Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 48
Afl þegar þörf krefur! Pirls® v RISC System / 6000 ^ <33) NÝHERJI i ftgntiÞÍfifetíÞ Það tekur aðelns einn raðeins L virkan^P oö kottm póstinum I þírmm tií skila PÓSTUR OG SlMI MOKGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 6. NOVEMBER 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Biskup vill gera bæn að föstum lið í þinghaldi HERRA Ólafur Skúlason, biskup íslands, hefur kynnt á samráðsfundi kirkju og alþingis hugmynd um að gera bænastund að föstum lið í þing- haldi alþingis. Hann segir að fulltrúar allra stjórnmálaflokka á fundinum hafi ekki tekið hugmyndinni illa. Salome Þorkelsdóttir, forseti alþingis, segist álíta að bæn geti ekki gert mönnum annað en gott. Hins vegar hafi málið ekki verið rætt með formlegum hætti í þinginu. Morgunblaðið/RAX Ört gengur á hauginn Ólafur sagðist hafa haft í huga að til að bytja með yrði beðin bæn á fyrsta þingfundi hvers mánaðar. „Hugmyndin varð til þegar ég heyrði þingmenn tala um hvað ____ messan við upphaf alþingis hefði verið góð stund. Ég kynnti hana svo á samráðsfundi með þingmönn- um skömmu eftir þingsetningu. Mér hefði oft dottið í hug hvort ekki væri gott, vegna andlegra áhrifa og til að setja ákveðinn svip á æðstu samkomu þjóðarinnar, að gera bæn að föstum lið í þinghaldinu. Þing- menn tóku hugmyndinni ekki illa,“ sagði biskup og bætti við að hann hefði einnig haft orð á hugmynd sinni við setningu kirkjuþings. Hann lagði áherslu á að aðeins væri um hugmynd að ræða. Síst dytti honum í hug að þröngva henni upp á þingheim og ef af yrði myndi þingmönnum að sjálfsögðu vera í sjálfsvald sett hvort þeir væru við- staddir. Bænastund gerir gott Salome sagðist telja að gott væri að heíja þinghald með messu eins og gert væri. Persónulega teldi hún líka að lítil bænastund gerði ekki annað en gott. Hins vegar væri erfítt að breyta hefðum og því væri ekki að neita að hugmyndin hefði komið upp áður. Hún sagði aðspurð að hugmyndin hefði ekki verið rædd á vettvangi þingsins og ekki vissi hún til að til þess stæði. ÖRT hefur gengið á brotajárns- haug Islenska stálfélagsins síðan Fura hf. tók við þrotabúinu og hóf útflutning snemma á síðasta ári. Sveinn Magnússon, starfs- maður Furu, segir að haugurinn hafi minnkað úr 32.000 tonnum í febrúar í fyrra í 16.800 tonn nú í nóvember. Eitthvað hafi bæst í hauginn á tímabilinu og nemi útflutningur samtals um 35.000 tonnum. Sveinn segir að reksturinn hafi gengið vel enda hafi verð hækkað, sérstaklega á öðrum málmum en járni, þ.e. áli, kopar, blýi og ryðfriu efni. Má í því sambandi geta þess að í bíl er 70% járn, 5% aðrir málmar en afganginn er ekki hægt að nýta. Ónnur samsetning brotajárns- ins veldur því að breyta verður um starfshætti. Ekki er lengur hægt að sefja megnið af brota- járninu í tætara heldur verður að skera járnið í sundur áður en það er flutt úr landi eins og Úlf- ar Haraldsson, starfsmaður Furu, er einmitt að gera hér að ofan. Víða eril- samt hjá lögreglu LÖGREGLAN átti annasama nótt víða um land aðfaranótt laugar- dags vegna óspekta og drykkjuláta. A ísafirði gistu þrír fanga- geymslur vegna drykkjuláta á skemmtistöðum og almannafæri. Að sögn lögreglu þar er ekki óvanalegt að tveir til þrír gisti fangageymslur hennar í mánuði þannig að þetta er sérstakt ástand. Á Akureyri hafði lögregla af- skipti af fjölda manns vegna drykkjuláta og slagsmála og þurfti að koma nokkrum þeirra undir læknishendur. Fjórir gistu fanga- geymslur. Gekk fyrir bíl í Reykjavík þurfti að koma manni á slysadeild eftir að hann hafði gengið fyrir bíl í Lækjargötu við stjórnarráðið. Meiðsl mannsins voru óveruleg. Þá var maður sett- ur í fangageymslu fyrir að bijóta rúður í verslun við Grundarstíg og í veitingastaðnum Lækjar- brekku. Morgunblaðið/Árni Sæberg ^ EFTIR að hafa kannað aðstæður á Tjarnarbakkanum í gærmorgun voru ljósmyndari Morgunblaðs- ins og telpurnar sammála um að rétt væri að láta allar ísferðir bíða betri tima. Telpurnar heita Elísa Grétarsdóttir, 8 ára, Telma Dögg, 5 ára, og Lára Herborg Arndísardóttir, 7 ára. Isinn varasamur Heilbrigðisstéttir fjölmennar á ráðstefnum og fundum hériendis 1995 Allt að sjö þúsund gesta vænst að utan Á NÆSTA ári munu að minnsta kosti 5.000-7.000 erlendir ferða- menn koma hingað til lands vegna um 35 funda og ráðstefna sem Ráðstefnuskrifstofa íslands hefur upplýsingar um. Um tugur þessara funda og ráðstefna tengjast heil- brigðisstéttum á Norðurlöndum, þar á meðal ráðstefna norrænna læknaritara, norrænt heilaskurð- læknaþing og ráðstefna um réttar- tannlækningar. í upplýsingum Ráðstefnuskrif- stofunnar kemur ekki fram vænt- anlegur fjöldi allra þátttakenda á þeim fundum og samkomum sem henni er kunnugt um, en áætlaður fjöldi er frá 20 erlendum gestum til 1.000 gesta hverju sinni. At- burðir eins og heimsmeistara- keppnin í handbolta eru ekki inni í samantekt skrifstofunnar, en meðal fjölmennustu ráðstefna og funda má nefna þing Norðurlanda- ráðs, þar sem vænta má 700-1.000 manns, norræna landbúnaðarráð- stefnu og sýningu þar sem vænta má 500-700 manns, Evrópuþing kiwanisklúbba, þar sem vænta má 500-60Q manns og er sami fjöldi væntanlegur á ráðstefnu nor- rænna skurðlækna. Meðal fá- mennustu funda og ráðstefna má nefna Evrópumeistaramót í handflökun, þar sem vænta má 60 gesta, á alþjóðlegt námskeið í öryggisrannsóknum er vænst 30-40 gesta og á fund fram- kvæmdastjóra norrænna sinfóníu- hljómsveita 20-30 gesta. Nóatúnsverslun í Smárahvammslandi TJÖRNINA í Reykjavík hefur lagt í vetrarveðrinu undanfarið en ísinn er varasamur og hefur lögreglan í Reykjavík ráðið fólki frá því að fara út á hann. Á föstudag þurfti lögregla að hafa afskipti af börnum á Tjörn- inni en þá höfðu útvarpsstöðvar verið beðnar að útvarpa aðvörun um að ísinn væri ótraustur. Merk- ingar voru þá engar við Tjörnina. Undir lok síðasta kjörtímabils samþykkti borgarstjórn, að til- lögu Olínu Þorvarðardóttur, Flagga á grænu við Tjarnarbakka þeg- ar ísinn er heldur borgarfulltrúa Nýs vettvangs, að í samráði við lögreglu kæmu starfsmenn Ráðhússins upp fánamerkingum við Tjörnina að vetrarlagi sem gæfu til kynna hvort ísinn væri mannheldur eða ekki. Svo virðist sem ekki sé búið að samræma þessi mál því hús- vörður tjáði ljósmyndara Morg- unblaðsins á föstudag að hann hefði einungis græna fána sem setja ætti upp þegar ísinn væri mannheldur. Á miðbæjarstöð lögreglunnar fengust síðan þær upplýsingar í gær að lögregla bæði útvarpsstöðvar að útvarpa aðvörun ef ísinn væri ekki mann- heldur. Þá eru ýmsir sem draga þá ályktun að þegar byrjað sé að flóðlýsa Tjörnina sé óhætt að fara út á ísinn. 2.000 m2 UPPI ERU áform um að opna 1.500-2.000 m2 Nóatúnsverslun í stórhýsi sem til stendur að reisa í Smárahvammslandi í Kópavogi. Að sögn Jóns Júlíussonar, kaupmanns í Nóatúni hf., er ekki frágengið hvort verslunin komi til með að eiga eða leigja húsnæðið. Jón segist sjá þörf fyrir matvöru- verslun á þessu svæði, enda um nýtt hverfi í uppbyggingu að ræða í stórhýsi og fjölmenn hverfi í næsta ná- grenni, auk þess sem það liggur vel við umferð. Byggingaverktakarnir Gylfi og Gunnar hyggjast reisa bygginguna, en Jón segir málið enn á umræðu- stigi og ekki hægt að nefna neinar tímasetningar um opnun verslunar í því sambandi. ■ Heppni og útsjónarsemi/20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.