós. Afleiðingin er sú að í sumum tilfell- um eru margir að sinna sama við- fangsefninu meðan öðrum brýnum viðfangsefnum er ekki sinnt nægilega. Taka má Tinda sem dæmi um það ósamræmi sem hlýst af lítilli samhæfingu. Síðasta ár var illa sótt en ástæðan að sögn Sigr- únar var fáar tilvísan- ir. „Það skýtur að sjálfsögðu skökku við þegar kannanir sýna að vandræði unglinga eru að aukast. Það þarf að koma til miklu ákveðnara kerfi. Það eru of margir hags- munahópar sem bítast um það fjármagn sem varið er til þessa mála- flokks. Utkoman er því máttlítil starfsemi margra aðila,“ segir Sigrún og brúnin þyngist á henni. í úttekt Hagsýslu ríkisins segir að í stað stefnumótunar sem felur í sér raunveru- lega forgangsröðun verkefna eru settir fram óskalistar sem endurspegla oft sjón- armið ýmissa hags- munaaðila. Þegar stefnu vantar og verk- efnum er ekki raðað í forgangsröð er hætt við að gripið sé til skyndilausna. Við slíkar aðstæður eiga sjónarmið ýmissa hagsmunaaðila greiðari leið að þeim sem taka ákvarðanir og skammtímasjónarmið geta hæg- lega ráðið niðurstöðu mála. 12 reynsluspor Tindar: 1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okk- ur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. Fyrsta sporið er forsenda alls. Þarna sættast krakkarnir á það að vímuefna- neyslan stjórni lífi þeirra og það sé þeim um megn að yfir- vinna fíknina af sjálfsdáðum. 2. Við fórum að trúa, að æðri máttur, máttugri okkar eigin vilja, gæti gert okkur heilbrigð að nýju. Þetta gengur út á að hjálpa einstaklingnum til að trúa að til sé æðra afl mátt- ugra þeirra eigin vilja. Hvort sem það er Guð eða einhvað annað. 3. Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum. Hér móttaka unglingarnir þennan æðri mátt og trúa að leiðsögn hans sé til góðs. Þessi æðri máttur getur verið Guð, fólkið á Tindum, fjölskyldan eða hvað sem er. 4. Við gerðum rækilega og ótta- laust siðferðisleg reikningsskil í lífi okkar. Unglingnum er hjáipað til að gera skriflega rækilegt siðferðilegt uppgjör við fortíðina til að finna rót vandamála sinna. 5. Við játuðum afdráttarlaust fyrir Guði, sjálfum okkar og trúnaðarmanni yfirsjónir okk- ar. Fimmta sporið er áfram- Ingi R. Bærings- son, forstöðumað- ur eftirmeðferðar í Síðumúla. Sigrún Magnúsdótt- ir, framkvæmda- stjóri á Tindum. V ar hún ekki bara að fikta? HÚN hefur upplifað sorgina sem fylgir vímuefnaneyslu barnsins hennar. „FyrstU við- brögðin voru vantrú, þegar við fengum að heyra af neyslu barns- ins. Síðan breyttist vantrúin í sorg. Það er svo ótrúlega erfittað viður- kenna að barnið þitt sé fíkill,“ segir móðir átján ára gamallar stúlku. Foreldrarnir urðu ekki varir við neinar breytingar aðrar en þær sem hægt er að tengja við ungl- ingsárin. Þau héldu að þegar þæga stelpan þeirra tók upp á því að öskra á þau og skella hurðum væri hún bara að gera venjulega unglingauppreisn. Dóttirin er yngst barna þeirra og eina barn þeirra saman. Vímuefnavandamál er óþekkt hjá hálfsystkinum henn- ar. Stelpan hafði nýlega skipt um skóla svo að foreldrunum þótti eðlilegt að hún eignaðist nýja vini. Þrátt fyrir mörg einkenni um að neysla væri hafin, datt þeim hún ekki í hug. En reyndin var önnur. Hún prófaði alls kyns pillur, sveppi og allt sem hugsanlega gat komið henni í vímu. Ódýrara en við héldum „Fjármögnunin var ekkert mál, vinirnir sameinuðust um hass- kaupin, lögðu í púkk svo þetta var ekki meiri peningur en meðal- unglingurinn eyðir. Til að byija með var kostnaðurinn við neysl- una ekki ýkja mikill en svo smám saman jókst þetta og varð undir það síðasta um 1.000 kr. á dag. Eg held að fólk hafi ranghug- myndir um verð á þessum fíkni- efnum, þau eru a.m.k. ódýrari en mig grunaði," segir móðirin. „Fólk reyndi á vissan hátt að gera lítið úr neyslunni hjá stelp- unni og finnst mér það undar- legt. Viðkvæðið var oftar en ekki: „Hvað er að þér manneskja, þetta er ekkert mál? Hvað heldur þú að stelpan þurfi í meðferð? Var hún ekki bara að fikta?“ Þetta kom mér mjög á óvart. Ommurn- ar og afarnir áttu til dæmis mjög erfitt með að samþykkja þetta og önnur amman getur ekki enn í dag sætt sig við að þetta hafi gerst, hvað þá viðurkennt að þetta hafi verið vandamál. Hún skilur ekki hvernig barnabarn hennar gat gert þetta. Hún prófaði ails kyns pillur, sveppi og allt sem hugsan- lega gat komið henni ívímu Þrekraunatímabil Meðferðin gekk þannig fyrir sig að hún sótti sjálf um viðtal hjá Unglingaheimili ríkisins og eftir það fór hún á Tinda. Þar tók við greining og var hún greind alkó- hólisti. Móðirin lýsir þessu svo: „Viðmótið lijá starfsfólkinu á Tindum var alveg ólýsanlegt. Fyrsta sporið í tólfspora kerfinu var mjög erfitt fyrir okkur öll. Þetta var því þrekraunatímabil. Við fórum með henni í gegn um það og átti hún virkilega erfitt með að skilja út á hvað það gekk. Við foreldrarnir vorum komnir í aðstæður sem við töldum að við ættum aldrei eftir að upplifa. Við spurðum okkur spurninga á borð við hvort of mikill agi hefði verið á heimilinu ásamt fleiri vangavelt- um um uppeldið. Reyndar var aginn töluverður og er það eflaust því að þakka að hún hóf ekki neyslu fyrr og að hún uppgötvað- ist þetta snemma. Þess vegna var sektarkenndin hjá okkur foreldr- unum skammvinn. Við sáum að þetta var ekki okkur að kenna.“ Vanþekking og fordómar á starfsemi Tinda ollu foreldrunum heilmiklum áhyggjum. „Auðvitað kynntist hún krökkum sem voru komin mikið lengra í neyslu en hún. Ég get ekki séð að það hafi haft önnur áhrif en þau að hún sá betur hversu heppin hún var að hafa hætt,“ segir móðirin. Rekin úr meðferð Dóttirin fór í gegn um allt pró- grammið og útskrifaðist af Tind- um. Þá tók við eftirmeðferð í Síð- umúlanum. Henni gekk mjög vel í fyrstu en freistingarnar voru til staðar og hún féll. Eftir að hafa viðurkennt að hafa fallið-var hún rekin úr meðferðinni. Hún sótti þá um að fá að koma aftur og það var samþykkt. Sú endurkoma stóð stutt því aftur féll hún og krakk- arnir í hópnum komust að því og sýndu henni enga samúð. Hún var rekin úr meðferðinni, en hefur tekist að halda sér „hreinni" með aðstoð meðferðarfulltrúa. „Starfsemin í Síðumúlanum er alveg frábær," segir móðirin og heldur áfram: „Þar er unnið með unglingum á eins heilbrigðan hátt og hægt er. Þetta er ómetanlegt framtak og má ekki leggjast af vegna peningaskorts." Framtíðin er björt. Hún fær þó enn þunglyndisköst sem benda til þess að stutt sé i fall og fer hún þá til meðferðarráðgjafa, sem að- stoðar hana að komast yfir þau tímabil. Stelpan hefur eignast kærasta sem einnig er óvirkur alkólhólisti. Þau gera sér grein fyrir veikleika sínum og ætla sér að standa sig. Eins og stelpan sagði við móðir sína: „Mamma, veistu það að vandamálið er ekki búið, því þegar ég eignast bam verður það í áhættuhóp sem barn alkóhólista." „Við vomm heppin, neyslan stóð stutt og steipan hafði ekki leiðst út á afbrotabrautina eins og allt of margir unglingar gera. Stelpan okkar er „hrein“ í dag þó svo baráttunni sé ekki lokið. Það getum við þakkað starfsfólk- inu á Tindum og þeim meðferð- arfulltrúum sem þar starfa.“ Æfingabekkir í Hafnarfirði \ Þú ert í... ' ...betri málum ...ef þú stundar Itkamsþjálfun. Afsláttar- tilboð til áramóta 12 tímar 6.000, með afsl. 5.400. 25 tímar 11.600, með afsl. 9.800. Sjö-bekkja æfingakerfið hentar mjög N / vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað líkamsþjálfun lengi. Einnig þeim sem ekki geta iðkað almenna leikfimi af ýmsum ástæðum s.s. vöðvabólgu. Það liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til \ vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Nx Ath! Ókeypis kynningartími. ' / Mánud.-fimmtud. kl. 8.10-12.00 og 15.00-21.00. Föstud. kl. 8.10-13.00 og laugard.kl. 10.00-13.00. Lokað þriðjud. eftir hádegi. betri ma ÍÆFINGABEKKJUM LÆKJARGÖTU 34a - B 653034 HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.